Biblían á sakamannabekk?

Biblían
Áhugaverð staða er komin upp ef kæra Péturs Maack á henur Snorra Óskarssyni nær fram að ganga. Snorri gerir nefnilega ekkert annað en að gala upp og enduróma kreddufullar skoðanir Biblíunnar á hinum ýmsu málum, en þó reyndar aðallega samkynhneigð.

Nú veit ég að menn segja að Biblían amist ekki við samkynhneigð karla heldur aðeins sumu því sem samkynhneigðir karlar hafa gaman af að gera. Þetta er auðvitað aumur fyrirsláttur og bara tæknileg flóttaleið fyrir fólk sem veit að það, vegna trúar sinnar, verður að halda á lofti ömurlegri fordæmingu sem á ekki að koma trú eða almennu siðferði við.

Því má segja að Biblían verði dregin fyrir dómstóla því það er hún sem er 'höfuðpaurinn' í þessu, Snorra greyinu er ekki sjálfrátt vegna trúar sinnar.

Áhugavert verður að sjá hvernig fram vindur :)
PS. Ég bendi á grein Davíðs Þórs Jónssonar þar sem hann veltir fyrir sér rörsýn margra kristinna þegar þeir einblína á samkynhneigð en velja að láta margar aðrar álíka 'syndir' óátaldar. Sumir eru líklega bara syndugri en aðrir?

mbl.is Kærir Snorra til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ónákvæmur maður ertu, Óli Jón, eins og sá takmarkaði líberal-guðfræðingur Davíð Þór Jónsson, sem er þér, Vantrúarmanninum, greinilega að skapi. Hvorugur virðist jafnvel hafa viljann né löngunina til að verða dómbær á Biblíuna – hvað hún boðar í reynd. Hvorugur tekur mark á henni né meistaranum Jesú Kristi í alvöru; en að halda á lofti því misráðna atferli Snorra að hampa sinni eigin mistúlkun á Biblíunni, það getið þið.

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 02:39

2 identicon

Já passaðu þig bara, JVJ hefur lesið biblíu milljón sinnum.. hann hefur ekki tekið eftir neinu ógeði eða ósanngirni... Jafnvel þó svo að páfinn, yfirmaður JVJ sé með svotil, ef ekki sömu skoðun og Snorri...

Því svo elskaði JVJ sjálfan sig að hann sá ekkert ógeð í mestu hryllingsbók allra tíma..

DoctorE 24.2.2012 kl. 10:14

3 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Mér finnst eins og þú þjáist af vindhanakristni þegar þú velur bara það besta (eða það versta eins og þér er tamt) úr Biblíunni eins og hentar og snýst með þeirri átt sem vindurinn blæs. Stundum geturðu túlkað orð Guðs með ótrúlegri nákvæmni, en stundum seturðu um glámskyggnigleraugun þegar hún hentar þér ekki alveg eins og versti trúardindill.

Túlkun Davíðs Þórs er hár nákvæm þar þar sem hann fjallar um þessi orð úr Biblíunni:

18Leggist maður með konu, sem hefir tíðir, og berar blygðan hennar - hefir beran gjört brunn hennar og hún hefir sjálf berað brunn blóðs síns -, þá skulu þau bæði upprætt verða úr þjóð sinni.
3. Mósebók, 20:18

Ég skil vel að þú sjáir eitthvað annað út úr þessu, enda hentar þetta ekki málstaðnum. En þú getur ekki andmælt því að þarna er afar glögglega talað um að maður og kona skuli upprætt úr þjóð þeirra ef hann sængar hjá henni á meðan hún hefur tíðir.

En nú ert þú með fimm háskólagráður, fimm, frá Cambridge og hefur örugglega sleip svör á takteinum þar sem þú grefur þig ofan í orðsifjar og mismunandi merkingu orðsins sem þarna er þýtt sem 'uppræta' og ætli þú fáir ekki helst út að það merki að 'verðlauna' eða 'hampa'? Það kæmi ekki á óvart m.v. sjóðandi trúarhitann.

En þetta innihaldsrýra orðagjálfur í þér er líklega bara til merkis um að þú ert í raun bara hálfgerður ignorant þegar kemur að Biblíunni sem ekki veit í hvora löppina hann á að stíga gagnvart henni. Þú mátt þó finna huggun í því að þetta virðist afar illa skrifuð bók sem auðvelt er að misskilja og því þarftu ekki að skammast þín neitt fyrir þessa ófimu kollhnísa sem þú hefur nú farið flatt á. Snjallari menn en þú hafa reynt, en farið jafn flatt á.

Óli Jón, 24.2.2012 kl. 10:47

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Óli Jón, ég sá ekkert annað í þessu í III. Mós. 20.18, en það er rangt af Davíð Þór, guðfræðingi eða guðfræðinema, að slengja því á kristna menn, að þeir eigi allt eins að fylgja þessu eins og að gera hitt: að minna á syndsemi samkynja kynmaka (hann reyndar að slást þarna við ranga útleggingu Snorra í Betel á því máli). Kristur hefur með skýrum hætti afnumið dauðarefsingu við hórdómssök, og það sama hefur í kristinni arfleifð átt við um útlegðardóm yfir þeim, sem hafa samfarir meðan konan er á túr.

Annað blaður þitt, ætlað til að vera sjálfum þér og þínum ranghugmyndum hallkvæmt, er svo bara í takt við þínar röngu forsendur.

PS. Svo er ég ekki með fimm háskólagráður.

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 14:57

5 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Þannig að þú ert því fylgjandi að kristnir menn líti á Biblíuna sem hlaðborð syndanna og velja á sinn disk það sem þeim finnst bitastæðast svona rétt eins og þú gerir gagnvart samkynhneigð og þeim málum? Af hverju ertu ekki með greinabálk á þínu bloggi með yfirskriftinni 'Kynmök með konum á túr og þau mál'? Ert þú kannski fyllilega sáttur við það afbrigði kynmaka þrátt fyrir skýr orð Biblíunnar? Er þetta ekki bara vindhanakristni í sinni tærustu og flottustu mynd?

En gott er að þú getir fundið friðþægingardúsur í þessari þversagnasúpu sem Biblían er svo þér líði vel í fordómabægslum þínum gagnvart samkynhneigðum. Verra væri, fyrir þig altént, ef þetta leggðist illa í þig. Það hlýtur að vera illt að vera svona fordóma- og kreddufullur án þess að geta fundið því nokkra réttlætingu nokkurs staðar, en þá er gott að geta vippað sér upp að syndahlaðborði Biblíunnar með geistlegan súpudiskinn og gripið til sín vænlegustu og syndakrydduðustu bitana. Samkynhneigðir eru vissulega betri bráð en aumar konur á túr sem eiga hvort eð er ekkert erindi upp á dekk.

PS. Afsakaðu þetta með fimm háskólagráðurnar, auðvitað ertu bara með eina. Þú minnir mig bara svo oft á Georg Bjarnfreðarson í málflutningi þínum að ég rugla ykkur iðulega saman.

Óli Jón, 24.2.2012 kl. 15:22

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Óli Jón, ég er ekki "sáttur við það afbrigði kynmaka" (þ.e. við konu á túr), ekki frekar en ég hafni öðrum viðvörunum Gamla testamentisins (GT) gegn óheilnæmi kynlífi, t.d. strax upp úr fæðingu barns. Ýmsir hafa þó hamazt gegn hinni s.k. hreinsun kvenna, álitið hana storkun við virðingu konunnar (!!!), en það sannaðist nú í heilsufarssögu Vesturlanda, að viðvörun GT í þessu efni var affarasæl–––það forðaði Gyðingakonum og börnum þeirra frá því, að þau börn dæðu í barnsfararsótt í Vínarborg um 1900, en kristnar konur misstu á sama tíma mörg börn úr sóttinni, enda ekki farið að hreinsunarreglunum þar.

Margt í boðum GT er mjög skynsamlegt frá heilsufarssjónarmiði, og það á líka við um endaþarmsmök bæði karla og kvenna.

Óla Jóni er velkomið að kalla þetta "kreddur" og "fordómabægsl", ef hann hefur mikla þörf til þess, en gegn honum tala t.d. fyrrv. landlæknar bæði Bandaríkjanna og Íslands, auk annarra starfsmanna landlæknisembættisins (sjá tengilinn).

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 16:01

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

... gegn óheilnæmu kynlífi ...

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 16:04

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mikið er dásamlegt að Biblían skuli eigi slíkan málsvara sem Jón Valur er. Ein túlkun í dag og önnur á morgun, allt eftir því hvaðan vindurinn blæs.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2012 kl. 21:58

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Ein túlkun í dag og önnur á morgun," hvað áttu við?

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 22:06

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Lestu sjálfan þig Georg!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2012 kl. 22:39

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ekkert svar. Lesendur eru engu nær, enda er trúlega ekkert að baki þessum orðum þínum annað en rangskilningur þinn á minni afstöðu. Og þú getur ekki sannað þetta mál þitt.

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 22:46

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei ég get ekki sannað það nema að fara í að stórum hluta í gegnum þín skrif "Georg", sem þú veist mæta vel að ég hirði ekki um, því engin mannleg vera hefði þolinmæði til að lesa allt bullið þitt matreitt ditten og datten allt eftir því hvert tilefnið er.

Tvær þrjár athugasemdir frá þér Jón Valur duga til að ofbjóða langlundargeði velflestra. Rétt eins og þú treystir svo vel á, trúi ég.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.2.2012 kl. 23:10

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lítillátur maður ertu, AJH, að sætta þig við þetta bla bla þitt í stað rökræðu.

Jón Valur Jensson, 24.2.2012 kl. 23:16

14 Smámynd: Óli Jón

Ég faldi eina athugasemd sökum þess að hún átti ekkert erindi í þessa umræðu og vona ég að höfundur taki því vel.

Óli Jón, 24.2.2012 kl. 23:54

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ok.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.2.2012 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband