Föstudagur, 11. júní 2010
Skiljum að ríki og kirkju!
Það er ánægjulegt að sjá að okkur sem viljum aðskilnað ríkis og kirkju hefur bæst liðsauki, en það er Jón Valur Jensson sem afþakkar pent afskipti veraldarhyggjufólks þegar kemur að kirkju. Þetta eru orð kallsins:
Ég frábið mér álit veraldarhyggjumanna um það, hvað kristnar kirkjur eigi að gera í þessu máli þeir eiga ekkert með það a[ð] gera að stýra kristnilífi í landinu.
- Jón Valur Jensson, 11. júní 2010.
Ég vænti þess að sjá Jón á morgun, laugardaginn 12. júní kl. 14, við Hallgrímskirkju að krefjast þess að ríki og kirkja verði aðskilin. Þá getur kirkjan hans haldið áfram að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar án nokkurra afskipta frá þessu bévítans veraldarhyggjuliði.
Áhugasamir kynni sér málið á Facebook.
PS. Ég er þó viss um að Jón Valur vill áfram fá 5-6 milljarðana sem ríkið eys árlega í kirkjuna. En bara ekki að fulltrúar skattborgara, þessir fjárans veraldarhyggnu þingmenn, hafa neitt um það að segja hvernig þeim er varið!
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ja hérna örugglega í fyrsta og eina skiptið sem ég er sammála Jóni Vali.
Arnar Magnússon 11.6.2010 kl. 20:37
http://www.youtube.com/watch?v=w4IEqnM5GaI
kkv.,
kk
Kolbeinn 17.6.2010 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.