Ríkiskirkjan í ólgusjó

Hnugginn ...Skv. kvöldfréttum Stöðvar 2 mánudaginn 10. október sl. hafa Sameinuðu þjóðirnar gert athugasemd við það sjálftökufyrirkomulag sem Ríkiskirkjan nýtur í leik- og grunnskólum landsins. Sagt er að það brjóti gegn almennum mannréttindum hvernig kirkjan hefur getað látið greipar sópa um saklausa hugi barna sem engar forsendur hafa til þess að meta hvort kristin trú sé eitthvað sem henti þeim (dramatísk framsögn er mín). Í fréttatímanum var þetta sagt:

Þjóðkirkjan er sögð eiga of greiðan aðgang að grunnskólum.

Það blæs því ekki byrlega fyrir þessari 'meginstoð' í íslensku samfélagi sem margir vilja kalla. Hvert hneykslismálið rekur annað; biskup er í ólgusjó, nýtt frumvarp er í burðarliðnum sem tekur fyrir vélræna Guðsregisteringu nýfæddra barna og kirkjunni eru settar eðlilegar skorður í aðkomu hennar að leik- og grunnskólabörnum til þess að bæta mannréttindabrot sem Sameinuðu þjóðirnar staðfesta í nýrri skýrslu. Nú er ómögulegt um að segja hvernig Ríkiskirkjunni tekst að nýliða í raðir sínar þegar búið er að hefta aðgang hennar að litlu börnunum og gefa þeim þannig sjálfsagt tækifæri til þess að taka upplýstari ákvörðun um trúmál seinna meir. Ljóst er hins vegar að forstjórar hennar eru svartsýnir á að þjóðin muni flykkjast að Þjóðskránni til þess að skrá sig um borð í trúarskútuna.

Ef ég færi fyrir Ríkiskirkjunni, þá myndi ég ákalla almáttugan Guð og biðja hann um hjálp, en líklega gæti ekki einu sinni hann snúið þessari þróun við! :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Staða þessara mála er hneyksli fyrir ísland, ekki bara það að prestar fái aðgengi að börnum, heldur bara sú staðreynd að hér á landinu sem við kennum við lýðræði og jafnrétti sé eitthvað til sem heitir þjóðkirkja, þjóðarskömm er eina rétta nafnið sem hægt er að kalla þann ósóma.

Ég bíð reyndar spenntur eftir því að kirkjan verði tekin af spenanum, bíð eftir því að þessi rúmlega 100 manna hópur af galdrafólki geri árás á alla þjóðina, krefjist peninga fyrir jarðir sem kirkjan hefur logið og svikið út í gegnum aldirnar og leigt okkur á ofurprís aftur.

Allar þessar eigur eru eign íslands.. kirkjan AKA prestarnir eiga ekki krónu í þessu öllu saman.

Það verður gaman að sjá hvað prestar gera, hvort þeir eru íslendingar eða bara kristnir sem telja sig eiga rétt á þýfi fyrri presta

DoctorE 11.10.2011 kl. 15:13

2 Smámynd: Arnar

Og ef allt þetta gengur eftir (sem ég vona) þá er fyrirsjáanlegt að næsta vandamál verði að losna við ágang presta á fæðingardeildum..

Arnar, 11.10.2011 kl. 16:44

3 identicon

En að ganga bara alla leið og banna allt trúboð alls staðar og losna þannig við vandann í eitt skipti fyrir öll?

Bergur Ísleifsson 11.10.2011 kl. 23:10

4 Smámynd: Óli Jón

Bergur: Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að það er munur á því að boða fullorðnum trú annars vegar og börnum hins vegar, sér í lagi þegar trúboðið gagnvart börnum fer fram í leik- og grunnskólum? Það er eins og að veiða fisk í tunnu með möskvasmáu neti ... enginn sérstakur vandi. En vissulega er trúboð í leik- og grunnskólum besta og skilvirkasta leiðin ef maður er í trúboðsbransanum á annað borð. Um það verður ekki deilt.

Hvað varðar það að banna trúboð alls staðar, þá gerist þess ekki þörf. Það má vel boða fullorðnu fólki trú ef það hefur vitsmuni sína í lagi og velur sér að mæta á slíkar uppákomur. Það er bara engin ástæða til þess að blanda börnum í slíkt og það veistu vel!

Óli Jón, 11.10.2011 kl. 23:18

5 identicon

Óli, ég var hvergi í þessari einu setningu að mæla trúboði í skólum bót þótt þú virðist hafa skilið orð mín svo. Ég var að velta því upp hvort ekki ætti að banna trúboð yfirleitt og höggva þannig á sjálfa rót vandans í eitt skipti fyrir öll. Rót vandans er einmitt fullorðið fólk sem boðar trú og það veistu vel.

Bergur Ísleifsson 11.10.2011 kl. 23:40

6 Smámynd: Óli Jón

Bergur: Ég er alls ekki á móti trúboði almennt, síður en svo, og það er engin ástæða til þess að banna það. Ef fullorðið fólk vill boða trú og ef fullorðið fólk vill taka trú, þá er það bara fínt. Höldum trúboði bara frá börnum, þar á það ekkert erindi.

Óli Jón, 11.10.2011 kl. 23:53

7 identicon

Trúboð
http://www.youtube.com/watch?v=TYgkreucOLE

Annars skil ég ekki fólk sem er að vasast í trú, mar bara er hissaðastur yfir því að fullorðið fólk hætti ekki þessu trúarrugli; Maður getur skilið að einn og einn sé eitthvað veikur og trúi þessari vitleysu; En að það sé komið skipulag á vitleysuna, orðið að þjóðarvitleysu, vitleysu hellt yfir börn; Sönnun fyrir því að við eigum sameiginlegan forföður með öpum. Really

DoctorE 12.10.2011 kl. 10:10

8 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Neisko, er Bergur að reyna að vera lúmskur. Krúttlegt. 

Nei, Bergur, þú færð engan nema kannske DoctorE til að samþykkja þetta, enda grunar mig að tilgangur þinn með spurningunni hafi verið að fá Óla til að taka undir svo þú gætir logið því í framtíðarbloggrifrildum að trúleysingjar séu fasistar sem vilji banna fólki að stunda trú sína. En þér verður ekki kápan úr því klæðinu, góurinn. Prófaðu að nota dulnefni næst, eins og þú hefur svo oft gert áður, þá kannske verður þetta ekki alveg jafn augljóst hjá þér.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.10.2011 kl. 13:26

9 identicon

Ég myndi vilja banna trúboðum að fara til þróunarlanda..

En yfirhöfuð þá á fólk að fá að trúa því sem það vill, svo lengi sem það skaðar ekki aðra.. eins og trúarbrögð Abrahams hafa gert meira en nokkuð annað mannannaverk.

Ef trúarbrögð Abrahams væru eiturlyf, þá væri það mest bannaða og skaðlegasta eiturlyf allra tíma.

DoctorE 12.10.2011 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband