Gamalt vandamál í nýjum búningi

Starcraft er líka íþrótt! :)Þetta er gamalt vandamál í nýrri birtingarmynd. Góður vinur minn minnti á það um daginn, þegar "hinn" unglingurinn fór af hjörunum af sama tilefni, að það eru til sagnir af einstaklingum í Rómarveldi hinu forna sem ekki gátu hætt að leika teningaspil. Vandamálið er það að fólki hættir til að líta á tölvuleikjaspilun sem annars flokks afþreyingu sem helst er stunduð af nördum sem ekki komast á séns (líklega vegna þess að þeir spila tölvuleiki).

Hið sanna í málinu (altént að mínu mati) er að vel heppnaður tölvuleikur getur tekið öðru kyrrsetusporti fram á öllum sviðum. Skjót hugsun, snarræði og útsjónarsemi er aðalsmerki góðra spilara í mörgum leikjum og ættu þeir því að vera jafnir, helst þó ofar, skák og bridds í virðingarstiganum.

Það er nú líklegt að við tölvuleikjaspilarar munum þurfa að búa við þetta ástand um sinn meðan fordómapúkarnir úreldast. Svo legg ég til að við bönnum fótbolta því einu sinni heyrði ég um strák sem var dýrvitlaus af því að hann fékk ekki að vera úti að spila með vinum sínum. Af hverju rata fréttir af slíkri öfughneigð ekki í Moggann?

Hmmmm?

PS. Ég skora á aðra gránandi spilara (e. gray gamers, spilarar sem farnir eru að grána aðeins í vöngum) að kynna sér Starcraft. Líklega er það mesti snilldarleikur sem komið hefur fram og hentar okkur vel sem þurfum snarpa heilaleikfimi af og til.


mbl.is Stympingar vegna tölvunotkunar unglingspilts á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn er sammála þér um Starcraft, en sá leikur hefur notið lengri líftíma en flestir aðrir.  Púkinn vísar líka í það sem hann sagði hér.

Púkinn, 21.2.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband