Gullkorn frá Pat Robertson ...

Hinn elliæri boðberi sannkristinna gilda, Pat Robertson, verpti enn einu fúlegginu í kristilegum sjónvarpsþætti nýverið þegar hann ráðlagði einhverri mannleysu að taka upp islamskan sið svo hann gæti með rétti gengið í skrokk á konu sinni. Mannleysa þessi kvartaði sáran undan því að kona hans virti hann ekki sem húsbónda, en hann virðist reikna með því að konan sé honum sjálfkrafa undirgefin sökum kyns síns.

Áhugavert er að sjá hinn ofurruglaða Robertson fabúlera um raunir þessa eymingja. Hann hvetur ræfilinn til þess að standa í hárinu á konunni og láta hana ekki komast upp með moðreykinn. Hann segir að auðvitað hafi menn ekki velþóknun á barsmíðum, en það verði samt að gera eitthvað í þessu máli. Konan er óalandi og óferjandi, gölluð á marga vegu og virðist ekkert gott eiga skilið. Enginn hafi agað hana þegar hún var að alast upp og því sé hún bara með kellingaskæting á fullorðinsaldri.

Í lokin hvetur hann kallinn svo til þess að flytja til Sádi-Arabíu, líklega svo hann geti nú danglað hressilega í þessa kellingu sem þekkir ekki sinn sess í lífinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reputo

Það er fínt að hafa svo bjána eins og Pat sem front og talsmann kristinna gilda. Sjáfseyðingarferlið sem fer í gang þegar hann opnar munninn ætti vonandi að ganga af þessum söfnuði dauðum innan fárra áratuga. Þegar kristna siðferðið fær að njóta sín gerir maður sér svo vel grein fyrir því hversu nauðsynlegt það er að útríma því með öllu og taka upp raunverulega góð gildi í staðinn.

Reputo, 13.9.2012 kl. 22:55

2 identicon

P.R. er fjölmiðlafígúra og sem slíkur fær hann meðal annars bæði pening og frægð, lánstraust og fleira út á hversu oft nafn hans komi upp á netinu, hversu margir séu að skrifa um hann greinar, og hversu frægur hann sé. Væntanlegum auglýsendum, styrktaraðilum, fjárfestum og slíkum er alveg sama hvort greinarnar eru honum til lofs eða last, og hvort hann er frægur eða bara alræmdur. Það er nóg að vera umtalaður, þá fær kallinn meiri og meiri pening. Ég skrifaði P.R. til að sleppa því að hjálpa honum. Þú skrifaðir heila grein og hann hljóp hlægjandi í bankann. Hvort tilefnið var nógu stórt, þú metur það við þig? Öll frægð er jöfn í dag og hatursmenn sem hafa fyrir að blogga um fræga kallinn eru fjárhagslega séð vinir hans, því þeir viðhalda frægð hans og þar með tryggð fjárfestanna.

T 21.9.2013 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband