Miðvikudagur, 12. febrúar 2014
Klukkan glymur kaþólskunni ...
Ánægjulegt er að sjá að hinn almenni kaþólikki gengur í berhögg við fordómafullar kenningar kirkjunnar í þeim hluta heimsins sem fengið hefur að njóta ávaxta upplýsingar og velmegunar. Þar hafnar þessi dæmigerði kaþólikki fordómum kaþólskunnar með hegðun sinni og villuskoðunum. Þetta kemur fram nýlega þegar 12 þúsund meintir kaþólikkar í 12 löndum voru spurðir um viðhorf sín til ýmissa lykilmála sem ógna allsherjarreglu og almennu siðferði eins og t.d. notkun smokksins. Þar sem menntunarstig er hærra hafnar fólk þessum bábiljum, en þar sem það er lægra umfaðmar fólk fordómana. Þannig kemur t.d. ekki á óvart að síðasta vígi kaþólskunnar er að finna í Afríku sem á um nokkurn veg að fara uns hún kemst að sömu niðurstöðu og heimsálfur sem geta boðið borgurum sínum betra hlutskipti.
Ég hvet alla áhugasama til þess að smella á krækjuna hér ofar og kynna sér niðurstöður könnunarinnar. Heilt yfir er þetta gleðileg og skemmtileg lesning, sérstaklega fyrir þá sem unna almennri heilbrigðri skynsemi og vilja sjá fordóma og kreddur á bak og burt.
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Klukkan glymur heimsmynd okkar allra. Þinni ekki síður en hinna. Hún er jafn úrelt risaeðla og þeirra kaþólsku.
Pétur 12.2.2014 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.