Þriðjudagur, 25. janúar 2011
Hvað er einstakt við kristið siðferði?
Ég skora á alla þá sem telja sig fylgjandi þessu gönuhlaupi þingmannanna ginnheilögu að skilgreina hér í athugasemd hvað það er sem er einstakt við kristið siðferði. Hvað hefur kristið siðferði umfram almenna kurteisi og góða mannasiði? Af hverju geta kristnir foreldrar ekki náð sjálfir í Nýja testamentið og gefið börnum sínum? Af hverju geta þeir ekki sjálfir lufsast í kirkju með börnin sín?
Komið nú með alvöru svör en ekki bara 'það er bara eitthvað svo fallegt' eins og Guðni Ágústsson jarmaði ámátlega þegar spyrill í Kastljósi gekk á hann í fjórða skipti eftir svari við þessari sömu spurningu. Guðni, þrátt fyrir að vera skjaldsveinn kristins siðferðis í þessum umrædda Kastljóss-þætti, vissi ekki sjálfur hvað var svona einstakt við þetta sk. kristna siðferði.
Látið nú í ykkur heyra! Hvað er svona merkilegt við kristið siðferði?
Starfshættir grunnskóla skuli mótast af kristinni arfleifð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Svarið við þessu er mjög einfalt: EKKERT
Já það er akkúrat ekkert MERKILEGT við kristið siðferði, ekki að undra að spyrja þyrfi Guðna margoft. Flestir, ef ekki allir, trúleysingjar sem ég þekki eru siðferðislega þroskaðri en margir svokallaðir kristnir einstaklingar.
Björn 26.1.2011 kl. 01:47
Hvað er einstakt við kristið siðferði.. hmm, hugsanlega það að ef menn bugta sig ekki undir það þá fara menn í pyntingar í helvíti að eilífu... enginn möguleiki á að sleppa; Menn geta sloppið úr helvíti í íslam(Er þó ekki að mæla með íslam)
Annað einstakt.. hmm, hinn eini guð er smíðaður úr 3; Guddi, svo dyravörðurinn hann Sússi, sem er pabbi + sonur sjálfs sín, og svo þessi heilagi andi.
Við höfðum nauðgandi biskup hér á íslandi, það er vandamálið með kristni, það ber enginn ábyrgð, menn þurfa bara að vera sorry og fíla Sússa, þá sleppa menn undan ábyrgð, nauðgarar, morðingjar; No problemo
Kristni er trú hinna ábyrgðarlausu.
doctore 26.1.2011 kl. 08:59
Þetta er einhver fortíðar þrá. Von um einfaldara líf þar sem allt er hægt að útskýra með því að Guð hafi skapað það.
Prestar og biskupar eru eins og starwars nördarnir sem eiga allan storm trooper búninginn.
Negull 26.1.2011 kl. 09:58
Á meðan að þeir sem telja sig kristna geta ekki einu sinni komið sér saman um hvað eru kristin gildi, og þá arfleifð, þá finnst mér þetta ekki smart frumvarp .. og málshefjandinn er punkturinn yfir i-ið.
Heiðarleiki, jafnrétti, gagnsæi, lýðræði, réttlæti, virðing, vinátta o.s.frv. ... eru þetta ekki bara ágæt gildi, þau eru ekki eyrnamerkt neinu trúfélagi.
Hættum að reisa múra ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 26.1.2011 kl. 14:50
Æ Árni er nú svo trekur og mikill stafkarl. Hann gerir sér ekki enn grein fyrir því að hann er alinn upp í góðum og gegnum heiðnum sið. Dansandi í kringum jólatré, blótandi þorra á miðjum vetri, stjórnandi brekkusöng út í fallegri kvöldkyrðinni innst í Herjólfsdal, til auðmýktar út af dásamlegu sumri og höggvandi grjótlíkneski til að dansa í kringum, hjá frænda í Reykjanesbæ, þegar hann sat af sér stelusýkina sína alræmda. Jú hann má alveg tala um kristið siðgæði en hann er alveg orginal heiðingi eins og ég.
Sigurður Haraldsson 26.1.2011 kl. 22:34
Það sem er svona merkilegt við kristið siðferði er að það er undirstaða siðferðisvitundar alls mannkyns og um leið markverðasta viðmiðið þegar umræða um siðferði er annars vegar.
Hörður Sigurðsson Diego, 27.1.2011 kl. 00:05
Og.. hvaða viðmið er það Hörður?
Arnar, 27.1.2011 kl. 09:03
Hörður: Kristið siðferði var hvergi til staðar þegar stórkostleg menningarsamfélög voru byggð upp víða um heim hér áður fyrr. Hvernig útskýrirðu tilurð og tilvist þeirra þegar þau nutu ekki þeirrar meintu handleiðslu sem þú eignar kristinni trú?
En fyrst þú ert svona viss um þetta, þá væri áhugavert að sjá frá þér 1-2 dæmi um hvað er einstakt við kristið siðferði og siðgæði. Þú ættir ekki að vera í vandræðum með það, reikna ég með.
Óli Jón, 27.1.2011 kl. 09:25
Hvort kom á undan, hænan eða eggið?
Menn eins og Hörður, eru sannfærðir að siðferðisvitund, og góðir mannasiðir (kristni, í hans huga), hafi komið á undan manninum.
En þessi heilaga siðferðisvitund var ekki í hámæli höfð hjá hvað kristnustu þjóðum heims í gegnum tíðina. Það er vel hægt að sjá í sögubókunum.
Enda er það eina sem kristið siðgæði kennir okkur, er að þeir sem fara eftir "bókinni góðu", telja sig heilagri og betri en við hin fyrir vikið. En menn sem þurfa biblíuna, eða kristni til þess að kenna sér "gott siðgæði", eru varla eins vel innrættir og þeir sjálfir vilja halda.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 27.1.2011 kl. 17:24
Eins og sagan hefur kent okkur í gegnum aldirnar, þar sem kristnir menn fóru krosferðir og hjuggu niður annað fólk er þeir töldu einskis virði. Eins var kirkjan og páfagarður í fararbrodi gegn nornum og göldrum og slátruðu helling af fólki. Hitler slátraði líka milljónum en ég veit ekki hvort hann var kristinn, en það var samt ekki á vegum kirkjunar. Siðferðið kemur ekki með kristini trú og siðferðisvitun mansins kemur ALLS EKKI frá kirkjupostulum, síður en svo. Menn og konur og jafnvel nornir sem eftir lifðu hafa skapað það siðferði sem nútímamaðurinn lifir við í dag og menn og konur (líka trúað) skapa líka það ofbeldi og óöryggi sem líka er til. Flest stríð tengjast á einn eða annan hátt ýmsum trúarhópum, svona eru öfgarnar.
Siggi 28.1.2011 kl. 00:59
Þið eruð nú meiru kjánarnir.
Þið haldið greinilega að þið séuð með þetta allt á hreinu. Þar með lokið þið á alla aðra möguleika en þá sem þið sjáið. Það er afar vanþroskuð afstaða þegar um er að ræða ósannanlegar kenningar.
Ég skal útskýra fyrir ykkur hina trúarlegu hlið málsins ... ef þið viljið skilja meira en þið skiljið nú þegar.
En fyrst langar mig að spyrja ykkur:
Hvaðan mynduð þið segja að siðferði mannsins sé komið ef það er ekki sprottið af trú?
Lát heyra.
Hörður Sigurðsson Diego, 28.1.2011 kl. 01:43
Æ Kjáni ertu Hörður. Hvernig í ósköpunum getur siðferðið verið sprottið af trú?
Siggi 28.1.2011 kl. 02:03
Það er einmitt það sem ég er að bjóðast til að útskýra fyrir þér Siggi minn.
En svaraðu fyrst spurningunni: Hvaðan heldur þú að siðferði mannsins sé sprottið ef ekki af trú?
Hörður Sigurðsson Diego, 28.1.2011 kl. 02:13
Siðferðið, eins og trúin, er auðvitað sprottið frá manninum sjálfum. Hið svokallaða siðferði sem við þekkjum í dag þróaðist einfaldlega í það sem það er í dag vegna þess að í stærri samfélögum er einfaldlega þörf á slíku siðferði til að samfélögin haldi velli.
Það að eigna trúnni, kristinni eða annari, allt siðferði er auðvitað að snúa hlutunum á hvolf. Kristnin og kannski helst kirkjan reyndar, hefur einfaldlega eignað sér það sem við köllum gott siðferði og lömbin gapa í aðdáun.
Davíð Oddsson, 28.1.2011 kl. 08:39
Þú ert eitthvað að misskylja Hörður, við höfum ekki minnstu hugmynd um hvað 'kristið siðferði' er.
Þú virðist hinsvegar greinilega vera með það á hreinu, komdu nú með einhverja áþreifanlega skilgreiningu.
Arnar, 28.1.2011 kl. 09:10
Hörður: Segðu okkur hvað er einstakt við kristið siðferði. Þú hefur verið beðinn um þetta áður, en mér sýnist á öllu að þú sért afar illa áttaður í þeim efnum, enda talarðu í hringi og, reyndar réttilega, í kross.
Þú verður að svara þessari spurningu áður en lengra er haldið.
Óli Jón, 28.1.2011 kl. 11:10
Óli Jón, ég svaraði þessu í innlegginu hér fyrir ofan í mínu fyrsta innleggi.
Og nú er komið að þér að svara: Hvaðan heldur þú að siðferðið sé komið ef ekki af trú?
Hörður Sigurðsson Diego, 28.1.2011 kl. 15:09
Hörður: Þetta mal þitt í fyrsta innlegginu er eins almennt og það getur mögulega orðið. Hvað merkir 'undirstaða siðferðisvitundar alls mannkyns'? Allt? Ekkert? En ef svo er, þá verðum við líka að eigna henni allt hið vonda í heiminum. Eða viltu bara eigna henni það góða? Er það málið?
Svo spyrðu hvaðan siðferðið sé komið, ef ekki af trú. Þú lendir eiginlega í vondu öngstræti þar því gott siðferði er mun eldra en kristin trú og hefur því markast af þeim trúarbrögðum sem komu á undan henni. Kristin trú nýtur þess nefnilega að hafa komið seint fram og þ.a.l. gátu hönnuðir hennar valið það besta úr eldri trúarbrögðum og slegið eign sinni á það. Þeir bættu bara við nokkrum hrikalega ákvæðum um að allir yrðu að hræðast guð, en annað frumlegt lögðu þeir ekki til.
En gott siðferði er innra með góðu fólki. Það er ekki sprottið af trú. Sumir virðast reyndar vera þannig innréttaðir að þeir þurfa að lifa í hræðslu við almáttugt yfirvald til þess að hegða sér sæmilega. Það er bara þeirra vandi.
Óli Jón, 28.1.2011 kl. 15:31
Þetta segir Hörður í sinni fyrstu athugasemd hérna og eins og augljóst má vera leikum sem lærðum segir þetta allt sem segja þarf.
Þarna slær hann öll vopn úr höndum okkar með hnitmiðuðu svari sem hittir beint í kjarna málsins. Vel rökstudd fullyrðing, sem erfitt er að finna veikan blett á, setur okkur hljóða og allt sem á eftir kom er augljóslega hjóm eitt hjá slíkri fastayrðingu sem setningin er.
Ekki nóg með það að Hörður hefur gjörsamlega svarað þessari spurning Óla, í eitt skipti fyrir öll, þá tekur hann líka af allan vafa um það hvort önnur trúarbrögð hafi hugsanlega lagt eitthvað til málanna í siðferðisumræðu liðinna alda. Kristnin er upphafið og fyrir daga kristninnar var engin siðferðisvitund - enda vita allir að menningarsamfélög með siðuðu fólki urðu ekki til fyrr en kristnin breiddist út um heim allan.
Ég vil nota tækifærið og þakka Herði fyrir að skýra þetta út fyrir mér, þannig að ég loksins skilji það. Ég held að við þetta sé bara engu hægt að bæta.
Davíð Oddsson, 1.2.2011 kl. 22:39
kaþólikki er kristna trúin og er ég í henni
númer eitt. Borðbænir
númer tvö. Borðsiðir
númer þrjú. Lestur úr biblíu að kveldinu ( er í kaþólikka )
númer fjegur Húslestrar
og eithvað fleira þetta er svona þaðsem er ámínu heimili en tek fram ég erkaþólikki ég bið bæði morguns og kvöld bænir
Ragnar Þór Ragnarsson 9.3.2011 kl. 18:11
Sæll, Ragnar.
Þetta er allt gott og jafnvel blessað. Bænahald er reyndar afar almennt í hinum ýmsu trúarbrögðum, en borðsiðir og húslestrar eru væntanlega ekki einstakir í kristinni trú.
Hins vegar merki ég að þér líður afar vel í þinni trú og er það vel. Vona ég að svo verði áfram :) og þá skiptir ekki máli hvort eitthvað sé einstakt við hana eða ekki.
Óli Jón, 10.3.2011 kl. 18:19
þetta telst einstakt í minni trú eftir semég veit
Ragnar Þór Ragnarsson 11.3.2011 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.