Grátur og gnístran sannkristinna tanna

Jón Valur Jensson, páfiKristni þjóðarflokkurinn (lesist: Jón Valur Jensson) kvartar sárt undan því að kristni muni missa spón úr aski sínum ef öðrum lífsskoðunum fólks verði gert jafn hátt undir höfði. Þetta þarf auðvitað ekkert að koma á óvart, enda sannkristnir vanir því að njóta hvers konar forréttinda, hlunninda og gæða sem öðrum hefur ekki staðið til boða og Kristni þjóðarflokkurinn (lesist: Jón Valur Jensson) er bara tákngervingur þess í þessu samhengi. Reyndar er það svo að þessi forgjöf hefur í gegnum árhundruðin verið lífæð trúarinnar og ekki hvað síst á allra síðustu árum þegar það fjarar undan henni með ótrúlegum hraða þrátt fyrir allar þær varnir sem um hana eru slegnar.

Kristni þjóðarflokkurinn (lesist: Jón Valur Jensson) telur að það sé ekki fullgild lífsskoðun að hópa sér saman um virðingu fyrir manninum, sýna öðrum kærleika og tillitssemi og koma hreinlega fram við aðra með sanngirni og hluttekningu. Sökum þess að það er ekki búið að skella ímynduðum og ósýnilegum vini ofan á þessa lífssýn, þá er hún einskís virði. Hún hljóti að vera einskís virði sökum þess að fólk sem aðhyllist hana gerir það af fúsum og frjálsum vilja í stað þess að beygja sig undir hana í ógnarlegum lífsótta við ægilega hefnd yfirvaldsins ef viðkomandi fer út af sporinu. Svo hlýtur það auðvitað að vera hálf kjánalegt að reyna að vera góður í þessu lífi nema þú eygir von um stórkostleg verðlaun í því næsta. Að vera góð manneskja án þess að skara eld að eigin 'handan-lífs-köku' er náttúrulega fáránleg vitleysa og ætti því ekki að geta talist alvöru lífsskoðun.

Kristni þjóðarflokkurinn (lesist: Jón Valur Jensson) getur þó hreinlega ekki séð er að lögin eiga auðvitað að ganga í hina áttina, þ.e. að afnema forréttindi allra trúfélaga. Ég er klár á því að Jón Valur telur ekki eftir sér að borga sín klúbbgjöld í sína kirkju án þess að ríkið hafi um það milligöngu, en hver veit? Máské veit hann innst inni að hann myndi kannski eyða þessum krónum í slikkerí og gos ef hann hefði um það val. Kannski? En það er gott að hann hafi ekkert val því þannig streyma spesíurnar í gilda sjóði trúfélaganna, altént þessara 'alvöru' trúfélaga sem telja sína félaga í milljónum og milljörðum, en eins og allir vita er hans helsta huggun í lífinu sú að tilheyra einum stærsta trúarklúbbi heimsins, að vera sauður í einni stærstu hjörðinni.

Kristni þjóðarflokkurinn (lesist: Jón Valur Jensson) ýjaði að því um daginn að þessi sofandi dreki myndi brátt bregða blundi og vippa sér fram á sjónarsviðið, væntanlega til varnar öllum 'alminlegum' lífsskoðunum (lesist: kristnum). Ég vona reyndar að svo verði því þá verður raunverulega hægt að sjá hversu fáir aðhyllast þær öfgaskoðanir sem flokkurinn stendur fyrir.

Það verður skondið :)


mbl.is Jafna stöðu lífsskoðunarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er við öðru að búast, það er jú ekkert lýðræði í himnaríki.. Þar er ekkert pláss nema fyrir einn hóp af rasskyssurum; Þar má ekki kjósa um eitt né neitt; Allir aðrir verða pyntaðir að eilífu. Þeir verða teknir og settir í lestarnar sem bruna af stað til helvítis; Konur og börn, eiginlega allar manneskjur sem fæðst hafa á þessari jörð verða settar í lestarnar. Kristnir munu fagna því mjög, já master þú ert frábær.
Heil Guddi.

DoctorE 17.9.2011 kl. 15:17

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

"kajdhdfkajdhflkajhfkajhf"

Guðmundur Júlíusson, 17.9.2011 kl. 23:31

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þetta átti alls ekki  að vera svona, var að æfa fingrasetninguna þegar að ég óvart ýtti á send!! sorrý

En það sem mig langaði að segja var að það fór svolitið í taugarnar á mér þegar að þú varst alltaf að setja Jón Val í hornklofa á  eftir (Kristnum þjóðarflokki) það er ekki endilega samansemmerki þar á milli.

Guðmundur Júlíusson, 18.9.2011 kl. 01:19

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðmundur, við verðum að láta honum Óla Jóni það eftir að slást við sínar ímynduðu vindmyllur, það hefur ekki náð inn í vitund hans ennþá, að það er ekkert til, sem heitir Kristni þjóðarflokkurinn - einungis Kristin stjórnmálasamtök. Þar að auki er það líka meinloka hans, sem ég hef leiðrétt áður, að hann geti sett jafnaðarmerki milli mín og samtakanna. Ágætt hæfileikafólk er í þeim samtökum, og meirihluti þeirra, sem þar eru nú, hefur ritað á vefinn Krist.blog.is, þótt það hafi farið fram hjá Óla nafna mínum. Stundum virðist hann bara sjá það sem hann vill sjá.

Þessu vildi ég koma á framfæri, en kýs ekki að eltast við aðrar ranghugmyndir hans, þar sem fantasían hefur tekið völdin yfir annars liprum penna hans.

Jón Valur Jensson, 18.9.2011 kl. 13:01

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef skrif á bloggi hinna meintu "Kristnu stjórnmálasamtaka" eru skoðuð, verður ekki séð að þau samtök séu eitthvað annað og meira en Jón Valur Jensson.

Það fer sumum gapuxum illa að tala um bardaga við ímyndaðar vindmillur og að aðrir sjái aðeins það sem þeir vilji sjá. Fáir eru leiknari og æfðari í þeirri list en  Jón Valur Jensson auk þess að svara helst engum spurningum og gagnrýni á sínu bloggi nema með útúrsnúningum, skætingi og uppnefnum. 

Endurtekin gagnrýni á bloggi guðsmannsins kostar eilífa frávísun  frá því "himnaríki".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.9.2011 kl. 14:52

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi einræða þín, Axel, er með eindæmum. Það er auðvelt að afsanna fullyrðingu þína í 1. málsgrein þessa innleggs þíns. Leitaðu t.d. á leitarapparatinu á Krist.is að nöfnunum Guðmundur Pálsson eða Eva S. Einarsdóttir eða Tómas Ibsen, svo að nokkur séu nefnd.

Fráleitt er ennfremur að segja mig svara engum spurningum eða gagnrýni nema með þeim hætti sem Axel lýsir hér.

Og þá er bara lokastaðhæfing hans eftir, og hún er jafn-röng og hinar. Meðal andmælenda minna hafa t.d. verið Magnús Helgi Björgvinsson, Magnús Geir Guðmundsson, Jón Bjarni Steinsson, Guðjón Sigþór Jensson o.fl. o.fl. Halda áfram með innleggjum sínum í tugatali að afsanna þessa staðhæfingu Axels Jóhanns.

Ég bið ekki um hluttekningu Axels, en þegar hann heldur fram slíkum ósannindum, þá má spyrja: Hvort er það heldur dæmi um viljandi öfugsnúning hans á því yfirlýsta marki og miði "að koma hreinlega fram við aðra með sanngirni" (sjá pistil hans) ellegar endurnýjuð dæmi um vanþekkingu hans? Ekkert mál er að afsaka þetta hjá honum, ef hann einfaldlega viðurkenir, að þarna skjöplaðist honum. Tous comprendre, c'est tout pardonner," segi ég þá.

Jón Valur Jensson, 18.9.2011 kl. 18:21

7 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Þú átt örugglega rúmlega 90% af öllum innleggjaflaumnum á vef Kristilega þjóðarflokksins þannig að það er óhætt að segja að þú sért þessi ágæti flokkur. Þótt stöku innlegg frá öðrum sjáist þarna endrum og sinnum, þá dylst engum að Kristilegi þjóðarflokkurinn ert þú.

Og hvað varðar upprunalegt tilefni færslu minnar, þá er dagljóst að þér hugnast það ekki þegar aðrar lífsskoðanir fólks fái jafna stöðu og kristnin þín sem þó er ekkert betri en hver önnur lífsskoðun. Þér finnst það alveg ágætt þegar kristninni er hampað og hossað á kostnað annarra sem aðhyllast hana ekki. Það er engin ranghugmynd mín, það sést berlega þegar pistill þinn á vef Kristilega þjóðarflokksins er lesinn.

Auðvitað kemur þessi afstaða þín ekki á óvart, enda er sótt að þinni lífsskoðun úr öllum áttum. Þeir voru góðir tímarnir þegar hún var hafin yfir allan vafa, alla skoðun og allan samanburð. Ég get ímyndað mér að það sé illt að upplifa það að nú sé kristnin bara að verða ein af fjölmörgum lífsskoðunum og að stöðugt molni undan henni í brotsjó vakningar almennrar skynsemi og upplýsingar :)

Óli Jón, 19.9.2011 kl. 01:06

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki nenni ég að þræta við þig um þetta lengur, það er vitavonlaust, Óli Jón.

Þú tekur ekki einu sinni eftir eða manst það aldrei, að enginn er Kristilegi þjóðarflokkurinn! Svo heldur þú eða lætur í veðri vaka, að þín veraldlega sannfæring sé eitthvað sem þorri fólks hafi!

Lestur minningargreinar, Óli Jón, þá sérðu, hve mjög þær bera vitni um Guðstrú stórs hluta bæði ritenda þeirra og hinna látnu.

Jón Valur Jensson, 19.9.2011 kl. 03:37

9 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Þú veist betur en svo, enda yfir meðallagi skynsamur, að fjöldatölur í trúarhreyfingum er gróflega ofmetnar og þá sér í lagi hérlendis. Þegar smábörnum er raðað á trúargarðann við fæðingu og þannig búið um hnúta að þau hafi engan veraldlegan hagnað af því að breyta þeirri skráningu þegar þau komast til vits og ára, þá leiðir eitt af öðru að margir eru skráðir í trúfélög. Það þarf afar lítilþæga menn til þess að gera sér svona smölun að góðu þar sem nýfæddum lömbunum er komið fyrir á trúarfæribandinu. En líklega eru þessar falstölur betri en nöturlegi og Guðlausi veruleikinn :)

Hvað varðar vinsældir, þá ertu óþreytandi við að benda á magntölur. Hið skondna er að skv. magntölum er ég t.d. 3x vinsælli en Kristilegi þjóðarflokkurinn. Hvernig líst þér á það?

PS. Er ekki kominn tími á að Kristilegi þjóðarflokkurinn standi upp af koppnum, hysji upp um sig brækurnar og bjóði fram krafta sína í næstu kosningum? Það er auðvelt að vera næsti vonarpeningur afkristnaðar þjóðar þegar aldrei reynir á!

Óli Jón, 19.9.2011 kl. 09:52

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki er nú mikil traffík á þessum vef þínum, Óli Jón, 10 gestir komnir í dag, og samt eru í stórhausahópnum og færð þannig drjúga kynningu á blog.is heilan sólarhring eftir birtingu hvers pistils þíns.

Þótt síðasti pistill á vefnum Krist.blog.is hafi birzt á laugardagsmorguninn (17. sept.) og hafi ekki verið í "stórhausaflokknum", er þó komnir 9 gestir þar nú í hádeginu -- ósköp svipað og hjá þér! Hins vegar hefur afar fátt pistla birzt á Krist.blog.is síðustu vikurnar, en gestakoman hefur oft verið þar yfir 100 á dag.

Storkunarorð þín stýra okkur ekki í Kristnum stjórnmálasamtökum (sem þú rangnefnir hér enn einu sinni).

Svo hvet ég þig aftur til að gera smá-úttekt með lestri hinna sjálfvöktu minningargreina í Morgunblaðinu, þá sérðu, hvort eða öllu heldur í hve miklum mæli þær "bera vitni um Guðstrú stórs hluta bæði ritenda þeirra og hinna látnu." Sá vitnisburður kemur bæði frá ungu fólki og miðaldra, börnum jafnt sem öldruðum. Óþægilegt fyrir þig? -Já, efalaust.

Jón Valur Jensson, 19.9.2011 kl. 12:35

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

... samt ertu í stórhausahópnum ...

Jón Valur Jensson, 19.9.2011 kl. 12:36

12 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Ég gerði samanburð á bloggvef Kristna þjóðarflokksins og mínum eigin og þetta eru niðurstöðurnar:

Bloggfærslur Kristna þjóðarflokksins eru 722 talsins og hafa fengið 113.500 flettingar eða 157 flettingar hver færsla. Færslur mínar eru hins vegar 176 talsins og hafa fengið 86.000 flettingar eða 488 flettingar hver færsla. Þannig er óhætt að fullyrða að vantrúarrausið í mér njóti umtalsvert meiri vinsælda en skilaboð Kristna þjóðarflokksins eða rúmlega 300% betur :) Hins vegar keppi ég ekki við þig í magni, enda fáir sem geta það.

Hvað varðar minningargreinar, þá veit ég ekki hvaða sönnunargildi þær eiga að hafa. Þú getur allt eins talað um það sem mælikvarða á trúfesti þjóðarinnar að fólki sé oft óskað Guðs blessunar þegar það hnerrar. Við vitum hins vegar báðir að það er í langflestum tilfellum ósjálfráð viðbrögð okkar við hnerrakasti nábúans, en ekki meðvituð ósk um að Guð blessi viðkomandi og hnerrakast hans. Þetta er svo líkara því að maður æpir upp yfir sig ef maður neglir litlu tánni í borðfót, ósjálfráð viðbrögð sem ekkert gagn gera. Guð hefur aldrei læknað kvef hjá nokkrum manni frekar en að hann lini þær stórkostlegu þjáningar sem maður upplifir þegar litla táin fær að kenna á því. En máské vinnur Guð þannig að hann afstýri daglega fjöldanum öllum af skelfilegum litlu-táar-slysum og er því ólofuð hetja sem enginn veit um? Máské! Ég væri líklega alveg til í að gangast á hönd þeim guði sem gæti ábyrgst það að ég myndi aldrei reka litlu tána framar í borðfót. Nei, ekki líklega ... alveg örugglega.

Sjálfur hef ég svo skrifað tvær minningargreinar og mun eflaust endurtaka þann leik nokkrum sinnum áður en ég hverf í himnaranninn. Hvað merkir það? Er það til marks um afhelgun þjóðarinnar? Óþægilegt fyrir þig? -Já, örugglega.

Óli Jón, 19.9.2011 kl. 12:55

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, það er ekkert óþægilegt að sjá undantekningar sem sanna regluna!

Auðvitað eru ekki allir ritendur þar Guðstrúar, en ótrúlega margir. Og það er allt annað að skrifa undir nafni í víðlesið blað heldur en að óska einhverjum Guðs blessunar við hnerra. Hins vegar meina örugglega margir þetta, þegar þeir segja það - kannski ekki allir, enda gengur ekki mál mitt hér út á að sanna neitt um það!

Nú fengu menn þó að sjá svolítið balanceraðri úttekt þína á birtingum og lestri á vefsíðum þínum og Kristinna stjórnmálasamtaka, takk fyrir það. En taktu hitt með í reikninginn, að vefgreinar á Krist.blog.is sjást vart nema um 1-2 klst. á blog.is í hvert skipti (Umræðan), en þínar sjást með stærri mynd þar fyrir ofan í heilan sólarhring! Auðvitað gefur það þér forskot ... og kannski æsingakenndar fyrirsagnir þínar á stundum.

PS. Hvers vegna kýstu alltaf að tala um "Kristna þjóðarflokkinn"? Er það af því að eitthvað væri ljótt við að stofna þjóðarflokk? Er kannski orðið 'þjóð' orðið skammaryrði í huga fjölmenningarhyggjumannsins?!

Jón Valur Jensson, 19.9.2011 kl. 14:53

14 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: En þér yfirsést það veigamikla atriði að skv. þínum málflutningi ættu að vera til staðar heilu skararnir af kristnu fólki (manstu, þau 250.000 þjóðarinnar sem, að þinni sögn, elskar og dýrkar Guð vegna þess að þau voru skráð í Ríkiskirkjuna við fæðingu?) sem líklega væri þá þyrst í efni sem skrifað er í sannkristilegum anda. Nei, í stað þess að hafa uppi á vef Kristilega þjóðarflokksins og setja hann t.d. í 'Favorites', þá kýs pöpullinn frekar að lesa vantrúargallið sem kemur upp úr mér :) Er það ekki óguðleg hegðun hjá þjóð Guðs?

En það er áhugavert að halda áfram með þessa skoðun fyrst við erum farnir að tala um mælikvarða á vinsældir kristninnar. Bloggið þitt telur nú 2961 færslu og hefur verið flett 1,379 milljón sinnum sem gerir 466 flettingar pr. færslu. Skv. þessu er mitt guðsneydda raus vinsælla en þín tillegg og hvað merkir það? Ég skoðaði einnig bloggið hans Hjalta Rúnars og hefur 213 færslum hans verið flett 106.715 sinnum sem leggur sig út á 501 flettingu pr. færslu. Allir erum við stórhausar, en þrátt fyrir að þú birtist tæplega 17x oftar en ég í stórhausaskikanum og tæplega 14x oftar en Hjalti Rúnar, þá eru vinsældar okkar marktækt meiri. Hvernig túlkar þú þau skilaboð? Segja þau ekki eitthvað um stöðu trúar og vantrúar hérlendis eða telja minningargreinar bara í því samhengi?

PS. Mig grunar reyndar að ein ástæðan fyrir slælegu gengi krist.blog.is sé hin harða ritstjórnarstefna sem þú rekur þar, en fjölda fólks (þ.á.m. undirrituðum) hefur verið úthýst þar af einhverjum undarlegum og geðþóttakenndum ástæðum. En það er auðvitað þægilegra fyrir vísi að nýju stjórnmálaafli að þenja sig í slíkri lognmollu í stað þess að opna dyrnar upp á gátt og þurfa að svara óþægilegu innleggjunum líka.

Óli Jón, 19.9.2011 kl. 15:50

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú virðist ekki átta þig á því, að í hverjum lestri er hægt að lesa margar færslur, Óli Jón.

Flettingar á mínu Moggabloggi eru orðnar frá upphafi 1.379.446, en á þínu einungis 86.100, og þú miklast af meintum yfirburðum þínum!!!!!!

Haltu áfram á sömu braut!!!

Jón Valur Jensson, 19.9.2011 kl. 19:53

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Það gilda ákveðnar reglur um innlegg á Krist.blog.is, og þeim er beitt jafnvel gagnvart samherjum mínum, eins og gerðist nýlega, þegar tveimur allfrökkum innleggjum með gagnrýni á islam var haldið burt. En reglurnar hljóða svo:

"Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju."

PPS. Nú eru komnir 60 gestir og 100 flettingar á Krist.blog.is í dag, en á þinn vef 16 gestir og 114 flettingar. Eruð þið samherjarnir fáu alltaf að fletta upp aftur og aftur, ykkur til hugarstyrkingar?

Jón Valur Jensson, 19.9.2011 kl. 20:12

17 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Jón Valur, munurinn á þessum 1.379.446 og 86.100, er fjöldi blöggfærslna.

Hvað varðar þessa skilmála sem settir eru á á krist.blog.is og þínu eigin (þótt enginn munur sé á kúk og skít), auðveldlega lesa sem; "Athugasemdir sem þóknast ekki minni eigin sannfæringu, fá ekki inn hér, og höfundar þeirra verða bannfærðir."
Og oftast er það raunin. Enda ertu gjörsamlega lokaður fyrir trúm og skoðunum annarra, en það stöðvar þig ekki í því að fara inn á blogg þeirra sem þú hefur úthýst af þínu bloggsvæði, til þess að leggja þeim lífsreglurnar.

Er það kannski þess vegna sem þú ert svo sannfærður um eigið ágæti hvað varðar þessa pissu og typpa keppni sem þú telur þig eiga við Óla Jón, að þessar 86.100 flettingar eru þínar eigin?

Eða er það bara vegna þess að þú telur það vera þitt starf, sem Jesú Kristur endurfæddur, að þú þurfir stunda moggabloggið stíft, til þess að leggja öðrum lífsreglurnar? Það held ég að væri nærra lagi. Ég tel að fólki gengi e.t.v. betur að sleppa labbandi út úr svartholi, en að rökræða við þig. En þú mátt alls ekki taka því sem svo að þú sért svo góður í því, heldur þvert á móti. 

Og eru þessi orðaskök þín við Óla Jón þess góð sönnun.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.9.2011 kl. 20:31

18 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Næst fáum við e.t.v að vita hvort Jón Valur eigi fleiri vini á facebook, en Óli Jón.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.9.2011 kl. 20:32

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ingibjörg Axelma, ekki ætla ég að afsaka orðbragð þitt, en væri ekki ráð fyrir þig að skoða t.d. þær greinar, sem eru þarna efst á Krist.blog.is, og athuga, hvort þar séu athugasemdir þar sem andað er (stundum duglega) á sjónarmið mín? Einnig þú átt innlegg á Krist.blog.is, og hefurðu nokkuð lent í umtalsverðu rifrildi þar við mig eða aðra?

Engan áhuga hef ég á mannjöfnuði við Óla Jón, hvorki á bloggi né Facebók, enda var það hann sem stofnaði til þessara samanburðar-flettingafræða hér á síðunni.

Ég tel mig nú hafa flett ofan af fánýti þeirra fræða hans. Lifið heil.

Jón Valur Jensson, 19.9.2011 kl. 21:52

20 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Vera má að guðleysingjarnir séu að fletta í gegnum vefinn hjá mér, mér til stuðnings og þér og Guði til armæðu. En hitt er svo alveg jafn líklegt að fólki finnist skrif mín hreinlega áhugaverðari en flaumurinn á vef Kristna þjóðarflokksins. Hvað segirðu um það?

Svo má spyrja hvort hið sama gildi ekki um vefi óguðlegra að í sömu flettingu sé hægt að lesa margar færslur? Ertu virkilega kominn niður á það plan að finna hálfrök og platrök til þess að styðja mál þitt? :)

Ó já, svona að lokum varðandi þína 60 gesti og mína 16, þá læturðu þess afar hentuglega ógetið að þú (já, hver annar en þú?) settir inn færslu á vef Kristna þjóðarflokksins í dag á meðan minn vefur skartar tveggja daga gamalli færslu, sem sé þessari. Ætli það skýri ekki þína 60, en hvaðan ber að mína 16? :) Ekki er færslan mín kynnt í stórhausaskikanum né Heitum umræðum. Hvað ræður þú af þessu? Getur þú fengið í þetta einhvern guðlegan botn? Líklegasta skýringin hlýtur reyndar að vera sú að Belsebúbb sjálfur hafi sent þá til mín til þess að klekkja á þér eða hvað? :)

Ingibjörg: Jón Valur hefur einmitt áður spurt mig hvað ég eigi marga vini hér á blogginu :) Hann metur bersýnilega allt út frá stærð og umfangi og velur því stærstu kirkjuna vegna þess að hún hlýtur að vera best og mælir sig út frá fjölda bloggvina því þá hljóti hann að vera bestur.

Ég reikna með að næst spyrji hann einmitt um vini á Facebook. Mér er skylt að greina frá því að í augnablikinu á ég 14 fleiri raunverulega vini en Jón Valur ... hvað skyldi hann ráða af því? Er Guð mér hliðhollari af því að ég er vinabetri en hann? Hefur Jóni Val mistekist vegna þess að hann á færri vini en ég? Á hann ekki lengur himnavistina vísa sökum þess að aumur vantrúarseggur trompar hann á Facebook?

Getur verið að hann stundi sjálfur þau 'fánýtu fræði' sem hann ber að ég stundi? :) Það hlýtur að vera afar sárt þegar manns eigin orð bíta mann jafn herfilega í rassinn og þau gera hjá honum núna :) Mér sýnist fátt standa eftir þegar þessi spilaborg nafna míns er tekin í sundur og skoðuð nema 'fánýt fræði' og ber rass.

Óli Jón, 19.9.2011 kl. 21:55

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ætla að skilja þig hérna eftir mjög svo ánægðan með sjálfan þig, Óli Jón.

Kem ekki aftur nema ég þurfi að leiðrétta eitthvað nýtt út í hött.

Jón Valur Jensson, 19.9.2011 kl. 21:58

22 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Gott hjá þér, Jón ... enda væri það bara pínlegt að sjá þig reyna að svara og því ekkert nema góðverk að losa þig af önglinum :)

Vaya con dios!

Óli Jón, 19.9.2011 kl. 22:00

23 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Eg hef heyrt thessi somu rok fra sjo ara syni minum. "Hann byrjadi, ekki eg!"

En hann hefur reyndar ekki notad thau sidan rett eftir 6 ara afmaelisdaginn sinn. Hvad ert thu gamall Jonni?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.9.2011 kl. 22:45

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Au revoir, gott fólk, haldið áfram að reyna að nálgast sannleikann.

Jón Valur Jensson, 19.9.2011 kl. 23:19

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

..og ert þú þá sannleikurinn, vegurinn og lífið, Jonni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2011 kl. 00:09

26 identicon

Mér finnst þessi fjáraustur í trú og trúfélög alveg út í hött og finnst að slík félög eigi bara að standa undir sér sjálf, styrkt af þeim sem vilja vera í þeim. Því finnst mér það skref í ranga átt að fara að veita enn einu trúfélaginu (eða lífsskoðunarfélagi) fé úr opinberum sjóðum af því að hin fá það.

Ólöf 20.9.2011 kl. 13:25

27 Smámynd: Óli Jón

Ólöf: Ég gæti ekki vera meira sammála þér!

Óli Jón, 20.9.2011 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband