Áhugaverð lestur úr Biblíunni

Ég bendi á áhugaverða pistla frá Illuga Jökulssyni sem hann flutti nýverið á Rás 1.

Því miður er takmarkaður birtingartími á vefnum og því hvet ég áhugasama til þess að njóta hið fyrsta.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt gott og blessað.

Nú væri gaman að sjá viðlíka umfjöllun um íslam og rit þess.

imbrim 3.10.2014 kl. 11:20

2 Smámynd: Óli Jón

imbrim: Sammála, skelltu henni inn hér!

Óli Jón, 3.10.2014 kl. 11:22

3 identicon

Ég átti við samsetta af Illuga og flutta í útvarpi allra landsmanna.

imbrim 3.10.2014 kl. 13:29

4 Smámynd: Mofi

Svakalega hef ég lítið álit á Illuga og ekki hjálpaði þetta til.

Mofi, 3.10.2014 kl. 13:50

5 identicon

Þeir sem lesa Biblíuna til að leita að einhverju vafasömu í henni, eru í mínum huga á sama plani og menn sem væru að skanna Íslendingasögurnar til að hneykslast á siðferðishegðun manna eða læsu Aristóteles til þess eins að geta hneykslast á kynþáttahatri hans og kvenfyrirlitningu. Þannig fólk er sama sort og þeir sem lesa Biblíuna sem "sannleika" í leit að "sagnfræðilegum staðreyndum". Menntaður lestur er hvorki til að hlýða eða fordæma, heldur til að öðlast dýpri og fágaðri skilning á einhverju og verða menntaðri maður. Það gerir þú hvorki sem þræll eða í dómarasætinu, heldur forheimskast bara. Það er dæmi um vitsmunalega og menningarleg hnignun nútímans að fáir geta orðið lesið Biblíuna nema eins og bókstafstrúarmenn lesa hana eða þá til að "fordæma hana", þegar um er að ræða stórkostlegt listrænt bókmenntaverk sem hefur mikinn sannleika að geyma eins og allar gamlar bækur, sem ekki er á færi fávita að nema aftur á móti. Í báðum tilfellum, bókstafstrúarmannsins og þessi "anti-Biblíu týpa", þá er við heimsku og menningarleysi eitt að sakast, en við siðmenntað fólk fáum kinnroða að horfa á slíkar deilur og maður skammast sín fyrir þessa þjóð, hafandi búið meðal menntaðri og fágaðri þjóða þar sem læsi er meira og almennara og þú finnur til að mynda fleiri en ekki af millistétt eða ofar sem hafa lesið eitthvað úr ritum helstu heimspekinga Vesturlanda í frítíma sínum, en ekki bara í menntaskóla, á meðan meira að segja "efri" stéttir Íslands eru að mestu skipaðar því sem aðrar þjóðir kalla skrýl.

Geispinn 3.10.2014 kl. 16:59

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Biblían er ekki "stórkostlegt listrænt bókmenntaverk". Þetta er ótrúlega leiðinlegt og ljótt rit.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.10.2014 kl. 17:32

7 Smámynd: Mofi

Ég held nú að meiri hluti heimsins er þér algjörlega ósammála, jafnvel stór hluti guðleysingja eru þér ósammála. Það einhvern veginn bara vottur af kjánaskap að segja svona og gerir bara lítið úr þér.

Mofi, 3.10.2014 kl. 19:32

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er fráleitt að ég sem skattgreiðandi sé að halda RÚV uppi sem skattgreiðandi svo RÚV geti haldið fram ankanalegum rétttrúnaðaráróðri frá Illuga Jökulssyni sem er mér mjög á móti skapi og eingöngu lítill hluti þjóðarinnar kýs að hlusta á - einkum vinstri menn og trúleysingjar. Ekki hlusta ég á Illuga. Er ég kannski líka að borga honum fyrir dagskrárgerðina? Það á að leggja niður dagskrárgerð Illuga niður nú þegar (það má auðvitað leggja RÚV niður í leiðinni).

Guðmundur St Ragnarsson, 3.10.2014 kl. 19:39

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála þér Guðmundur að það má alveg leggja RÚV niður eða allavega leyfa þeim bara að borga sem hlusta á RÚV. Um bíblíuna má segja að þetta er örugglega hin ágætasta bók, full af góðu fólki og vondu fólki, sögur um stríð og frið og góður söguþráður í henni. Eiginlega eins og sögur eiga að vera. En Endar hún ekki svolítið illa?

Jósef Smári Ásmundsson, 3.10.2014 kl. 20:36

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Dr. Pétur Pétursson birti eftirfarandi texta á fésbókarsíðu sinni:

Ný yfirstjórn útvarps allra landsmanna, Ríkisútvarpsins, virðist hafa skilið hlutverk sitt þannig að tími sé kominn til að frelsa þjóðina undan áhrifum kristindóms og því fjarlægt Orð kvöldsins af dagskrá. Sennilega er enginn dagskrárliður jafn nátengdur þjóðarsögunni eins og einmitt þessi. Heimildir sýna að farið var með Guðs orð á kvöldvökum í torfbæjum þessa lands þar sem fólkið kom saman að loknum vinnudegi áður en lagst var til svefns. Lesið var upp úr postillum, sálmabókum og hugvekjusöfnum. Það er rangt að helgistundir á heimilum hafi lagst niður í lok 19. aldar eða í upphafi þeirrar 20. þegar fólk fluttist í bæi, tók upp nýja lifnaðarhætti og fékk sitt ríkisútvarp. Helgistundir á heimilum hafa ekki horfið heldur orðið að bænastundum með börnum fyrir svefninn. Ég veit ekki betur en að ríkisútvarpið hafi hafið útsendingar sínar með guðsþjónustu og að guðsþjónustur hafi verið fastur dagskrárliður þar frá upphafi – og ekki aðeins það heldur einnig morgunbænir. Þegar ég var ungur man ég eftir að mamma mín hlustaði stundum á útfarir sem útvarpað var frá Dómkirkjunni og er mér þar rödd sr. Bjarna Jónssonar og persónulýsingar hans minnisstæðar. Þetta var rauður þráður í íslenskri menningu, sennilega allt frá því er írskir munkar fóru að syngja sínar tíðargjörðir við fjörð og vík og helga steina og krossa sem þeir reistu víða um land.

Eitthvað virðist þetta menningarbrot hafa hreyft við yfirstjórn útvarpsins því að nú hefur Illugi Jökulsson aftur fengið frjálsar hendur við val á ritningartextum og heimfærslu þeirra. Hann velur sér 17. aldar ritskýringaraðferð og finnst að vonum margt skrýtið og skondið í þessum fornu textum og hjakkar því sífellt í sama farinu í þeirri viðleitni sinni að draga upp sem allra verstu mynd af kristindómi og gyðingdómi.

Það er ekki langt síðan íslensk þjóð fékk tækifæri til að tjá sig um stöðu þjóðkirkjunnar gagnvart stjórnarskránni og meirihluti hennar vildi áfram að í henni væri ákvæði um þjóðkirkju. Flestir og þar á meðal ég líta svo á að þjóðin hafi farið fram á óbreytt ákvæði, þ.e. að ríkið styðji og verndi þjóðkirkjuna og það sem hún stendur fyrir. Það væri því ekki úr vegi fyrir ríkisútvarpið sem ætla mætti að ætti að fylgja ríkinu í þessu sambandi að sjá til þess að valið á ritningartextum væri í einhverju sambandi við hefðir og akademísk vinnubrögð enda heldur ríkið úti sérstakri deild innan Háskóla Íslands þar sem farið er yfir þessa texta og þeir skýrðir á forsendum gagnrýninna nútíma biblíurannsókna með sama hætti og tíðkast í bókmenntafræði og sagnfræði.

Ég verð að viðurkenna að sjálfur er ég fyrir löngu búinn að fá upp í kok á lævísri illkvitni Illuga í garð kristinnar trúar, helgirita kristinnar kirkju og gyðingdóms þó svo að hann skreyti þætti sína með fallegri tónlist og sé að mörgu leyti áheyrilegur. Sé því þannig varið að ríkisútvarpið vilji heiðra félagið Vantrú með þessum 17. aldar biblíufyrirlestrum og ritskýringum Illuga Jökulssonar má benda á að það félag hefur ekki reynst trúverðugt eftir að Siðanefnd HÍ og háskólakennarar afhjúpuðu stefnu þess og starfsemi fyrir nokkru. Það er félag sem bregður yfir sig skikkju andtrúarlegrar vísindamennsku 19. aldar sem á miklu meira skylt við áróður sértrúarflokks en gagnrýna hugsun og fræðimennsku

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.10.2014 kl. 22:16

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. - gæsalappir í upphafi og enda texta gleymdust, lesendur bæti þeim gjarnan við!

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.10.2014 kl. 22:17

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg get ekki séð, eða heyrt reyndar, hvað er svona voðalegt við lestur Illuga úr Bibíunni. Hann er bara að lesa úr Biblíunni mestanpart.

Það er margt mjög furðulegt í Biblíunni. Það er bara þannig.

Þetta með að Biblía sé ,,guðs orð", - að mér finnst það enganvegin ganga upp. Við vitum alveg núna að þetta er skrifað af mönnum. Tilgangurinn með skrifunum eða hvað nákvæmlega menn voru að fara - það er barasta erfitt að festa fingur á því. Það er túlkunaratriði og það er hægt að færa rök að ýmsu því viðvíkjandi og svo er það í valdi hvers og eins að melta það eða ákveða fyrir sig.

En ,,guðs orð" gefur í skyn að guð hafi jafnvel skrifað eða sagt fyrir um texta.

Við vitum alveg í dag td. varðandi Guðspjöllin að þau hafa þróast. Upphaflega var texti, jafnvel nokkrir textar, sem svo þróuðust og urðu að því sem við þekkjum í dag.

Segir sig alveg sjálft að ef alvitur og fullkominn guð ætlaði að semja bók eða segja fyrir um efni bókar - þá væri ekki þessi ringulreið á sögunni og þróun í texta auk endalausra mótsagna.

Texti Biblíu tekur augljóslega mið af hverjum tíma er hann er skrifaður á. Menn semja textann og skrifa fyrir hverja kynslóð etc.

Náttúran er miklu frekar guðsorð en Biblían. Miklu frekar.

Lítill lækur sem hvíslar ljóði að grænni grein, laumar kossi á kaldan stein, líður áfram og lítur alltaf nýja mynd o.s.frv. Angandi blómabreiða og blíður fuglasöngur etc.

Ef menn væru að tala um það semsérstakt ,,guðs orð" - þá værum við að rokka feitt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.10.2014 kl. 00:18

13 identicon

Það setur enginn fram svona texta eins og Ómar Bjarki með hærri greindarvísitölu en 70 held ég. Verið er að ræða verk sem eru margar hliðar á og áhugavert frá bókmenntalegu, listrænu, sagnfræði- og menningarsögulegu sjónarmiði, og í ljósi sögu heimspekiþróunar og hugmyndasögu, verk sem er svo fjölbreytt það spannar tugi ólíkra bókmenntagreina og hvert rit (nema kannski bréf Páls) eru það ólík og einstök hvað varðar form og byggingarstíl að það er einsdæmi um slíkt safnrit...og það eina sem hann hefur um þetta að segja er einhver hálfvitaspeki um að þetta sé nú ekki "sannleikur". Nei, og það eru rit Shakespeare ekki heldur, en nú heldur Richard Dawkins, trúlaus og allt það, því fram að snilld Shakespeare og perlur og snilld bókmennta hans þjóðar komi úr King James þýðingunni á Biblíunni og ákveðnum sérkennum þeirra þýðingar og stílbrögðum sem hafi lagt grundvöllin af enskri bókmenntahefð, svo og bókmenntum margra annarra Evrópuþjóða, og enginn geti talist vel talandi eða menntaður upp á ensku sem ekki hafi lesið þá þýðingu og þekki. Hann er merkilegur maður sem hefur komið fram með merkar og frumlegar hugmyndir, en þarna var hann ekki að segja neitt frumlegt eða merkilegt heldur bara að taka undir samróma álit flestra helstu bókmenntafræðinga Englendinga. En hvað hefur Ómar Bjarki um ritið að segja? "Þetta er bara ekki satt!" Jú, væri eðlilegt innlegg ef það kæmi frá leikskólabarni eða vistmanni á sambýli fyrir fólk með Down's Syndrome, en svona lagað heyrir maður ekki hjá menningarþjóðum, hvað þá að fólk láti svona frá sér og nafnið fylgja með. Ég þakka fyrir hvað fáir kunna og skilja íslensku, því þá væri löngu búið að dæma þessa þjóð sem samansafn vanvita og það hefði slæm áhrif á efnahagskerfi okkar, sem er veikt fyrir, og ættum við þá seint lífsvon lengi.

Baudelaire 4.10.2014 kl. 01:23

14 identicon

Sæll Óli.

Málvilla er í fyrirsögn á pistli þessum semog
hugsanavilla því Illugi gerði minnst af því að lesa
uppúr Biblíunni heldur fór með eigin útleggingu
og eigin útgáfu af einstökum textabrotum sem
þar standa.

Húsari. 4.10.2014 kl. 03:35

15 Smámynd: Mofi

Nýr himinn og ný jörð þar sem dauði og þjáning er ekki lengur til, það er fínn endir að mínu mati.

Mofi, 4.10.2014 kl. 07:47

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhanna, þessi athugasemd frá Pétri er algert rugl. Værir þú til dæmis til í að útskýra að hvaða leyti Illugi er með "17. aldar ritskýringaraðferð"? 95% af þættinum var bara einföld endursögn á sögunum! Líklega fer það bara í taugarnar á prófessor Pétri að þarna var ekki verið að dásama biblíuna. Og það segir sitt að hann hafi ekki hneykslast áður á þeim "ritskýringaraðferð" sem maður heyrir oft á sunnudögum, sem er sú að trúa á alls konar rugl sem engum fræðimanni myndi detta í hug að trúa.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.10.2014 kl. 12:31

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, aðeins örlítill hluti heimsins hefur lesið biblíuna, þannig að meiri hluti þeirra getur varla haft upplýsta skoðun á þessu. En hefurðu lesið Kóraninn? Stór hluti mannkyns talar líka um hann sem "stórkostlegt listrænt bókmenntaverk", sem er algert rugl.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.10.2014 kl. 12:33

18 Smámynd: Már Elíson

Illugi frábær sem endra nær, þó að "fávísar konur í Vesturbænum" kjósi sem svo að það sé helber illkvitni af honum að lesa og útskýra á sinn einstæða hátt, um lygarnar, hótanirnar og óþverrann í "markaðsbókinni miklu" og hliðstæðum skáldsögum sem eiga að vera frá tímum Móse.

Það sem einhver merkinga-og nafnlaus heimskingi "baudelaire" og hinn svekkti og sígjammandi (og nafnlausi) "Mofi" segja hér að ofan, er þeim sem oftar sjálfum til skammar.

Enda virðast þeir skjöpla á slorinu úr markaðsbókinni og gleypa lygarnar hráar. - Þegar menn kunna ekki að lesa á milli lína og eru "bókstafstrúar" þá fer sem fer fyrir þeim, - Sjálfum sér verstir.

En þetta er auðvitað, eins og nafnleysinginn "baudelaire" ritar (um sjálfan sig ?) - sennilega spurning um greindarvísitölu.

Það tók mann ekki langan tíma þegar börnin voru ung að sýna þeim fram á viðbjóðinn í "Sögum Biblíunnar", myndskreyttar glæsibækur sem seldar voru í hús seint á síðustu öld og þeim fagurskreyttu lygaritum auðvitað umsvifalaust hent þegar innihaldið kom í ljós. - Börnum framtíðarinnar til mikillar gæfu, eins og þau orða það núna 40 árum síðar. Því núna kunna þau að lesa sjálf.

Már Elíson, 4.10.2014 kl. 12:38

19 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Már, og Illugi var ekki einu sini sérstaklega að fjalla um "ógeðistexta", heldur tók hann bara fyrir texta sem eru af einhverjum ástæðum undarlegir.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.10.2014 kl. 12:58

20 Smámynd: Már Elíson

Já, Hjalti...Þetta var nú aldeilis meira en undarlegt. - Hið annað er bara hreint ótrúlegt að ofangreindir aðilar, eins og t.d. hinn nafnlausi "Mofi" og fleiri prelátar að hans sauðahúsi, skuli verja þennan viðbjóð sem veður á síðum þessa meinta sorprits og lákúru í markaðsmennsku.

Það er af einhverjum ástæðum líka undarlegt.

Már Elíson, 4.10.2014 kl. 13:05

21 Smámynd: Mofi

Ég einfaldlega flokka þá sem rakka Biblíuna svona niður sem óþroskaða fáfróða unglinga. Hjalti kemur mér á óvart í þessu, skil í rauninni ekkert í hans afstöðu hérna. Stór hluti af bókverkum heimsins og tónverkum heimsins og byggingalist heimsins á sér rætur í Biblíunni. Í gegnum aldirnar hefur hún mótað ótal samfélög. Að telja að hún sé ekki að segja satt þegar kemur að það er von andspænis dauðanum, allt í lagi, ég skil að sumt fólk eigi erfitt með að trúa því en þetta hatur á henni finnst mér vera á aulalegum villigötum.

Mofi, 4.10.2014 kl. 13:28

22 Smámynd: Óli Jón

Málið er þannig vaxið að Illugi las bara upp úr Biblíunni og virðist hafa gefið sér þá forsendu að Gamla testamentið væri hluti af henni, en það er nokkuð sem margir kristnir eiga í erfiðleikum með. Upplesturinn var málefnalegur, án nokkurra leikrænna tilþrifa og fór eftir bókstafnum. Lesari lagði engar sérstakar merkingar í það sem hann las eða gaf sér nokkuð, hann einfaldlega las textann eins og hann kemur fyrir.

Það er gamalkunnugt og þreytt sport hjá málsvörum Biblíunnar að halda því fram að í gegnum tíðina hafi verið kastað til höndum við þýðingu hennar því alltaf virðist vera hægt að útskýra ljótu kaflana í henni, og þeir eru margir, með því að ákveðið orð merki í raun eitthvað annað en það sem það er talið merkja. Undarlegt er þó að enginn vafi virðist nokkurn tíma vera á gæði þýðingarinnar þegar um 'góða' kaflana er að tefla. Þá virðist þýðendum alltaf hafa tekist vel upp. Undarlegt, það!

Tökum t.d. söguna um spámanninn Elísa sem var svo uppfullur af náungakærleik þegar nokkrir unglingar gerðu grín að honum að hann 'aktíveraði' ofurkraftinn og fékk tvær guðlegar birnur til þess að slátra nokkrum tugum táninga. Hinn rörsýni vefur, Answers in Genesis, fer í marga hringi til þess að réttlæta hrottaleg morð 42 einstaklinga og nenni ég ekki að fara yfir þá fabúlasjón hér. Það er reyndar skondið að sjá í niðurlaginu að þeir setja m.a.s. fyrirvara við það hvort allir hlutaðeigandi hafi í raun verið drepnir og hvort jafn margar jarðarfarir hafi farið fram. Þetta er náttúrulega bara sorglegt og merki um algjöra rökleysu.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er ósanngjarnt að vitna svona orðrétt í Biblíuna og taka jafnvel einstakar ritningargreinar fyrir. En þá hlýtur það að þurfa að ná til allra sem það gera, þ.m.t. presta sem leggja oft út af stökum versum í ræðum og predikunum. Ótrúlegt en satt þá velja þeir iðulega 'góða' kafla þannig að lítið tuð fylgir. Því er það þannig að ef ósanngjarnt er að Illugi velji bara 'ljótu' kaflana, þá hljótum við að gera þá kröfu að prestar velji ekki bara 'góðu' kaflana því það er jafn mikil afskræming á Biblíunni. Hún er nefnilega mögnuð samsuða sem í má finna mærðarlega og góða hluti, en einnig viðbjóðslega og ógeðfellda.

Sjálfur þakka ég Illuga fyrir hans framlag, það er ágætt mótvægi við 'lollipop' útgáfu Biblunnar sem trúaðir vilja halda á lofti.

Óli Jón, 4.10.2014 kl. 14:21

23 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Biblían er merkileg bók sem fólk getur túlkað á marga vegu, ég t.d. lít á hana sem bók til að læra af og gera fólk betra ekki Guðlega bók sem á að elta í blindni. Það þarf ekki að dæma allan boðskap Bókarinnar illan þótt Illugi fynni og einangri frá það illa í henni.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 4.10.2014 kl. 18:02

24 Smámynd: Óli Jón

Gunnlaugur: Að sama skapi ber þá að varast það að dæma Biblíuna aðeins af því góða sem í henni stendur því sá boðskapur einn og sér er ekki dæmigerður fyrir hana. Málið er að í mærðarlegum messum og masi frá Ríkiskirkjunni er bara tæpt, eðlilega, á því góða því enginn í bissniss vill, jú, draga fram slæmu hliðar vörunnar sem hann selur. Það má því segja að pistlar Illuga séu hálfgildings neytendavernd þar sem hinni hlið málsins er snúið upp, þeirri hlið sem sjaldnast hefur sést í gegnum tíðina.

Óli Jón, 4.10.2014 kl. 21:16

25 Smámynd: Mofi

Óli Jón, komdu með dæmi um slæman boðskap í Biblíunni. Þú kannski heldur að þessi saga sem Illugi las eða þú bentir á er slíkt en... þetta eru sögur. Að segja frá atburði hefur ekkert að segja um hvað þú átt að gera; aðeins saga um hvað gerðist. Í mínum augum þá væri það slæmt við Biblíuna ef hún sleppti t.d. sögunni sem Illugi las upp.

Mofi, 4.10.2014 kl. 22:58

26 identicon

Kóraninn er mjög merk bók í bókmenntalegum skilningi og enginn hefur lágmarksskilning á þeim þjóðum sem aðhyllast þann sið sem ekki hefur lesið það verk, svo hún er líka mikilvæg fyrir það að geta talist sæmilega menntaður í alþjóðlegum heimi. Kóraninn er mjög "mistæk" bók, en hluti hennar er talinn til þess sem best hefur verið skrifað af rýmnaskáldskap frá örófi alda. Hana einkennir mjög þétt og sérstakt innrým sem margir hafa reynt að leika eftir en fáum tekist, og margir kunna að meta hana sem bókmenntaverk sem vilja ekkert með Islam sem slíkt hafa að gera. Ég get umborðið hvaða trú sem er þó ég aðhyllist enga þeirra. En plebba á ég erfitt með að umbera og það að þeir komi óorði á þjóð mína og skaði þannig efnahagslíf okkar og ímynd á erfiðum tímum þegar við þurfum á velvild og virðingu annarra að halda sem aldrei fyrr. Ofstæki, gífuryrði og fáfræði Íslendinga og virðingarleysi þessarar að mestu trúlausu eða nýaldarsinna þjóðar fyrir skáldskap annarra þjóðar er að verða fræg meðal þjóða heims.

Baudelaire 4.10.2014 kl. 23:23

27 identicon

Það er líka ágætis kurteisi að hafa í huga að við eigum ekkert í þessari bók og ættum frekar að agnúast út í okkar eigin Íslendingasögur. Kóraninn og Biblían tilheyra okkur óskildum þjóðum, sem eru þó miklar menningarþjóðir eins og við, og við ættum að umbera þær með sama hætti og við umberum helstu skáldverk Indverja eins og Bahagvad Gita, þó hún sé hvatning til stríðs, eða okkar eigin bókmenntir þar sem menn höggva mann og annan, en eru taldar meðal dýrgripa mannkyns og hafa lagt mikinn skerf til sameiginlegs menningararfs hans þrátt fyrir ofbeldi sitt, þó ekki verði sá skerfur til fulls jafnaður saman við Kóraninn, Biblíuna eða jöfra eins og Shakespeare.

Baudelaire 4.10.2014 kl. 23:27

28 identicon

Það væri ágætt fyrir ykkur að hugleiða það að nánast engin af bókmenntaverkum fortíðarinnar sem merkar teljast, og fæstar af helstu bókmenntaverkum Evrópu innihalda ekki ofbeldi og siðferði sem er öðruvísi en siðferði nútímamannsins. Sé ykkur er ófært að innbyrgða þekkingu og menningu á hennar eigin forsendum, þá ættum þið að láta allt flóknara efni en Gagn og Gaman og kannski siðferðispredikanir úr einhverju Skátablaðinu eiga sig. Það eru til viðkvæmar sálir sem er betra að lesi ekki yfirhöfuð, en fyrir orðstír þjóðarinnar væri betra að þeir segðu sem minnst. Hugsandi fólk er hafið yfir það að ræða "illsku" Biblíunnar eða "gæsku" hennar. Gott og illt kemur menningu, sögu, listum og alvöru mannsskilningi ekkert við, og er eitthvað fyrir annars vegar siðfræðinga, sem er sérstök grein en ekki bókmenntagagnrýni, en bókmenntagagnrýni á siðferðisnótum er ekki lengur stunduð, heldur flokkuð sem teprulegur 19. aldar siður í anda þjóðernisrómantíkur, og fyrir neðan virðingu menntaðs nútímafólks, og hins vegar vanvita sem ættu frekar að lesa Litlu Gulu Hænuna á Sambýlinu, því það er ekkert "ljótt og vont" í henni.

Baudelaire 4.10.2014 kl. 23:33

29 identicon

Richard Dawkins um menningarlegt mikilvægi Biblíunnar. Hann kallar þá "barabara" sem ekki hafa lesið hana almennilega og telur þá ófæra um að skilja bókmenntir Evrópu og ekki geta talist til menntaðs fólks. Þeim hinum sama Dawkins dettur ekkert í hug þetta sé "sannleikur", frekar en venjulegu 5 ára barni fyrir því. En hann er ef eitthvað er meira á móti plebba og plebbskap heldur en bókstafstrú, og það sama gildir um allt menntað og vel gefið fólk. https://www.youtube.com/watch?v=EJtCqjUUHG0

Baudelaire 4.10.2014 kl. 23:37

30 identicon

"Religion should not be allowed to hijack this cultural resource" - Dawkins.

Baudelaire 4.10.2014 kl. 23:38

31 Smámynd: Óli Jón

Mofi: Það hve refsiglaður Guð er tel ég t.d. ekki til eftirbreytni. Hann veigrar sér ekki við að leysa sín vandamál með því að stráfella pöpulinn þegar sá gállinn er á honum á mismunandi ljóðrænan hátt. Hann var t.d. fljótur til þegar Elísa vældi og sendi birnurnar morðóðu til þess að slátra ungmennunum. Í dag þætti við hæfi að áminna unga fólkið og taka máské af þeim vasapeninginn, enda var meintur glæpur léttvægur, en Guð taldi rétt að ganga til slátrunar.

Baudelaire: Þú virðist detta í sömu gryfju og margir og telja að Richard Dawkins sé í guðatölu hjá vantrúuðum og trúlausum. Vera má að margir hefji kallinn á stall, en það á ekki við um mig. Hins vegar er ég sammála Dawkins um að Biblían sé merkileg bók, en það get ég líka sagt um Harry Potter bækurnar sem eru t.d. mun veigameiri fyrir yngri kynslóðina í dag en Biblían. Vægi Biblíunnar verður minna með hverjum deginum sem líður, enda á hún æ minna erindi við nútímann á meðan boðskapur bóka á borð við Harry Potter stendur nútímanum mun nær. Ef einhver telur ævintýrið um morðbirnurnar eiga sér einhvern stað í nútímanum umfram t.d. sögurnar um Jack Reacher, þá ber þeim hinum sama mestu vorkunn fyrir.

Þú talar mikið um 'hugsandi fólk' og hversu mikið það sé hafið yfir að tala um illsku eða gæsku Biblíunnar. Það er bara ekki rétt hjá þér, að því gefnu að við finnum 'hugsandi' fólk innan vébanda kristninnar hérlendis, því það fólk tæpir sárasjaldan á öllu því illa sem Biblían inniheldur, en hossar frekar því sem skárra má telja. Mig grunar að í rörsýni þinni teljir þú hugsandi fólk frekar góna á mærðarlegu kaflana í kveðlingnum á meðan við hin, óuppdregnu og miður gefnu Morlokkarnir, höfum ekki vitsmunagetu til þess að sjá neitt annað en allt hið ógeðfellda sem Biblían býður. Þú um það, það er þinn kvarnakvilli.

Þú fellur líka í þá gildru að líta á Biblíuna sem bókmenntaverk, en það er hún aðeins að litlu leyti. Fyrst og fremst er þetta trúarboðskapur sem var hannaður og soðinn saman til þess að veiða fólk í snörur kristinnar trúar og verður því fyrst og fremst að lesast sem slík. Biblían var ekki skrifuð sem bókmenntaverk þótt hún sé auðvitað fyrst og fremst skáldsaga, hún er skrifuð með það fyrir augum að vera verkfæri í útbreiðslu kristinnar trúar. Sem slík á hún sérstaklega að vera háð gagngerri skoðun á öllum tímum og, því miður, fellur það í hlut 'okkar' að benda á það marga sem miður fer í henni því launamenn Guðs hafa ekki döngun í sér til þess að gera það.

Af ofansögðu finnst mér þú ekki gera Baudelaire neinn greiða með því að stela nafninu hans. Þótt kallinn hafi verið hálfgerður hrakfallabálkur, þjáður af sárasótt og vímuefnafíkn, þá er það engin ástæða til þess að draga nafn hans niður í þessar lægðir.

Og þar sem þú sást ástæðu til þess að enda á tilvitnun í Dawkins, þá leyfi ég mér að fara að þínu dæmi og birta hér nokkrar tilvitnanir:

To be fair, much of the Bible is not systematically evil but just plain weird, as you would expect of a chaotically cobbled-together anthology of disjointed documents, composed, revised, translated, distorted and 'improved' by hundreds of anonymous authors, editors and copyists, unknown to us and mostly unknown to each other, spanning nine centuries.


Og ein til:



The bible is a terrible moral compass, if you think about it. Of course, you can cherry pick the verses that you like, which means the verses that happen to coincide with our modern secular consensus, but then you need to have a rationale for leaving out the ones that say stone people to death if they break the Sabbath, or if they commit adultery. It’s an appalling moral compass.


Sú þriðja:



The Bible may be an arresting and poetic work of fiction, but it is not the sort of book you should give your children to form their morals.


Og sú síðasta:



If you don't understand how something works, never mind: just give up and say God did it.


Góðar stundir.

Óli Jón, 5.10.2014 kl. 01:46

32 identicon

Þú kemur hérna með siðferðispredikun eins og versti pokaprestur, ert eiginlega bara að hegða sér eins og innhverfan af slíkum, og hefur eftir Dawkins það sem er ekki ástæða þess hann segir fólki að lesa Biblíuna og er persónulega að styrkja útgáfu hennar og gjafir til ungs fólks (svipað og Gídeón, bara á menningarlegum, ekki trúarlegum forsendum), heldur afþví hann veit sem er að annars mun enskri tungu og menningu hnigna enn frekar og aðgangur unga fólksins að eigin menningu, því jú, mikið af verkafólki og fótbolltabullum frá Liverpool er einmitt farið að halda að Harry Potter séu bókmenntir og sú speki hefur greinilega smitast alla leið til Íslands. Mér leiðast jafn mikið vantrúaðar og trúaðar siðferðispredikanir og tel þær helst fyrir fólk sem er bara ekki læst og ætti að láta eiga sig annað en predikanir. Biblían er ekki bókmenntaverk "að litlu leyti". Þetta er heldur ekki trúarlegt áróðursrit. Þetta er eitt safnrita heillar þjóðar á ákveðnu tímabili, svona "best of", sem spannar allt frá spakmælabálkum (Salómon), kynferðislegum ástarljóðum (Ljóðaljóðin) til sagnfræðilegra rita til rita sem er bara predikanir, en þolanlegar, því ólíkt ykkar vantrúarmanna og bókstafstrúarmanna og alla hinna predikaranna sem vilja rífast um "gott" og "vont", hugtök sem fullorðið fólk veit þýða ferlega lítið, í barnalegum sandkassaleik hver að halda með sínum, þá eru þetta alla vega vel skrifaðar hugleiðingar, leiðinlegar á köflum en með sprettum sem gera þær þess virða að lesa þær, svo allt almennilegt fólk lætur sig hafa það bara eins og að komast í gegnum Laxness þrátt fyrir kommúnistaáróðurinn í sumum rita hans.

Baudelaire 5.10.2014 kl. 03:32

33 identicon

Sæll Óli.

Þagnirnar voru sennilega það besta í þessum

pistlum Illuga ásamt og með því smjatti sem

rauf þær.

Það er rangt hjá þér að hann hafi lesið uppúr

Biblíunni. Það gerði hann ekki nema að litlum

hluta heldur fór með eigin skoðanir og endursögn

á einstökum textabrotum.

Þú mættir annars læra af þessum meistara þínum

sem þrátt fyrir asnaspark sitt gagnvart kristni

skrifar oftast óbrjálaðan texta sem er laus við

mál- og hugsanavillur.

Húsari. 5.10.2014 kl. 12:22

34 identicon

Óli Jón

Getur þú lýst því hvað fellst í því að trúa á guð?

Jonas Kr 5.10.2014 kl. 15:07

35 Smámynd: Mofi

Það sem Guð gerir er ekki fyrir aðra til eftirbreytni af því að þeir eru ekki guðir. Við erum ekki alvitur eða yfirhöfuð í alvörunni góð svo það er ekki hlutverk okkar að herma eftir Guði. Þegar kemur að því hvað við eigum að gera þá höfum við skýr boðorð frá Guði.

Í mínum augum, ef að Biblían hefði ekki þessar sögur af illsku manna þá væri hún óheiðarleg og ill skiljanleg. Hvernig ætti maður að skilja allt hið slæma sem kom fyrir Ísrael nema fá einhverja útskýringu á því? Af hverju t.d. leyfði Guð Babýlón að herleiða Ísrael og drepa þúsundir, þegar maður les sögu Ísraels þá getur maður skilið það og eins og t.d. sagan sem Illugi fór yfir, greinilegt að siðferði ættbálka Ísraels var sökkið niður í ræsið á þessum tíma.

Mofi, 5.10.2014 kl. 17:11

36 Smámynd: Mofi

Þessi saga um birnina sem þú ert að hnjóta um Óli, mig langar aðeins að skoða hana nánar. Þetta er sagan af Elísa spámanni sem tók við af Elía sem var einn aðal spámaður í sögu gyðinga.

Síðari konungabók 2:23
And he went up from thence unto Bethel: and as he was going up by the way, there came forth little children out of the city, and mocked him, and said unto him, Go up, thou bald head; go up, thou bald head.4 And he turned back, and looked on them, and cursed them in the name of the Lord. And there came forth two she bears out of the wood, and tare forty and two children of them.

Að mínu mati er fólk aðeins of fljótt að lesa aðeins of mikið úr þessari sögu.  Orðið sem þarna yfir börn er na‛ar en það getur þýtt eftirfarandi:

(concretely) a boy (as active), from the age of infancy to adolescence; by implicatiofon a servant; also (by interchange of sex), a girl (of similar latitude in age): - babe, boy, child, damsel [from  the margin], lad, servant, young (man).

Young Literal þýðingin er þýðing sem reynir að halda sig beint hvað textinn segir bókstaflega en svona er sú þýðing:

23 And he goeth up thence to Beth-El, and he is going up in the way, and little youths have come out from the city, and scoff at him, and say to him, `Go up, bald-head! go up, bald-head!'
24 And he looketh behind him, and seeth them, and declareth them vile in the name of Jehovah, and two bears come out of the forest, and rend of them forty and two lads.

Það sem er að minnsta kosti hérna hægt að sjá er að það þarf ekki að vera að ræða um börn heldur getur verið um að ræða unga menn.

Það sem skiptir enn meira máli er orðið "tare" eða "rend" til að átta sig á því hvað gerðist þarna.  Hebreska orðið sem er notað þarna er "bâqa‛" en það þýðir:

A primitive root; to cleave; generally to rend, break, rip or open: - make a breach, break forth (into, out, in pieces, through, up), be ready to burst, cleave (asunder), cut out, divide, hatch, rend (asunder), rip up, tear, win.

Hérna eru nokkur dæmi um hvernig þetta orð er notað í Biblíunni:

Síðari konungabók 3:26
And when the king of Moab saw that the battle was too sore for him, he took with him seven hundred men that drew swords, to break(bâqa) through even unto the king of Edom: but they could not

Fyrri kroníkubók 11:18
And the three brake(bâqa) through the host of the Philistines, and drew water out of the well of Bethlehem, that was by the gate, and took it, and brought it to David: but David would not drink of it, but poured it out to the LORD,

Þannig að orðið getur þýtt að brjótast í gegn eða tvístra.  Þannig að það er vel möguleiki að eina sem þessi saga er að segja frá er að það komu tveir birnir og tvístruðu hóp af strákum. 

Ef maður ætlar að ímynda sér að tveir birnir drápu fjörtíu og tvö börn þá á ég mjög erfitt með að ímynda mér hvernig það gæti gerst.  Eina leiðin sem ég sé slíkt gerast ef að hópurinn reyndi að berjast við birnina og neitar að gefast upp jafnvel þegar þeir hafa drepið nokkra meðlimi hópsins.

Mofi, 5.10.2014 kl. 17:16

37 identicon

Krakkarnir neituðu bara að tvístrast og gefast upp. Guddi is great! Amen.

DoctorE 5.10.2014 kl. 21:30

38 Smámynd: Morten Lange

Þarf ekki að semja frá grunni samantekt á því hvað kristín trú sé, samkvæmt Þjóðkirkjunni.  Samantektin gæti leikið svipuðu hlutverki og katekísma, en taki mið af nýjar tegundir af gagnrýni og álitaefni um hvað beri að leggja áherslu á úr biblíunni og hvaða algengar túlkanir sem ekki er eining um ( segjum varðandi gatnaðavarnir, og það að fólk geti verið gott í skilningu nútíma samfélags án trúar á yfirnattúrulegum verum ). 
        

Fann þetta textabrot á einum af vefjum kirkjunnar : "Fræðin minni (Catechismus minor; Der kleine Katechismus) eru lærdómskver handa alþýðu. Erlenda orðið catechismus er af grísku sögninni katechizein, er þýðir “að kenna".  "

Morten Lange, 6.10.2014 kl. 18:26

39 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Kóraninn er mjög "mistæk" bók, en hluti hennar er talinn til þess sem best hefur verið skrifað af rýmnaskáldskap frá örófi alda. 

Baudelaire: Hann er mjög mistækur ef það þýðir að hann sé að mestu leyti ótrúlega leiðinlegur og lélegt verk. En geturðu sagt mér hvaða hlutar þetta eru sem þér finnst svona frábærir?

Mofi: Það er pínlegt að sjá þig reyna að túlka þetta óhæfuverk í burtu. Þó so að n'r geti einstaka sinnum þýtt "ungur maður" þá er sú klárlega ekki raunin hér þar sem að lýsingarorðoð "litlir" er haft með.

Þetta er eins og orðið "strákur", það getur stundum átt við fullorðna menn (t.d. "Við strákarnir ætlum á barinn að horfa á leikinn."), en ef þú segir eitthvað eins og "Þegar maðurinn fór í bæinn kom á móti honum hópur af litlum strákum." þá er ekki átt við menn.

Varðandi það að tvístra, þá talar textinn um að þau "skiptu í sundur" fjörutíu og tveimur af hópnum. Var þá hópur af "ungum mönnum þarna" og birnurnar tvístruðu 42 af þeim?

Þessi útskýring passar svo engan veginn við söguna, Elísa er nýbúinn að bölva þeim og það sem gerist fyrir þá er að þeim er tvístrað?

Hvað heldurðu að þessi útskýring þín á sögunni sé gömul? Ég spái því að hún sé frá 20. öld.

Jóhanna Magnúsdóttir: Gætir þú útskýrt fyrir okkur, eða spurt Pétur (sé að þú ert að kommenta hjá Pétru), að hvaða leyti pistlar Illuga einkenndust af 17. aldar ritskýringu?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.10.2014 kl. 18:36

40 Smámynd: Mofi

Mér finnst bara margfelt eðlilegra að sjá fyrir mér tvö birni koma og ráðast á hópinn og hópurinn leysist upp. Ég bara sé ekki fyrir mér tvo birni ráðast á fjörtíu stráka eða unga menn og drepa þá, bara sé engan veginn hvernig slíkt gæti gerst og ef það er það sem höfundurinn var að reyna að segja þá finnst mér eðlilegt að segja aðeins meira og skýrar frá þessu.

En þú velur alltaf þá skýringu sem gefur þér ástæðu til að fyrirlíta á meðan ég geri einmitt hið gagnstæða. Eins og ég sé þetta þá er þetta einfaldlega þitt val.

En, svo ég svari spurningunni sem ég gleymdi að svara, ég hef lesið slatta í Kóraninum og fannst þetta frekar ömurlegt. Risa stóri munurinn er að Biblían er saman safn af bókum, sumar af bókum Biblíunnar fannst mér ekkert varið í þegar ég var yngri en í dag held ég mikið upp á þær. Svo þegar einhver dæmir Biblíuna sem lélegt bókmenntaverk þá... bara flokka ég viðkomandi sem fáfróðan bjána sem er engann veginn hægt að taka alvarlega.

Mofi, 6.10.2014 kl. 21:29

41 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, svo virðist sem biblíuþýðendur síðustu árþúsunda og Ellen G. White séu þá með mér í að velja þá skýringu sem gefur okkur ástæðu til að fyrirlíta biblíuna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.10.2014 kl. 01:18

42 identicon

Einu sinni hélt ég að ég væri sjaldséður fugl, því ég trúði ekki á Guð. Ég veit alla vegana að fleiri trúðu þá en nú. Ég veit líka að fólk var mikið hamingjusamara og spillingin mun minni. Lesiði bara ummæli lesenda í DV.is. Samkvæmt minni lauslegu rannsókn eru þau frá ca. 90% trúlausum aðilum. Ekki get ég séð að þeir séu hamingjusamir.

Ég bjó í einu kristnasta og friðsamasta þjóðfélagi í heimi hér. En nú er trúleysið í hámarki og það er ekki einu sinni hægt að horfa á heiðarlega leikinn knattspyrnuleik. Svo segja trúleysingjar að syðferði sé mannskepnunni eiginlegt.

Auðvitað er hægt að finna ógeðslega hluti í Biblíunni það var jú Guðinn hans Móse sem Jesú barðist gegn og kallaði Satan. Og hans fylgjendur syni Satans.

Þegar ég var barn var mér kennt að við værum komin af öpum. Ég trúði því ekki fyrst, en svo þegar fleiri og fleiri vitnuðu um að svo væri fór ég loks að trúa því. Nú trúi ég því að Satan hafi hlegið mikið þegar hann náði að leiða marga af leið kristni og einnig skemmt sér við að telja þeim trú um að þeir hafi verið apar. Það er í rauninni vandræðalegar þær meintu sannanir sem liggja að baki þeim "vísindum". Og sína frekar að völd Satans með Mammon í liði voru ofjarlar kirkjunnar. Það er hægt að kaupa allar kenningar heimsins, og mikið meiri líkur á að geta mútað trúlausum, hann hefur náttúrulega engu að tapa, svo lengi sem það kemst ekki upp um hann á meðan hann lifir. Í rauninni er ég lifandi sönnun villu trúleysis, þar sem ég lét fermast aðeins fyrir gjafir, enda ástæðulaust að hafa nokkrar áhyggjur af þeirri mútuþægni minni, það vissi það enginn.

Og talandi um þýðingar þá er Guðinn hans Mose miklu verri í King James Biblíunni.

Benni 7.10.2014 kl. 02:58

43 Smámynd: Mofi

Þeir um það, mér einfaldlega finnst þetta ekki rökrétt og sé ekki einu sinni hvernig þetta gæti gerst.

Mofi, 7.10.2014 kl. 07:24

44 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, ertu að segja að Ellen G. White (sem fjallar um þessa sögu í 19. kafla "Prophets and kings"), spámaður (eða spákona?) guðs hafi rangt fyrir sér? Hún um það! ;)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.10.2014 kl. 13:57

45 Smámynd: Mofi

Hún segir ekki beint út hvað gerðist, "This one instance of terrible severity was sufficient to command respect throughout his life".  Að björn ráðist á hóp er alvarlegt og myndi hræða líftóruna úr lang flestum. Minn punktur er að það er ekki tilgreint, hvorki í Biblíunni né hjá Ellen White hvað nákvæmlega gerðist.

Mofi, 7.10.2014 kl. 14:28

46 identicon

Þetta gerðist líklega aldrei, rétt eins og margt annað í biblíunni er þetta skáldskapur til að hræða fólk til trúar og virðingar við boðbera trúarinnar.
Alveg eins og með þig Mofi, skíthræddur við dauðann og þess vegna kaupir þú þessa lygasögu sem segist getað bjargað þér frá því óumflýjanlega :)

DoctorE 7.10.2014 kl. 15:18

47 Smámynd: Mofi

Hvaða gleðifréttir hefur þú fram að færa DoctorE og hvaða gögn styðja að þín skoðun sé rétt?

Mofi, 7.10.2014 kl. 15:21

48 identicon

Ég hef ekkert séð sem styður við það sem trúarbrögðin boða, ég hef ekkert séð sem styður við að það sé framhaldslífi/guð(ir).

Mér finnst yfirgnæfandi líkur á að við verðum öll dauð þegar við deyjum, ekkert bendir til neins annars; ég kvel mig ekkert á þessu, svona er þetta bara, ekkert við því að gera nema að reyna að lifa lífinu eins vel og mögulegt er, reyna að skila því til afkomanda í sem bestu standi.

Nú ef svo ólíklega vildi til að það væri framhald eftir þetta líf, þá er égklár á því að það er ekkert í líkingu við það sem trúarbrögðin segja.

DoctorE 7.10.2014 kl. 16:03

49 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jahá, Ellen G. White talar um "awful judgement", "one instance of terrible severity" og vitnar í þýðingu sem segir: "There came forth two she-bears out of the wood, and tare forty and two" of them.", er kannski líka hægt að þýða þessa ensku þannig að það þýði að birnurnar hafi klofið hópinn?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.10.2014 kl. 16:24

50 Smámynd: Mofi

Já, enda alveg sama enska og ég vitnaði í, í mínu svari. Hvernig sérðu fyrir þér að tveir birnir gætu drepið fjörtíu manns?

DoctorE, en er þetta eitthvað sem þú myndir óska að sé satt eða væri betra að dauðinn sé ekki endalokin?

Mofi, 7.10.2014 kl. 18:33

51 identicon

Þetta er ekki mitt álit á Kóraninum, heldur samróma álit bókmenntaprófessora og fræðimanna um bókmenntir almennt. Það er engin algjör þumalputta regla þarna, en hvað kveðskap varðar, sem og siðferðisinntak, (nema þú sérst múslimi auðvitað, en reyndar skiptir "gæska" eða illska" bókmennta engu máli hvað varðar listrænt eða sögulegt gildi þeirra), þá eru þeir hlutar Kóransins sem taldir eru eldri (og eru fyrr í lesningu hans), almennt álitnir mun betri bókmenntalega séð en seinni hlutarnir, og þá sér í lagi sem rýmnakveðskapur. Elsta ljóðræna áskorunin í Arabaheiminum er að gera eitt vers sem stenst skáldlegan samanburð við Kóraninn. Það trúa margir bókmenntafróðir menn hafi tekist, en múslimar neita því að sjálfsögðu. Ég myndi segja að það hafi tekist, þó ekki oft, en þessi sérstaki stíll var samt ekki til fyrir tíma Kóransins (hvað rýmið og formið varðar, en ekki inntakið eða sögurnar sem er allt copy/paste, ýmist úr Biblínnu eða flökkusögum þarna um slóðir svo og atburðir sem eru ekki einsdæmi í mannkynssögunni, en ekkert frumlegt eða sérstakt sem varðar innihaldið sem slíkt). Kóraninn er því miður oftast illa þýddur og fáum tekst að koma þessu til skila og þú verður eiginlega að lesa arabískuna til hliðsjónar. Hún stendur fyrir sínu jafnvel þó þú skiljir hana ekki almennilega og ófáir hrífast við að heyra fegurstu vers Kóransins lesin upp, ekki afþví þeir séu trúaðir og jafnvel þó þeir séu á móti Islam eða jafnvel trúarbrögðum yfirhöfuð, afþví hljóðfall ljóðanna sem slíkt hefur mikinn áhrifamátt á þá sem bera skynbragð á slíkt og eru næmir fyrir fallegu hljómfalli.

Baudelaire 7.10.2014 kl. 20:49

52 Smámynd: Skeggi Skaftason

Mofi er á aðeins annarri vídd en við flest. Hann trúir því að allt sem stendur í Bibliunni sé SATT. Þess vegna kýs hann að túlka söguna um morðóðu birnina hans Guðs út frá hvernig atburðurinn gæti hafa gerst í raun og veru. Því annars væri sagan ekki að lýsa sönnum atburði heldu skáldskapur. Og ef þessi saga er skáldskaður þá gæti meira og minna öll Biblían verið skáldskapur. Og þá væri bókstafstrúin öll farin út í veður og vind.

Ég held að við hin séum ÖLL að ræða um söguna sem dæmisögu sem höfundur sögunnar telur að lýsi réttlátri refsingu þess Guðs sem hann telur að sé til.

Skeggi Skaftason, 7.10.2014 kl. 20:56

53 identicon

Ég skal alveg viðurkenna að telja það vafasamt að nota bók, hvaða bók sem er þá, trúarlega eða veraldlega, sem siðferðilegan áttavita í lífinu, og tel mönnum betra að reiða sig á skynsemi sína, en það er erfitt að líða svona fávita samræður sem færa þjóðina niður á sífellt lægra plan vitsmunalega séð um heimsbókmenntirnir.

Ofsa-vantrúarmaðurinn: "Egill Skallgrímsson var asni og aumingi. Siðferði hans var fyrirlitlegt og mér finnst það ætti bara að brenna þessa bækur, alla vega ekki að skylda framhaldsskólanema, og stundum ómótuð grunnskólabörn til að lesa þær! Þvílík svívirða!"

Bókstafstrúarmaðurinn: "Fuck you fáviti! Egill Skallgrímsson var kappi mikill, sterkur og hugaður, en þú ert bara vesælingatittur sem kannt ekki að meta alvöru karlmenn".

Ofsavantrúarmaðurinn: "Þetta segir þú afþví þú ert siðlaust viðrini sem ætti bara að skjóta á færi! Hættu að þröngva þínum skoðunum upp á mig, þú þarna fasisti!"

Allt eðlilegt fólk: "Þetta kemur málinu ekkert við. Við erum ekki að lesa þessa sögu afþví að Egill sé svo mikill glæpon eða svona mikil hetja. Ef það væri ástæða þess að fólk er að lesa bókina, þá væri hún bara lesin í leikskólum eða kannski höfð í Stundinni okkar, og þá gæti Egill verið "góður" eins og Íþróttaálfurinn eða "vondur" eins og Glanni glæpur. Fullorðið fólk hefur ekki áhuga á slíku, nema menn með mjög lélega menntun, litla greind og lágt menningarstig sem ætti bara að sleppa því að lesa.

Baudelaire 7.10.2014 kl. 21:02

54 identicon

Annað dæmi.

Ofsavantrúarmaðurinn: "Hamlet var aumingi og þunglyndissjúklingur, brjálæðingur og vesælingur sem hefði átt að muna eftir því að taka prozacið sitt!"

Bókstafstrúarmaðurinn: "Hamlet var hetja mikil að hefna föðurs síns og berjast við þetta viðundur frænda sinn. Hann á alla okkar samúð og ást skilið."

Ofsavantrúarmaðurinn: "Nei, þetta var looser og fáviti með ofsjónir. Eða bara svona svipaður maður og þú, siðlausa kvikindi sem ert að verja svona siðleysi!"

Allt eðlilegt fólk: "Hamlet hefur ekki lifað af sem bókmenntaverk afþví Hamlet hafi verið svona "góður" eða "vondur", heldur koma þar aðrir, merkari þættir inn í myndina, sem aftur á móti fólk undir ákveðinni greindarvísitölu eða vitsmunaþroska er ekki fært um að skilja eða kunna að meta. Það væri greiði við þjóðina að þið hefðuð ekki svona hátt um þetta "deilumál" ykkar, því þá heldur umheimurinn sem þegar hlær að innræktuninni hér að við séum alvarlega greindarskert þjóð og missir allan áhuga á viðskiptum við þetta land."

Baudelair 7.10.2014 kl. 21:09

55 Smámynd: Skeggi Skaftason

Slöööp dæmi hjá Baudelair, finnst mér.

Bókin með stóru B-i sem við erum að tala um ER einmitt kennd í leikskólum (sunnudagaskólum) og allar furðulegu dæmisögurnar (t.d. um Guð sem breytir óhlýðinni konu í saltstólpa) eru kenndar sem dæmisögur sem kenna rétta hegðun og gott siðferði!

Hvorki Egils saga né Hamlet eru þannig bækur.

Og svona þar fyrir utan, það eru ekki til neinir "ofsa-vantrúarmenn" sem vilja brenna bækur.

Skeggi Skaftason, 7.10.2014 kl. 21:21

56 identicon

Það breytir því engan veginn að þetta eru með merkustu bókum mannkynsins, Jobs bók (hluti af Biblíunni) er til dæmis almennt talin með allra bestu bókmenntaverkum allra tíma og er á ófáum "topp tíu" listum helstu fræðimanna á sviði bókmennta. Það er því fyrir neðan virðingu fullorðins fólks að ræða um bókmenntir á þessum nótum og vantrúarofstækismenn og bókstaftrúaðir verða sér til jafn mikillar minnkunnar og fara niður á hvers annars plan, meðan þeir draga ímynd þjóðarinnar í súginn, sér í lagi þó ofsavantrúarmennirnir, því það er auðveldara að umbera trú og aðra sérvisku og fyrirgefa hana en að ráðast að bókmenntum á jafn heimskulegum nótum. Auðvitað eru stundum bókmenntaverk fyrir fullorðna færð í stílinn og matreidd fyrir börn á svart-hvítari nótum sem hæfa heldur börnum sem ekki hafa náð stigi abstrakt hugsunar og öðrum hugrænum þáttum sem þarf til að skilja alvöru bókmenntir. Með misgóðum árangri, til dæmis er búið að búa til "pólítískt korrekt" útgáfur af alls konar heimsklassabarnabókmenntum sem í reynd hæfa frekar fullorðnum sem um leið hafa verið rúnar öllu bókmenntalegu gildi og stílinn og framsetningin aflöguð um leið. Gildir það ekki síður um flestar þessar barnaframsetningar á efni Nýja textamentisins en margar perlur Evrópskra bókmennta.

Baudelaire 7.10.2014 kl. 21:27

57 Smámynd: Óli Jón

Jonas: Nei, en ég get lýst því hvernig það er að finnast maður eigi að trúa á Guð því ég glímdi við þann vírus þar til fyrir rúmlega 10 árum síðan. Ég er þannig afurð gamals tíma þegar börnum var uppálagt í skólum að trúa á Guð því Jesús var besti vinur barnanna. Ég gæti sagt þér frá því, en ég get ekki lýst því hvernig það er að trúa í alvörunni og grunar mig að svo sé ástatt um langflesta þá sem skráðir eru í félagatal Ríkiskirkjunnar í dag. Þeir eiga sína 'barnatrú' eins og ég átti, en málið er með barnatrúna er að hún er tilkomin vegna lævíslegrar innsetningar trúar í huga leik- og grunnskólabarna sem geta ekki metið hana á eigin verðleikum. Ríkiskirkjan hefur aldrei sóst eftir að fá að selja vöru sína á æðri skólastigum, enda er ljóst að hún fengi kaldar viðtökur þar, enda of mikil skynsemi þar fyrir svona sölumennsku.

Stóra málið er, eins og ég hef oft sagt, að mér er slétt sama hverju fólk trúir svo fremi að þær kreddur hafi ekki áhrif á veraldlega starfsemi í þjóðfélaginu. Eins og staðan er í dag þá er víðs fjarri að sú sé raunin og sanna eftirfarandi dæmi það:

  • Nýfædd börn eru flest hver vélskráð í trúfélög mæðra sinna. Þetta lágkúrulega fyrirkomulag, sem gerir minnst úr viðkomandi trúfélögum, gagnast aðeins trúfélögunum sem tekjuleið til framtíðar.
  • Ríkið heldur trúfélögum, þó mest Ríkiskirkjunni, gangi fjárhagslega. Í gegnum tíðina hefur það sýnt sig að hinn almenni trúsauður er ekki óðfús til þess að borga trúartollinn og því þótti best að koma innheimtu hans til ríkisins. Ég vitna hér í orð Ríkiskirkjuprests sem sagði:
    • "Engin leynd yfir því að með þessum lögum batnaði fjárhagur trúfélaga verulega (þegar fólk gat ekki lengur valið hvort það borgaði til Ríkiskirkjunnar eða ekki. Hentugt, ekki satt?).  Fjárhagslegur uppgangstími hófst í Þjóðkirkjunni og veitti ekki af því að uppbygging í þéttbýlinu hafði verið hæg."
  • Trúboð í grunnskólum hefur hingað til verið stundað, t.d. með fermingarfræðslu á skólatíma. Sem betur fer er þetta að minnka í dag, en betur má ef duga skal.
  • Kirkjuvist alþingismanna við setningu Alþingis. Þetta er algjörlega ólíðandi í þjóðfélagi þar sem á að vera aðgreining á milli trúarlífs og veraldlegrar stjórnsýslu.

Mér væri slétt sama um Biblíuna og allt það sem í henni er að finna, gott og slæmt, ef ofangreind atriði yrðu leiðrétt. Svona pistlar frá mér myndu hverfa eins og dögg fyrir sólu, nokkuð hraðar en félagatal Ríkiskirkjunnar í dag.

Væri það ekki dásamlegt?

Óli Jón, 7.10.2014 kl. 21:28

58 identicon

Það á alls ekki að vera að "kenna börnum gott siðferði", því það er bara að kenna þeim að hlýða. Enda siðfræðin sem slík og almenn siðferðikennsla óskyld fyrirbæri. Það sem þarf að gera þess í stað er að byrja fyrr að kenna börnum heimspeki, auðvitað með miði og tillits til þroskastigs þeirra. Allt annað er bara liður í að breyta börnunum í hlýðna þræla lausa við sjálfstæða hugsun. Því miður á það ekkert meira um kennslu um kristna trú en til dæmis samfélagskennsluna eins og henni er háttað í dag. Þar er alls ekki verið að hvetja börnin til sjálfstæðrar hugsunar, heldur segja þeim hvernig þau eigi að hugsa. Önnur fög sem eru sek um það sama er íslandssagan, sem er enn lítið nema þjóðernisáróður í þessum skólum. Nú hafa trúarlegir textar lítil áhrif á flest börn því foreldrarnir hafa mest um þetta að segja og eru almennt ekki trúaðir, svo líklega er enn brýnna að taka til í öðrum fögum grunnskólans eins og þau eru kennd í dag, og þykir nógu gott til að forheimska íslenskan almenning en þætti ekki bjóðandi í skólum heldra fólks eins og Eton og fleiri slíkum stofnunum, enda hugsað fyrir lýðinn en ekki til að framleiða elítuna.

Baudelaire 7.10.2014 kl. 21:32

59 identicon

Það er með öðrum ekki kristin sem er vandamálið hér á landi, eða skorturinn á henni, heldur forheimskandi hugsunarháttur sprottinn af almennri þrælslund sem birtist í meðalmennskulegum kennsluháttum og lélegri menntun handa almenningi.

Baudelaire 7.10.2014 kl. 21:34

60 identicon

Ég hefði haldið að það væri augljós munur á hegðun íslendinga eftir kristnitöku, ef maður les fornbókmenntirnar. En það er ekki hægt að ætlast til að þið takið eitthvert mark á því.

Óli Jón. Og ég þarf að borga trúlausum "heilbrigðis starfsmönnum" fyrir að drepa börn í móðurkviði!

Trúleysi er leiðin til götunnar, hver sá sem opnar augun sér það. Það sem þótti siðlaust og vont í gær þykir gott í dag. Það sem þykir siðlaust og vont í dag þykir gott á morgun. Svona mun það halda áfram í trúleysi framtíðarinnar þangað til að siðmenningin hrinur til grunna.

Sjálfsmorðstíðni eykst stöðugt. Haldið þið að þeir sem svipti sig lífi trúi á Guð? Nei, þó að þið sjáið tilgang í trúleysi, þá eru margir sem gera það ekki. Ykkar boðskapur er innantómur og gagnast bara elítunni sem græðir sem mest á allri siðspillingu. Það er orðið lítið mál fyrir elítuna að fá fólk í vinnu við að selja og dásama allskonar verðlausa pappíra sem eiga að gefa gull í mund. Á meðan trúin á Guð minnkar stækkar í hópi satanista, og viti menn, ef maður kynnir sér trúarbrögð satanista, þá er ótrúlegur samhljómur á milli þeirra boðskapar og ykkar.

Benni 9.10.2014 kl. 03:15

61 Smámynd: Mofi

Óli Jón, ég er líka á móti Þjóðkirkjunni og hreinlega öllu þessu sem þú nefndir. Er möguleiki að þú ert berjast á röngum vígstöðum? Þú t.d. ræðst á Biblíuna en prestar Þjóðkirkjunnar eru ekki svo mikið fyrir Biblíuna, rétt nokkur sæt vers í Nýja Testamentinu, ekki mikið meira en það.

Mofi, 9.10.2014 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband