Ályktun neyðarkrísuþings Ríkiskirkjunnar ...

Aukakirkjuþing sendir frá sér eftirfarandi texta eftir krísu- og neyðarfund í gær vegna komandi atkvæðagreiðslu um Ríkiskirkjuna og stjórnarskrá:

Aukakirkjuþing hvetur kjósendur til að minnast þess að hin evangelíska lúterska þjóðkirkja er samofin menningu og sögu íslensku þjóðarinnar sem og annarra norrænna þjóða. Þjóðkirkjan er opin, lýðræðisleg almannahreyfing sem heldur uppi þjónustu og mannræktarstarfi um land allt. Hún er því mikilvæg grunnstoð íslensks samfélags. Því hvetur þingið til þess að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og að staða [og] réttindi annarra trú- og lífsskoðunarfélaga verði tryggð.

Staða og réttindi annarra trú- og lífsskoðunarfélaga verða einfaldlega best tryggð með því að allir sitji við sama borð. Í dag er Ríkiskirkjan eins og flóðhestur á mauraþúfu, slíkur er aðstöðumunurinn. Ekkert hinna trú- og lífsskoðunarfélaganna má sín mikils gagnvart flóðhestinum sem fær marga milljarða árlega frá ríkinu.

Mig grunar þó að Ríkiskirkjan sé ekki til í að jafna muninn alveg því það hentar alveg ágætlega að sumir séu jafnari en aðrir!

Í framhaldi af því er áhugavert að sjá að krísuþingið ályktaði um peningamál, enda gengur apparatið fyrir þeim. Ekki láta þeir svo lítið að hóta uppsögn á samningnum við ríkið og láta reyna á greiðsluvilja allra þeirra sem nú eru skráðir í sauðatal Ríkiskirkjunnar :) Nei, krísuþingsfólk veit auðvitað sem er að þjóðin myndi ekki borga gíróseðilinn og því er, þrátt fyrir allt, betra að beita agentum ríkissjóðs við innheimtu á trúarskattinum.

Máské ættu einkunnarorð kirkjunnar að vera biðjandi, betlandi, þrúgandi?


mbl.is Ákvæði um þjóðkirkju verði í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Ég vil ALLS EKKI "tryggja stöðu" allra trúfélaga. Þau eru sum hver stórvarasöm, stýrt af loddurum sem níðast á andlega minnimáttar.

Einar Karl, 2.9.2012 kl. 23:43

2 identicon

Ríkiskirkjan er mesta skömm íslands.. við getum ekki staðið uppréttir á meðan ríkið rekur trúarsöfnuð, við göngum á hnúum og hnjám á íslamdi í dag á meðan þetta hrópandi misrétti á sér stað.

DoctorE 3.9.2012 kl. 09:55

3 Smámynd: Reputo

Lobbýisminn er byrjaður. Það er örugglega verið að vinna bakvið tjöldin í að hræra í þingmönnum og minna þá á að þetta verði einungis ráðgefandi atkvæðagreiðsla hjá þjóðinni ásamt hótunum um að taka kirkjujarðirnar, sem er búið að marg greiða fyrir, til baka. Sjálftökuflokkurinn mun svo sjá til þess, þegar þeir komast að, að ríkiskirkjunni verði fundinn öruggur staður í pilsfaldi skattgreiðenda. Maður getur ekki verið annað en svartsýnn á þetta því kristið siðferði býður bara ekki upp á jafnræði, sanngirni og heiðarleika, og því er ólíklegt að sjálfskipuð handbendi Yahwe muni fara fram með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.

Ef skorið verður á stjórnarskrárvarin forréttindi þeirra og mismunun vil ég sjá að aðgangur þeirra að ríkisfjölmiðlum verði stöðvaður, eða öllum hleypt jafnt að og að aðgangur þeirra að ólögráða börnum verði stöðvaður með öllu með lögum frá Alþingi. Einnig má færa rök fyrir því að ríkið geti hætt innheimtu fyrir trúfélög þar sem því var sennilega komið á þegar ríkiskirkjan sat ein að kjötkötlunu, og þegar trúfélgögum fór að fjölga neyddist ríkið til að innheimta fyrir þau líka til að brjóta ekki á jafnræði. Ef ríkið mundi hætta innheimtu núna yrði litið á það sem brot á stjórnarskránni þar sem það mundi varla flokkast sem stuðningur og vernd við ríkiskirkjuna. En eftir atkvæðagreiðsluna, og vonandi rétta niðurstöðu, ætti það að vera leikur einn.

Reputo, 3.9.2012 kl. 12:35

4 identicon

Það er algert hneyksli að ríkið rukki inn svona gjöld.. Þetta á að afnema að fullu; Hver og einn sem vill borga fer sjálur í sinn galdraklúbb og skrifar þar undir að borga fyrir umboðsmenn Gudda, svo rukkar galdraklúbburinn þetta inn..
Ef þú borgar ekki galdraklúbbsgjaldið þá brennur þú í víti að eilífu.. en Sússi elskar þig samt

DoctorE 3.9.2012 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband