Þriðjudagur, 25. október 2011
Meirihluti ánægður með aðskilnað trúar og skóla ...
Það er áhugavert að sjá að meirihluti, þótt naumur sé, er ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar að skilja að trú og skóla. Áhugavert er að sjá að stuðningurinn er töluvert meiri á meðal yngra fólks en eldri og staðfestir það að þjóðin mun fyrr en síðar vaxa upp úr Guðstrú sinni að miklu leyti. Ljóst er að það fjarar nú hratt undan Ríkiskirkjunni þegar dálæti á henni virðist vera bundið við eldra fólk sem, í takt við lífsins gang, mun hverfa af félagatali hennar fyrr en síðar.
Þetta vita forstjórar Ríkiskirkjunnar og þess vegna berjast þeir um á hæl og hnakka gegn hverju skrefi í átt að sanngirni í trúmálum hérlendis. En þeir þekkja ekki eigin vitjunartíma, kallagreyin, og í stað þess að berjast fyrir ósanngjörnu og þrúgandi fyrirkomulagi í trúmálum hérlendis, þá ættu þeir frekar að einbeita sér að núverandi sauðum sem telja má trygga í stað þess að einblína alltaf á þann möguleika að geta kristnað alla þjóðina á beinu bretti í leik- og grunnskólum.
Svo er bara fínn bissniss í því að vera með nokkur þúsund manna söfnuð því ef allir greiða tíund skv. boði Biblíunnar þarf ekki nema 10 sauði til þess að fjármagna laun eins prests. Hann fær vissulega ekki 250% hærri laun en lögreglumaður úr þeim bítum, en deilir þess í stað kjörum með sauðum sínum.
Var það ekki það sem Jesús Jósepsson gerði fyrir utan það að hann tók aldrei pening fyrir sína þjónustu?
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Það er að mestu gamla fólkið sem heldur þessu uppi, þetta getur ekki lifað mikið lengur eftir að gamlingjar kveðja.
Margir kunna ekki við að hætta þessu á meðan amma/mamma eru á lífi.
Hvað þarf marga verkamenn til að standa undir rektstri ríkiskirkju á hverju ári; Það þarf ófá skattlögð handtökin til að standa undir þeim þúsundum milljóna sem þessi, hvað, rúmlega 100 manna hópur af galdrafólki þarf á hverju ári.
Bara að standa undir biskup, það kostar tugi milljóna árlega, bara til að viðhalda honum og stússinu í kringum hann, tugir milljóna á ári í EINN gaur sem segist vera í sambandi við the master of the universe.
hahaha mar getur ekki nema hlegið að þessari geðveiki :)
DoctorE 25.10.2011 kl. 09:07
Hvers vegna á að BANNA trúfélögum að kynna starfsemi sína ? Á þá ekki að banna líka íþróttafélögum og öðrum hópum líka að kynna sig ? Er það ekki mannréttindabrot að leyfa einu félagi en banna annað ?
KST 25.10.2011 kl. 13:52
Þetta dæmi er nú ekki beint sambærilegt...
En starfsemi íþróttafélaga fara yfirleitt fram utan skólatíma.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 25.10.2011 kl. 14:37
Þetta er frábært framfaraskref!
Björn 25.10.2011 kl. 19:17
þVÍ MIÐUR HAFA TRÚARSKOÐANIR HVERJAR SEM ÞÆR ERU ALLTAF LEITT AF SER VALDABARÁTTU- ófrið og fjársöfnun.
Allar þjóðir- allt mannkyn hefur einhverja trú- trúin flytur fjöll- þeir sem trúa ekki á neitt eru ansi tómir !!
Erla Magna Alexandersdóttir, 25.10.2011 kl. 20:17
Það sést ágætlega hjá þeim kaþólsku að það gengur betlibaukur um kirkjuna á hverri samkomu. Er svo ekki betlibaukur við innganga í allar kirkjur á Íslandi???
Svo virðist því miður vera allt of mikið um að fressin notfæri sér aðstöðuna til að komast nær fólki, of nálægt ef tekið er mið af kærumálum og öðrum viðlíka sögum undanfarið.
Með kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 25.10.2011 kl. 21:39
Held reyndar, í tilefni af orðum Erlu hér að ofan, að hún átti sig ekki alveg á orsök og afleiðingum. Held semsagt að tómleiki margra leiði þá inná vegu trúar. Þeir sem eru frjóir í hugsun og án andlegra vankanta . þurfa ekkert á trú að halda. Komast af án þess að velja sér ímyndaða ósnertanlega leiðtoga, sem ekkert er á bak við nema nema valdafíkn þeirra sem halda þessu að fólkinu og nota til að féfletta trúgjarnar sálir.
Kristján H Theódórsson, 25.10.2011 kl. 22:52
Frábær pistill eins og venjulega Óli, það er hálf nöturlegt til þess að hugsa að þau mannréttindabrot sem hér eru stunduð í formi trúarítroðslu til barna (oft án vitundar foreldra) skuli vera þögguð!
BJÖRK , 26.10.2011 kl. 00:57
Skil samt ekki - af hverju á að banna trúfélögum frekar en öðrum að kynna starfsemi sína - það er mannréttindabrot í sjálfu sér - að leyfa einni starfsemi að kynna sig en ekki annarri. Það þætti nú aldeilis fáránlegt ef banna ætti t.d. Bridge sambandinu að kynna Bridge í skólum ...
Rétt Erla: Allar þjóðir hafa trú - og ef trú gerði ekki eitthvað gott fyrir fólk og fólk fyndi ekkert í trúnni - þá væri trú og trúarbrögð sennilega ekki til.
KST 26.10.2011 kl. 09:50
Góður pistill Óli. Þessi niðurstaða Gallup segir manni líka það að góður meirihluti foreldra barna á leik- og grunnskólaaldri er fylgjandi nýju reglunum þótt í heildina sé þetta nokkuð jafnt. Það er frekar að amma og afi séu á móti þessu en ekki hinir raunverulegu uppalendur barnanna þ.e. foreldrarnir, en það er einmitt sá hópur fólks sem ætti að hafa hvað mest um þessi mál að segja.
Reputo, 26.10.2011 kl. 10:00
Aðeins fávitar bera saman íþróttir og trúboð/aðgengi presta að ómótuðum hugum.
Ef íþróttafélag kæmi inn í skóla og segði börnum að ef þau gagni ekki í KR, þá verði þau pyntuð og brennd að eilífu, að Kristinn Guðmundsson þjálfari sé eini þjálfarinn í heiminum, að allir aðrir þjálfarar séu fals-þjálfarar; Leggist undir Kristinn Guðmundsson þjálfara eða samstarfsmenn KR munu neyðast til að pynta.
Comon foreldrar, varla vill nokkuð foreldri að borað sé vitleysu inn í börnin; Ekki gerir trúin fólk betra, það er löngu ljóst; Biskup íslands, prófessional trúhaus gekk um nauðgandi, aðrir kuflar stunduðu yfirhylmingar með honum.
Hver einn og einasti trúarsöfnuður er með kynferðisbrotamál á bakinu, oftar en ekki með mörgum fórnarlömbum.
DoctorE 26.10.2011 kl. 10:51
Doctor E: Þú getur ekki sett dæmið þannig upp enda eru prestar ekki að segja börnum að þau fari til helvítis ef þau trúi ekki á Guð - Ég er að tala um kynningu á starfsemi sinni - Gideonfélagið hefur árum saman gefið börnum í 5. bekk Nýja Testamentið - og ekki bera þau neinn skaða af. Þannig að ég er fáviti í þínum augum Doctor E, fyrir það eitt að bera saman trúfélög og íþróttir - ? Rosalega hlýtur þér að líða vel með það að velta þér allan sólarhringinn upp úr þessum málum. KST.
KST 26.10.2011 kl. 11:25
"Allar þjóðir hafa trú - og ef trú gerði ekki eitthvað gott fyrir fólk og fólk fyndi ekkert í trúnni - þá væri trú og trúarbrögð sennilega ekki til."
Þú getur skipt orðinu "trú" út fyrir hvað sem er þarna. Allar þjóðir hafa veitt körlum meiri réttindi en konum - það hlýtur þá að vera eitthvað vit í því, ekki satt?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.10.2011 kl. 17:41
Ísland hefur reyndar ekki veitt körlum endilega meiri réttindi en konum í öllum málum - konur hafa meiri rétt en karlar hvað varðar börn hér á landi og það er vel vitað.
En þú getur ekki snúið dæminu þannig að setja eitthvað annað í staðinn fyrir trú - við erum að tala um trú. Í gegnum aldirnar hafa menn fundið eitthvað áþreifanlegt og stórkostlegt við að trúa - t.d. betri andlegri líðan - þó vissulega hafi menn misnotað trúarbrögð líka. Fólk verður að gera sér grein fyrir því að trú og trúarbrögð eru ekki það sama og Biblían er ein mest selda bók sem um getur í sögunni - Það er því fáránlegt að halda því fram að öll trú sé bara eitthvað bull því ef svo væri þá væri trú ekki svona mikill hluti af sögu mannkyns. Fólk væri ekki að tala um reynslu sína af mætti bænarinnar o.s.frv. ef það gerði ekki eitthvað fyrir það. Þar að auki er það sannað að það er trúarstöð í heilanum á manninum. Ennfremur: Siðferðisboðskapur á sér rætur í trú o.s.frv. Þó ekki sé hægt að sanna tilvist Guðs endilega þá er heldur ekki hægt að sanna að Guð sé ekki til.
Góðar stundir.
KST 27.10.2011 kl. 12:07
Þetta er tiltölulega nýleg þróun, eins og þú veist vel, og hefur (merkilegt nokk) haldist í hendur við minnkandi taumhald trúarinnar á þjóðinni.
Þarna gerirðu aftur grunnmistökin sem ég benti þér á síðast. Barnaníð hefur þekkst frá upphafi vega, sifjaspell líka, morð, nauðganir, þrælahald og stríðsrekstur sömuleiðis, svo örfá dæmi séu nefnd. Það að eitthvað sé gamalt þýðir ekki endilega að það sé gott.
Ef þú ætlar að nota "fólk hefur alltaf gert þetta, þess vegna er það gott" sem rök, verðurðu að svara því hvers vegna þú flokkar aðra hluti, sem líka hafa lengi tíðkast, sem slæma (hér gef ég mér að þú flokkir morð og nauðganir sem slæma hluti, þó þú teljir siðferði komið frá trú - guð Gamla Testamentisins fyriskipar hvort tveggja, ítrekað).
Þú getur byrjað á því að útskýra muninn á þessum setningum:
annars vegar og hins vegar
eða
Skilurðu þetta?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.10.2011 kl. 01:18
@KST:
Ha? Hvernig færðu það út? Ég hafna þessari fullyrðingu því hún byggir ekki á neinum sannfærandi rökum.
Og það sama má segja um álfa, drauga, einhyrninga, himneska tekatla og raunar allt sem við getum látið okkur detta í hug. Það þýðir samt ekki að við eigum að ganga út frá að þessi fyrirbæri séu til og haga lífi okkar eftir því.
Sveinn Þórhallsson, 31.10.2011 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.