Þessar tölur eru marklausar

Dýrð sé Guði!Það er löngu sannað og viðurkennt að staðtölur um trúfélagaskráningu hérlendis eru marklausar í besta falli og meinlega villandi í því versta. Það er ekki hægt að taka mark á skráningu þar sem ómálga ungabörn eru skráð, óforspurð, í trúfélag móður þar sem þau lafa inni þar til þau gera eitthvað í því sjálf að eigin frumkvæði.

Dagljóst er að þessar tölur litu öðruvísi út ef trúaðir þyrftu sjálfir að ganga frá sínum skráningarmálum sjálfir. Ég fullyrði að þá væru 10-15% skráð í Ríkiskirkjuna skv. opinberum staðtölum. Hins vegar segði það ekki neitt um trúfesti þjóðarinnar almennt því ég er fullviss um að hún er meiri en svo. Hins vegar er hún ekki þessi 78% í Ríkiskirkju og svo öll hin prósentin sem skráð eru í sértrúarsöfnuði á borð við kaþólsku kirkjuna. Mig grunar að það séu um 30% þjóðarinnar sem gætu talist trúuð (eingetnaður, fjöföldun fiska, náungi röltir á vatni, rís upp dauður). Hinum er annað hvort sama eða þá meinilla við trú!

Trúfélagaskráning hérlendis er bara verkfæri til að tryggja fjármögnun fokdýrrar Ríkiskirkju. Þess vegna hefur, hingað til, ekki mátt ljá því máls að gera þessa skráningu frjálsa. Dómsmálaráðherra hefur þó tekið af skarið og lýst því yfir að endurskoða eigi þetta fyrirkomulag.

Ljóst er þó að þetta framfaramál mun verða tafið á öllum stigum og því er mikilvægt að dómsmálaráðherra standi í lappirnar og láti ekki sveigja sig af leið. Það er nefnilega engin knýjandi þörf fyrir því að skrá ómálga hvítvoðunga í trúfélag.

Ekki nema þú hafir fjárhagslegan hag af því fyrirkomulagi!


mbl.is 78,8% í þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er brýnt að aðskilja ríki og kirkju en það verður þungur róður að breyta þessu fyrirkomulagi. Margir er haldnir þeirri firru að þeir séu trúaðir þó þeir trúi samt ekki meginstoðum Biblíunnar t.a.m. sköpunarsögunni.  

Alþingismenn eru þar á meðal og þeir munu ekki þola þann þrýsting og djöfulgang sem upphafin verður komi þetta til umræðu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.5.2010 kl. 12:24

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Dómsmálaráðherra hefur lýst því yfir að hún sé á móti aðskilnaði ríkis og kirkju.

Matthías Ásgeirsson, 18.5.2010 kl. 14:20

3 identicon

Tek undir þetta blogg!

kv,

Björk 18.5.2010 kl. 15:40

4 identicon

Maður á auðvitað að vera löngu búinn að skrá sig úr ævintýraklúbbnum.  Ég veit ekki um neinn í minni fjölskyldu sem trúir á þetta bull.

Njáll 18.5.2010 kl. 16:00

5 Smámynd: Óli Jón

Njáll: Ég hvet þig til að láta þetta verða að veruleika, þó ekki sé nema til þess að leiðrétta aðeins rangar opinberar staðtölur. Ég bendi þér á afar góða síðu á vef Vantrúar sem kemur að góðu gagni í þessu skyni.

Óli Jón, 18.5.2010 kl. 17:48

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Njáll ég hvet þig til að endurskoða afstöðu þína enda sálarheill að veði. Þjóðkirkjan er að standa sig mjög vel og kirkjusókn að aukast sem er frábært. Ég sé ekki að það verði meirihluti þjóðarinnar sem styðji aðskilnað. Þinn þögli meirihluti mun skera úr um málið og styðja sína þjóðkirkju.

Guðmundur St Ragnarsson, 18.5.2010 kl. 18:11

7 Smámynd: Óli Jón

Njáll: Nú er bersýnilega hafinn bardagi um sál þína! Anarðu út í guðlaust og kalt myrkrið eða heldurðu áfram að lufsast í ylvolgum faðmi Ríkiskirkjunnar. Hið fyrra er, að mati sumra, ávísun á ömurlegan endi eftir þessa jarðvist meðan hið seinna er eins og miði í happdrætti sem líklega mun aldrei skila vinningi. En auðvitað gæti dottið inn trompvinningur og þá ertu líka búinn að tryggja þér eilífa vist með ofsatrúuðum í himnaríki.

Þitt er valið :)

Óli Jón, 18.5.2010 kl. 18:21

8 identicon

Það sjá allir sem eru með heila að það gengur ekki upp að ríki sé með ríkisgaldrakarl... obvious.
Skiptir engu máli þó x margir vilji að galdrakarlinn þeirra verði rikisgaldrakarl.. skiptir heldur engu máli þó galdrakarlinn hafi verið ríkisgaldrakarl frá sautjánhundruðogssúrkál... della er della, sama hversu gömul hún er.

DoctorE 18.5.2010 kl. 22:43

9 identicon

Ég fór úr þjóðkirkjunni fyrir nokkrum árum og líður bara vel með það. Fram að þeim tíma hafði ég aldrei spáð í þessa skráningu en allt í einu fattaði ég að þarna var ég skráður í samtök sem ég hafði aldrei beðið um að vera félagi í. Það er rangt og ég vona að því verði hætt hið snarasta.

Lárus 18.5.2010 kl. 23:41

10 identicon

  Það er svo dæmigert fyrir Íslendinga að halda að þeir séu eitthvert rosalegt hugsjónarfólk fyrir það eitt að vera á móti þjóðkirkjunni. Síðan þegar það segir sig úr þjóðkirkjunni, þá eru þetta rosalegir "rebelar", sbr. Lárus hérna fyrir ofan.

   Þið keppist að telja ykkur trú um að þið séuð svo rosalega gáfaðir og miklir hugsjónamenn Í einhverri ímyndaðri baráttu gegn einhverju sem er einungis til í hausnum á ykkur, þ.e. fordómar ykkar. 

  Það mætti halda að hver einasti trúleysingi sé eitthvað persónulega brenndir af einverjum sértrúarsöfnuði, sem hefur farið eitthvað illa með þá...................eins og segir í laginu, sad but true. 

Sigþór 19.5.2010 kl. 00:21

11 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Það er sama hversu mikið þig "grunar", "telur" eða "álítur" þá kemur ekkert að því til með að toppa þá staðreynd að 78% landsmanna eru skráð í Þjóðkirkjuna :)

Svo í framhaldi af því þá væri mönnum hollt að kynna sér aðeins betur þann aðskilnað sem hefur nú þegar átt sér stað á milli ríkis og kirkju . . .

Magnús V. Skúlason, 19.5.2010 kl. 09:41

12 Smámynd: Odie

Þetta er ósköp einfalt.  Ef þú trúir ekki þá ertu eingöngu að styrkja kirkjuna með því að hanga þarna í þessum félagsskap.  Það er ekkert skrítið að þeir berjist á móti úrgöngu þinni með kjafti og klóm, enda eru þetta peningar sem greiða þeim laun.  Þannig að þeirra hagur sem er efstur í huga þeirra.  Þetta má glöggt sjá með Kaþólsku kirkjuna en kirkjan er ávallt í fyrsta sæti.  Sálarheill barna sem prestarnir þeirra hafa gefið sérmeðferð er sópað undir teppið.  

Hinn þögli meirihluti er byrjaður að tala og eru loksins sumir byrjaðir að tjá sig um trúmál og þá meinsemd sem hún getur verið.  En ég vill samt benda á að það er langt frá því að allt sem kirkjur heimsins gera sé slæmt, en það litla góða sem þeir gera á launum greiddum af þér réttlætir ekki fjáraustrið til þeirra. 

Odie, 19.5.2010 kl. 09:47

13 Smámynd: Óli Jón

Ágæti Magnús: Ef ég hringi á eftir í t.d. Fram eða KR og skrái þig í annað hvort félagið, þá hefur sannarlega fjölgað um einn þar. Sú fjölgun yrði þá staðreynd. Ef þér er svo sama um fótbolta og fengir aldrei neinn póst eða tilkynningar frá þessu félagi, þá værir þú ekkert endilega að flýta þér að skrá þig úr félaginu. En eftir sem áður væri það staðreynd að það hefði fjölgað um einn í Fram eða KR. En værir þú alvöru og eldheitur Frammari eða KRingur?

Mér finnst það sorglegt, fyrir þína hönd og annarra trúaðra, að þið skulið vera sátt við þessa trúfélagaskráningu vegna þess að þú veist að hún er röng. Það er vissulega staðreynd að 78% landsmanna eru skráð í Ríkiskirkjuna, um það verður ekki deilt. En það er líka staðreynd að aðeins hluti þessa fjölda er trúaður og á í raun heima í þessari flokkun. Þannig eru þessar tölur kolrangar og gefa falska mynd af stöðunni. Kristnum virðist hins vegar líka það vel að lifa í þessari fölsku heimssýn. Það er afar sorglegt.

Þetta minnir mig á kosningarnar í Írak árið 2002 þar sem Saddam Hussein fékk 100% atkvæða. Þetta er flott niðurstaða úr kosningum, en er auðvitað kolröng. Þó er þetta staðreynd og skv. þinni túlkun réttmæt niðurstaða þess vegna.

Það er auðvitað þitt mál að þú skulir gera þig ánægðan með þessa bjöguðu sýn á veruleikann og telja hana staðreynd. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að þú hræðist þá raunverulegu stöðu sem falin er með þessum fals tölum. En ég vona að þér líði vel þegar þú lest þá staðreynd að 78% landsmanna séu skráð í Ríkiskirkjuna. Þannig fær þessi fölsun altént örlítið jákvætt gildi :)

Óli Jón, 19.5.2010 kl. 10:28

14 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég er að fara von bráðar í þriðja sinn, til þess að skrá mig úr þjóðkirkjunni. Geri aðrir betur. Einhverra hluta vegna var umsókn mín sett beint í tætarann í fyrri tvö skiptin.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.5.2010 kl. 23:18

15 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Það er annað sem er eiginlega meira athyglisvert: Í fyrsta skipti (alla vega frá 98) fækkar tölulega í þjóðkirkjunni milli ára, hvort heldur sem litið er til heildarfjölda eða fullorðinna. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni er breytingin svona frá fyrra ári:

1999 1370

2000 1157

2001 1194

2002 772

2003 259

2004 531

2005 583

2006 1150

2007 502

2008 297

2009 361

2010 -1582

Það fækkar sem sagt um 1582 í þjóðkirkjunni milli ára. Landsmönnum fækkaði auðvitað einnig milli ára, um 1738. Ef fækkun landsmanna dreifist jafnt á öll trúfélög (engin ástæða til að ætla annað), þá hefði fækkað um 1373 í þjóðkirkjunni vegna almennrar fólksfækkunar.

Það virðist því hafa fækkað um rúmlega 200 manns í þjóðkirkjunni umfram almenna fækkun jafnt dreift á öll trúfélög.

Brynjólfur Þorvarðsson, 20.5.2010 kl. 13:57

16 Smámynd: Óli Jón

Ingibjörg Axelma: Allt er þegar þrennt er :)

Brynjólfur: Þessi fækkun er enn merkilegri þegar haft er í huga að það er enginn veraldlegur ávinningur í því að skrá sig úr trúfélagi, þ.e. að það sparast engir peningar á því, og ef manni er sama um trú þá verður maður ekki var við þessa skráningu á nokkurn hátt.

Þetta sýnir glögglega að þessi skráning er gjörsamlega byggð á fölskum forsendum, en Ríkiskirkjan og aðdáendur hennar virðist þó gera sig ánægða með hana sem slíka.

Maður getur bara ímyndað sér flóðgáttirnar sem myndu opnast ef fólk gæti sparað sér kirkjuskattinn með því að skrá sig úr trúfélagi :) Nóaflóðið myndi blikna í samanburði við þann fjára!

Óli Jón, 20.5.2010 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband