Sunnudagur, 1. júní 2014
Tímamót hjá Framsókn ...
Ógnvænlegt og áhugavert verður að sjá hvaða háspilum Framsóknartvennan í Reykjavík muni spila út til þess að þjóna nýjum umbjóðendum sínum sem skriðu undan steinum rétt fyrir kosningar. Ljóst er að það var ekki flugvallarmálið sem kom tvíeykinu inn í Reykjavík, þar voru að verki mun dýpri og dekkri kenndir. Þetta sést t.d. á því að nokkrir öfgafyllstu og umdeildustu einstaklingar [1|2] samtímans fylktu sér á bak við sorglegan málstað Maddömunnar, kátir og hreifir.
En nú er Framsókn í Reykjavík komin með nýjan hóp viðskiptavina í kjölfar útspils sem formaður flokksins virðist samþykkja án fyrirvara. Þessi nýi hópur mun krefjast þess að Framsókn vinni fyrir kaupinu sínu og því mun flokkurinn, í Reykjavík altént, þurfa að hækka fordómatilboð sín jafnt og þétt. Það er einfaldlega bara úr svo djúpum brunni að ausa þegar fólk bægslast um í fordóma- og haturslauginni.
Það besta við þessi tímamót er þó það að nú hefur forysta flokksins val. Hún getur séð að sér og skipt yfir í manneskjulegri áherslur. Kjósendur myndu jafnvel fyrirgefa flokknum með tíð og tíma þann ljóta leik sem leikinn var í þeirri tapstöðu sem flokkurinn var kominn í hér í höfuðstaðnum. Þarna var drukknandi fólk að reyna hvað það gat til þess að halda pólitísku lífi og þótt engin reisn sé yfir bjargræðinu þá getum við flest okkar reynt að setja okkur í þeirra spor þótt við getum á engan hátt samþykkt útkomuna.
En velji Framsókn að halda áfram á þessari braut sem hún hefur nú opinberlega markað sér, hvort sem var í stundarbrjálæði taphræðslunnar eða með kaldri og hatursfullri yfirvegun, þá erum við sem þjóð í vondum málum.
Ísland fyrir Íslendinga? ... það kemur líklega í ljós!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:06 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Óli Jón æfinlega - sem og aðrir gestir þínir !
Alveg burt séð - frá þessarri kosningu: kvenna 2ví eykis Sigmundar Davíðs og hans hroða flokks.
Eingyðis óþverra Múhameðstrúar og Gyðingdóms - er ÖLLUM: ekki bara Íslendingum // heldur öllum hollast að halda í sem mestri fjarlægð.
Forneskjunnar rumpulýður: sem lætur árþúsunda skruddur (Gamla Testamentið og Kóran) ráða sínu daglega lífi - í stað þess að BYGGJA UPP Tækniþróun og Vísindi til hagsbóta fyrir alla / eins og Austur og Suðaustur- Asíuþjóðirnar eru að iðka - ásamt Indverjum og fjölda annarra Óli minn.
Við höfum EKKERT - með áhangendur : Móse / Abrahams og Múhameðs að gera innanborðs - síðuhafi góður.
Leiðinda pack - sem er sjálfu sér / sem öðrum til vandræða og tjóns:: upp á hvern einasta dag ársins !!!
Svo veitir ekki af veraldarhyggjunni - til þess að þoka þessarri ófullkomnu manntegund Jarðar (allra litarhátta) fram á veginn Óli Jón.
Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason 1.6.2014 kl. 13:48
Heill og sæll, Jón.
Stjórnmál eru glettin og grá!
Það fengu þeir að reyna Grímur á Bessatöðum
jafnt sem Jón Eiríksson konfernsráð sem
stytti sér stundir á brúnni á Ámakri.
Vertu þess fullviss að Lilju vildu flestir kveðið hafa
og þeir verða ófáir sjórnmálaflokkarnir sem munu
gera út á þennan óplægða akur á komandi tíð.
Ekki tjóir að skjóta sendiboðann því ekki virðist
skorta rýmið fyrir þau sjónarmið sem margur telur
sig sjá í því sem þegar er orðið.
Því er nær að beina sjónum sínum að þessum veruleika
sem á stundum á ákaflega bágt og þeir sem hann
umgangast öllu frekar og rýna í eldsglæðurnar og sjá
hvað þar er raunverulega á ferðinni.
Húsari. 1.6.2014 kl. 16:54
Hvað ert þú að þvaðra um Óskar Helgi? Litið yfir lista af nóbelsverðlaunahöfum nýlega? Gyðingdómur hefur aldrei hamlað tækni og vísindum, heldur eiga engir fleiri vísindamenn en gyðingamenn, sem eru agnarlítið brot af fjölda mannkyns, vel undir 0,1% og eiga bara lítið frímerki sem er miklu minna en Ísland eftir að hafa lifað við verstu mögulegu aðstæður og ofsóknir öldum saman. Asíubúarnir þínir voru lengst af bara að herma eftir þeim og betrumbæta og fága það sem þeir fundu upp. Lyfin sem þú þarft að taka ef þú ætlar að verða eins gamall og meðal-Íslendingurinn og framfarir í læknavísindum skrifast að stóru leyti á gyðinga. Þú mættir alla vega þakka fyrir þig með að reyna ekki að stytta þeirra líf með að viðhalda fordómum.
http://www.youtube.com/watch?v=a0ytInWKL1k
Xavier 5.7.2014 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.