Skólabörn mega alls ekki fá Nýja testamentið

Eldur og brennisteinnEymingja skólabörnin í Reykjavík, öll sem eitt hreinlega sólgin í Nýja testamentið, glíma við óyfirstíganlegar hindranir í árangurslausri leit sinni að Bláu bókinni. Það er nefnilega þannig að settar hafa verið margvíslegar óyfirstíganlegar hindranir í veg þeirra sem gera það að verkum að algjörlega er vonlaust fyrir litlu afhelguðu og trúlausu krílin að nálgast Bláa kverið sem er auðvitað forsendan fyrir því að Guð almáttugur, sem virðist þó ekki eiga roð í Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar, finni leið að trúarsneyddum hjörtum þeirra.

Ef aðeins það væri hægt að nálgast Bláa kveðlinginn með öðrum hætti en í gegnum trúboð í skólum. Ég sé fyrir mér heim þar sem trúarsvelt skólabörn geta farið í bókabúð og keypt Bláu skáldsöguna (sem er auðvitað fráleitt mál í sjálfu sér, að börnin myndu vilja borga fyrir þetta), flett henni upp á Internetinu eða lagt leið sína til ríkisstyrktra félagasamtaka á borð við Gídéónístana og fengið fabúlasjónina þar ókeypis (með ríkisstyrk, auðvitað).

Nei, trúlaus skólabörnin í Reykjavík eiga ekki örugga vist vísa í handanlífinu á meðan ríkisstyrktum Gídéónístum er meinað að stunda trúboð sitt á fengsælustu miðunum, í grunnskólanum þar sem börnunum er uppálagt að trúa öllu því sem þeim sem sagt. Þetta eru metnaðarfullir veiðimenn sem þarna fara um, en standa nú frammi fyrir óyfirstíganlegum hindrunum í starfi sínu fyrir almáttugan Guð sem þó má sín einskís gagnvart Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar eins og áður kom fram. Þó mun þessi Guð einhvern tíma hafa látið rigna eldi og brennisteini yfir saklaust fólk fyrir minni sakir þannig að honum virðist ekki finnast þetta stórmál og ef honum er slétt sama, gæjanum sem getur farið sínu fram með eldi og brennisteini, hvað eru aðrir þá að pípa?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Djöfull hlakkar í þér, Óli Jón. Þú átt örugglega vistina vísa í neðra að loknu eymdarlífinu hér á moggablogginu.

Heyrt hef ég, að Fjandinn bíði eftir þér með velhitaða lúxussellu, sem þjónustuð er með forljótum meyjum í heita pottinunum. Þér verður ríkulega umbunað fyrir alla þessa vinnu gegn Guði og blábókarmönnum. En samt hafa aðeins 131 flett boðorðum þínum í dag. Mig grunar að englar Drottins og hans eingetinn son af Davíðs ætt vinni nú á Moggablogginu og veiti þér af hjartagæsku einni saman athvarf í þessu trúarhatri þínu hér í jarðlífi svo þú teljir einhvern tilgang með því. Gleymdu ekki að þakka þeim í næstu færslu, ellegar slær Guðjón eldingu niður í herðar þér og sendir þig strax á hverasvæði eilífðarinnar, niður til Hitlers og Ólafs biskups af síðustu dögum heilögum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.7.2014 kl. 22:18

2 Smámynd: Óli Jón

Vilhjálmur: Já, þetta er harður dómur. Ég bý mig undir brennisteinsregnið.

Og, já, þær eru ekki beysnar, heimsóknartölurnar mínar. Svona er það þegar maður keppir við menn sem hafa almáttuga veru í sínu liði sem líklega á auðvelt með að fiffa svona dót til. Ég er viss um að þínar tölur eru í það minnsta tífaldar, nei!, tuttugufaldar mínar aumu tölur :) annað væri nú hálf snautlegt fyrir stríðsmann þrefeldingsins sem hefur engla Drottins á sínu bandi. Það væri líklega snautlegt ef þær væru bara þrefaldur minn vantrúarsúrraði gestagangur.

Hvað segir þú um það? Hvað finndist þér eðlilegt að þinn gestagangur væri meiri en minn m.v. að þú ert í góða liðinu og ég í liðinu sem fæ vist í handanlífinu í heitum potti með forljótum meyjum?

Óli Jón, 5.7.2014 kl. 01:02

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Trúgreining þín á mér er kolröng, Óli Jón, og greinilegt er að þú hefur ekki lesið blogg mín, frekar en ég þín. Ég hef aldrei verið þóknanlegur stríðsmönnum þess þrefalda, nema ef þeir fá lykilinn og aðgang að hinni heilögu borg og geti hatast út í síðustu og minnst fullkomnu eingyðistrúna í fölsku lofi á þá fyrstu, meðan að þeir bíða eftir einhverju messíönsku encore. Eins og allir heilvita men vita, hefur sá fullkomni enn ekki komið og kemur líklega ekki úr þessu meðan menn vilja ekki leyfa bláu bókina hans. Sumir óska mér sömu örlaga og Gídeonsmenn þér, því ég er að mestu trúlaus - en ég virði rétt þeirra sem hafa þörf á trú til að stunda hana án þess verða fyrir ofsóknum þeirra sem "betur vita", einnig án þess að nota trú sína til að réttlæta morð og hryðjuverk. Trú getur verið holl í hófi, t.d.þegar ættingjar deyja. Sumir segja að þetta sé allt efnafræði, en ekki ætla ég að gera mig klókan á því.

Það er auðvitað líka pláss fyrir trúleysingja, en það færi þeim betur að vera lítillátir í sinni trú, þótt þeir viti betur en allir aðrir og séu sérleyfishafar á hinn endanlega sannleika. Hver veit, þeir gætu þegar þeir geispa golunni, gegn vilja sínum, lent í ljósum stigagangi og hitt hann Lykla-Pétur fyrir á efstu hæðinni og fengið áheyrn hjá Hvítakristi sem sumir eru að bíða eftir, kannski Morgan Freeman líka ef maður er heppinn, eða þá lent í heita pottinum hjá Belsebubba, þar sem maður getur skeggrætt um eilífðina við síra Stalín, Hitler og ýmsa Páfs.  Það eru kannski ekki aðrir valkostir, ef vera skyldi eitthvað eilífðar svart limbó eða ormar sem skríða inn og út um augntætturnar, en það er auðvitað líka eins konar "life after death".

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.7.2014 kl. 06:10

4 Smámynd: Valur Arnarson

Ég get huggað þig í nagandi óvissu þinni um vanmátt Guðs gagnvart hinu rétthugsandi mannréttindaraði, hann (vanmátturinn) er ekki til staðar. Guð mun, eins og þú virðist þó gera þér grein fyrir, svara fyrir sig á efsta degi. Það sama gildir um meint óréttlæti hans á hendur "saklausu fólki", svo vitnað sé í orð þín, færslu höfundur kær. En þetta er auðvitað á milli þín og Guðs, þegar þar að kemur. Við skulum vona að þú verðir réttu megin þá og lausn hafi fundist á reiði þinni til hans.

Valur Arnarson, 5.7.2014 kl. 12:37

5 identicon

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson er gyðingur, Óli Jón, og hefur því löggiltan rétt á því að vera var um sig og sitt, ólíkt þér sem ert bara grenjandi athyglissjúkur fulltrúi sama meirihluta og þú heldur ranglega að sé að ofssækja þig. Hann býr í Danmörku þar sem það er lífshættulegt að vera gyðingur eins og alls staðar í Evrópu en gyðingahatur hefur víst ekki verið jafn mikið síðan um 1940. Þú býrð á skeri við nyrsta haf þar sem þínar skoðanir eru algengari en kristins manns, og algengastar alls á eftir nýaldarþruglinu og miðlunum. Vilhjámur hefur líka mikinn húmor og er að gantast við þig, en þú ert nógu veikur af ofsóknarbrjálæði til að skilja ekki hvenær maður er bara að grínast. Taktu töflurnar þínar. Þú átt ekki bágt.

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 12:55

6 identicon

Það grenjar enginn yfir þér nema þú sjálfur Óli Jón. Þú ert ekki einu sinni múslimi. Þínar skoðanir eru ráðandi og Gídeon er ekki í neinni stöðu til að ofsækja þig með bókagjöfum í vonlausri tilraun til að gera börnin þín læs. Þú ert bara að sparka í liggjandi mann kallinn og ættir bara að chilla. Kannski væri fróðlegt fyrir þig að horfa á þessa mynd sem hefur þann galla að hún fegrar raunveruleikann sem er mikið hryllilegri en þetta og þegja síðan frekar en tala niður til fólks sem býr við alvöru hættu frá skoðunum annarra.

http://www.youtube.com/watch?v=Rrde5ycUz_c

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 13:08

7 Smámynd: Óli Jón

Vilhjálmur: Þú fyrirgefur vonandi fákunnáttu mína á þínum högum því það verður að viðurkennast að ekki hef ég lesið mikið af blogginu þínu. Hins vegar stendur spurning mín enn og hún er sú hve stórt margfeldi af gestagangi mínum ætti bloggið þitt að fá m.v. að þú ert 'réttu' megin í jöfnunni á meðan ég sýð í potti með forljótum meyjum?

Valur: Guð virðist gjörsamlega og algjörlega getulaus á meðan aumir Jarðlingar geta útilokað hann frá bestu veiðilendum hans, litlu og trúgjörnu grunnskólabörnunum, með einu pennastriki. Búið er að úthýsa brjóstfylkingunni í mannaveiðaraherdeild hans, Gídéónístunum ríkisstyrktu, og hann virðist gjörsamlega vanmegnugur að gera nokkurn skapaðan hlut nema að bíða eftir því að Kaþólski einmenningsflokkurinn fái meirihluta í borginni. Báðir vitum við að apar kæmu fljúgandi út úr ótrúlegustu stöðum áður en það gerist.

Hvað varðar það að vera 'réttu megin', þá er það val auðvitað nokkuð bjagað því ef Guð þinn er til þá mun hann annað tveggja umfaðma mann eða senda út í ystu myrkur. Þetta er varla eins og að vera við hlaðborð og velta fyrir sér hvort maður takið nautakjötið eða lambið, miklu frekar hvort maður taki nautakjötið eða blásýruna.

Hvað varðar meinta reiði mína í garð Guðs þá er hún jafn mikil og svekkelsi mitt með gengi Action Man þegar hann er ekki í stuði. Það sem hins vegar vekur reiði mína er þegar neyða á trú á þessa skáldsögn upp á lítil grunnskólabörn með öllum leiðum, en það er óheiðarleg og aum veiðimennska. Athugaðu að ég hef oft mælst til þess að Gídéónístarnir banki upp á í háskólum landsins og beri sig þar að með sama hætti og þeir myndu gera í grunnskólanum, en sú hugmynd virðist ekki fá hljómgrunn. Hvers vegna skyldi það vera? Jú, það er vegna þess að ríkisstyrktu trúboðar Guðs eru þar ekki að eiga við grunlaus leikskólabörn sem ekki geta metið tilboð þeirra að verðleikum. Þeir geta nefnilega ekki náð sama árangri í háskólum og leikskólum við vitsmunir háskólafólks eru ólíkt meiri sem og upplýsing þeirra.

Það er því lítil reisn yfir veiðimennsku brjóstfylkingar hins getulausa Guðs sem býður nautasteik eða blásýrupillu í 'frjálsu' vali.

Jón: Mér sýnist þú þurfa góðan skammt af pillunum sem ég tek ekki :)

Óli Jón, 5.7.2014 kl. 13:17

8 identicon

Biðst forláts ef trúgreining mín er líka röng og maðurinn hafi verið greindur ranglega út frá ættingjum hans og fjölskyldu. En veinið og vælið í íslenskum trúleysingjum er óþolandi. Þú ert ekki hommi eða neitt. Afhverju ætti ég að vorkenna þér fyrir að vilja flagga því sérstaklega þú eigir enga trú frekar en einhverjum sem hefur ekki áhuga á blaki? Enginn neyðir þig til að stunda trú hérna þó þurfir að eyða 500 kalli í eitthvað appart hálftrúlausra presta sem fólk kýs að hafa yfir sér bara afþví það er jafn trúfælið og þú sjálfur, og óttast vöxt fríkirkjanna og alvöru trúarbragða ef ríkisstyrkta gerfi-kirkjan fer? Veistu að það er líflátssök að vera trúlaus í mörgum löndum? Ég skal vorkenna einhverjum í þínum sporum sem býr í Saudi Arabíu, en ég vorkenni íslenskum Vottum og Mormónum meira en þér, því fullt af fólki veigrar sér ekki við að líta niður á þá og hæðast að þeim, á meðan öllum er drullusama um þínar skoðanir, eða skort á þeim það er að segja.

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 13:19

9 identicon

Fyrir hvað á ég að vorkenna þér fleira? Ertu með freknur? Hvernig ert þú sérstakur eða öðruvísi? Hvernig eru þínar skoðanir hið minnsta áhugaverðari en soðin ýsa með kartöflum? Hvernig stinga þær meira í stúf á Íslandi en lopapeysa? Er aumingja maðurinn ættaður af Suðurlandi?

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 13:22

10 identicon

Ég myndi hafa samúð með ykkur ef þið væruð eitthvað að gera fyrir þá sem hafa það verra en þið sjálfir hér, en það gerið þið að sjálfsögðu ekki. Þessi trúleysissamtök öllsömul eru bara eiginhagsmunasamtök eins og Þjóðkirkjan og eiga ekkert meiri samúð eða stuðning skilinn. Bara leiðinda fyrirsjáanlegt og þreytandi muldur í einlitum meirihlutanum alveg eins og kirkjan og enginn munur þar á. Takið upp hanskann fyrir þá sem í alvörunni líða hér eða leggið niður laupana. Æfin er ekki það löng og leiðinlegt að eyða henni í innantómt gaspur sem þjónar engum tilgangi nema sýndarþörf og útrás fyrir pirring.

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 13:28

11 Smámynd: Óli Jón

Jón: Þú segir að 'öllum sé drullusama" um mínar skoðanir, en mér sýnist þú reyndar hafa á þeim mikinn áhuga. Ég er þá bersýnilega að ná til einnar manneskju, sem er gott.

Mér er, þótt ótrúlegt megi teljast, nokkuð sama um trúna sem slíka. Mér finnst hún reyndar fánýt og tilgangslaus, enda tel ég andlag hennar skáldskap og uppspuna einan. Sú skoðun mín þarf ekki að rýra trú þeirra sem kjósa að líta öðruvísi á málið, ef þeir finna betra líf í samfélagi við þennan ímyndaða guð, þá er það í fínu lagi. Það sem ég hef hins vegar sagt ótal sinnum er eftirfarandi:

  • Ríkið á ekki að skrá nýfædd börn í trúfélag móður.
  • Ríki og sveitarfélög eiga ekki að leyfa trúboð í skólum.
  • Ríkið á ekki að standa í innheimtu félagsgjalda fyrir trúfélög eins og það gerir nú með óbeinum hætti.

Segja má að nokkur árangur sé að nást hvað trúboðið varðar, sbr. efni greinar minnar hér ofar, en hin atriðin eru óleyst. Þessi vélskráning barna í trúfélög er lágkúrulegasta félagasöfnun sem um getur, en trúaðir gera sér hana að góðu enda vita þeir að félagatöl trúfélaga væru ekki svipur hjá sjón ef ríkið stæði ekki í þessu fyrir þau. Þá er ógeðfellt að ríkið sjái um innheimtumálin, þótt með óbeinum hætti sé. Það fyrirkomulag er fullkomin viðurkenning á því að fáir myndu borga trúartollinn væri hann valkvæður.

Komum þessum málum í lag og þá skal ég hætta. Í millitíðinni er nóg að gera fyrir rugludalla eins og mig og þig að tuða um þessi mál fram og aftur. Málið er bara að þetta leysist ekki nema að reglulega sé minnst á þetta því vatnið mun á endanum hola steininn.

PS. Þú mættir líklega hyggja betur að þessum orðum þínum sjálfur: "Æfin er ekki það löng og leiðinlegt að eyða henni í innantómt gaspur sem þjónar engum tilgangi nema sýndarþörf og útrás fyrir pirring." Þú gætir verið úti í góða veðrinu, en kýst þess í stað að kúldrast inni og pirrast út í mig ... góða skemmtun! :)

Óli Jón, 5.7.2014 kl. 13:46

12 Smámynd: Valur Arnarson

Ég geri ráð fyrir því að Háskóla fólk sé vel læst á menningarlegar bókmenntir. Gideonmenn gera sér grein fyrir því, þó færslu höfundur kær virðist ekki gera það. Það sama á þó ekki við um óhörðnuð grunnskólabörn sem hefðu gott af lestri menningarlegra bókmennta, trúarlegra sem annarra. Færslu höfundur má hafa verið trúgjarn í æsku sinni og fundið vanmátt sinn gagnvart "boðandi starfi trúarhópa" sem jafnvel hafi verið svo íþyngjandi að slíkt hefði hindrað hann í lestri menningarlegs efnis. Það á þó sem betur fer ekki við um öll börn. Höfundur færslunnar getur huggað sig við það.

Um meintan vanmátt Guðs þá er um grundvallar miskilning að ræða hjá þeim er færsluna skrifar. Ólíkt öðrum andaverum þá þvingar Guð sér ekki inn á mannverur með lögvaldi, frjálsum vilja okkar verður ekki haggað. Við verðum hins vegar gerð ábyrg fyrir vali okkar á efsta degi - verra er ef ábyrgð okkar nær yfir fleiri einstaklinga eins og í tilfelli þess sem færsluna ritar og félaga hans í ráði mannréttinda.

Valur Arnarson, 5.7.2014 kl. 13:52

13 identicon

Næsta skref hjá Borgarráði Reykjavíkur verður að neita að skrá börn í skóla er bera nöfn sem innihalda orðið  "Guð"

Grímur 5.7.2014 kl. 13:52

14 identicon

Munurinn á ykkur trúleysisköllunum og hinum eins og munurinn á mönnum sem eru meðlimum ABAICELAND eða flokksbundnum Framsóknarmönnum. Afþví að þrátt fyrir að hér sé meirihlutinn feitur, enda við með allra feitustu þjóðunum, leita fáir Íslendingar sér aðstoðar við matarfíkn. Framsóknarmenn virðast fjölmennir í samanburði, en ef þú skoðar þetta nánar kemur í ljós að flestir Framsóknarmenn eru of feitir. Þjóðkirkjan hefur ekki mikið af kristnu fólki innanborðs, en Þjóðkirkjumönnum finnst félagsskapur ykkar bara of hallærislegur til að láta sjá sig þar, og efast réttilega um að tuð, væl og vol um "aumingja mig" bæti stöðuna neitt þegar það er bara hægt að fara út að hlaupa.

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 14:04

15 identicon

Reyndu að sjá þetta með mínum augum. Þú sérð þig sem hugrakkann fulltrúa minnihlutans, hrjáðan og smáðan geysast fram gegn valdasjúkum nazistum. Afsakið mig, en ég sé "Vantrú" eða "Siðmennt" gegn "Þjóðkirkjunni" sem snælduvitlausan og brjálaðan mann sem horfir í spegil og rífst við sjálfan sig. Þið eruð allir eitt og hið sama fyrir mér og mér finnst þið jafn leiðinlegir og prestarnir alter-egó ykkar meirihlutans.

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 14:08

16 Smámynd: Óli Jón

Valur: Er trúuðum foreldrum ekki treystandi fyrir því að ná í Nýja testamentið, telji þeir það eiga erindi til barna sinna? Reyndar spurt og svarað því það virðist almenn skoðun trúaðra að svo sé ekki.

En af hverju leggja Gídéónístarnir ekki í trúboð og rökræðu við háskólafólk því dreifing á Nýja testamentinu tengist ekkert þrá þeirra eftir að auka menningarlegt læsi landans. Þeir vilja veiða börn eins og guð þeirra skipar þeim að gera, klófesta þau fyrir guðinn svo þeir geti aukið líkurnar á himnavist þegar þessu jarðarskröngli lýkur. Af hverju einbeita þeir sér að litlu óupplýstu börnunum í grunnskólunum í stað þess að ræða við jafningja í háskólum? Getur verið að þeir viti sem er að þeir yrðu kveðnir í kútinn í slíkum viðræðum? Mig grunar að svo sé.

Hvað varðar þessa frjálsu valkosti sem guð þinn býður þá má væntanlega líkja þeim við annars vegar vist á Ódáinsvöllum handanlífsins og svo hins vegar óendanlega mörg spörk í punginn ef um karl er að ræða. Þetta er vissulega frjálst val á einhvern hátt, en tilboðið er býsna bjagað.

Óli Jón, 5.7.2014 kl. 14:08

17 identicon

Framsókn var fínasti samanburður, því ef við undanskiljum skammlífs "stunt" Simma Súpermanns skuldarabjargara, þá erum við ræða eitthvað sem hefur ímynd íhaldssemi, hálf úreltur og deyjandi, sem er ímyndinin sem þeir sækja í sem kusu hann í borgarstjórnakosningunum í von um að viðhalda status quo og vilja meirihlutans. Meirihlutinn veit að þegar Þjóðkirkjan fer breytist samkeppnisstað fríkirkjanna sem eru öllu kristnari en hún, múslimanna, Vottanna og allra hinna, sem er það sem hann vill síst af öllu, afþví hann er ekki trúaður, nema á stokka og steina, og óttast trú. Prestar þjóðkirkjunnar hafa meira að segja fleiri en einn og fleiri en tveir lýst yfir trúleysi sínu.

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 14:18

18 identicon

Hvað hét hann aftur flokkurinn þarna sem ætlaði að vera meiri Framsókn en Framsókn? Frjálslyndi Flokkurinn? Að hlusta á níð eins arms meirihlutans um hinn er svona eins og að hlusta á fólkið í Frjálslynda Flokknum níðast á Framsókn? Það sjá allir með fullu viti að þarna er enginn munur á, og maður þarf að vera drulluleiðinlegur til að skilja það ekki. Þetta er óáhugavert ættarrifrildi í fermingarboði, þar sem eini munurinn er að annar aðilinn er tilbúinn til að vera með meira skítkast en hinn, þegar báðir standa fyrir nákvæmlega sömu skoðun undirniðri og er skítsama um allt nema sjálfan sig.

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 14:26

19 identicon

Þetta væri trúverðugra ef þetta "guðinn" þinn og Biblíuþráhyggjan væru ekki í þessu, því allir vita að Þjóðkirkjufólk les ekki Biblíuna, þú getur meira að segja útskrifast með guðfræðipróf án þess að hafa lesið hana almennilega og Þjóðkirkjufólk er ekkert að tengja sig við þennan "guð" og meira að segja sumir prestarnir þeirra afneita honum með fullri blessun kirkjunnar. Tilgangurinn getur þess vegna ekki verið annar en skítkast út í trúaða minnihlutann hér á Íslandi sem er ekki í Þjóðkirkjunni, nema einstaka gamalmenni á landsbyggðinni. Tilgangurinn er ekki mannréttindabarátta eða jöfnuður, heldur skítkast og samskonar kúgun og vanvirðing og Þjóðkirkjan beitir sjálf.

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 14:30

20 identicon

Hafið þið aldrei tekið eftir því að einu mennirnir sem nenna að svara ykkur eru menn eins og Valur, Jón Valur og aðrir sem eru ekkert í Þjóðkirkjunni? Viljið þið vita afhverju? Afþví þögli meirihlutinn, sem þið sjálfir eruð hluti af en bara of vitlausir til að fatta það, viðheldur valdi sínu með þögn sinni. Valur og Jón Valur og svoleiðis týpur koma þeim bara til bjargar af einhvers konar Stokkhólmsheilkenni, en eru sjálfir ekkert hluti af Þjóðkirkjunni. Þið eruð bara að hjálpa þeim en of heimskir til að fatta það, greyin.

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 14:42

21 identicon

Bless og ég vona að þér gangi vel í launalausu starfi þínu fyrir meirihlutann og Þjóðkirkjunnar. Þú ættir að fá betur borgað, því þú og þínir láta það líta út sem öfga, virðingarleysi og tillitsleysi við skoðanir og tilfinningar annarra að vera á móti Þjóðkirkjunni meðan þið geltið á þessa minnihlutamenn með Stokkhólmsheilkenni sem einir nenna að tala við ykkur um "guðinn" þinn og hvað hann sé hræðilegur. Aðferðir ykkar hjálpa Þjóðkirkjunni að halda velli og grafa undan öllu almennilegu starfi á móti henni um leið og ég þori að veðja að biskup hlær alla leið í bankann.

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 14:47

22 Smámynd: Valur Arnarson

Óli Jón,

Ekki ætla ég að þrátta við þig um þrá Gídeonmanna - sem þú virðist hafa betri innsýn í en þeir sjálfir, merkilegt nokk. Ekki er heldur efast um ríkidæmi trúaðra í trúarlegu efni, enda þeir iðulega ekki hræddir við trúgirni barna sinna hvað bókmenntir almennt snertir - eins og raunin virðist vera um íslenska trúleysingja sem skera sig úr í fáfræði og heimsku í þessum málum.

Í þessu samhengi er rétt að minnast á trúleysingjann Richard Dawkins sem virðist ekki deila þessari skoðun ykkar um hætturnar sem fylgja lestur Nýja testamenntisins - þvert á móti þá telur hann þann lestur nauðsynlegan öllum, enda sé það best til þess fallið að forða fólki frá kristnum trúarbrögðum sem eru þau hættulegustu í heimi þessum að hans mati. Ef ég skil málflutning íslenskra trúleysingja rétt að þá deilið þið þessari skoðun með kallinum.

Hræðsla ykkar í garð kristinna trúarrita, í ljósi beitingu ykkar á mannréttindaráðinu, verður þó seint skilin - nema með því að þið raunverulega trúið á mátt Nýja testamenntisins, ólíkt félaga ykkar í trúleysinu honum Dawkins. Það vekur hinn hugsandi mann til umhugsunnar um hvort íslenskir trúleysingjar séu svo trúlausir eftir allt. Það setur málið a.m.k. í sérstakt samhengi svo ekki sé fastara að orði kveðið.

En og aftur: Um frjálsu valkostina mun Guð svara fyrir á efsta degi. Ég þarf ekki að gera það. Þetta er á milli þín og Guðs.

Valur Arnarson, 5.7.2014 kl. 14:48

23 Smámynd: Valur Arnarson

Jón Jónsson,

Við Óli Jón erum skoðunarbræður um nauðsyn þess að aðskilja ríki og kirkju. Frá mínum bæjardyrum séð er hugmyndin um félagslegt trúfélag afar slæm, rétt eins og félagslega fjölmiðla.

Ef þú heldur raunverulega að ég hafi komið Þjóðkirkjunni til varnar þá hefur þú lítið lesið af því sem frá mér hefur komið síðasta árið.

Valur Arnarson, 5.7.2014 kl. 14:59

24 identicon

RÚV mismunar mönnum eftir áhugamálum, en allir þurfa samt að borga fyrir RÚV. Nú er HM næstum alla daga, allan daginn búið að vera á RÚV dögum saman. Verður það tilefni til þess að ofsækja fótbolltamenn, hæðast að áhugamálum þeirra og lítilsvirða persónur þeirra? Sem betur fer hjá fáum. En hvað segir það um þá sem persónur sem berjast gegn RÚV með að ráðast að persónu og mannvirðingu íþróttaáhugamanna eða íþróttina sem slíka? Er það góð manneskja? Vil einhver vera svoleiðis manneskja? Nei, og þess vegna hafa fáir áhuga á Vantrú og svoleiðis félagsskap?

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 15:07

25 identicon

Þið kristni minnihlutinn eruð að hjálpa þessum mönnum og Þjóðkirkjunni með að láta þessa "deilu" líta út fyrir að vera raunverulega, þegar Þjóðkirkjan sjálf, sem er sá aðili sem þeir þykjast, og eru kannski nógu vitlausir til að trúa því sjálfir, vera að berjast á móti, svarar bara með þögninni. Ég sé engan annan ræða reglulega við þá en ykkur.

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 15:11

26 identicon

Ég sé þá heldur ekki lítilsvirða neinn nema ykkur "guðinn þinn..." þvaðrið særir kannski tilfinningar lítilla trúfélaga sem lifa í skugga stóru kirkjunnar, en þú mátt vera prestur í Þjóðkirkjunni og afneita þessum sama guði og biskup blessar það bara.

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 15:13

27 Smámynd: Óli Jón

Jón: Þú skrifaðir:

"Hafið þið aldrei tekið eftir því að einu mennirnir sem nenna að svara ykkur eru menn eins og Valur, Jón Valur og aðrir sem eru ekkert í Þjóðkirkjunni?"

Og þú ert að gera hvað?

Valur: Það er áhugavert þegar trúaðir gera Dawkins að hálfgerðum guði sem fylgja þarf í sauðslegri blindni, en það er hann svo sannarlega ekki. Að vissu leyti deili ég þeirri skoðun hans um að Biblían sé mikilvæg þegar kemur að menningarlæsi, en það mikilvægi hennar þar fer ört dvínandi. Fyrir yngri kynslóðir samtíðarinnar er, að mínu mati, mikilvægara að þekkja tilvísanir í bíómyndir og tónlist en Biblíuna. Engan þarf að undra það að áhrif hennar í máli og menningu séu mikil, en þá þarf að hafa í huga að um langa hríð var hún kannski eina lesefnið sem fólk hafði. Hefðu t.d. bækurnar um Harry Potter legið við hlið hennar allan tímann væri menning samtíðarinnar álíka mikið, ef ekki mun meira, lituð af þeim.

Málið snýst hins vegar um dreifingu þessa rits í skólum, en þar á það ekki heima. Ég hef margsinnis bent á fjölmargar leiðir sem standa foreldrum til boða vilji þeir bera Nýja testamentið á borð fyrir börn sín. Þannig hef ég engar sérstakar áhyggjur af því að börnin taki trúarsóttina þótt þau gluggi í Nt og tel ég reyndar mun líklegra að þeim muni dauðleiðast. Það er hins vegar trúboðið sem fylgir dreifingunni, umbúnaðurinn þegar kverið er afhent í skólum sem ég sætti mig ekki við algjörlega óháð því hvað Dawkins segir.

Hræðsla ykkar (trúaðra) þegar kemur að kristnum trúarritum virðist vera sú að fáir muni bera sig eftir þeim ef ríkið sér ekki um dreifinguna. Það lýsir lítilli og lélegri trúfesti meira en nokkru öðru.

Óli Jón, 5.7.2014 kl. 15:13

28 Smámynd: Valur Arnarson

Jón Jónsson,

Vantrúarmenn særa mig ekki, þvert á móti að þá kenni ég í brjóst um þá. Deilan um stefnu Siðmenntar í Mannréttindaráði Reykjavíkur er raunveruleg vegna þess að hér hefur einn hópur, á trúarlegum forsendum, sett sig í valdastól um samskipti annara félaga við skóla borgarinnar.

Slíkt hefði aðeins tíðkast í Sovétríkjunum sálugu - umræðan þarf því að fara fram hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Valur Arnarson, 5.7.2014 kl. 15:20

29 identicon

Ég held ástæðan fyrir því að Dawkins viðraði þessar áhyggjur sínar sem heldur að dægurtónlist og bíómyndir séu fullgildur menningarlegur bakgrunnur og Harry Potter standist samanburð við heimsbókmenntirnar. Þú skrifast ekki hátt í stétt í Evrópu, Óli Jón. Ég er samt ekki sammála því að Gídeon eigi að fá að dreifa bókum í skóla, ekki nema þá að foreldrar sem eru ósamþykkir því barnið fái bókina geti komið með skrifaða undanþágu eins og þessir foreldrar sem vildu ekki barnið fengi flúorskol í gamla daga. Trúlausum er flestum sama, en hvað með múslima? Dreifing á nýja testamentið er bannað í mörgum heimalöndum þeirra og þeir upplifa það sem ógn við trú sína. Eiga þeir ekki að eiga neinn rétt?

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 15:27

30 identicon

Strangtrúaðir mslimar skilja það líka þannig að Nýja testamentið innihaldi guðlast og þeir vilja halda því frá börnunum sínum. Afhverju mega þeir það ekki? Má Gídeon þvinga upp á þá Nýja testmenti. Vottar Jehóva leyfir ekki Biblíulestur nema á eigin útgáfum af Biblíunni undir handleiðslu eigin ritskýringa. Eiga þeir engan rétt? Afhverju á meirihlutinn að eiga meiri rétt? Jú, þetta eru heimsbókmenntirnar, en ef Þjóðkirkjan væri á móti Rómeó og Júlíu, sem er næstum jafn mikilvægt að hafa lesið og Biblíuna til að teljast menntaður, mætti þá þvinga því upp á börn Þjóðkirkjufólks undir yfirskini bókmenntalegs mikilvægis? Og hvað með fólk sem struntar í list og menningu og velur frekar Harry Potter? Á að binda í lög að menn séu menningarlæsir ef þeim líður bara vel með að vera plebbar í friði?

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 15:30

31 identicon

Ég er líka á þeirri skoðun að strangtrúaðir kristnir menn eigi að geta sótt um undanþágu frá íslenskuáfanganum íslenska 203 í framhaldsskólum fyrir sín börn, því hann fókuserar á Snorra Eddu og önnur rit um heiðni sem sumir þessir söfnuðir telja hafa óæskileg áhrif og margir heiðnir menn líta á sem helgar bækur.

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 15:32

32 identicon

Hvað þætti Ásatrúarmönnum um að þeirra börn væru neydd til að kaupa Biblíuna ef þau ætluðu sér að taka Stúdentspróf, undir því yfirskini að verið væri að kenna heimsbókmenntir? Það þarf réttlæti fyrir alla í þessum málum og að leyfa trúfélögum að stofna eigin skóla og leyfa heimaskólun. Þá þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu meir og allir geta verið glaðir, múslimar, Vottar, kristnir, nú og bara plebbar líka auðvitað.

Jón Jónsson 5.7.2014 kl. 15:35

33 Smámynd: Valur Arnarson

Óli Jón,

Málið snýst um valfrelsi umfram boð og bönn. Hvað Gídeon menn gera eða segja við dreifinguna skiptir engu máli, hver það er sem sér um dreifinguna er einnig aukaatriði.

Það er bannið við dreifingunni sem er grundvallaratriðið. Við skulum því ekki missa okkur í umræðu um eitthvað allt annað.

Þegar þú segir: "Málið snýst hins vegar um dreifingu þessa rits í skólum, en þar á það ekki heima."

Þá hefur þú bæði rangt fyrir þér og gerist einnig sekur um forræðishyggju á hæðsta stigi, þetta væri sambærilegt og að segja: "Þjóðkirkjan á heima í íslensku samfélagi". Punktur og án nokkurs rökstuðnings. Þú værir ósammála fullyrðingunni vegna þeirrar forræðishyggju sem hún felur í sér en ert hins vegar ósamkvæmur sjálfum þér þegar þú gerist sekur um nákvæmlega það sama.

Dreifingin felur í sér valfrelsi 1) valfrelsi kennarans að leyfa henni að fara fram 2) valfrelsi nemenda að sitja í umræddum tíma 3) valfrelsi nemanda að taka við gjöfinni 4) valfrelsi nemanda hvað hann gerir við gjöfina eftir að hann hefur tekið við henni.

Að setja lögboð gegn því að drefingin get nokkurn tíman farið fram útilokar alla áðursagða frjálsa möguleika.

Þeir sem aðhyllast kristin trúarbrögð þurfa ekki að óttast áhugaleysi fólks almennt á Biblíunni, því meira að segja þið, Vantrúarmenn - sem fyrilítið þau trúarbrögð, sýnið henni mikin áhuga, stundum meira en góðu hófi gegnir :)

Valur Arnarson, 5.7.2014 kl. 15:36

34 Smámynd: Óli Jón

Valur: Er þá öllum heimilt að dreifa hverju sem er í grunnskólum? Þetta er hentug dreifileið fyrir fjölmarga aðila sem vilja koma kynningarefni til barna þar, eiga þeir að geta farið inn í skólana með pésana sína? Mættu Vísindakirkjan, Sjálfstæðisflokkurinn, KR, Skautafélag Reykjavík og önnur félagasamtök senda fulltrúa sína inn í kennslustofur, dreifa varningi sínum og segja örfá orð við börnin sem öll eru undir sjálfræðisaldri?

Þú talar um valfrelsi kennarans. Það hefur ekkert að segja í þessu samhengi því hann á bara að sjá um að innsetja það námsefni sem honum er lagt fyrir. Hann á ekki að þurfa að vera hliðvörður í kennslustofunni. Þú talar um valfrelsi barnanna. Þetta eru ólögráða börn sem varla hafa frelsi til þess að velja hvort þau sleppi því að borða kálið með matnum. Þú talar um valfrelsi nemendanna til þess að sitja í þeim tíma sem Gídéónístarnir mæta með varning sinn. Nemendur hafa ekkert val um hvort þeir mæti í kennslustund eða ekki nema þá máské í þínum heimi þar sem stundataflan gæti litið svona út:

08:10-08:50 - Stærðfræði (þeir sem vilja ekki hlusta á útsendara Sjálfstæðisflokksins þurfa ekki að mæta)
08:50-09:10 - Frímínútur (fulltrúar Skákfélagsins verða við fótboltavöllinn þannig að þeir sem ekki vilja hitta þá sleppa því að spila fótbolta)
09:10-09:50 - Íslenska (þeir sem vilja ekki hlusta á útsendara Landverndar þurfa ekki að mæta)
09:50-10:00 - Frímínútur (fulltrúar LÍÚ verða við rólurnar þannig að þeir sem vilja ekki hlusta á þá sleppa því að róla)
10:00-10:14 - Líffræði (þeir sem vilja ekki hlusta á útsendara Gideon-félagsins þurfa ekki að mæta)

Þú sérð vonandi sjálfur að það er ekki heilleg brú í því sem þú segir? Ég sé kennarann fyrir mér segja í upphafi hverrar kennslustundar:

"Krakkar. Nú fáum við fulltrúa frá Gideon-félaginu í heimsókn, en þeir ætla að gefa ykkur Nýja testamentið, segja örfá orð um Guð og leiða svo hópinn í stuttri bæn. Þau ykkar sem ekki vilja vera hér geta farið út og leikið ..." Hann myndi ekki ná að klára setninguna áður en stofan tæmdist :)

Dreifing Gídéónistanna getur farið fram á öllum öðrum stundum undir öllum öðrum kringumstæðum þar sem nemendur þurfa ekki að taka afstöðu til þess hvort þeir vilji mæta í skólann eða ekki. Höldum hindurvitnum fyrir utan skólana, nægir eru staðirnir utan þeirra sem geta hýst slíkt.

Óli Jón, 5.7.2014 kl. 16:02

35 Smámynd: Valur Arnarson

Óli Jón,

Síðasta athugasemd þín er allt um ekkert. Sem verður oft raunin þegar fólk veit ekki hvað það á að segja næst.

Vinna stýrihópsins frá árinu 2007 snérist um að móta reglur trú- og lífsskoðanafélaga við grunnskóla borgarinnar.

-Það hefur ekkert með KR, LÍÚ eða Sjálfstæðisflokkinn að gera, þó það sé þannig í þínum huga.

Þú áttar þig vonandi á því hvað felst í því að móta reglur.

Ef heimsókn Gídeonmanna fór fyrir brjóstið á einhverjum foreldrum (hún hefur ábyggilega ekki farið fyrir brjóstið á nemendum sem fagna hverri þeirri tilbreyttni sem upp kemur) þá hefði verið hægt að bregðast við því með öðrum hætti en forræðishyggjulegum tilburðum - sem fela í sér boð og bönn.

Ef félagasamtök sýna því áhuga að gefa grunnskólabörnum menningarlegt lesefni þá er rétta leiðin ekki að banna þeim það - því það útilokar alla nálgun við viðfangsefnið.

Kennarinn fylgir námskrá, ef hluti af henni eru heimsóknir frá félagasamtökum, þá getur það vel verið valfrelsi kennarans hvers eðlis þær eru. Hann gæti t.d. tilkynnt bekknum það í tímanum áður að heimsókn Gídeonsfélagsins sé fyrirhuguð daginn eftir. Þeir nemendur sem ekki hafa áhuga á heimsókninni er boðið á bókasafn skólans til að kynnast þeim bókmenntum sem þar er að finna. Það væri þá valfrelsi nemandans (samt aðallega skíthræddra foreldra við hið ógurlega Gídeonfélag). Þeir nemendur sem velja að sitja tímann hafa þá líka val um að taka við gjöfinni. Þeir sem velja að taka við gjöfinni, ráða svo hvað þeir velja að gera við hana.

Þetta kallast að móta reglur í sátt og samlyndi við samfélagið. Mannréttindaráð kaus hins vegar að fara Sovésku leiðina í þessu með forræðishyggju sem felur í sér boð og bönn.

Andstæð forræðishyggja væri að skylda skólana til að skylda kennara til að taka við Gídeonmönnum og skylda svo börn til að taka við Nýja testamenntinu - það hefur aldrei verið þannig og engin hefur stungið uppá slíku eins og mætti skilja málflutning þinn hér.

Valur Arnarson, 5.7.2014 kl. 17:12

36 Smámynd: Óli Jón

Valur: Ég er örugglega að misskilja þetta allt saman. Ég teikna dæmið þá upp á nýtt m.v. þínar forsendur:

08:10-08:50 - Stærðfræði (þeir sem vilja ekki hlusta á útsendara Óháða safnaðarins þurfa ekki að mæta)
08:50-09:10 - Frímínútur (fulltrúar Kaþólsku kirkjunnar verða við leikvöllinn þannig að þeir sem ekki vilja lenda í henni ættu að sleppa því að fara þangað)
09:10-09:50 - Íslenska (þeir sem vilja ekki hlusta á útsendara Catching Fire þurfa ekki að mæta)
09:50-10:00 - Frímínútur (fulltrúar Kaþólsku kirkjunnar verða aftur við leikvöllinn þannig að þeir sem ekki vilja lenda í henni ættu að sleppa því að fara þangað)
10:00-10:14 - Líffræði (þeir sem vilja ekki hlusta á útsendara Gideon-félagsins þurfa ekki að mæta)

Skiptir þetta einhverju máli? Nei, ég hélt ekki.

Þú segir:

"Ef heimsókn Gídeonmanna fór fyrir brjóstið á einhverjum foreldrum (hún hefur ábyggilega ekki farið fyrir brjóstið á nemendum sem fagna hverri þeirri tilbreyttni sem upp kemur) þá hefði verið hægt að bregðast við því með öðrum hætti en forræðishyggjulegum tilburðum - sem fela í sér boð og bönn."

Og ég spyr enn og aftur; af hverju er kristnum foreldrum, því ekki gagnast þetta bjargræði öðrum foreldrum, ekki treystandi fyrir því að ná sjálfir í Nýja testamentið og sjá sjálfir um kristilegt uppeldi barna sinna? Við getum öll verið sammála um að flest öll viðfangsefni skólanna séu ofviða venjulegu fólki eins og t.d. kennsla stærðfræði eða líffræði á öllum skólastigum, en það ætti ekki að vefjast fyrir neinum að ná í bók og fara yfir hana með börnunum sínum, sér í lagi ef viðkomandi hefur eitthvað álit á kveðskapnum.

Mannréttindaráð gerði eðlilegar ráðstafanir til þess að gera skólastarfið hlutlausara. Eftir þessar breytingar eru færri ástæður til þess að skipta hópa skólabarna upp eftir trú foreldra þeirra, en m.v. þín eigin orð þurfti sá möguleiki að vera til staðar (Valur: "valfrelsi nemenda að sitja í umræddum tíma").

Trúmál eru mest sundrandi áhrifin í skólastarfi. Ótalinn fjöldi nemenda hefur í gegnum tíðina þurft að yfirgefa kennslustofur vegna trúar foreldra þeirra, venjulega börn innflytjenda, sökum þess að Ríkiskirkjan hefur komið í heimsókn eða þá að farið hefur verið með börnin í heimsókn í kirkjur Ríkiskirkjunnar. Nú er búið að minnka þessi truflandi áhrif til mikilla muna.

En áður en þú stekkur af stað þá er nauðsynlegt að árétta eftirfarandi:

  • réttur foreldra til þess að ná í Nýja testamentið af eigin sjálfsdáðum hefur ekki verið skertur
  • réttur foreldra til þess að fara með börnin sín í kirkju hefur ekki verið skertur
  • réttur foreldra til þess að fræða börn sín um trúmál hefur ekki verið skertur
  • færri foreldrar þurfa að taka afstöðu til þess hvort börn þeirra geti verið í ákveðnum kennslustundum
  • réttur barna til þess að ná í Nýja testamentið af eigin sjálfsdáðum hefur ekki verið skertur
  • réttur barna til þess að fara í kirkju af eigin sjálfsdáðum hefur ekki verið skertur
  • réttur barna til þess að biðja foreldra sína um fræðslu um trúmál hefur ekki verið skertur
  • færri börn þurfa að taka afstöðu til þess hvort þau geti verið í ákveðnum kennslustundum
Þetta er allt gott fyrir næstum alla nema kristna trú sem virðist ekki geta reitt sig á að sauðir hennar standi sína pligt sem dátar Drottins og stundi þ.m.t. mannaveiðar í eigin barnahópi.

Sem er pínu pínlegt fyrir hana.

PS. Svo leyfi ég mér að efast stórlega um að börn samtímans taki því fagnandi að fá Nýtt testament, trúboð og bænahjal í skólanum. Ef þetta væri eitthvað sem þeim líkaði, þá myndu þau bera sig eftir þessu eins og t.d. í kirkjum.

Óli Jón, 5.7.2014 kl. 18:07

37 Smámynd: Valur Arnarson

Óli Jón,

Við getum verið sammála um það að þú ert að misskilja þetta allt saman.

Málið snýst um þau félagasamtök sem sóttu í að gefa grunnskólabörnum menningarlegt lesefni.

  • Gídeonmenn sóttust eftir því.
  • Óháði söfnuðurinn, Kaþólska kirkjan eða Catching Fire sóttust ekki eftir því.
  • Reglur um þessi samskipti þurfti því að móta.
  • Þetta snýst ekki um rétt foreldra og barna utan skólatíma.
  • Þetta snýst ekki um það hvort kristnir foreldrar geti eða vilji gefa börnum sínum Nýja testamenntið.
  • Þetta snýst um að öll börn fái aðgang að menningarlegu lesefni, óháð efnahag foreldra.
  • Þetta snýst um að lesefnið sé eign barnanna ef þau vilja þiggja það.
  • Þetta snýst um valfrelsi í mótun reglna á sveitastjórnarstiginu.

Enn og aftur eru athugasemdir þínar um allt og ekkert. Líklega vegna þess að þú forðast að ræða kjarna málsins. Hvað er þessi rökræðutaktík ykkar aftur kölluð? Overton-glugginn? Sú aðferð felst í því að sveigja almenningsálitið að sjónarmiðum ykkar með orðagjálfri eins og sést í síðustu athugasemd frá þér.

Valur Arnarson, 5.7.2014 kl. 18:39

38 identicon

Ég segi það og skrifa, það er ekki glóra í skrifum Vals, null, nada, zero,0.

DoctorE 5.7.2014 kl. 19:46

39 Smámynd: Óli Jón

Valur: Nei, það er frekar að við ættum að geta verið sammála um að þú neitar að skilja þetta.

Gideon-félagið sóttist eftir að fá að dreifa varningi sínum í skólum, um það var fjallað og því var hafnað. Ástæður þess eru þær sem ég hef tilgreint sem er fyrst og fremst það að trúboð á sér engan stað í skólum. Dreifing Gidon-félagsins á Bláa kverinu er trúboð. Þú kýst hins vegar að ramma þann gjörning inn í Overton-gluggann og segja hana sprottna af menningarlegum hvötum trúboðanna.

"Þetta snýst um að öll börn fái aðgang að menningarlegu lesefni, óháð efnahag foreldra."

Þú, sem skynsamur maður, ert að tala gegn betri vitund þarna. Málið snýst ekki að neinu leyti um slíkt því Nýja testamentið er örugglega að finna í öllum skólabókasöfnum, bókasöfnum og mörgum heimilum hérlendis eftir afar skilvirka og ríkisstyrkta dreifingu þess um áratuga skeið. Það ætti m.a.s. að vera hægt að fá það ókeypis, ef fólk horfir í krónurnar í þessum efnum, hjá Gideon-félaginu, en það er aldrei kynnt neins staðar. Þetta er því fyrirsláttur og þú veist það best sjálfur.

Skólinn í dag er betri staður eftir ákvörðun Mannréttindaráðs. Hann er veraldlegri, þar eru færri atriði sem sundra skólastarfinu og þar með ríkir betri friður innan skólans. En væntumþykjafólk kristninnar, sem hefur enga trú á trúsystkinum sínum og trúboðunarvilja eða -getu þeirra, sér að ef kristnin hefur ekki greiðan aðgang að litlum óvitum í grunnskólum, þá mun hún gefa eftir mun hraðar en ella og hún er svo sannarlega að gefa eftir í seinni tíð þrátt fyrir alla þá meðgjöf og ómagahjálp sem hún fær.

En líklega er þó ekki sanngjarnt að segja að þú nýtir þér Overton-gluggann í þínum málflutningi. Réttara væri að segja að þú notir gluggahlera sem hleypa ekki neinu að nema því sem þér hugnast.

Óli Jón, 5.7.2014 kl. 20:19

40 Smámynd: Valur Arnarson

Óli Jón,

Minna kjaftæði í síðastu athugasemd frá þér. Athugasemd mín um Overton-gluggan hefur haft áhrif á þig :)

Hvort að Nýja testamenntið sé að finna í bókasöfnum eða "mörgum" heimilum hérlendis er aukaatriði í málinu.

Þetta snýst um að barnið fái Nýja testamenntið til eigna og viti þar af leiðandi að þetta sé eitthvað sem er ekki hættulegt að lesa.

Skólinn í dag er staður þar sem óþarfa hræðsla ríkir vegna fámenns öfgahóps (Siðmennt, Vantrú) sem tókst að sveigja almenningsálitið að sínum öfgaskoðunum með orðagljáfri og útúrsnúningum - og með því að útiloka allar aðrar skoðanir í umræðunni.

Þetta snýst um að þær reglur sem settar eru í samskiptum félagasamtaka við grunnskólanna byggist á valfrelsi þeirra sem umgangast þær.

Valur Arnarson, 5.7.2014 kl. 20:31

41 identicon

Það skiptir nákvæmlega engu máli "af hvaða hvötum" menn gefa börnum bækur. Það skiptir ekki máli frekar en "af hvaða hvötum" einhver gefur þér peninga. Bækur eru aðgangur að samfélagi siðmenntaðs fólks af hærri stigum og ef þú hefur ekki lesið þær mun það líta niður á þig. Enginn ætti að neita börnunum sínum um lestur góðra bóka vegna trúar eða vantrúar. Foreldri sem neitar barninu sínu um að lesa Biblíuna afþví það er trúlaust eða múslimi er svona eins og Íri sem neitar börnunum sínum að lesa breskar skáldsögur út af einhverjum tilfinningavandamálum sem hrjáir þá eina sem skilja ekki að allur arfur mannkyns á að vera sameign, og skoðanir og uppruni foreldra þinna ætti aldrei að hafa áhrif á aðgengi þitt (en gerir það því miður, þess vegna höfum við lágstéttir sem verða til bara út af minnimáttarkennd foreldranna sem loka börnin inni í sama menningarlega volæði og þau sjálf).

Pétur 5.7.2014 kl. 20:55

42 identicon

Ágætis dæmi um það sem bíður barnanna þinna, nema þú ætlir að láta þau vinna í frystihúsinu hjá afa á austfjörðunum. Ef þau fara út í heim að læra og hafa aldrei lesið Biblíuna mæta þau fyrirlitningu til að mynda bresku millistéttarinnar (og millistéttar og efri stéttar allrar Evrópu og langt út fyrir þá heimsálfu) af hendi manna eins og þessa, sem kallar þá sem hafa ekki lesið hana barbara: http://www.theguardian.com/science/2012/may/19/richard-dawkins-backs-free-bible Dawkins er sjálfur að eyða milljónum í að dreifa Biblíunni til barna, í von um að forða enskri tungu, bókmenntaskilningi og menningu frá hnignun og dauða.

Pétur 5.7.2014 kl. 20:59

43 identicon

Það hallar þegar á innflytjendabörn versus börn meirihlutans og óeðlilega fá þeirra ljúka skólagöngu eðlilega og stunda framhaldsskólanám miðað við nágrannalönd okkar. Hefur mannréttindaráð rétt á að dæma þau til æfilangrar fyrirlitningar manna eins og Richard Dawkins, sem ólíkt foreldrum þeirra fara með lyklavöld í þessum heimi? Það er enginn kollegi hans eða vinur sem myndi greiða götu slíkrar manneskju, vera í samneyti við hana eða bjóða hana velkomna í fjölskylduna frekar en mann sem veit ekki hver Mozart var.

Pétur 5.7.2014 kl. 21:01

44 Smámynd: Reputo

Sammála Dr.E. Þú er kominn gjörsamleg út í horn Valur og þegar slíkt gerist, sem er oftar en þú sjálfur telur, er þér mjög í mun um að bera upp á viðmælendur þína rökþrot, misskilning og út-fyrir-efnið upphrópanir sem flestir sjá einmitt skína í gegnum þín skrif en ekki annara.

Eins og hver læs maður sér er Óli Jón búinn að slátra þér í þessum umræðum og þú átt ekki heilbrigt svar við þessu, eðlilega, enda er það ekki til. Pakkaðu bara saman núna og safnaðu í rök-bankann fyrir næsta sprett :) Þér veitir ekki af, enda vondur málstaður sem þú hefur tekið að þér að verja.

Reputo, 5.7.2014 kl. 21:02

45 identicon

Óli Jón, það sem ætti að vera kennt í grunnskólum er hvernig biblían er skáldsaga frá upphafi til enda. Guð kom hvergi nærri neinu sem hefur gerzt á jarðríki, þótt allt í GT sé heimfært upp á hann. T.d. eru náttúruhamfarir eðlilegir atburðir í náttúrunni. Og allir spádómar um dómsdag/guðsríki á jörð hafa brugðizt.

Allar sögurnar í NT um kraftaverk og yfirnáttúru Jesú, sem eiginlega var bara venjulegur maður í trúarlegu embætti, eru yfirvarp fyrir aðra hversdagslegri atburði, enda var verið að hanna ný trúarbrögð, sem varð kristin trú. En það er ekki nóg að segja það, það þarf að sýna hvers vegna þetta var gert og útskýra hvað raunverulega gerðist. Annars mun biblían aldrei "meika sense"

Það er ekki hægt að rökræða við bókstafstrúarfólk eins og Val Arnarson, því að hann ruglar ævinlega saman staðreyndum og trú. Og þegar hann kemst í rökþrot, þá fer hann út í persónulegt skítkast.

Pétur D. 5.7.2014 kl. 21:31

46 Smámynd: Valur Arnarson

Ég sé að hugleysingjarnir Sighvatur og María (Pétur D.) eru komin hér til að leggja þér lið Óli Jón. Verst að hvorugt þeirra er nægilega hugrakkt til að setja nafn sitt undir athugasemdir sínar. Ekki mikið gagn í þeim liðstyrk. Ekki frekar en Dr.E :)

Valur Arnarson, 5.7.2014 kl. 21:39

47 Smámynd: Reputo

Það tekur þig 3 sek. að komast að því hvað ég heiti þannig að þetta er enn eitt feil pústið frá þér.

Reputo, 5.7.2014 kl. 21:56

48 Smámynd: Valur Arnarson

Sighvatur,

Það má því segja að þú sért 3 sek. frá því að vera nægilega hugrakkur :)

En svona að því að allir vita núna hvað þú heitir þá er rétt að upplýsa þátttakendur umræðunnar um að aðkoma þín hér stjórnast líklega af reiði þinni í minn garð þegar ég gerði þig kjaftstopp hér á blogginu fyrir 3 árum og Sveinn Þórhallsson þurfti að bjarga þér út. Langrækinn ertu Sighvatur ef það situr enn í þér.

Valur Arnarson, 5.7.2014 kl. 22:07

49 Smámynd: Reputo

Þú gerðir mig ekki kjaftstopp. Það eru hinsvegar takmörk fyrir því hversu lengi maður nennir að þræta við þig. Þegar þú ert kominn út í sérlundaðar túlkanir á stöku orðum og setningum í Biblíunni til að réttlæta bullið í þér hef ég hvorki nennu né áhuga á að tala við þig, enda þyrfti ég að lesa alla Biblíunna aftur og með þínum persónulegu gleraugum til að geta tekist á við þig um einstaka tilvitnanir. Það var akkúrat það sem gerði það að verkum að þú taldir þig hafa unnið eitthvað.

Þú þarft ekki að gera mér eða öðrum upp reiði eða annað slíkt til að réttlæta eitthvað fyrir sjálfum þér. Ég er hinsvega gjörsamlega ósammála þér um flest allt er kemur að kristni og það hefur ekkert með reiði að gera, þótt þér finnist þægilegra að stimpla andstæðinga þína til að afgreiða þá. Minnir óneytanlega á taktík forsætisráðherra þegar hann þarf að afgreiða gagnrýni. 

Þú ert hinsvega að reyna að réttlæta svo fáránlegan hlut í þessum þræði að maður er hálf gáttaður. Hvaða hvatir liggja að baki þeim vilja, að opinberar stofnanir séu notaðar til að koma brenglaðri hugmyndafræði á framfæri sem vel innan við 50% þjóðarinnar aðhyllist? Telur þú foreldra vera óhæfa til þess að gera þetta sjálfir? Ef þetta snýst um bókmenntirnar, að þá er bókasafn í öllum skólum ásamt því að kennd er mannkynssaga og Íslendingasögur. Á flestum stigum er mikið lagt upp úr lestri á alls kyns bókmenntum þannig að þessi þvæla um að Gídeon komi þarna sem einhver bjargvættur í menningalegum tilgangi er út í hött, og þú veist það alveg sjálfur. Ef þetta snérist um eitthvað annað en að komast í ómótaða hugi barna væru þeir víðar á vappi en bara í grunnskólum landsins.

Reputo, 5.7.2014 kl. 22:41

50 Smámynd: Valur Arnarson

Sighvatur,

Ég held að þú sért að rugla saman rökræðum okkar á milli. Ég er að tala um rökræður sem fóru fram á bloggsíðu Heimis Fjelsted http://hlf.blog.is/blog/hlf/entry/1195921/

Annars er það aukaatriði og gott að þú ert hættur að vera reiður :)

En af þessari umræðu þá hef ég rökstutt mál mitt vel hér og útskýrt meiningu mína. En auðvitað snýst þetta ekkert um hver vinnur heldur í hvernig samfélagi við viljum búa.

1. Viljum við búa í samfélagi sem gengur útá boð og bönn.

2. Viljum við búa í samfélagi valfrelsis.

Mér sýnist þú og Óli Jón velja nr. 1. Það er svo sem ekkert við því að segja.

Sighvatur:

"Á flestum stigum er mikið lagt upp úr lestri á alls kyns bókmenntum þannig að þessi þvæla um að Gídeon komi þarna sem einhver bjargvættur í menningalegum tilgangi er út í hött,"

Gídeon menn gefa skólabörnum Nýja testamenntið svo þau geti öll fengið það til eigna, nýtt það til að efla læsi sitt á menningu og sögu sem allt menntað fólk þekkir vel. Þetta er upplýsandi atburður sem verður þess valdandi að hinir ungu hugar átta sig á því að þetta er eitthvað sem vert er að skoða og leiða hugann að, kynna sér til gagns og fróðleiks í samtali og þekkingu.

Það er einmitt góður punktur sem Pétur kemur hér inná í athugasemdum frá  5.7.2014 kl. 20:55 og  5.7.2014 kl. 20:59 þegar hann segir að skoðanir og uppruni foreldra þinna ætti aldrei að hafa áhrif á aðgengi þitt [að menningarlegu efni].

Valur Arnarson, 5.7.2014 kl. 23:13

51 Smámynd: Mofi

Hárrétt hjá þér Óli Jón!

Mofi, 5.7.2014 kl. 23:20

52 identicon

Ef Guddi er svona almáttugur, hvers vegna hefur hann ekki splæst svona eins og einu kraftaverki í það að sannfæra borgarfulltrúa um að börn megi fá nýja testamentið?

Helgi Bjarnason 6.7.2014 kl. 00:24

53 identicon

Komið þið sælir allir.

Eitthvað virðist það vera að þvælast um hjá ykkur öllum.(mín skoðun)

hvað börnin okkar hafa gott af og gott ekki.

Að mínu mati, er enginn að reyna að troða einhverri trúarvitleysu í okkar

börn í skóla, heldur er verið að reyna að kenna þeim almenna

siðmennt.  Ég man ekki eftir því í skóla, að þessi kennsla hefði orðið mér

eða öðrum að fjörtjóni.    Þvert á móti,  þá setti þessi kennsla inn í

hugann hjá okkur, hvað væri gott og slæmt. Ekki var þessi kennsla

þannig úr garði gerð, að reyna að veiða okkur ungmenninnin til einhverrar

trúar, sem kennarrinn hafði í  í hendi sér.

Ekkert var í skólakerfinu í den, svona rosalega hættulegt gagnvart

okkur ungum þá. Nú virðist rauninn vera önnur, og öll þau gömlu

grunngyldi skuli víkja, í nafni frjálsræðis, og hættu á

því að kennarinn færi nú allt í einu, að lesa ritningar úr 

Biblíunni eða Kóraninu til að hafa áhrif á börnin.

Hvað eigum við þá að kenna okkar börnum í skólum...??

"Nei, því miður krúttið mitt, þá er engin von, bara ömurlegheit og

jólin eru bara lýgi.  Þetta er allt saman ein stór svikamylla.  Reyndu svo að

hafa skynsemi á því að pabbi og mamma segja alltaf rétt. Þú munt deyja."  

Frábært fyri barnshjartað, sem er opið fyrir öllu sem jákvætt er og hlýju.

Þess í stað, þurfa þau að alast upp við það, að foreldrar þess vilji taka frá því

þörfina að vilja vera til, vegna þess að enginnn er tilgangurinn að vera til.

Ef enginn er trúinn, hvers vegna erum við þá að reyna að vera till..???

Höfum við rétt á því að taka barnstrúna frá okkar börnum sem

trúa því, að það skilur á milli góðs og ills..???

Höfum við rétt á því að búa okkar börnum það umhverfi í æsku

að þau sjálf fari að trúa því að lífið sé einskins virði..??

 Vilja þeir sem eru á móti því að börnin okkar fá "smá" veganesti

inn í lífið og tilveruna, með trú og kærleika, taka það frá þeim

í nafni hins ömurlega endaloka alheimsins..????

Sjálfur vill ég sjá mín börn gleðjast yfir því að vera til

og segi þeim alltaf hvað lífið sé dásamlegt og hvað það hefur uppá

að bjóða.

 Ég held að við eigum að leyfa okkur börnum, skiptir ekki máli hverra

trúar, að fá að alast upp með  þá trú, að það sé von framundann, en

ekki eymd og volæði. Meðan við höfum trúna, þá hafa

afkomendur okkar það líka.

Svo einfallt er það nú.

Sigurður K Hjaltested 6.7.2014 kl. 00:33

54 Smámynd: Valur Arnarson

Við þetta má bæta að samkvæmt rannsókn sem var grunnur lokaverkefnis að þá töldu 82% af þátttakendum rannsóknarinnar það æskilegt að Nýja testamenntinu yrði dreift til nemenda grunnskólans eins og Gídeonfélagið hefur gert undanfarin 54 ár.

Rannsakandinn leitaðist við að fá viðhorf skólastjórnenda og kennara til dreifingar Gídeonfélagsin á Nýja testamenntinu til 10 ára nemenda grunnskóla.

Þessi rannsókn byggðist á megindlegri rannsókn (e. quantitative research).

Heimild:

http://skemman.is/stream/get/1946/3152/8213/1/ritg_ASH_2009_fixed.pdf

Svo fullyrðingar Sighvats og fleiri hér að ég sé að verja vondan málstað ættu því einnig að eiga við um 82% úrtaksins.

Líklegra er því að fullyrðing Sighvats eigi við um DoctorE, Óla Jón og svo auðvitað hann sjálfan :)

Valur Arnarson, 6.7.2014 kl. 01:00

55 Smámynd: Reputo

Hehe Valur, linkurinn sem þú póstaðir er nákvæmlega það sem ég var að tala um. Þú staðfestir með öllu það sem ég sagði.

"Þetta er upplýsandi atburður sem verður þess valdandi að hinir ungu hugar átta sig á því að þetta er eitthvað sem vert er að skoða og leiða hugann að, kynna sér til gagns og fróðleiks í samtali og þekkingu."

Ég held að þú hafir ekki hugmynd um hvernig hugur ungs fólks virkar og þetta hljómar líkar óskhyggju en raunveruleikanum. Gleymum því ekki að við erum að tala um börn, ekki fullorðana einstaklinga. Það er kjarninn í þessu öllu. Það væri enginn að agnúast út í Gídeon ef þeir væru að flakka á milli vinnustaða eða háskóla. Þú hlítur að sjá og skilja muninn þarna á.

Gaman svo að sjá þig búa til valkosti (strámenn) eitt og tvö og fella þá svo sjálfur.

Mínir hljóma svona:

  1. Viljum við búa í samfélagi þar sem hið opinbera rekur starfsemi sem útskúfar og aðgreinir ekki hópa og leyfir foreldrum að sjá um að móta lífsskoðanir barna sinna?
  2. Viljum við búa í samfélagi sérhagsmuna þar sem útvaldir fá að predika og valfrelsi foreldra til lífsskoðana barna sinna er skert með opinberri aðkomu. 

Mér sýnist þú velja nr. tvö Valur, og við því er svosem ekkert að gera nema að fræða komandi kynslóðir og koma þannig í veg fyrir að þú eignist fleiri skoðanabræður, því fátt forðar fólki betur frá hindurvitnum en menntun.... þótt finna megi undantekningar eins og þig. 

Er annars á leið til DK og verð í stopulu tölvusambandi næstu tvær vikur. Þú túlkar það líklega sem einhversskonar sigur og verði þér bara að góðu. Litlar sálir þurfa allt sem hendi ber.

Reputo, 6.7.2014 kl. 01:17

56 Smámynd: Valur Arnarson

Sighvatur,

Ertu að flýja til DK vegna mín? En kunnugleg staða :)

Linkurinn sem ég póstaði inn sagði nákvæmlega það gagnstæða við það sem þú sagðir, þó það virðist vera öðruvísi í þínum huga. Við skulum endurtaka þetta:

Samkvæmt rannsókn sem var grunnur lokaverkefnis að þá töldu 82% af þátttakendum rannsóknarinnar það æskilegt að Nýja testamenntinu yrði dreift til nemenda grunnskólans eins og Gídeonfélagið hefur gert undanfarin 54 ár.

82% þátttakenda fannst það æskilegt. Hvað þýðir það Sighvatur?

  • Þér finnst það óæskilegt.
  • 82% finnst það æskilegt.
  • Þín sýn ert á skjön við sýn skólastjórnenda og kennara á málinu.

Lestu ritgerðina betur.

Eigum við ekki líka að fara í aðferðafræði Mannréttindaráðs með sama hætti?

  • Mannréttindaráð vill banna heimsókn Gídeonmanna í grunnskóla Reykjavíkur.
  • Þú og Óli Jón eruð sammála sýn Mannréttindaráðs.
  • Ég vil ekki banna heimsóknir Gídeonmanna.
  • Ég vil að kennarar og nemendur hafi frjálst val um heimsóknirnar.
  • Ég er hlynntur valfrelsi í þessum efnum.
  • Þú og Óli Jón eruð hlynntir því að það séu boð og bönn.

Engnir strámenn hér, aðeins staðreyndir.

Sighvatur:
Við því er svosem ekkert að gera nema að fræða komandi kynslóðir og koma þannig í veg fyrir að þú eignist fleiri skoðanabræður, því fátt forðar fólki betur frá hindurvitnum en menntun.... þótt finna megi undantekningar eins og þig.

Ef það er fátt sem forðar fólki betur frá hindurvitnum en menntun, ættu þá gjafir Gídeonmanna ekki að vera vel þegnar svo ungviðin geti fræðst í Biblíunni og forðað sér þar með frá hindurvitnunum þar? Eða eru trúleysingjar kannski hræddir um að litlu krílin þeirra taki fram úr þeim í vitsmunalegum þroska, sem er reyndar ekki erfitt í þínu tilfelli.

Valur Arnarson, 6.7.2014 kl. 01:34

57 identicon

Eini valkosturinn er sá að foreldrar fari sjálfir með börn sín í svona trúarstúss.
Valur er bara of þykkur/trúaður til að sjá þetta, mér sýnist sem svo að hann sé að taka titilinn sem mesti trúarnöttinn á mbl :)

DoctorE 7.7.2014 kl. 09:47

58 identicon

Persónuárásir: Aðferðir þess sem hefur ekkert til síns máls. Persónuárásir: Einkenni á boðberum óumburðarlyndis, sundrungar og skoðanakúgunar.

Persónuárásir: Karaktereinkenni andlegra fasista.

Persónuárásir: Einkenni að taka eftir til að þekkja þá sem eru trausts og sannleikans verðir, frá þeim sem eiga ekki skilið það besta sem þessi heimur á og halda verður því frá þeim kerfisbundið.

Persónuárásir: Koma upp um dýrslegt, vanþróað eðli og litla greind. Stuðlar að þróun mannkyns að slíkir fjölgi sér ekki.

La liberté éclairant le monde 7.7.2014 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband