Nú er mikilvægt að ráðherra standi í lappirnar!

Árið 2009 sagðist þáverandi dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, ætla að afnema þennan ójöfnuð og mannréttindabrot. Hún náði þó ekki að standa í lappirnar og málið náði ekki í gegn.

Ég vona að innanríkisráðherra verði betur ágengt í þetta sinn, enda er þetta ein ógeðfelldasta aðferð til þess að innlima einstaklinga í félög sem um getur. Ráðherra fær baráttukveðjur frá mér og jafnvel óskir um Guðs blessun ef það hjálpar eitthvað!


mbl.is Sjálfvirk skráning í trúfélög afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já vonandi tekst mönnum að taka mannréttindavæna ákvörðun í þessu máli og skrúfa fyrir alsjálvirka skráningu fólks í trúfélög.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2011 kl. 14:43

2 Smámynd: Reputo

Þetta er skref í rétt átt, en betur má ef duga skal. Þetta er eitthvað sem fólk á að ákveða sjálft við 18 ára aldur. Þangað til á það að vera laust við nauðungarfélagsskap eins og nú er.

Reputo, 6.10.2011 kl. 15:59

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei endilega halda þessu, svo geta foreldrar skráð nýburan í golfklúbbinn sinn, saumaklúbbinn, kvenfélagið og Rótaríklúbbinn.  Eða er það ekki eitthvað það sama?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2011 kl. 16:25

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Já eda 'kristna' thjódarflokkinn.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.10.2011 kl. 17:13

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er alveg óþarfi að mála skrattann á vegginn Ingibjörg!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2011 kl. 19:57

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Eg held ad hann hafi nú bara klínt sér thangad sjálfur, eins og á svo marga stadi.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.10.2011 kl. 20:51

7 identicon

Það er ekkert nema púra mannréttindabort og spilling að viðhalda þessari geggjun.

Þetta er eitthvað sem allir stjórnmálamenn ættu að vilja hafa skrifað um sig í íslandssögunni: Hér er maðurinn/konan sem tók þessi ólög í burtu.

Tala nú ekki um þá sem munu taka þjóðarskömmina, þjóðkirkju af baki þessarar þjóðar..

Eftirsóknarvert að hafa það á ferilskránni.

DoctorE 7.10.2011 kl. 08:40

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Skólayfirvöld ættu að láta það ganga fyrir að gera börnum kleift að lesa sér til gagns, þannig að börnin geti sjálf lesið sig til um trúmál og önnum mál.

Það eru mannréttindi barna að þau fái að vera sjálfstæðir einstaklingar með sjálfstæðar skoðanir á öllum málum, og séu studd í að trúa á það góða í sjálfum sér og öðrum. 

Það er ekki hlutverk skólayfirvalda að móta skoðanir barna, heldur kenna þeim að lesa sér til gagns.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.10.2011 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband