Mikið hlýtur að vera gott að trúa ekki á annarlegan guð

Annarlegur?Nú hefur einn af skjaldsveinum hreinnar og óannarlegrar guðstrúar hérlendis sagt með beinum hætti að guðir annarra séu annarlegir. Mikið á hann nú gott að hafa valið eina óannarlega guðinn og mikið eiga allir hinir bágt sem trúa á þessa annarlegu guði.

Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sölumaður dauðans er annarlegur, líkt og aðrir samskonar sölumenn.

doctore 23.9.2010 kl. 11:10

2 Smámynd: Arnar

Skrítið, ég hélt að þeir trúðu allir á sama guðinn (kristnir, múslimar, gyðingar) en væru bara með mismunandi leiðbeiningar.

Arnar, 23.9.2010 kl. 11:49

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þeir eru guðir annarra, þess vegna eru þeir annarlegir!

En án gríns þá líst mér illa á uppivöðslu Íslam sem er hættuleg trú að mínu mati. Mammon er því miður öflugur og þegar viðskiptasjónarmið stjórna fer yfirleitt illa.

Theódór Norðkvist, 23.9.2010 kl. 17:10

4 Smámynd: Óli Jón

Theódór: Var það ekki uppivaðsla þegar nokkur kristin trúfélög kúga fyrirtæki til þess að láta af áformum sem hefur getað verið góð viðskipti og aflað þjóðarbúinu tekna á þessum síðustu og verstu tímum? Ég fæ ekki séð annað en að sannkristnir séu álíka uppivöðslusamir.

Óli Jón, 23.9.2010 kl. 18:41

5 identicon

Ekki vil ég nú meina að Gunnar í Krossinum tali fyrir sannkristna meirihlutann.

Hoppandi 23.9.2010 kl. 19:21

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Óli Jón, mér finnst of margt óljóst í fréttinni til að geta svarað því.

Var ætlunin að slátra samkvæmt múslimskri aðferð aðeins fyrir útflutning til múslímalanda eða átti að slátra öllu fé svona? Eigi hið síðarnefnda við tek ég undir með Gunnari. Í þessari frétt kemur fram að SS ætlaði að slátra öllu fé með múslimsku leiðinni.

Mér sýnist líka full ástæða til að mótmæla þessari aðferð við slátrun einfaldlega út af dýraverndarsjónarmiðum, miðað við lýsinguna í ofannefndri frétt. Reyndar neitaði sláturhússtjórinn á Hvammstanga að Halal-aðferðin væri ómanneskjulegri.

Theódór Norðkvist, 23.9.2010 kl. 20:40

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Theodór. Er ekki Mammón eimitt guð, sem kristnir bjuggu til sjálfir? Vildi bara nefna það af því að þú virðist telja "hann" meðal Guða.  Enginn slíkur guð er til né nokkurstaðar nefndur nema í mattheusi og lúkass, þar sem fyrirbrigðið er persónugert. Þetta er bara orð yfir auð eða peninga.

Ekki eru græðgi eða losti guðir og þaðan af síður peningar eða matur eða hvað annað sem er elsneyti slíkra raskanna.  Er ekki kominn tími til að hætta þessari guðasmíði og nota orð eins og auður.  Kirkjunni er annars gríðarlega mikið í nöp við auð, ef hann liggur annarstaðar en hjá þeim.  Fátækt, sjálfsafneitun og þjáning telst líka einatt til dyggða, svo ekki sé minnst á auðmýkt og unirlægjuhátt.

Finnst það merkilegt þegar kristnir byggja fabúlu sína og lífsins liggaliggalá á einum guði að þeim sé svona tamt að nefna þennan aukaguð til sögunnar. 

Sannarlega ekki annarlegur þar á bæ.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.9.2010 kl. 21:15

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nei, Jón Steinar ég er sammála þér að Mammon er bara myndlíking yfir auð, eða a.m.k. auðhyggju. Ég hef allavega ekki neina vitneskju um hann sem guð eða fallinn engil.

Theódór Norðkvist, 23.9.2010 kl. 21:24

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ef raunverulega væri til einhver guð sem menn gætu skilgreint þá væru augljóslega ekki til óteljandi trúarflokkar um óteljandi guði. Það segir sig sjálft. Kristnin er lang viðamesta svikastarfsemin í trúarbísnessnum og yfir 30 þúsund söfnuðir þar sem allir telja sig vera með hinn eina sanna trúarsannleika.  Auðvitað gengur það ekki upp eins og hver maður sér. Það er óþolandi að hið opinbera styðji fjársvikastarfsemi af þessu tagi, þetta snýst um milljarða árlega.

Baldur Fjölnisson, 23.9.2010 kl. 23:07

10 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Kristnir, margir hverjir, ganga til messu í hverri viku. Og þar snæða þeir líkama Jesúm, og drekka blóð hans, með blessun og bæn prestsins.

Múslímar segja bæn yfir deyjandi dýri, úr því það er nú að deyja svo aðrir geta lifað.

Hvort er annarlegra?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 26.9.2010 kl. 01:18

11 Smámynd: Kristinn Theódórsson

http://www.abc.net.au/news/stories/2010/09/25/3021772.htm

Kristinn Theódórsson, 26.9.2010 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband