Þriðjudagur, 13. júlí 2010
Kaþólikkar = góðir, múslimar = vondir?
Kristin stjórnmálasamtök, betur þekkt sem Jón Valur Jensson, gera athugasemd við það að ofbeldismenn í Norður-Írlandi séu kenndir við kaþólskuna á meðan það er dagljóst að markalínur í ofbeldi á Írlandi hafa lengi verið dregnar á milli kaþólskra og mótmælenda. Það er algjör tilviljun hvort fólk fæðist sem kaþólskt eða mótmælendur, en það skal alið upp í hatri á hinum. Þetta er í raun eins og lélegur söguþráður í sápuóperu, ef nánar er skoðað. Kristin stjórnmálasamtök, betur þekkt sem Jón Valur Jensson, bera sig aumlega og kenna mótmælendum um illt uppeldi þessara kaþólsku sprengjuvarga og ofbeldisseggja. Er ekki gaman hvernig trúin sameinar og byggir upp frið? Hún byggir brýr og umvefur alla hlýju :)
Hins vegar er skondið að sjá að Jón Valur Jensson, æðstiklerkur Kristinna stjórnmálasamtaka, gerðist jafn sekur um álíka alhæfingar ekki alls fyrir löngu í þessari tímamóta grein, Öfgamúslimar frá Úzbekistan ætluðu sér hryðjuverk gegn Norðmönnum. Þar þótti æðstaklerknum ekkert athugavert við að stimpla nokkra meinta ofbeldismenn sem múslima. Mun æðstiklerkur Kristinna stjórnmálasamtaka draga þá grein sína til baka í kjölfar fyrrgreindra skrifa eða gilda aðrar og rýmri reglur um kaþólikka en múslima?
Það er gott að geta sett öðrum reglurnar án þess að þurfa að fara eftir þeim sjálfur :) Sannlega, sannlega er gott að vera kaþólskur og réttsýnn!
Kaþólikkar köstuðu sprengjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Trúaðir sjá ekki bjálkann í eigin auga... Hefur JVJ td tekið sig til og kvartað yfir barnaníðingum kaþólsku kirkjunnar, hefur JVJ krafist þess að helsti verndari barnanýðinga, páfinn verið látin taka ábyrgð á gjörðum sínum...
Það er nokkuð ljóst að JVJ myndi öskra mikið ef álíka gerðist í öðrum trúarbrögðum.
Hræsni er helsti "mannkostur" trúmanna.
DoctorE 13.7.2010 kl. 12:04
Gott hjá þér. Ættum við sí og æ að tönnlast á að Sjálfstæðismenn ráku bankana og settu á hausinn fluttu sig svo til LUX og lifa þar í vellystingum? Bara vegna þess að þessir menn migu einhvern tíma utan í Flokkinn? Jón Ásgeir var einhvern tíma í Flokknum- er sanngjarnt að tala endalaust um að Sjálfstæðismaðurinn Jón Ásgeir hitt og þetta? Eða Steingrímur og Ömmi kommar? Þetta virðist manni gert vísvitandi til að drepa efninu á dreif.
Varðandi Jón Val þá er það bara að hann líkt og margir bloggarar ; Lára Hanna, Jónas, Guðmundur og eflaust fleiri á það til að missa sig. Þau virðast uppfyllast af einhverju ímynduðu mikilvægi sjálfs sín og fara þá út og suður í málflutningi sínum.
Lára td. vitnar mikið í sjálfa sig, sama gerir Egill. Jónas veit ekki stundum hvort hann er að koma eða fara. Hvaða vandaður "blaðamaður" er með uppnefni eins og áhættufíklar, óreiðufólk, og aðrar slíkar alhæfingar um tugþúsundir fólks? Alveg á sama hátt megum við hin ekki stimpla alla Sjálfstæðismenn sem spillta vesalinga sem þrífist bara á ríkisspenanum.Við þurfum að temja okkur vandaðri umræðu.
Þegar við lesum blogg þá spyrjum við fyrst; What is your objetive opinion? Og lesum svo pistilinn út frá því en ekki hvort hann egóiskt sé á sama plani og ég. Ef ég er sammála niðurstöðu eða hans "objektívu opinion" þá allt í lagi með það en ef hún er ekki objektív þá er hún bara hans skoðun og lítils virði. (opinions are like assholes, everybody has one (Brando)). Objektív þýðir hér "efnisleg" , ég er að kalla eftir rökum sem styðji skoðunina ekki "af því bara" eins og hjá börnunum..
Í framhaldinu hugsa ég svo mína sýn út frá sama punkti; Hugsa objektívt, hugsa lífið og veruleikann líkt og væri ég blaðamaður (vandaður).
Villi 13.7.2010 kl. 12:14
Ný regla frá Vatíkaninu,,, að leyfa konum að verða prestar er það sama og að nauðga börnum...
Hellelujah
http://doctore0.wordpress.com/2010/07/13/vatican-rules-ordaining-women-priests-a-crime-like-sex-abuse-of-children/
DoctorE 13.7.2010 kl. 12:25
Rangt er að segja hér: "Kristin stjórnmálasamtök, betur þekkt sem Jón Valur Jensson." Kristin stjórnmálasamtök eru 14 manna samtök (í þau hafa gengið 15 manns, en einn úr þeim og þá vegna ágreinings hans um Icesave-málið).
Óli Jón ætti vegna skrifa sinna hér að leiða hugann að því, sem Ragnar Geir Brynjólfsson skrifaði í athugasemd við pistil J.V.J. á síðu samtakanna um það efni, sem hér um ræðir (og er blogg við sömu frétt og Óli Jón bloggar hér við):
"Daily Telegraph kallar þá „nationalist rioters“, Guardian kallar þá „rioters from the nationalist Ardoyne“. BBC kallar þá „nationalist protesters“. mbl.is kallar þá „kaþólikka“ og sömuleiðis RÚV í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi. Það er hefð a.m.k. frá 8. áratugnum að kalla þessa pólitísku aðgerðasinna á Norður-Írlandi „kaþólikka“ hérlendis. Spurning hvort þeir þurfi ekki að fara að uppfæra orðanotkunina hjá sér á RÚV og á mbl.is og taka aðeins nákvæmara til orða? Það mætti segja um þá að í þessu tilfelli séu þeir orðnir kaþólskari en páfinn ef þeir eru farnir að taka dýpra í árinni en breska pressan hvað þetta varðar. Ég minnist þess einnig að Jón Baldvin Hannibalsson kallaði deilurnar á Norður-Írlandi „trúarbragðastríð“ í útvarpinu fyrir ekki svo mörgum árum síðan.
Sem betur fer eru lesendur og hlustendur upp til hópa almennt það vel upplýstir hérlendis að þeir gera sér grein fyrir eðli átakanna þarna og leggja ekki trúnað á þessar frásagnir mbl.is eða RÚV. Hvað þá fabúlu JBH. Þeir eru því að daga uppi eins og nátttröll með með þessa orðanotkun og opinbera frekar fordóma og fáfræði með þessu."
(Tilvitnun í Ragnar Geir lýkur.)
Óli Jón getur, í krafti einfaldrar nálgunar á þessi mál Norður-Írlands sem fellur vel að vanahugsun margra sem stafar af einhæfri síbylju í fréttum þaðan í útvarpi allra landsmanna áratugum saman, reynt að halda því að lesendum sínum, að ofbeldi ungra manna í Belfast þessa dagana stafi af kaþólskri trú þeirra, en hann hefur ekkert fyrir sér í því. Kristin trú – og þá um leið kaþólsk trú – hafnar slíku ofbeldi.
Óli Jón ber saman ofbeldisverk öfgamúslima og það, sem gerzt hefur á Norður-Írlandi. En það eru ekki öfgakaþólikkar, fullir af trúarlegri vandlætingu, sem stóðu að baki óeirðunum þar, og þeim verður heldur ekki líkt við blóðuga alvöru hryðjuverka öfgamúslima. Hryðjuverk og fjöldamorð voru vissulega framin bæði af IRA og samtökum manna meðal andstæðinga þeirra á 7. og 8. áratug liðinnar aldar, en IRA voru marxísk, ekki kristin samtök og tileinkuðu sér fræði Maós og Ches Guevara um borgarskæruhernað; ekki voru það kristnar frumreglur, sem þar voru hafðar í heiðri, heldur var tilgangurinn látinn helga meðalið, eins og þykir góður pappír á kokkabókum Marx-Lenínista.
Harðir islamistar eru hins vegar óneitanlega partur af öfgafullri trúarhreyfingu. Nú skulum við sjá hvernig það gengur ofan í Óla Jón og samherja hans að lesa þessa HRÆÐILEGU frétt á bls. 15 í Mbl. í dag af hinum markaða baráttuvettvangi öfga-islamista í Afríku:
"Öfgasamtök fagna blóðbaði í Kampala
Shabab, íslömsk öfgasamtök í Sómalíu, lýstu í gær yfir ábyrgð á sprengjuárásum sem gerðar voru á tvö veitingahús í Kampala, höfuðborg Úganda, í fyrrakvöld. Minnst 74 féllu og tugir særðust.
Gestir veitingahúsanna voru að horfa á sjónvarpsútsendingu frá úrslitaleik HM í knattspyrnu.
Ónafngreindur talsmaður samtakanna lýsti yfir ánægju sinni:
„Við vitum að Úganda er andvígt íslamstrú og því erum við afar ánægðir með það sem gerðist í Kampala. Þetta eru bestu fréttir sem við höfum nokkru sinni heyrt.“
Shabab höfðu undirbúið árásir í Úganda og Búrúndí en þessi tvö lönd hafa sent hermenn til Sómalíu til að taka þátt í friðargæslu á vegum Afríkusambandsins."
(Tilvitnun lýkur í þessa frétt af ódæðisverki, sem óneitanlega var framið af trúarlegum rótum – öfgatrúar í verki, án þess að hér verði sagt, að þetta sé trúareinkenni meirihluta múslima.)
––Þessi athugasemd er nauðsynleg til að svara rangfærslum Óla Jóns um skrif á vefsíðu Kristinna stjórnmálasamtaka, en hér verður þó ekki staðið í þjarki í nafni þeirra um þetta mál; umræða um það fer hins vegar fram á vefsíðu okkar.
Kristin stjórnmálasamtök, 13.7.2010 kl. 12:32
En JVJ.. múslímar eru á sama stigi og þið krissarnir voruð áður en þið voruð frelsaðir undan stjórn kirkjunnar.... þið eruð 2 hliðar á sama pening.
Og hvað Vatíkanið fer fínna í sitt ofbeldi nú á tímum, en ofbeldið er samt á fullu
doctore 13.7.2010 kl. 12:52
Þetta er bara alveg sama dæmið, Jón Valur.
Ef þú spyrð hófsama múslíma hvort það megi rekja hugmyndir íslamista og öfgamanna til íslam segja þeir NEI, því allt slíkt stríði gegn meintum friðarboðskap allah. Það sama segja kristnir þegar menn spyrja hvort rekja megi vondar hugmyndir ýmissa bjána til biblíunnar, svarið er þá NEI, því allt slíkt stríðir gegn boðskap Jesú.
Í báðum tilfellum er verið að horfa fram hjá allskyns vonsku í trúarritunum og menningunni sem margir réttlæta vonda hegðun með, oft með jafn góðum eða slæmum (eftir hvernig á það er litið) rökum og þeim sem menn réttlæta góðverkin með.
Margt vont er gert í nafni kristni og þeir sem það gera þá hluti eru kristnir fyrir því. Nema menn ætli að sama skapi að taka þann pól í hæðina með allt annað líka og skilgreina menn alltaf umsvifalaust utan trúfélaga sem gera eitthvað af sér.
Kristinn Theódórsson, 13.7.2010 kl. 12:58
Ein viðbót:
Rómverjabréfið 3:8: "Eigum við þá ekki að gera hið illa til þess að hið góða komi fram? Sumir bera mig þeim óhróðri að ég kenni þetta. Þeir munu fá verðskuldaðan dóm."
Hér fordæmir Páll postuli þá skoðun, að GÓÐUR tilgangur geti réttlætt ILL meðul.
Kristin stjórnmálasamtök, 13.7.2010 kl. 13:34
Nei sko... eitthvað bull vers með dómsdags ívafi; Svo sætt þegar menn geta ekki hugsað sjálfir...
doctore 13.7.2010 kl. 13:36
Kristin stjórnmálasamtök: Þið sjáið s.s. ekkert athugavert við að kenna íslamska ofbeldismenn við trú þeirra, en finnst það ótækt að kaþólskir hrottar séu merktir heimahaganum?
Óli Jón, 13.7.2010 kl. 13:58
Virkilega ógeðfelldur málflutningur eins og fyrri daginn.
Sér í lagi ógeðfellt hvernig Kristinn reynir sífellt að búa til einhverja mýtu úr hvernig kristnir hegða sér, eða hvernig þeir hugsa...já þetta reynir hann.
Tökum dæmi af stjórnmálaátökum á N-Írlandi. Fyrst og fremst er um að ræða átök á milli Breta og Íra. Trúin(sem er sú sama) skiptir litlu sem engu máli, samt í örvæntingu reynir þetta lið að búa til grýlu úr trúnni.
Þannig að ef maður heldur því fram að trúin geri slæmt, þá gerir hún bara það, en ef maður ætlar að halda því fram að hún geri ekkert slæmt, þá er maður orðin hræsnari?!
Það besta finnst mér í þessari umræðu, að menn eru að fara fram á að þeir sem eru Kristnir geri sjálfkrafa "ekkert af sér"!, og þurfi einfaldlega að játa trúnna, þá er þeir hólpnir. Í sjálfu sér er þetta hinn stóri misskilningur sem menna hafa(stundum óvart, og stundum viljandi) um t.d. Kristna trú.
Það sér hver maður að þetta er "ömurleg", og hatursfull viðleitni, við að reyna réttlæta trúleysi sitt, með þvi að ráðast að því gagnstæða, og gera því að einhverjum miðjupunkti í vondum hlutum. Síðan gleyma því að einfaldar hugmyndir manna um flesta hluti sem leiða til illvirkja hafa nákvæmlega ekkert með trú að gera, heldur þvert á móti.
Virkilega sorglegir einstaklingar, og líklega er maður bara að hella olíu á eldinn, með því að vera benda á hið augljósa.
Sigurjón G 13.7.2010 kl. 14:12
Sigurjón var að játa það að hann trúir á galdrakarlinn í geimnum.. að ég held.
Það þarf ekki að réttlæta trúleysi... menn geta reynt að réttlæta trú.. en það er ekki hægt.. trú er ekkert nema hughreystandi lygar, svindl. stjórntæki, peningaplokk.
Sigurjón virðist ekki hafað lesið biblíu né kóran.. eða hann hefur dissað kafla sem fyrirskipa þjóðarmorð, heimsmorð.. nauðganir..
Biblía og kóran byggja 100% á tribalisma... us and them þankagangi... við erum góðir, hinir eru vondir
doctore 13.7.2010 kl. 14:26
Þetta liggur greinilega þyngra á sumum, en öðrum.
Maður veit hreinlega ekki hvort maður á að vorkenna doctore, eða eitthvað annað. Minnir mikið á einhvern sem hefur týnt sjálfum sér í að lesa of mikið af vísindaskáldsögum, eða spila of mikið af tölvuleikjum, svona án alls gríns.
Sigurjón G 13.7.2010 kl. 14:39
Það er ragt að segja að svokallaðir ,,islamistar" séu hluti af ,,öfgafullri trúarhreifingu".
Þetta er bara mýta og vanþekkin á vesturlöndum. Þetta eru fyrst og fremst þjóðernissinnar.
Með N-Írland - og kaþólikka vs. mótmælendur - þá er sláandi hve í raun svipar að mörgu leiti til Palestínu vs. Israel.
Svo er fólk að hneykslast hérna á einhverjum muslum etc. Það þarf ekki lengra en rétt til norðuhluta Irlands til að finna dæmi þar sem fólk getur séð hvernig mál geta þróast. (Þó vel að merkja að það sé ekki að öllu leiti sambærilegar aðstæður. Ekki beint = merki)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.7.2010 kl. 15:05
Edit: ,,hneykslast hérna á einhverjum muslimum"
Svokallaðir mótmælendur á N-Irlandi, eða öllu heldur hluti þeirra er stórmerkilegt fyrirbrigði. Þessi regla þarna Órí eitthvað og göngur hennar.
Hef reyndar kynnst pínulítið N-Írskum aðilum úr sjávarbyggðum (þeir voru mjög friðsamir) Ótrúlega líkir íslendingum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.7.2010 kl. 15:10
Sigurjóni kippir í trúargírinn... DoctorE er búinn að spila of mikið af tölvuleikjum og lesa vísindaskáldsögur...
Hefur þú lesið biblíu Sigurjón... hefur þú lesið koran, ég er búinn með biblíu.. og slatta af kóran... þetta eru ekki vísindaskáldsögur.. bara fantasy horror sögur
doctore 13.7.2010 kl. 15:23
Gaman væri að heyra frá Jóni Vali!
Halló Jón Valur.....'þú ert EKKI þekktur fyrir að þegja!
Anna Benkovic 13.7.2010 kl. 23:25
Mér finnst fullkomlega rétt að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Deilendur á Norður-Írlandi eru vissulega kaþólikkar og mótmælendur þó svo að deila þeirra hafi ekki verið trúarlegs eðlis öldum saman.
Hver er ástæða ófriðarins á Norður-Írlandi? Svarið er einfalt. Tvær fylkingar fólks álíka fjölmennar með langa sögu ófriðar á sama svæði.
Þetta skilja fjölmenningarsinnar og dhimmi-trúðar ekki. Þeir líta svo á að óendanlegur fjöldi aðfluttra múslima auðgi menningarsamfélögin sem þeir flytjast til og geri þau fjölbreytilegri og yndislegri. Íslam er jú trú friðarins í augum þessa fólks.
Staðreyndin er sú að stórir minnihlutahópar með menningu gjörólíka menningu samfélagsins sem fyrir er eru ávísun á vandamál. Þetta á sérstaklega við um múslima sem að aðhyllast herská trúarbrögð sem þeir telja öllu æðra og þá menn sem aðhyllast ekki delluna úr múhameð beinlínis syndara og í jafnvel réttdræpa.
Þó að umræddir ofbeldismenn á Norður-Írlandi séu vissulega kaþólskir þá lýsir það í besta falli fáfræði eða heimsku og í versta falli illum tilgangi að líkja þeim við íslamska hrotta sem eru beinlínis að fylgja beinum skipunum allah eins og þær birtast í hinum hræðilegu trúarritum þeirra.
marco (í dýrðinni) 14.7.2010 kl. 01:24
Það gerir það ekki marco... ótal menn hafa látið lífið í hallelúja stríðum á Írlandi... Samt er kaþólska kirkjan á Írlandi með versta ferilinn.. nauðguðu tugum þúsunda barna... JVJ hefur ekki sagt orð um það
doctore 14.7.2010 kl. 08:47
Hellelújastríð á Írlandi segir þú, doctore. Já, að öllum líkindum á það við um átök um og upp úr siðaskiptum.
Ég er þess fullviss að grjótkastararnir kaþólsku fóru ekki með Maríubænir um leið og þeir grýttu göngu Óraníu-reglunnar.
Múslimskir hrottar garga aftur á móti alltaf allah-uh-akbar í þann sem þeir sprengja sig og aðra eða þá skera höfuðið af trúvillingum sem lenda á þeirra valdi.
Barnaníðið er dapurleg staðreynd og að sjálfsögðu ber kaþólska kirkjan ábyrgð á því að stóru leyti. Barnaníð er aftur á móti ekki kristileg hegðun.
Barnaníð er mjög algengt í löndum íslams. Víða er það bannað samkvæmt secular lögum landsins en aftur á móti fullboðlegt samkvæmt sharia-lögum. Múhameð var sjálfur haldinn barnagirnd og helgaði hana með gjörðum sínum.
marco (í dýrðinni) 14.7.2010 kl. 10:52
Sa sem heldur tvi fram i fullri alvoru ad truarbrogd seu ovidkomandi atokunum a N-Irlandi hefur ekki kynnt sem malid nogu vel... eda er gjorsamlega blindur. Tad er audvitad ekki haegt ad buast vid tvi ad Hr. "Kristin stjornmalasdamtok" sjai tad, enda hlutdraegari en pafinn.
Hr. Kristin Stjornmalasamtok fellur i no true scotsman gildruna, enn einu sinni. Eg get med somu rokum og hann sagt ad allir truleysingjar seu godir, tvi tad er ju ekkert i "ritum truleysingja" sem hvetur til ofbeldis. Teir truleysingjar sem gera slaema hluti eru tvi i raun bara laumukristnir, rett eins og vondu katolikkarnir hans Nonna eru orugglega laumumuslimar eda laumutruleysingjar.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 14.7.2010 kl. 11:55
Óli Jón, mér þykir þú aðeins skjóta framhjá markinu (ef það er þá hægt!) í þessum pistli. En auðvitað er málið langt í frá einfalt!
Átökin á N-Írlandi eiga kannski helst rætur í sífelldum hernaði beint gegn Írlandi, frá Englandi og Skotlandi, í gegnum aldirnar. Normannar hertóku England á miðri 11. öld eins og kunnugt er og strax á 12. öld ráðast þeir á Írland og ná landinu í raun undir sig undir stjórn Hinriks II. Engu að síður var ekki um eiginlegt ríkjasamband að ræða, fyrr en með nýrri árás undir stjórn Hinriks VIII og Elísabetar I og endaði með Jakobi I í upphafi 17. aldar. Frá þeim tíma stunduðu Englendingar mjög ákveðna aðskilnaðarstefnu á Írlandi þar sem kaþólskum var markvisst ýtt til hliðar og haldið frá eignarhaldi og stjórnartaumum í landinu, með þeim afleiðingum að hin forna írska yfirstétt flúði land eins og hún lagði sig árið 1607.
N-Írland (Ulster) fékk sérstaka meðferð, þar hvöttu Bretar til stórfellds innflutnings fólks frá Englandi og Skotlandi en Írum nánast ýtt úr vegi. Í borgarastríðinu Breska í lok 17. aldar, þar sem stuðningsmenn hins kaþólska Jakobs II börðust við Vilhjálm af Oraníu, voru Írar nánast allir jakobítar nema íbúar Ulsters sem studdu Vilhjálm. Þótt borgarastríðið hafi verið að hluta trúarlegs eðlis naut Vilhjálmur af Oraníu stuðnings Páfans og margir kaþólskir börðust í liði hans.
Hinn trúarlegi stimpill hefur verið notaður aftur og aftur til að búa til tvær fylkingar, kaþólskra og mótmælenda, en í raun hefur alltaf verið um að ræða írska þjóðernissinna á móti breskum sambandssinnum. Eftir að "the troubles" hófust á N-Írlandi í lok 7. áratugarins, hið eiginlega borgarastríð sem enn eimir af, var til að byrja með talað um kaþólikka og mótmælendur sem andstæðar fylkingar. Fljótlega var þó fallið frá þessum merkimiðum, breskir fjölmiðlar töluðu eingöngu um "nationalists" eða "republicans" (þjóðernissinna, lýðveldissinna) gegn "unionists" (sambandssinnar).
Það er ónákvæmt, og engum til framdráttar, að stilla þessum fylkingum upp eftir hugsanlegri trúarafstöðu. Borgarastríðið á N-Írlandi snérist ekki um trúarbrögð heldur þjóðernishyggju og kröfu um réttlæti. En trúarbrögðin voru notuð aftur og aftur til að kynda undir ófrið, einkum voru það sambandssinnar sem notuðu óttann við kaþólskuna sem öflugt vopn.
Borgarastyrjöldin á N-Írlandi var ekki "trúarbragðadeilur" með svipuðum hætti og þrjátíu ára stríðið í Evrópu eða krossferðirnar.
En hvað með íslamista? Eins og JVJ benti á þá var IRA marxísk samtök, eins og svo mörg önnur hermdarverkasamtök á þeim tíma - RAF, PLO - marxísminn var hugmyndafræði uppreisnarmannsins. Átökin í Palestínu voru t.d. ekki á trúarlegum forsendum, PLO var ekki íslömsk samtök heldur marxísk/þjóðernissinnuð og Fatah (stjórnmálarmur PLO) heldur enn fast í sekúlarisma sinn.
Marxísminn er ekki lengur í tísku, í dag er það "íslamisminn" sem er hugmyndafræði uppreisnarmannsins. Þessi notkun á íslam er ný af nálinni, gegnum sögu múslíma hefur íslam verið trú ríkisvaldsins, hin rétta og nauðsynlega trú þess sem réði - og íslam var ætlað að ráða, ætlað að stjórna. Endurteknar árásir á Konstantínóbel og síðar Vín var liður í útþenslustefnu Íslam, nokkuð sem var mjög sterklega bundið í hugmyndafræði trúarinnar.
Sama gilti auðvitað um kristni og útþenslustefnan var mjög markviss en leið alvarlegt skipbrot á 13. öld með endalokum krossferðanna. Kristnin tók undir sig nýtt útþenslustökk með landafundunum og í samkeppni kristni og íslam má segja að Það hafi verið kristnin sem hafi sigrað útþenslukeppnina. Það var ekki fyrr en á 19. öld að ósigur íslamskrar útþenslustefnu fór að renna upp fyrir múslímum, og í raun ekki fyrr en eftir fyrri heimsstyrjöldina að hugmyndafræði íslam um alheimsyfirráð hlaut endanlegan hnekki. Enda missti íslam ítök sín um allt yfirráðasvæði sitt, aðrar hugmyndafræðistefnur urðu ofan á (marxísmi, pan-arabismi) og trúleysi/trúarlegt hlutleysi varð mjög útbreytt meðal múslímskra þjóða.
Endurvakning íslam sem hugmyndafræði hernaðar má m.a. rekja til Afganistan og Palestínu að undirlagi Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna. Bandaríkjamenn notfærðu sér íslam sem hugmyndafræði sem gat bundið saman andstæðinga sovéska innrásarliðsins í Afganistan og sköpuðu þar með mujahedeen skæruliðana, forvera Talíbana. Ísraelsmenn beittu sér fyrir (eða í það minnsta studdu við) stofnun Hamas meðal Palestínumanna sem mótstöðuafli við PLO.
Íslamska byltingin í Íran átti sér stað á svipuðum tíma, svo virðist sem um miðjan 7. áratuginn hafi orðið mikil endurvakning meðal múslíma, kannski að hluta rakin til hinnar velheppnuðu samstöðu OPEC ríkjanna sem leiddi til gríðarlegrar tekjuaukningar t.d. í Sádí Arabíu. Þaðan tóku peningar að streyma um allan him íslamska heim og trúarlegir skólar voru stofnaðir í hinum sér-sádíska anda þar sem herskár Wahabismi er áberandi. Talíbanahreyfingin er bein afleiðing slíkra skóla.
En "íslamskir" öfgamenn eru ekki frekar í trúarbragðastríði en n-írskir kaþólikkar. Átökin snúast ekki um trúarleg atriði heldur um þjóðernishyggju, um stolt. Múslímar hafa misst stolt sitt, þeir sjá þjóðir sínar herteknar af útlendingum eða undir harðstjórn fasískra (eða sósíalískra) einræðisherra. Það er þangað sem hatrið beinist.
Kristnir krossferðarriddarar drápu múslíma ekki aðeins sem hluti af hernaði heldur einnig sem hluti af heilagri skyldu, páfinn hafði lofað þeim syndaaflausn fyrir að drepa múslíma. Var það kristnin sem olli þessari mannvonsku - og er það íslam sem veldur þeirri mannvonsku sem birtist hjá hinum ónafngreinda talsmanni frá Sómalíu sem gleðst yfir dauða fótboltaáhorfenda?
Íslam er trú friðar í augum yfirgnæfandi meirihluta múslíma. Sama gildir um kristni í augum kristinna. Mannvonskan þrífst ekkert frekar á einum stað en öðrum, kristni er ekkert síðri vopn í höndum öfgamanna en íslam.
En hvað getum við þá kallað "íslamska öfgamenn" annað ef við viljum reyna að af-trúvæða þessi menningarátök nútímans? Þetta er mikilvæg spurning því það er einmitt notkun öfgamanna á trúarstimplinum sem er það hættulegasta þegar til lengri tíma er litið. Við hér á vesturlöndum eigum við okkar eigin trúarbrögð að etja, samfélag okkar byggir á aðskilnaði og aðgreiningu trúarbragða frá stjórnun samfélagsins. Málfrelsi, trúfrelsi, félagafrelsi eru grundvallar forsendur samfélagsins. Ekki kristni eða biblían líkt og menn eins og JVJ vilja telja okkur trú um.
Öfgamenn sem drepa í nafni Íslam eru helstu vinir þeirra sem berjast gegn samfélagsgerð okkar. Og hættulegastir meðal þeirra eru hin fimmta herdeild ”kristinna” stjórnmálamanna. Eins og kommúnistarnir á síðustu öld eru kristnir stjórnmálamenn nútímans engir vinir lýðræðisins. Okkar vestræna samfélag er þeim ekki að skapi. Þeir eru á móti frelsi í allri sinni mynd, hvort sem það er persónulegt, félagslegt, fjárhagslegt eða trúarlegt.
Við sem viljum halda í lýðræðið og frelsið verðum að sjá til þess að trúarbrögðin þekki sinn sess í samfélaginu. Við verðum að af-trúvæða átökin sem einkenna upphaf 21. aldarinnar, við verðum að gera okkur ljóst að hér er ekki um að átök milli ”kristni” og ”íslam”, baráttan snýst um frelsi gegn helsi, hún snýst um að lýðræðið lifi af þessa sína nýjustu ógn. Allt frá upphafi 19. aldar hefur lýðræðið barist fyrir tilveru sinni. Fyrst gegn konungsvaldinu, síðan gegn fasisma og kommúnísma. Í dag berst lýðræðið gegn sínum hættulegasta óvini til þessa: Trúarfasismanum.
Ég legg til að héðan í frá verði notað hugtakið ”trúarfasískur öfgamaður” og ”trúarfasísk hermdarverkarsamtök” – að orðinu ”íslamskur” eða ”kristinn” eða ”hindúi” eða ”gyðingur” verði skipt út með orðinu ”trúarfasisti” í öllum þeim tilfellum þar sem um öfgamenn er að ræða, menn sem aðeins nota trúarbrögðin sem leið til að afsaka eigin mannvonsku.
Brynjólfur Þorvarðsson, 14.7.2010 kl. 12:52
Góð grein hjá þér Brynjólfur, greinilegt að þú ert vel að þér í "fræðunum"
Mjög hlutlaust svona alveg þangað til í restina þar sem koma nokkrar vafasamar fullyrðingar sem vart geta talist vísindalegar og verða trúlega að skrifast á "fasisma" og "mannvonsku" höfundar. Nú vil ég ekki ætla þér að búa yfir "mannvonsku" Brynjólfur en þar sem þú skilgreinir "mannvonsku" svo skemmtilega sem þú gerir þá vil ég leyfa mér að nota hugtakið gegn þér sjálfum, þar sem þú flokkast sem einn slíkur samkvæmt skilgreiningunni. Ég vona að þetta virki ekki móðgandi á þig.
Svo við snúum okkur að vafasömum fullyrðingum sem þarfnast betri útskýringa:
Í dag berst lýðræðið gegn sínum hættulegasta óvini til þessa: Trúarfasismanum.
Í þessari fullyrðingu virðist þú gera ráð fyrir því að lýðræðinu stafi ógn af trú. Ég trúi á Jesú Krist og er þar með "Kristinn" ég boða fagnaðarerindið þeim sem vilja á hlusta en þröngva því ekki uppá neinn. Á sama hátt boðar þú fögnuð í "Trúleysi". En vilt meina að þú standir með lýðræðinu en ég sé "Trúarfasisti". Ein spurning, hvers vegna getum við bara ekki borið virðingu fyrir hvort öðru án þess að vera með þessi uppnefni? Þú virkar á mig sem þroskaður einstaklingur svo þú hlýtur að getað tekið undir það.
að orðinu ”íslamskur” eða ”kristinn” eða ”hindúi” eða ”gyðingur” verði skipt út með orðinu ”trúarfasisti” í öllum þeim tilfellum þar sem um öfgamenn er að ræða, menn sem aðeins nota trúarbrögðin sem leið til að afsaka eigin mannvonsku.
Hvernig skilgreinir þú öfgamann, Brynjólfur? Hvar eigum við að draga línurnar á þessu nýju uppnefnum þínum? Hver verður dómarinn? Maður sem er að læra sagnfræði í Háskóla Íslands gæti t.d. orðið ágætis samfélagsdómari. Vilt þú taka þetta hlutverk að þér Brynjólfur? Þetta yrði held ég kauplaust en þú fengir að dæma fullt af fólki, hver er "í lagi" og hver er "Trúarfasisti". Þú fengir svo að búa til svona stjörnu eins og var sett á Gyðingana, þannig væri hægt að merkja alla "Trúarfasista". Hvernig lýst þér á þessa hugmynd? Með þessu móti getum við öll notið okkar í eigin "mannvonsku" og líka réttlætt hana útfrá okkar eigin sjónarmiði.
Valur 14.7.2010 kl. 13:43
Valur, þakka þér viðsvarið. Hverjum er frjálst að trúa því sem hann vill og einnig að boða trú sína. Þetta eru grundvallar atriði. Þú sem kristinn maður og ég sem trúlaus, við erum báðir jafn frjálsir til að tala fyrir málstað okkar.
En hvað er þá öfgamaður? Í trúmálum er augljóslega sá öfgamaður sem hvetur til, eða notar, ofbeldi - og réttlætir það á trúarlegum forsendum. En öfgamaðurinn sem er miklu hættulegri er sá sem vill takmarka frelsi annarra, málfrelsi, hugmyndafrelsi, skoðanafrelsi.
Þeir sem tilheyra fyrri skilgreiningunni, þeir sem nota eða hvetja til ofbeldis, eru miklu miklu færri en hinir sem vilja skerða frelsið. Þess vegna eru hinir síðarnefndu hættulegri okkur, við erum ekki í lífshættu vegna trúarofstækis.
En samfélag okkar er í hættu vegna trúarofstækis. Þú, Valur, sem kristinn maður er ekki hættulegur samfélaginu frekar en nágranni minn sem heitir Hamed og er múslími. Hinir hættulegu er þeir sem setja okkur mennina í annað sætið, þeir sem telja guð mikilvægari mannlegu samfélagi.
Brynjólfur Þorvarðsson, 14.7.2010 kl. 21:51
Hann er óttalegur kjáni. Gargar á torgum borgarinnar í megafón. Annarleg uppákoma:
http://www.youtube.com/watch#!v=Wb384dW0-nA&feature=related
Aumingja kallinn 14.7.2010 kl. 22:54
Gott að þetta atriði er komið á hreint. Við getum vonandi öll verið sammála um að takmörkun á málfrelsi, hugmyndafrelsi og skoðanafrelsi er ekki af hinu góða og ég þekki engan Kristinn einstakling sem er hlyntur þannig takmörkun. Það er einmitt hugmyndafræði okkar sem erum Kristin að hver og einn komi til Guðs á sínum forsendum þessu var t.a.m. ekki þröngvað uppá mig á nokkurn hátt.
Ég hef oft verið andsnúin rökræðum sem snúa að því að vísindavæða Kristna trú því þetta hefur einmitt ekkert með vísindi að gera. Það er margt í Biblíunni sem væri hægt að flokka sem "ótrúlegt" og ef einhver hefði sagt mér fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að losna við alla gamla og íþyngjandi gremju og hatur á einu augnabliki með hjálp frá Jesú Kristi þá hefði ég álitið þann hinn sama galinn, eins ef einhver hefði sagt mér að ég ætti eftir að verða vitna af skírn í Heilögum anda þar sem persóna mér nákomin talaði tungum. Þetta eru upplifanir, það sama á við um lærisveina Jesú Krists sem sáu (samkvæmt minni trú) Krist upprisin eftir þá meðferð sem hann fékk frá Rómverskum hermönnum. Eftir trúarlega upplifun þá er ekkert sem hljómar "ótrúlega" og ég trúi því að Drottinn sé almáttugur og þar eru engin landamæri samkvæmt minni trúarsannfæringu.
En við þurfum að leita Drottins og það gerum við ekki nema algjörlega sjálfviljug og auðvitað vona ég að sem flestir finni þann frið og það frelsi sem er í mínu lífi í dag, því ég vil náunganum vel en ég er ekki hlynntur því að þröngva neinu uppá neinn.
Brynjólfur, þú segir:
Hinir hættulegu er þeir sem setja okkur mennina í annað sætið, þeir sem telja guð mikilvægari mannlegu samfélagi.
Ég á erfitt með að átta mig á því hvað þú átt við hér. Drottinn Guð, Jesú krists er faðir minn á himnum og er það mikilvægasta í mínu lífi. Til hans sæki ég andlega næringu. Ég bið hann um styrk til þess að geta gefið af mér til fjölskyldu minnar og til samfélagsins. Ef ég hefði ekki Guð þá væri ég jafn bensínlaus og ég var fyrir frelsunina. Ég get náttúrulega bara talað útfrá sjálfum mér en ég sé ekki að þetta viðhorf mitt geti verið á einhvern hátt hættulegt. Það hafa þvert á móti allir sem í kringum mig eru talað um þá jákvæðu breytingu sem á mér hefur orðið. En það gæti verið að ég sé að misskilja þig eitthvað hér.
Valur 14.7.2010 kl. 23:07
Sæll Valur
Þú talar vel máli þínu, trú einstaklingsins er hans eigin innri sannfæring og ég get ekki séð að það eitt að vera kristinn eigi að gera mann líklegri til að vilja takmarka frelsi annarra.
Ef ég má vitna í grein eftir Metin Başoğlu sem birtist í New Scientist (og er einnig á netinu):
Það sem Metin segir þarna á við um svo margt: Trúarbrögð eru notuð til að réttlæta ótrúlugustu hluti sem eiga kannski ekkert skylt við það sem flestir aðrir skilja í trú sinni.
Skerðing á málfrelsi er mjög gott dæmi, lætin sem urðu eftir Múhameðsteikningarnar í Jylland Posten eru gott dæmi: Margir kristnir einstaklingar hafa tekið undir gagnrýni þessara öfgasinnaðra "múslíma" sem hafa nýtt sér málið í pólítískum tilgangi, og viljað að málfrelsi í lýðræðisríkjum verði skert til að vernda trúartilfinningar eða eitthvað álíka.
Á okkar ástkæra Fróni eru ýmis mannréttindi takmörkuð til að vernda eða styrkja trú og ákveðin trúfélög. Sem dæmi má taka að trúarsannfæring einstaklinga er skráð í miðlægan ríkisrekinn gagnabanka - brot á réttindum um friðhelgi trúarsannfæringar. Og þegar börn eru skráð í félagsskap við fæðingu er um brot á félagafrelsi að ræða.
Lítil atriði kannski, en engu að síður dæmi um hvernig sumir nota trúarbrögð til að skerða réttindi annarra.
Hættan við að stilla múslímum og íslam upp sem óvini okkar er að þeir sem telja sig tilheyra kristni rísa upp sem andsvar, sem vinir eða verndarar okkar. Kristni verður að mikilvægum þætti í samfélaginu sem þarf að vernda og styrkja, ekki vegna hinnar kristnu trúar heldur vegna ímyndar um að kristni sé á einhvern hátt vopn í stríði við hina fjandsamlegu ekki-kristnu sem m.a. eru farnir að grafa um sig í okkar eigin samfélagi.
Eða hvað með andúð við að moskvur séu reistar á Íslandi (og einnig hér í Danmörku þar sem ég bý)? Er ekki verið að takmarka frelsi annarra einstaklinga með þessu?
Ef við köllum öfgamenn, óvini okkar, "fasísta" þá eru það "lýðræðissinnar" sem eru vinir okkar. Trú einstaklingsins verður áfram hans einkamál, óvinir samfélagsgerðar okkar verða ræddir undir samfélagsfræðilegum eða stjórnarfræðilegum forsendum - ekki trúarlegum.
Brynjólfur Þorvarðsson, 15.7.2010 kl. 16:09
Valur, varðandi atriðið um þá sem setja manninn í annað sætið, þá var ég að skrifa smá svar á bloggsíðu hjá Kristni Teódórssyni(athugasemd nr. 53) þar sem afstaða mín skýrist kannski nokkuð?
Brynjólfur Þorvarðsson, 15.7.2010 kl. 16:11
"Aumingja kallinn" setur inn link á Jón Val að nýta sér málfrelsi og fundarfrelsi sitt. Kannski væri betra að fleiri stigu fram með skoðanir sínar og létu í sér heyra, og þyrðu að standa sjálfir fyrir eigin skoðunum?
Brynjólfur Þorvarðsson, 15.7.2010 kl. 16:13
Ég verð að játa að enska er ekki mín sterka hlið en mér sýnist þessi maður sem þú vitnar í vera m.a. að tala um sjálfsmorðs hryðjuverk. Veist þú um einhver Kristinn samtök sem hafa staðið fyrir slíku? Fólk er duglegt að vitna í ófriðin í Írlandi en þar sem þú ert menntaður og fróður maður og gerðir einmitt því máli góð skil í greininni þinni þá held ég að við þurfum ekki að fara nánar í þá sálma og nokkuð ljóst að þau átök snúast ekki um trúmál. Kem betur að þessu síðar.
Þú talar um Múhameðs teikningarnar og vitnar þar í að einhverjir Kristnir menn hafi verið fylgjandi því að banna þess konar gjörninga, við getum sett fram þá spurningu hvort það sé rétt. En erum við endilega mennirnir til að svara því? Staðreyndin er jú sú að þessar teikningar særa fólk en bann á þeim skerðir frelsi. En hvað eigum við að ganga langt í frelsinu? Eigum við að leyfa fólki að meta það sjálft hvað sé eðlilegt og hvað ekki eða á samfélagið að setja viðmið og eftir hverju á að fara við setningu slíkra viðmiða. Ég er með ágætis dæmi:
Eigum við að leyfa fólki að dópa sig upp og drekka ótæpilega svo það geti drullað yfir náungan í vímu og ölæði? Eigum við að leyfa hórmöngurum að bjóða uppá "Erótískan" dans sem er á gráu svæði, erfitt hefur reynst að fylgjast með því hvað fer fram á slíkum stöðum og spurning hvort þær konur sem koma hingað í þessum tilgangi sé sýnd sú virðing sem manneskja á skilið. En þetta er auðvitað allt gert í nafni frelsis.
Það sem ég er að reyna að benda þér á að mikið frelsi getur leitt af sér óskynsamlegar niðurstöður. Ég get tekið dæmi frá sjálfum mér:
Ég var að læra undir próf heima hjá mér (var einn þá). Ég heyri einhver hljóð fyrir aftan mig og sný mér við. Þar stendur maður sem ég kannaðist við en hafði aldrei talað við svo heitið getur, hann var vægast sagt dauðadrukkinn. Ég tapaði mér, veit ekki hvað gerðist, ég bara missti stjórn á mér, réðist að honum og reyndi að henda honum út. Félagi hans kom svo þarna inn og dró hann út. Aðstæður voru sem betur fer á þennan hátt, ég var einn heima, félagi hans var ekki langt undan. Annars veit ég ekki hvernig þetta hefði endað. Ég heyrði svo síðar að þessir félagar hafi verið að koma úr reisugildi og þar var ótæpilega mikið af áfengi haft um hönd. Ef við hefðum unnið hvor öðrum t.d. ómetanlegan skaða, hann vegna ölæðis og ég vegna tryllings, hvað þá? Er hægt að segja að áfengis neysla sé í lagi, vegna þess að samfélagsviðmiðin segja okkur það?
Nú tek ég það fram að ég er aðeins að velta upp spurningum til þess að sýna fram á þá árekstra sem geta skapast vegna "frelsis" og "átroðnings". Frelsi getur nefninlega leitt af sér átroðning sem getur verið slæmur fyrir báða málsaðila.
Við sjáum það marg sinnis að samfélagið er ekki hæft til að setja viðmiðin, við getum litið á góðærisárin þegar útrásarvíkingarnir settu viðmiðin. Þeir sem gagnrýndu þá voru húðskammaðir. Þeir sem skömmuðu gagnrýnendur voru náttúrulega að skapa sér vinsældir samfélagsins. Við sjáum þetta í öðrum dæmum. En hafði samfélagið rétt fyrir sér í þessum málum?
En er ég bara að setja fram spurningar.
Svo við snúum okkur að kjarna málsins og það eru trúmálin. Þú setur Kristna trú sem jafn "hættulega" trú og íslam. En er það svo? Í dæmum máli þínu til stuðnings getur þú samt bara nefnt dæmi um "hættulega" múslima. Ég viðurkenni fúslega að ég hef ekki mikið vit á Íslam eða hvernig Múslimar haga sínum málum. Ég hef haft í fullu fangi að sinna mínum eigin málum. Þannig að ég ætla ekki að leggja dóm á þeirra trú. En ég veit að þeir eiga ekki Jesú Krist, þeir eiga Múhameð spámann en hann er ekki Guð. Ég kenni í brjóst um þá vegna þessa og myndi að sjálfsögðu vilja að þeir tæku á móti Jesú eins og ég hef gert, þeirra vegna. Þú vitnar í erlenda grein þar sem orðið "sjálfsmorðshryðjuverk" er nefnt. En og aftur get ég aðeins talað útfrá sjálfum mér. Ég hef aldrei verið lengra í burtu frá þeim stað að vilja meiða einhvern (hvað þá sjálfan mig) en akkúrat núna. Ég hef fallið í freistni í stundarkorn og hatast útí náungan en ávallt snúið mér frá syndinni og iðrast, ég hef líka beðið fyrir því fólki sem hefur tekið sér stöðu sem óvinir mínir.
Það getur verið að "einhverstaðar" hafi "einhverjir" Kristnir gert eitthvað hræðilegt en segir það eitthvað raunverulega um trúna sjálfa?
Segjum sem svo að einhver bekkjabróðir þinn úr sagnfræðinni myndi fara markvisst að bulla og fara rangt með sagnfræðilegar staðreyndir. Værir þú þá ánægður með að sagnfræðin í Háskólanum yrði gjaldfelld sem námsgrein og þið yrðuð stimplaðir allir eins og hann?
Varðandi athugasemd þína á bloggsíðu Theódórs þá ertu hér að tala um tvöfalda kærleiksboðorðið. Þú verður að setja þetta í samhengi: Farísearnir voru að reyna Jesú, þeir spurðu hann spurninga sem þeir voru nokkuð vissir um að engin "maður" gæti svarað (voru að reyna að afsanna að hann væri sonur Guðs). Þeir spurðu hann, hvað er það mikilvægasta? Og hann svaraði með því svari sem nú nefnist tvöfalda kærleiksboðorðið. En þetta boðorð sameinar öll boðorðin í einu boðorði. Farísearnir voru orðlausir eins og í öllum þeim rimmum sem þeir áttu í við Jesú og eins og ég útskýrði fyrir þér í síðasta svari mínu:
Drottinn Guð, Jesú krists er faðir minn á himnum og er það mikilvægasta í mínu lífi. Til hans sæki ég andlega næringu. Ég bið hann um styrk til þess að geta gefið af mér til fjölskyldu minnar og til samfélagsins. Ef ég hefði ekki Guð þá væri ég jafn bensínlaus og ég var fyrir frelsunina. Ég get náttúrulega bara talað útfrá sjálfum mér en ég sé ekki að þetta viðhorf mitt geti verið á einhvern hátt hættulegt. Það hafa þvert á móti allir sem í kringum mig eru talað um þá jákvæðu breytingu sem á mér hefur orðið.
Þá er ekkert skrítið við þetta boðorð.
Ég veit að það sem ég set hér fram getur hljómað öfgafullt en í hvernig samfélagi viljum við lifa? Getum við sagt okkur að við lifum í góðu samfélagi sem fari vel með okkur? Hefur frelsi gert okkur gott? Getur verið að það frelsi sem er við líði í samfélaginu okkar í dag muni koma til með að skaða börnin okkar? Gætum við vaknað upp einn daginn þar sem okkur er tilkynnt að sonur okkar hafi drukkið stíflueyðir í partýi, en hann var svo stabíll strákur? Hvernig stendur á þessu?
Getur verið að boð Drottins eins og þau eru kynnt fyrir okkur í Biblíunni séu það rétta fyrir okkur? (þá er ég að tala um Nýja Testamenntið, boðorðin 10 eru líka þar)
Valur 15.7.2010 kl. 22:33
Pabbi í geimnum.... sheesh
Þú ert ekki frelsaður Valur, þú ert í hlekkjum sjálfsblekkingar, meira að segja hann þykjustu pabbi þinn sá þetta á krossinum: Faðir hví hefur þú yfirgefið mig...
Það er ekki nokkur munur á þér Valur, og svo múslímum... og gerðu eitt: Fáðu þér kóran og lestu, það er eins og að lesa biblíu, margar persónur eru þær sömu.
Þetta er tribalismi sem þú ert í Valur.... fyrst kom biblían.. síðan skrifuðu menn ofan á biblíu, settu þar Jesú sem dyravörð að guði fyrri biblíu... síðar kom íslam, smíðuðu sitt líka ofan á biblíu.
Já Valur, þú hefur fallið fyrir einfaldasta og fáránlegasta svindli allra tíma...
doctore 16.7.2010 kl. 11:51
Eins og ég sagði við þig þegar við hittumst síðast doctore þá er ég ekki tilbúin til þess að munnhöggvast við óharðnaða unglinga, á meðan ég veit ekki aldur þinn þá er tilgangslaust fyrir þig að reyna að rökræða við mig. Ég er 37 ára gamall svo það komi fram.
Valur 16.7.2010 kl. 12:23
Sæll Valur
Ég held að við ættum ekki að deila um trú sem slíka, þú hefur þína trú og ég hef ekki áhuga á að gagnrýna hana eða benda á hvað ég tel rangt eða misskilið þar. Og ég vil auðvitað taka það skýrt fram að ég tel þig ekki vera verri mann vegna trúar þinnar - og sama get ég sagt um nánast alla trúaða menn. Það er einkennandi fyrir nánast alla kristna og múslíma að þeir telja sína trú vera hinn mesta friðarboðskap.
En ég hef verið að benda á hættuna af því þegar trú er gerð að samfélagsviðmiði, þegar trúmenn fara að skipta sér af samfélaginu á grundvelli trúar sinnar. Það tel ég vera mjög hættulegt enda tilhneiging þessara trúmanna alltaf á þá leið að takmarka með einhverjum hætti grundvallar atriði samfélagsgerðar okkar, sem er án nokkurs efa sekúler (trúlaus).
Þú kemur sjálfur með ágæt dæmi um þessa tilhneigingu. Þín innri trú er þitt mál. En þú vilt takmarka frelsi annarra og réttlætir þá takmörkun út frá trú þinni - ekki út frá grundvallar hugsunum um mannréttindi eða þörfum samfélagsins.
Greinin sem ég vitnaði til, eftir Metin, fjallaði um skylt efni en auðvitað miklu alvarlegra - en punkturinn hjá honum, sá sami sem ég hef verið að reyna að setja fram, er að trúin sem slík er ekki orsök hættunnar sem af henni stafar. Hvort sem þú vilt láta takmarka drykkju í samfélaginu eða einhver annar vill sprengja bandaríska hermenn í loft upp, báðir getið þið fundið rökstuðning í trú ykkar - en þið hefðuð trúlega verið sömu skoðunar hver svo sem trú ykkar hefði verið, nú eða trúleysi.
Þú hefur ákveðnar skoðanir, Valur, sem eru frekar íhaldssamar í mínum augum og snúa að takmörkun á frelsi. Auðvitað þarf samfélagið að takmarka frelsi að einhverju leyti, en slík takmörkun á að vera eins lítil og hægt er. Takmörkun á málfrelsi er kannski lang hættulegust, heimspekingar sem hafa fjallað hvað mest um grunn lýðræðisins (t.d. Dewey) benda á grundvallarforsendur málfrelsisins. Hinn danski Grundtvig var á mjög svipaðri skoðun.
Þú mátt hafa þínar skoðanir og rökstyðja þær, en ég get aðeins haft við þig vitrænar umræður um þessar skoðanir ef þú heldur trú þinni utan við. Þú getur vel rökstutt takmörkun á drykkju út frá samfélagslegum forsendum svo dæmi sé tekið. Trú kemur málinu alls ekki við og um leið og trú er dregin inn í umræðuna hverfa hreinskilin skoðanaskipti.
Þú segir:
Ég tel að trú einstaklingins sé ekki "hættuleg", einstaklingar geta verið hættulegir og þeir nota trú til að réttlæta gjörðir sínar. Skiptir þá engu hvort þeir eru kristnir, múslímar, hindúar eða gyðingar.
Ég nefndi dæmi um "hættulega" kristni, kannski það rosalegasta sem þekkist, en það var boðskapur páfa að það væri sáluhjálparatriði, syndaaflausn, að myrða annað fólk. Krossferðirnar voru einhver stærsti trúarglæpur sem framinn hefur verið og múslímar eru ekki búnir að gleyma því. En ástæður krossferðanna voru ekki trúarlegar - Urban II páfi ætlaði sér að koma sér upp einkaher, einkum frankverskra riddara, til að geta betur varið veraldlega hagsmuni sína í N-Ítalíu. En samfélagsástandið í Evrópu, og almennur trúarofsi (réttara: hræðsla við helvíti sem kaþólska kirkjan var búin að lemja í fólk í margar aldir) varð til þess að krossferðin fór úr böndum, var allt of stór - og slysaðist til að vinna! Og þegar búið var að vinna Jerúsalem voru allt of miklir hagsmunir í húfi til að sleppa henni. Fyrst og síðast snérust krossferðirnar um veraldleg völd og peninga, eins og öll stríð. En trúin er eitt hættulegasta vopn þess sem vill fara í stríð!
"Krossferðir" Danakonunga við eystrasalt er annað dæmi, Valdimar mikli reið fyrir hópi ofbeldismanna sem taldi ekki ófáa biskupa og presta undir vopnum. Vopnaðar munkasveitir voru algengar á þessum tíma, danski fáninn er einmitt merki jóhannítareglunnar, einnar slíkrar hermunkareglu. Fyrsti krossfáninn var sem sagt stríðsmerki vopnaðrar munkareglu! Einhvers staðar hefur náungakærleikurinn orðið útundan!
Í nútímanum má finna dæmi um mjög hættulega kristna, t.d. sú yfirlýsta trú Bush jr. og margra stuðningsmanna hans að það væri guðlegt hlutverk Bandaríkjamanna að ráðast á lönd múslíma. Fjölda margir kristnir styðja enda slíkar árásir, t.d. aðgerðir Ísraelsmanna, því þeir telja að þessar styrjaldir séu á einhvern hátt nauðsynlegar forsendur heimsendis.
Er hægt að vera með hættulegri ranghugmyndir?
Nýlegri dæmi um hættulega kristna eru átökin í fyrri lýðveldum Júgóslavíu. Serbar réðust á múslíma, á yfirborðinu vegna trúarinnar. En það hefur verið greint nokkuð vel hvernig þjóðernissinnaðir öfgamenn meðal Serba notuðu trúarmismuninn til að æsa upp styrjaldarástand.
Að lokum vil ég benda þér á að ég hef enn verið að skrifa hjá Kristni Theódórssyni, þar er nýtt svar (nr. 61) sem er inni á sömu atriðunum en frá soldið öðrum vinkli.
Brynjólfur Þorvarðsson, 16.7.2010 kl. 14:10
Brynjólfur, ég held að þú hafir misskilið mig. Ég var bara að velta upp spurningum um hvar við ættum að leggja línurnar í frelsinu. Ég t.d. má drekka brennivín samkvæmt lögum en ég kýs að gera það ekki vegna þess að ég elska Guð, sjálfan mig og þá sem í kringum mig eru. Hins vegar setur samfélagið allskonar viðmið og ef við skoðum fíkniefnin þá er áfengi það eina af þessum hættulegu fíkniefnum sem er ekki bannað. Nú tek ég það fram að ég er ekki hlynntur lögleiðingu fíkniefna en áfengi er í rauninni bara leyfilegt vegna þess að samfélagið ákveður það. Kannski er það siðmenntaðasta fíkniefnið í neyslu, ég veit það ekki.
Með þessu dæmi sem og öðrum er ég að sýna fram á að samfélagið þarf ekki endilega alltaf að hafa rétt fyrir sér þar sem þú talaðir um skynsamleg samfélagsleg viðmið eða jafnvel trúlaus samfélagsviðmið. En ef við tökum trúna útúr þessu eins og þú vilt gera þá getum við líka komist að niðurstöðu útfrá skynsemi. Á hvaða hátt er áfengi gott? Eru fóstureyðingar réttlætanlegar? (ég hef heyrt trúlausa menn tala hart gegn fóstureyðingum). Er samkynhneigð eðlilegur lífstíll fyrir manninn? (burt séð frá því hvað Páll Postuli sagði um samkynhneigð í mörgum bréfa sinna). Er auðsöfnun af hinu góða? (burt séð frá því hvað 5. kaflinn í Jakobsbréfinu segir)
Kristið fólk hefur hagað sér illa í gegnum tíðina, alveg frá upphafi og það mun gera það áfram. Ég haga mér ekki alltaf vel og ég er Kristinn en þegar ég haga mér illa er það vegna míns eigin vanþroska, Guð tekur ekki þátt í þessari hegðun minni þó svo að hann yfirgefi mig ekki. Því held ég að við getum verið sammála um að það sé ekki hægt að kenna Guði um þessa hegðun. Þú nefnir þarna nokkur dæmi um "hættulega" Kristni. Við skulum snúa okkur að þessum atriðum í nútímanum:
1. Bush jr. er hann Kristinn? Ég held án þess að ég geti fullyrt það að hann sé ekki Kristnari enn ég var áður en ég frelsaðist og ég var trúlaus með öllu en taldi mig vera Kristinn.
2. Eru þeir Serbar sem réðust á Múslima Kristnir? Ég get ekki svarað því og ég held að þú getir það ekki heldur Brynjólfur. Enda bendir þú sjálfur á að þeir hafi ráðist á þá á yfirborðinu vegna trúar. f
Ég get nefnt í þessu samhengi dæmi um Kristinn Pastor í Bretlandi sem sat að snæðingi ásamt föruneyti á hóteli skammt frá Kirkjunni sinni. Það kom að honum Múslimi og spurði hann hvort hann væri frægur Knattspyrnumaður. Pastorinn sagði svo ekki vera en Músliminn spurði hann þá hver hann væri. Hann sagðist vera Pastor í Kirkju hér rétt hjá. Músliminn spurði hvað þeir væru að gera hér og Pastorinn svaraði honum að þeir væru að snæða hádegismat og svo væru þeir á leiðinni á samkomu. Músliminn spurði hvort hann mætti koma með, það var auðsótt mál. Til að gera langa sögu stutta frelsaðist Músliminn á samkomunni, grét öllum þeim tárum sem hann hafði byrgt innra með sér og kraup frammi fyrir krossi Jesú Krists. Í þessari sögu sérðu enga þvingun og ekkert ofbeldi. Hér erum við að tala um Kristið fólk og Múslima. Það er fólk sem er Kristið og svo er fólk sem er Kristið.
Þú getur endurfæðst af andanum en verið samt í heiminum og af heiminum þó svo að það sé betra að vera í heiminum og í Guði. Við verðum að vera í heiminum en heimurinn togar í sum okkar og við missum sjónar á Guði og þá getur náttúrulega allt gerst. Ég sem Kristinn maður get samt ekki borið ábyrgð á því hvað Kristið fólk segir og gerir. Svo getur þú líka bara sleppt því að endurfæðast af andanum og sagst vera Kristinn og gert fullt af ljótum hlutum. Eins getur þú bara sleppt því að endurfæðast af andanum og bara haldið áfram að vera trúlaus. En ef við ætlum að flokka okkur í Kristna og Múslima, Trúlausa og hitt og þetta þá verðum við að vera viss um að við séum að tala um sama hlutinn.
Ég get sagt þér að ég veit um svona sirka 100 útgáfur af trúarskoðunum fólks sem telur sig vera Kristið. Ég veit um fólk sem er Kristið og trúir því að Guð hafi skapað apann og blásið í hann lífi og svo endurfæðumst við aftur og aftur, jafnvel 1000 sinnum og ef við verðum svo svakalega góð þá komumst við kannski til himnaríkis. Þetta fólk er í mínum huga ekki Kristið.
Ég veit líka um fólk sem segist vera endurfætt en viti nákvæmlega um allt hvað er rétt og hvað er rangt í Biblíunni. Það tekur út allt sem er óþægilegt fyrir það og gæti stuðlað að sjálfskoðun og þar með auknum þroska. Þetta fólk er ekki Kristið í mínum huga. En það kallar sig Kristið.
Ég er ekki að skoðanastýra fólki, fólk getur haft sínar skoðanir fyrir mér en það þarf að kalla hlutina réttum nöfnum. Ég skal kíkja á þráðin hans Kristins Theódórs.
Valur 17.7.2010 kl. 01:20
"Við getum vonandi öll verið sammála um að takmörkun á málfrelsi, hugmyndafrelsi og skoðanafrelsi er ekki af hinu góða og ég þekki engan Kristinn einstakling sem er hlyntur þannig takmörkun."
Mér þykir það einhvernveginn hálf ótrúlegt að þú þekkir engan kristinn einstakling sem telur að guðlast eigi að vera ólöglegt. Þú virðist hins vegar skilgreina "kristna einstaklinga" sem þá sem eru sammála þér - eins og allir hinir sem eru kristnir, en hafa ákveðið að þú sért það ekki, vegna þess að þú vilt ekki setja tjáningarfrelsinu skorður. Margir kristnir myndu t.d. rjúka upp til handa og fóta við að lesa setningu eins og "Jesú var bara einhver rugludallur, María var drusla sem svaf hjá öllu sem hreyfðist, ef þessi Guð er til er hann viðbjóðslegur harðstjóri, og allir sem trúa á hann eru fábjánar."
Margir kristnir yrðu hæstánægðir ef svona talsmáti væri bannaður með lögum og telja (eðlilega) að enginn "alvöru kristinn" myndi vera þeim ósammála.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 8.8.2010 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.