Páskabingó Vantrúar

Júblandi Jesús!Við sem ögn eldri erum munum vel eftir þeim leiðinlega degi sem Föstudagurinn langi var í denn þegar ekkert skemmtilegt mátti gera. Leiðindi skyldi einkenna þennan dag og vei þeim sem dirfðist að láta sér detta eitthvað annað í hug.

Í dag, á tímum aukinnar upplýsingar, er yfirbragð þessa föstudags allt annað og betra og má almenningur t.d. gera sér glaðan dag með því að fara í bíó, en það var gjörsamlega óhugsandi fyrir ekki svo mörgum árum síðan. En samt er ekki allt sem sýnist hér í landi Drottins í miðju ballarhafi! Kristilega gleðilöggan hefur nefnilega enn enn ærinn starfa á þessum undarlega degi.

Mig langar þannig til þess að benda á skemmtilegan viðburð sem orðinn er að árlegri hefð, sem er Páskabingó Vantrúar sem haldið verður kl. 13 á Austurvelli nk. föstudag, þann langa og áður ótrúlega leiðinlega. Allir unnendur gleði og bingóglaums eru boðnir velkomnir.

Þó er rétt að vara við því að árið 2013 á tímum upplýsingar er það lögbrot að spila bingó á Föstudeginum langa. Það er nefnilega þannig að hér áður fyrr þótti góðum og gegnum kristlingum ekki við hæfi að einhver gæti mögulega skemmt sér á þessum ömurlega degi og því var þetta bann bundið í lög. Því fara bingóspilarar á tæpasta vað með því að spila bingó á Föstudeginum langa og storka Guði, Ríkiskirkju og landslögum.

Sjáumst á Austurvelli :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leiðindi er það fyrsta sem mönnum dettur í hug þegar þeir heyra orðið "Vantrú". Skortur vantrúar á umburðarlyndi, virðingu þeirri fyrir ólíkum skoðunum sem er hornsteinn nútímalegs fjölmenningarsamfélags, og skýlsleg framsetning þeirra eigin skoðanna er orsök þess að íslenskur almenningur, hvaða trú eður ei sem hann aðhyllist, fyrirlítur ofstækishópinn Vantrú.

Siðmenntaður umburðarlyndur trúleysingi 27.3.2013 kl. 10:20

2 Smámynd: Óli Jón

Siðmenntaður umburðarlyndur trúleysingi: Þú ert sem sagt sáttur við lög sem tilgreina nokkuð nákvæmlega hvernig þú getur eða getur ekki varið tíma þínum? Eru slík lög virðingarverð eða er hægt að verja þau með því umburðarlyndi sem þú minnist á? Hversu langt myndi umburðarlyndi þitt ná ef þessi lög væru útfærð ítarlegar? Hvers myndirðu sakna nægilega mikið til þess að umburðarlyndi þitt yrði ekki jafn ríkulega í askana látið og þú lætur af hér :) Hvað ef þér væri bannað að setja inn umburðarlyndar athugasemdir við fúlar bloggfærslur? Værir þú jafn umburðarlyndur á eftir?

Ég hef grun um að þú sért slappur bingóspilari sem hefur ekki náð almennilegum tökum á því flókna spili og þess vegna virðast þér hugnast lög sem banna það. Það er hámark umburðarlyndisins. Gaman væri að vita hvaða aðra afþreyingu þú telur að megi banna með lögum. Menn og konur mega síðan hafa sína skoðun á Vantrú. Þín virðist reyndar síst af öllu markast af umburðarlyndi :)

Gleðilega páska!

Óli Jón, 27.3.2013 kl. 10:42

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

"skýlsleg framsetning"

Er þetta nýyrði? Eitthvað sem tengist sundskýlu??

Skeggi Skaftason, 27.3.2013 kl. 10:56

4 identicon

Hlægilegur þessi "Siðmenntaður umburðarlyndur trúleysingi", er líklega ofurkrissi.
Hvaða umburðarlyndi er það að einhverjir hjátrúarhópar geti hindrað menn í að spila bingó/dansað eða blah..

DoctorE 27.3.2013 kl. 11:34

5 identicon

Alls ekki. Er mjög ósáttur við það, en tilgangurinn helgar ekki aðferðirnar, því tilgangur vestræns samfélags í sjálfu sér er einmitt umburðarlyndið. Umburðarlyndið er í senn tilgangurinn og aðferðin. Þeir sem skilja það ekki ættu að taka næstu þotu til Norður Kóreu. Bingó spila ég ekki. Amma mín heitin hafði gaman af því á elliheimilinu og telst það víst úrelt íþrótt dáinna kvenna sem ekki er lengur eftirspurn eftir, ekki einu sinni á elliheimilum. Mín trú er Umburðarlyndi og ég hafna öllum birtingarmyndum andstæðu þess. Það var fyrir Umburðarlyndið sem Sameinuðu Þjóðirnar, eins og Roosevelt nefndi þær þegar þá, létu lífið í annarri heimsstyrjöldinni. Fyrir umburðarlyndið læt ég lífið hvenær sem er. En hvorki nokkurt trúarbragð, né afnám þeirra, sem er heimska að berjast fyrir. Ég ætla ekki að stofna haturssamtökin gegn ykkur bingóspilurunum þrátt fyrir að mér finnist bingómennska bæði lúðaleg og sóun á dýrmætum tíma í þessu stutta, og eina, lífi sem við höfum.

Siðmenntaður umburðarlyndur trúleysingi 27.3.2013 kl. 15:40

6 identicon

Þið verðið líka aðeins að skilja að það spilar stóra rullu hverra manna maður er. Mér var innrætt kurteisi og séntílmennska, virðing fyrir náunganum og mikilvægi umburðarlyndisins fyrir þróun betra samfélags. Þið viljið frekar sorakjaft, upphrópanir í slúðurblaðamennsku stíl og óhróðursaðferðir og mannorðsmorð í stíl Göbbles, Franco og Stalín. Ég heillast fremur að aðferðum Roosevelt seinni, Ghandi og Trostky.

Siðmenntaður umburðarlyndur trúleysingi 27.3.2013 kl. 15:44

7 Smámynd: Óli Jón

Siðmenntaður umburðarlyndur trúleysingi: Ég efast um að þú hafir fullan skilning á aðferðum Roosevelt og Ghandi fyrst þú heillast svona ægilega mikið af þeim. Nema þá, auðvitað, að þú heillist af þeim, en gerir hvað þú getur til þess að tileinka þér þær ekki neitt :) Þær skína altént ekki í gegn í málflutningi þínum hér.

Sýndu mér vantrúuðum nú umburðarlyndið sem þú talar svo mikið um og leyfðu mér að blása og rausa í friði! Nema þá, auðvitað, að þú áttir þig ekki alveg á hvað umburðarlyndi er? En þú ert reyndar alltaf velkominn hingað í rausið og svo ertu auðvitað afar velkominn á Austurvell kl. 13 á föstudaginn til þess að veita meingölluðum trúar- og bingólögum réttmæta viðspyrnu.

Óli Jón, 27.3.2013 kl. 15:54

8 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Föstudaginn langa má líta á sem samstöðudag með þeim sem þjást og þeirra þarf ekki að leita langt. Þjáning og sorg er víða í okkar samfélagi en margir bera harm sinn í hljóði. Út um víða veröld eru svo nóg athugunarefni, t.d. Sýrland. Hví ekki að taka einn dag á ári til að sýna þeim sem þjást samstöðu? Ég held að trúleysingjar sem líklega eru upp til hópa víðsýnt og góðviljað fólk ættu að geta tekið undir nauðsyn þess að huga að þessum málum og þegar svona er litið á málin þá er einn dagur ekki mikið.  Fyrir kristna er þessi dagur og undanfarar hans sérstakur tími sem tekinn er frá fyrir innri skoðun, kyrrð og samviskurannsókn, nokkuð sem flestir ættu að hafa gott af að takast á hendur jafnvel oftar en einu sinni á ári.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 27.3.2013 kl. 18:10

9 identicon

Enginn sértrúarsöfnuður stjórnast af meiri trúarhita en þetta leiðnidapakk í vantrú. Getur þetta lið ekki bara litið í bók eða klórað sér í rassgatinu og látið aðra í friði með sín mál?

Bjarni 28.3.2013 kl. 02:25

10 identicon

Ég er alveg sammála þér Bjarni!!! Ég man ekki eftir eins dónalegu pakki úr trúarsöfnuði og finnst bara Gunnar í Krossinum og Snorri og Omega liðið kunna meiri mannasiði. Og Vottarnir er bara ekki nærri því jafn uppáþrengjandi. Ég hef nú aldrei komið í kirkju á æfi minni, var ekki einu sinni skírður, en manni langar nánast að ganga í eina slíka bara til að ergja svona aumingja. Þetta kann ekkert nema rífast og skammast og ausa svívirðingum. Kemur svo sem ekki á óvart þetta spili síðan bingó. Hljóta að vera elliærir nöldursseggir, eða heilaskaddaðir.

Óli 28.3.2013 kl. 04:21

11 identicon

Stálu fíflin hugmyndinni frá Barnaspítala Hringsins? Smekklegt eða hitt þú heldur. Meiri aumingjaskapurinn! Öllu verðugra málefni að styðja Hringinn heldur en lúsablesana með athyglissýkina og eineltið á alla sem hafa skoðanir sem eru ekki copy/paste af þeirra skoðunum. Fávitar! (Spara yfirleitt upphrópanirnar, en geymi þær fyrir Westbro Baptist Church, Talibana, ofbeldissinnaða kommúnista, fasista og Vantrú) http://aslaugosk.blog.is/blog/aslaugosk/#entry-1289920

Óli 28.3.2013 kl. 06:36

12 identicon

Mesti og versti ósiðurinn er að ljúga og selja fólki líf eftir dauðann, brenna þetta inn í börnin með ógnarsögum um eilífar pyntingar ef ruglinu er ekki trúað og eilífum gróða ef menn leggjast undir ruglið.
Að spila bingó i mótmælaskyni er líkast til kurteisislegasta form mótmæla sem hægt er að hugsa sér.
Þið sem plöggið og styðjið trúarruglið eruð bara að sýna að þið voruð heilaþvegnir með þessu, það var líkast til gert þegar þið voruð börn... þess vegna gangið þið fram í að verja zombíþvæluna

DoctorE 28.3.2013 kl. 09:23

13 identicon

Ég er andvígur því að trúarhópar séu að boða fagnaðarerindi sín á almenningsstöðum eins og Austurvelli þar sem venjulegt fólk vill vera laust við uppáþrengjandi boðskap og innrætingu slíkra hópa. Hvers vegna getur þetta fólk í vantrú ekki haldið sínar samkomur innandyra eins og aðrir sértrúasöfnuðir og tekið þannig lágmarkstillit til þeirra sem vilja ekki láta blanda sér í trúariðkun þeirra?

Doctor B 28.3.2013 kl. 09:37

14 identicon

Doctor B mælir lög. Þetta er jafn kvimleitt og leiðinlegt. Ef veðrið verður ekki það vont að enginn hefði notið verunnar í bænum laus við uppáþrengjandi trúboð, þá ættu þeir alla vega að borga okkur hinum nokkrar milljónir fyrir auglýsingaplássið.

Siðmenntaður umburðarlyndur trúleysingi 28.3.2013 kl. 09:43

15 identicon

Viðurkenni samt að það er smá tvöfelldni í þessu hjá mér. Mér væri alveg sama ef þarna færi siðsamur hópur manna sem sýndi samborgurum sínum og skoðunum þeirra fyllstu virðingu. Ég kýs til dæmis ekki hægri flokka, en tek þó kurteisislega við bæklingum frá Framsóknarflokknum, en sama gildir ekki ef nýnazisti ætlar að troða upp á mig skoðunum sínum. Menn sem hafa ekkert betra að gera heilu og hálfu dagana en halda úti bloggum til að hæðast að skoðunum annarra og tilfinningalífi án þess að hafa nokkuð uppbyggilegt fram að færa, eiga ekkert heima í siðmenntuðu samfélagi. Þeim hefði liðið betur í Hitlers Þýskalandi þar sem þótti í stakasta lagi að sparka í þá sem voru ekki sammála manni og spreyja Davíðsstjörnur á gluggana hjá þeim. Síðan vatt það heldur betur upp á sig og fólk var farið að deyja. Þannig fer hvar sem óumburðarlyndið og eineltið fær að ríkja og virðing fyrir náunganum og fjölbreytileika skoðana fær að ríkja, og það er eineltið sem ríkir á heimasíðu Vantrúar.

Siðmenntaður umburðarlyndur trúleysingi 28.3.2013 kl. 09:48

16 identicon

vildi ég sagt hafa: og virðing fyrir náunganum og fjölbreytileika skoðana fær að víkja..

Siðmenntaður umburðarlyndur trúleysingi. 28.3.2013 kl. 09:50

17 identicon

Lögreglan sendir út aðvaranir þar sem er varað við Nígeríusvindli og öðru álíka... er það ekki vanvirðing við þá sem vona að nígeríusvindlið sé ekki svindl, á ekki að leyfa fólkinu að lifa í voninni með að Abdullah sendi þeim milljónir.. já og svo síðar meira þá getur þetta fólk fengið bönn á ýmislegt, td má ekki dansa eða spila Bingó á þjóðhátíðardegi Nígeríu og meintu afmæli og dauða Abdullah.

Virðing fyrir trúarbrögðum er vanvirðing við fólk.. og talandi um Hitler og davíðsstjörnur, meintur guð krissa, guð Abrahams, lét hann einmitt ekki mála með blóði á hús þar sem ekki átti að myrða ungabörn... guðinn er fjári líkur öllum geggjuðum mennskum einræðisherrum ha

DoctorE 28.3.2013 kl. 11:25

18 identicon

Vantrú væru í vinnunni sinni ef ekki væri fyrir föstudaginn langa. Hvílíkir einfeldningar.

Sleipur 28.3.2013 kl. 17:27

19 identicon

DoktorE hefur aldrei nennt að lesa Biblíuna. En hún er líkingamál og verður ekki skilin af þeim sem taka hana bókstaflega eins og fávitar. Faraó og hans land eru tákn fyrir stollt og dramb og yfirráðasýki yfir öðrum. Um þetta allt eru skrifaðir tugir doðranta upp á þúsundir blaðsíðna. Biblían var aldrei ætluð nema þeim sem kunna að lesa og hugsa og það voru mestu mistök mannkynssögunnar fyrst að kaþólikkar hafi stolið því af þessum bókum sem neitt er varið og breytt út meðal illa menntaðra og illa gefinna evrópskra presta og hin næstu verstu að Luther hafi fengið þá afleitu hugmynd að þýða þetta og matreiða ofan í heimskan lýð. Allar þjóðir fornaldar höfðu vit á því að halda svona bókmenntum og munnmælasögum fyrir vitsmunalegu elítuna og láta vera að bera þetta í vanvita, sem er stórhættulegt og endar bara með ósköpum.

Útlendingur 29.3.2013 kl. 01:23

20 identicon

Lögreglan hefur ekki sérstaklega fyrir því að senda út tilkynningar um að Sylvía Nótt sé ekki grínfígúra. Þó heimskir Grikkir hafi fattað það jafn illa og þeir föttuðu um hvað Biblían, sem var aldrei ætluð þeim, er, enda aldrei nennt að lesa smáaletrið, verk sem er ekki fyrir hvern sem er, þá er það ekki á ábyrgð hvorki Sylvíu né ritara Biblíunnar. Biblían á rót sína í Súmeríu og flestar sögur þeirrar bókar á einn eða annan hátt. Þar varð siðmenningin til, lestur, skrift og tækni, og þaðan kom Abraham og blóðið þaðan rennur ennþá í æðum þeirra sem kunna að lesa þetta. Það færi betur að menn héldu sig við það sem hæfir þeim og láti það sem annarra er, eða bara fólks með þróaðri hugsun þó "aðrir" séu ei, eiga sig.

Útlendingur 29.3.2013 kl. 01:27

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er ekki félagi í Vantrú, en ég fæ ekki séð hvað það kemur mér við, eða þeim sem kjósa að láta það fara í skapið á sér, þó einhverjir spili bingó á Austurvelli föstudaginn langa.

Ekki kæmi mér á óvart ef siðmenntuðu, umburðalyndu og sleipu útlendu trúleysingjarnir sem hafa tjáð sig hér hefðu sömu ip töluna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.3.2013 kl. 10:19

22 identicon

Já Útlendingur, biblían er líkingamál.. alger snilld að guðinn skuli skrifa á líkingamáli sem hver og einn getur notað til að réttlæta hvaða rugl sem er.
Nei góurinn, þeir sem segja að þetta sé líkingamál eru menn sem vita að biblían er bull, guðinn geggjaður og reyna að afsaka það með að þetta sé líkingarmál sem aðeins prestar geti skilið...
Staðreyndin er að biblían er fáránleg og hræðileg hryllings lygasaga, hún ber þess öll merki að vera skrifuð af vanvitum og ofurgeðsjúklingum

DoctorE 29.3.2013 kl. 11:20

23 identicon

Síðan hvenær skrifar guð? Og síðan hvenær nenna prestar að lesa og vinna sér inn fyrir hlutunum, umfram mötun og páfagaukalærdóm, frekar en annar almúgi, þó auðvitað séu örfáar undantekningar þeirra á meðal rétt eins og lögfræðinga? Þetta ER líkingamál. Hefur aldrei verið neitt annað. Ef þér tekst einhvern tíman að verða menntaður maður færðu sannreynt það. Þeir sem berjast gegn "staðreyndavillunum" í Biblíunni eru eins geðveikir og brjálæðingur í herferð um að Latibær sé ekkert til í alvörunni, heldur lygalaupur að nafni Magnús Scheving, ósköp venjulegur maður án þessara ofurkrafta sinna, og um tómar sjónhverfingar að ræða. Þú mátt berjast þeirri vonlausu baráttu ef þú villt. En allt upplýst fólk hlær að þér og elítan hlær sérstaklega að því þegar bókstafstrúarmenn berjast við hina fávitana sem eru önnur hlið á sama peningnum, bjánarnir sem helga líf sitt því að "afsanna" bókstafstrúna. "Ég tala í líkingum" sagði Jesús frá Nasaret. "Hann lýgur!" hrópar DoctorE hliðarsjálf Gunnars í Krossinum.

Útlendingur 30.3.2013 kl. 01:39

24 Smámynd: Óli Jón

Ragnar Geir: Föstudagurinn langi getur vissulega virkað sem samstöðudagur þeirra sem það vilja, en það hvort einhverjir spili bingó, versli eða lifi bara eðlilegur lífi á ekki að koma í veg fyrir slíkt. Að mínu mati tákna bingólöggjöfin, guðlagstslöggjöfin og allt það sem þeim fylgir ákveðna uppgjöf í aðra röndina og hroka í hina. Ef t.d. helgi föstudagsins langa þolir ekki að bingó sé spilað, þá ristir hún býsna grunnt.

Bjarni, Óli, Doctor B, Siðmenntaður, Sleipur og Útlendingur: Þið eruð miklir snillingar :) Gamla klisjan um að frídagar séu kirkjunni að þakka kom fram, gamla samlíkingin við nasista kom fram og margt annað álíka miður gáfulegt og snjallt. Það sem þið sýnduð hins vegar er að þið getið ekki varið bingólögin (því um það snerist greinin) nema með upphrópunum og uppnefningum og allir sem lesa þann orðavaðal sjá að það stendur ekki steinn yfir steini þar. Þið eruð sannarlega frábærir fulltrúar þess rétthugsunarinnar og það kæmi mér ekki á óvart ef þið væruð nú þegar tilbúnir með lista yfir fleiri spil, leiki og aðra afþreyingu sem bæta þarf við í bingólögin. Bloggun virðist altént vera efst á lista hjá ykkur því allir, utan einn bersyndugan, létu vera að blogga í gær á, næstum því, bingólausa föstudeginum langa og fyrrum drepleiðinlega :) Til hamingju með það!

Óli Jón, 30.3.2013 kl. 20:10

25 identicon

Ertu að láta í veðri vaka það sé eitthvað athugavert við, að mínu mati, að blogga, spila bingó eða drekka sig fullan, á föstudaginn langa? Ég er anarkisti og geri það sem mér sýnist þegar mér sýnist og sú lífsspeki sem ég aðhyllist snýst um að menn eigi að gera það sem þeir vilja sjálfir, annað er synd í augum minnar trúar (og hún er ekki mín persónulega uppfinning). Og afhverju ætti trúlaus maður að vera "bersyndugur" að mínu mati. Að mínu mati eiga ekki allir að trúa. Upplifun manna á ekki að vera söm. Þeir sem verða fyrir vissri tegund af reynslu eða fá aðgang að vissri þekkingu sem fæstir fá öðlast við það alvöru trú. Margir þrælslundaðir, meirihluti svokallaðra trúaðra, gleypir bara við skoðunum af sama heilaleysi og þrælslund sem einkennir þá sem einstaklinga, og þeir gleypa við tískunni eða viðteknum rétttrúnaði tímanna. Það sama á við um trúleysingja, sem eru nákvæmlega eins heilalausir með bara örfáum undantekningum. Aðeins örlítill hluti mannkyns hefur frjálsan vilja og er ekki bara þræll og strengjabrúða tískustrauma og norma, og hræðslunnar að skera sig úr. Enn færri eru færir um sjálfstæða hugsun, flestir menn geta bara lært hluti á sama hátt og hægt er að kenna hundum eða öpum ýmis trikk, eða páfagaukum að tala. Þú getur verið prófessor en samt bara páfagaukur, sem hefur einfaldlega lesið nógu mikið til að geta sýnst vita eitthvað sjálfur, og þú getur verið mikilsmetinn af heimskum lýðnum sem gáfumenni en þó engu merkilegri en vélmenni sem hefur verið prógrammerað nógu lengi til að sýnast mennskt, því flestir menn eru varla lifandi, og bara blanda af vélmenni og dýri án eigin vilja, og hafa í stað sanns vilja frekju og ágirnd eftir ýmsu, hlutum, virðingu og svo mörgu örðu, sem er knúinn af ótta, og þeir í heimsku sinni halda að sé raunverulegur vilji sinn. Það sýnir ótalmargt um þig og þínar fordómafullu ályktanir um annað fólk sem þú þekkir ekki neitt og haldir að ég muni skammast mín fyrir að blogga á föstudaginn langa. Og allt þruglið í þér um hvað aðrir séu heimskir, séu þeir ekki sammála þér sjálfum, gerir þig ekkert gáfaðri sjálfan. Annað fólk hefur ekki lifað sama lífi og þú, ekki lesið sömu bækur eða hlotið sömu menntun, og svo eru margir með aðgang að þekkingu sem þú veist ekki einu sinni að er til. En pældu aðeins í þessu sem ég sagði við DoctorE : En allt upplýst fólk hlær að þér og elítan hlær sérstaklega að því þegar bókstafstrúarmenn berjast við hina fávitana sem eru önnur hlið á sama peningnum, bjánarnir sem helga líf sitt því að "afsanna" bókstafstrúna. "Ég tala í líkingum" sagði Jesús frá Nasaret. "Hann lýgur!" hrópar DoctorE hliðarsjálf Gunnars í Krossinum.

Líttu í spegil og horfstu í augu við það sem þú sérð. Þú ert sjálfur liðið á Omega. Þú ert hin hliðina á sömu þröngsýninni. Sem er yfirborðsmennska, að taka hlutunum bókstaflega. Það er allt sem þú kannt og getur því aldrei kafað undir yfirborðið eða lært af neinu.

Útlendingur 31.3.2013 kl. 04:15

26 identicon

"Ég tala í líkingum" - Jesús frá Nasaret. "Það er ekki satt. Þið eigið að taka öllu bókstaflega og hlýða! Annars brennið þið bókstaflega að eilífu í bókstaflegu helvíti" segja menn eins og Gunnar í Krossinum, Snorri í Betel og svoleiðis fólk. "En sagði Jesús ekki "Ég tala í líkingum?" spyr einhver sem veit meira og hefur meira vit. "Tekurðu því ekki bókstaflega þá?" "Nú lýgur þú!" hrópa menn eins og Óli og Doctor E "Hann sagði við myndum brenna í helvíti ef við hlýðum ekki" Sérðu eitthvað skrýtið? Já, Doctor E og Gunnar tala sömu röddu, sama heimska knýr þá áfram. Þetta er út af lágri greindarvísitölu, eða, að minnsta kosti, litlu alvöru viti og laskaðri sköpunargáfu. Ef allir væru eins og þeir væru mennnirnir enn apar, því flestir menn eru það, og geta bara apað eftir öðrum. Aldrei hefði orðið til frumleg sjálfstæð hugsun, engin vísindi umfram það sem meðalskussi sem aðstoðar á rannsóknarstofu er fær um, ekkert sem fleytir mannkyninu áfram, aldrei hefðu orðið til listaverk sem eru í alvörunni list, og aldrei hefði orðið til neitt það sem einkennir manninn og gerir mannlega menningu þess virði að varðveita hana (annars væri skynsamlegast að útrýma henni því mannkynið ógnar lífríkinu og jörðinni). DoctorE og Gunnar eru hliðarsjálf, dálítið eins og þegar Hitler og Stalín fóru í stríð, þá fóru þar bara tveir fulltrúar náskyldra öfga í stríð, þetta var því ekki alvöru stríð heldur meira eins og að horfa í spegil og rífast við sjálfan sig. Það voru bara "The Allies" sem voru óvinur þeirra beggja, þó aðeins annar fattaði það þá að þar færi óvinur. Sjálfstæð hugsun er óvinur heimsku. Að skipta á einni tegund þröngsýni fyrir aðra, er eins og að drekka pepsi í staðinn fyrir kók.

Útlendingur 31.3.2013 kl. 04:25

27 identicon

Að ganga úr Krossinum og í Vantrú er eins og að hætta að hætta í KKK og gerast nazisti í staðinn. Einu ofstæki skipt út fyrir annað. Sami hluturinn í sitt hvoru gerfinu.

Útlendingur 31.3.2013 kl. 04:27

28 identicon

Haha! Það er svo fyndið að sjá liðið sem hefur gagnrýnt Vantrú og beitir nákvæmlega sömu aðferðum og það segir Vantrú beita. Þessi börn, sem virðast skammast sín fyrir sín viðhorf og treysta sér ekki til þess að koma fram undir nafni, ættu bara að hafa hægt um sig og láta fullorðna um að tala. Farið og borðið súkkulaði á meðan það er ekki búið að banna það eins og bingóið.

Gísli Bj. 31.3.2013 kl. 12:36

29 identicon

"Sannleikurinn mun gera yður frjálsa" sagði Jesús. En flestir menn eru þrælslundaðir, og þegar þeir loksins hætta að vera bókstaflegir þrælar aðalsins og elítunnar, gerast þeir þrælar óttans og hans vegna pólítísks rétttúrnaðar, af sömu mígandi-í-brækurnar músar-hræðslu og forfeður þeirra á miðöldum þorðu ekki að mæla á móti kóng né páfa. Fyrst og fremst eru þeir þó þrælar eigin hégóma, síns eigin litla ómerkilega egós. Og vegna ánauðar sinnar við sitt auðsærða stollt, minnimáttarkenndar í dulargerfi, þá hafna þeir alltaf sannleikanum þegar hann kemur, "krossfesta" hann, if you will, afþví hann er aldrei þægilegur og enginn vinur egósins, og þá verða litlir kallar hræddir um að vera kannski hommar og "kellingalegir" nú hræddir og hlaupa í felur niður í holur fáfræðinnar eins og hræddar litlar mýs og halda sig þar skjálfandi þar til dauðinn kemur og sækir þá, því þeir eru of miklar veimiltítur og raggeitur til að mæta sannleikanum. Sannleikurinn er þessi, líttu í spegil og sjáðu að þú ert þessi sem þú þykist berjast á móti, Herra Vantrú. Þú ert sjálfur ofstækismaðurinn, skoðanakúgarinn og fasistinn. "Ég tala í líkingum" sagði Jesús, "Þú skilur ekki, ef þú hlýðir ekki og gerir allt sem hann sagði, bókstaflega og trúir öllu bókstaflega, þá brennurðu í helvíti" sagði Omega gaurinn. "Ég tala í líkingum til að þeir skilji mig ekki" segir Biblían ennþá "Nú lýgur þú" hrópar herra Vantrú "Það stendur við munum öll brenna í helvíti" og bergmálar þannig gaurana á Omega. "Já, en hann sagði það væri líking, að hann segði allt í líkingum því hann hefði engan áhuga óverðugur lýðurinn væri að skilja hann of vel, þannig fara allar lexíur lífsins framhjá þeim sem taka ekki við þeim vegna egósins síns og hræðslunnar sem stjórnar öllum þeirra gjörðum." sagði Útlendingurinn. "Drepum helvítis útlendinginn!" hrópuðu þá bæði Omega og Vantrú, og síðan krossfestu þeir allt nema eigin yfirborðsmennsku og egó. Það var þeirra eigin missir. Svo dóu þeir eftir örfáa áratugi, jafn heimskir og þeir voru um fermingu.

Útlendingur 2.4.2013 kl. 07:13

30 identicon

Ég skal segja ykkur smá leyndó, drengir. Það er ALLT líking. Allt sem þið lesið, sjáið, mætið í lífinu, allt sem er að gerast akkurat núna, er líking. Stór og mikill sannleikurinn falinn í því sem virðist einfalt og auðskilið. En þið þurfið að vaxa og stækka andlega og vitsmunalega með að hætta að hugsa svona bókstaflega og svart hvítt og yfirborðslega til að geta skilið NOKKURN HLUT (þið gerið það ekki, ekki einu sinni ykkur sjálfa!) Einu sinni fór villimaður á barnsaldri í bíó með siðmenntuðum vestrænum manni. Í bíómyndinni var rómantísk sena og karlmaður gaf þar konu blóm. "Afhverju var hann að slíta upp blómið" spurði barnið úr frumskóginum. "Það er táknrænt" sagði fullorðni maðurinn "Þetta er líking, skilurðu, hann er að segja eitthvað með þessu" "En afhverju ætti hún að vilja blóm?" spurði barnið. "Þau eru út um allt og það eru bara pöddur á þeim og ekki hægt að borða þau". "Já, já" sagði fullorðni vestræni maðurinn "En það táknar dálítið og þess vegna verður hún glöð að fá blómið. Barnið horfði á og hristi hausinn Van- og Bókstafstrúaður fylgismaður yfirborðshlutanna "Neh" sagði það "Hann hlýtur bara að vera brjálaður. Eða kannski heimskur." Þannig leið allt líf vantrúarmannsins og hann áttaði sig aldrei á því hvar hann var staddur og hvað líkingarnar allt í kring þýddu. Sjáandi horfði hann en sá þó eigi og heyrandi hlustaði hann en heyrði þó ei. Og lesandi las hann, en læs var hann eigi. Skilningarvit hans voru slævð og skilningurinn sljór.

Útlendingurinn 2.4.2013 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband