Þriðjudagur, 9. febrúar 2010
Á ég að veita barninu mínu trúarlegt uppeldi?
Þessi pistill er skrifaður í kjölfar lesturs greinar á tru.is sem ber sömu yfirskrift. Í greininni, sem er örugglega öll skrifuð í miklum kærleika og af góðum vilja, er talað um gildi trúar og trúarlegs uppeldis á þann hátt að nauðsynlegt er að svara.
Höfundur greinarinnar fer ekki í neinar grafgötur um það að í huga hans er skólinn boðunarstöð kristinnar trúar þegar hann skrifar eftirfarandi:
Skólinn er fræðslustofnun sem er fyrst og fremst ætlað að miðla þekkingu og auka skilning barnanna á kristinni trú jafnt sem öðrum trúarbrögðum og stuðla að umburðarlyndi og víðsýni.
Sem betur fer er meginhlutverk skólans að miðla almennri og vísindalegri þekkingu, en trúaráherslan er þó of rík. Að ætla að skólanum sé fyrst og fremst gert að auka skilning barna á kristinni trú og öðrum trúarbrögðum er kolrangt og fer langt út fyrir þann ramma sem trúarfræðslu er markaður. Skólinn er veraldleg stofnun og á að starfa sem slík.
Höfundur varpar svo fram annarri fullyrðingu:
Því betur sem börn eru að sér í kristinni trú, því meiri möguleika hafa þau á að bera hana saman við aðrar kenningar og þannig hafna henni eða halda á grundvelli þekkingar. Ef börnin eru ekki alin upp í trú, fara þau á mis við það frelsi sem felst í að geta hafnað trúnni á grunvelli reynslu og þekkingar.
Ef það er raunverulegur vilji höfundar að börn geti borið saman ólíkar trúarstefnur, þá hlýtur hann að ætla það að allar trúarstefnur fái jafn mikið vægi í skólanum. Það er lítið vit í því að kynna kristna trú 90% tímans og allar aðrar 10% tímans og halda að það gefi börnunum málefnalegan grunn til að byggja á þegar þau velta fyrir sér trú. Það er gróf blekking að ætla það að núverandi fyrirkomulag trúfræðslu gefi börnum grunn til að meta ólíkar trúarstefnur á jafnréttisgrunni. Það vita allir sem vilja vita að frá því að frá því að börn eru 5-6 ára er sungið og trallað fyrir þau að "Jesú sé besti vinur barnanna". Eftirfandi vísa er sjaldan kveðin í leik- og grunnskólum landsins:
Múhammeð er besti vinur barnanna,
Múhammeð er besti vinur barnanna.
Alltaf er hann hjá mér,
aldrei fer hann frá mér.
Múhammeð er besti vinur barnanna.
Nei, Jesús er besti vinur barnanna og svo er sagt að börnin eigi að vera hæf til þess að meta hvort Múhammeð geti verið vinur þeirra líka? Að halda því fram að trúfræðsla í íslenskum skólum miði að því að gera börnum kleift að velja og hafna trú er beinlínis rangt. Trúfræðsla í íslenskum skólum er trúboð, ríkisstyrkt og grímulaust trúboð.
Það er margt í þessari grein á tru.is sem er fádæma varasamt, en ég læt nægja að fjalla um þessi tvö atriði. Höfundur gefur sér að það að trúa sé hið eina rétta og það sést gjörla í öllum textanum að eina rétta trúin sé sú kristna. Að lokum spyr ég bara eftirtalinna spurninga varðandi kristna trú þegar hún er boðuð og innrætt í skólum. Er það sú kristna trú ...
- sem segir að við fæðumst bersyndug og endum líklega flest í helvíti?
- sem fullyrðir að örkin hans Nóa hafi verið til?
- sem segir að samkynhneigðir séu annars flokks fólk?
- sem segir að Guð hafi skapað allt sem fyrirfinnst á jörðu?
- sem boðar að heimurinn sé sex þúsund ára gamall?
- sem segir að laugardagur sé hvíldardagurinn?
- sem segir að sunnudagurinn sé hvíldardagurinn?
- sem segir að konan sé óæðri manninum og beri að þekkja sinn stað?
- sem segir að smokkurinn sé vítisvél Satans?
- sem segir að heimurinn muni farast vegna synda mannsins?
- sem segir að bara sumir muni bjargast eftir þær skelfilegu hamfarir?
- sem segir að Gamla og Nýja testimentið séu jafn rétt?
- sem segir að ekkert sé að marka Gamla testamentið og bara sumt í því nýja?
Hvaða útgáfu af kristinni trú er rétt að innræta börnum í skólum? Það er úr svo miklu að velja!
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Spurningin er: Á ég að láta hempur ljúga að barni mínu að þess eina hlutverk í lífinu sé að lifa & deyja fyrir skáldsagnafígúruna Jesú.. eða brenna í helvíti.
Forledrar sem setja sig ekki á móti þessu eru einfaldlega einnig fórnarlömb, þeir voru aldir upp við "Ó Jesú bróðir besti".. ekkert gæti verið fjarri sannleikanum.. þvert á móti tók meintur Sússi undir allt í gamla testamennti.. 100%.
Fólk verður að átta sig á að kaþólska kirkjan tók einfaldlega GT og skáldaði NT ofan á það.. það var aldrei neinn gaur sem gekk á vatni, engin gaur sem reis upp frá dauðum.. Sússi var búinn til svo það væri hægt að ógna fólki útfyrir gröf og dauða, að boða dómsdag, aðeins þeir sem lögðust undir kirkju myndu sleppa... Slagorð hans var: Submit or burn.
Dæmi um hvað þetta er búið að gera í USA...
http://doctore0.wordpress.com/2010/02/08/review-waiting-for-armageddon-scary-documentary/
DoctorE 9.2.2010 kl. 11:33
'Höfundi' er væntanlega efst í huga að börnin velji "rétt" eftir alla fræðsluna því annars munu þau brenna og kveljast í helvíti til eilífðar. Amen.
Það væri gaman að hlusta á vælið í þessum bókstafstrúarmönnum ef það væri farið með grunnskólabörn í moskur til að kynna þeim trúarhátiðir múslima eða bara til blót til ásatrúarfélagsins.
Arnar, 9.2.2010 kl. 11:59
Já.. svo má ekki gleyma Gensis 9:20-27 í kennslunni:
Sem sagt, að vera dökkur á hörund er refsing frá guðinum og þeir sem eru svo óheppnir skulu vera þrælar þeirra hvítu.
Arnar, 9.2.2010 kl. 12:09
Eitt sinn bauð Gunnar í Krossinum fermingarbörnum upp á pizzur. Úr því varð fjölmiðlamál þar sem foreldrar komu hneykslaðir fram og kröfðust þess að hann héldi sínum boðskap frá þeirra börnum.
Líklega er þar um að ræða sama fólkið og finnst það sjálfsagt að þeirra boðskap sé haldið að mínum börnum.
- - - - -
Einhversstaðar sá ég að meira en 30.000 afbrigði væru af kristinni trú í heiminum í dag. Mörg þeirra afbrigða telja sig hinn eina hóp sem mun hólpinn verða á efsta degi.
- - - - -
Þess má geta að hið svokallaða fagnaðarerindi felst í von fólks um algera útrýmingu allra nema hinna útvöldu. Ég sé ekki kærleikann þí því, né hvaðá að vera gott við að ala mín börn upp í slíkri hugmyndafræði.
- - - - -
Jesús sagði að betur mundi hinum kalda farnast á efsta degi en hinum hálfvolga.
Ef við miðum við að hinn hálfvolgi þurfi að taka séns upp á 1/30.000 til að hafa það betra en ég á hinum efsta degi, þá eru það einfaldlega mjög slæmar líkur. Það er því væntanlega ekki einu sinni betra að trúa svona "just in case"
Björn I 9.2.2010 kl. 14:56
Það þarf uppfræðslu um kristna trú og önnur trúarbrögð í skólana svo krakkar og unglingar læri að hugsa um trúarleg málefni og tjá sig um þau.
Eins og sjá má á bloggi og athugasemdum þar að lútandi þá líða Íslendingar fyrir að hafa ekki hlotið neina uppfræðslu um trúarleg efni.
Í framhaldi þessa er svo rétt að benda á, að svokallað trúleysi felur líka í sér trúarafstöðu og ætti fyrir vikið að hljóta umfjöllun á vettvangi skólans.
Hrímfaxi 9.2.2010 kl. 20:42
Hrímfaxi, það þarf að kenna í skólum almennt siðferði, það er alger óþarfi að klína því saman við eitthvað guðlegt eða yfirnáttúrulegt. Að þekkja rétt frá röngu er ekki einkaeign kirkjunnar eða sjálfskipaðra umboðsmanna Guðs.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.2.2010 kl. 10:26
Já, ég bíð þá spenntur eftir því að þú farir að berjast fyrir því að trúleysi verði komið inn í námskrá sem fýsilegur kostur í stöðunni fyrir grunnskólabörn :)
Arnar, 10.2.2010 kl. 12:15
Óli Jón, ég er á því að ríkið á ekki að vera í kristniboði í skólum landsins; kenna bara almenna trúarbragða fræði og þá má ekki gleyma guðleysis þróunar trúnni.
Mofi, 10.2.2010 kl. 12:44
Moffi, hver ákveður hver, hvenær og hvað er sagt í umboði Guðs? Hvernig þekkist orð Guðs úr öðru sem sjálfskipaðir umboðsmenn hans láta út úr sér?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.2.2010 kl. 14:32
Axel, ég er mjög hlynntur samviskufrelsinu svo ég fyrir mitt leiti vil að allir ákveði þetta fyrir sjálfan sig. Hver og einn hefur síðan líka frelsi til að segja frá sinni sannfæringu en ætti ekki að hafa neitt vald til að þvinga annan til að fara eftir henni.
Mofi, 10.2.2010 kl. 16:15
Mófi, var Nói göldróttur? Bjó hann yfir einhverjum yfirnáttúrulegum öflum til að breyta húðlit sonar síns og öllum niðjum hans?
Samkvæmt þinni eigin heimsmynd er aðeins guð sem býr yfir þessum hæfileikum/getu.
Arnar, 12.2.2010 kl. 10:54
Arnar, hvar lestu að Nói hafi breytt hörundslit einhvers?
Mofi, 12.2.2010 kl. 15:07
Hahahaha Doctor E. Þvílíkur hálfviti... hah.
Darri 14.2.2010 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.