Færsluflokkur: Trúmál
Mánudagur, 18. maí 2009
Spænski rannsóknarrétturinn
Það kemur auðvitað ekki á óvart að kaþólskir skuli hafa velþóknun á pyntingum, enda eru pyntingar samofnar sögu þeirrar kirkju. Í því samhengi er t.d. nærtækt að benda á Spænska rannsóknarréttinn, en sú dásamlega stofnun var við lýði í um 350 ár og var mikið dálæti forstjóra kaþólikka á hverjum tíma, enda reyndist hún þeim happa- og heilladrjúg í mörgum málum.
Líklega hafa stofnanir á vegum kaþólikka verið hvað afkastamestar í gegnum tíðina hvað varðar þróun pyntingartækja hvers konar því það reið á hjá páfum og prelátum hennar að draga 'sannleikann' út úr fórnarlömbum hennar á sem skemmstum tíma hverju sinni, nú eða 'endurinnrétta' fórnarlömbin í nýrri og fallegri trú :) Pyntingameistarar samtímans eiga því kaþólsku kirkjunni mikið að þakka fyrir framlag hennar til þessa málaflokks í gegnum tíðina.
Þetta kemur því ekki á óvart, síður en svo.
![]() |
Kristnir hlynntari pyntingum en aðrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 18. maí 2009
Guðs útvalda stjórn
Ég held að vandamál Bush-stjórnarinnar hafi verið það að hún var hreinlega ekki nógu trúuð, ekki nógu mikið kristin. Ef aðeins þeir félagar hefðu vitnað meira í Biblíuna og beðið meira, þá hefði þeim og okkur öllum farnast vel.
Þeir trúðu bara ekki nógu mikið ... kallagreyin!
![]() |
Rumsfeld vitnaði í Biblíuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. maí 2009
"Guð blessi Ísland!"
Þetta er þarft og gott framtak hjá Siðmennt. Í mínum huga er það óþolandi og ólíðandi að kirkjuferð skuli vera hluti af setningu Alþingis, jafnvel þótt við séum undir oki Ríkiskirkjunnar. Þingsetningin á að vera veraldleg, enda er viðfangsefni þingsins veraldlegt. Eftir setninguna geta þingmenn farið í kirkju, ef þeir vilja, eða bara hvert annað sem hugurinn ber þá. Það er hið besta mál. Mér er reyndar til efs að margir þeirra færu í kirkju, ef sú ferð væri ekki ankanalegur hluti ritúalsins, en það er annað mál :)
Í dag þarf þjóðin ekki á bænum að halda. Hún þarf á kaldri veraldlegri íhlutun að halda sem ekki er grundvölluð á óskhyggju og sókn eftir óáþreifanlegum fyrirbærum. En þetta er hluti þess skatts sem við greiðum fyrir að vera undir Ríkiskirkju sett, því miður.
"Guð blessi Ísland", sagði Geir Haarde forðum daga með eymdarlegu uppliti manns sem var kominn út í horn og átti ekkert hálmstrá eftir. Mikið hefur sú blessun reynst okkur vel!
![]() |
Hugvekja í stað guðsþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Afnám skylduskráningar í trúfélag móður
Nú tekur ný ríkisstjórn brátt við. Á þeim tímamótum vona ég að nýr dómsmálaráðherra hyggi að því að afnema skylduskráningu hvítvoðunga í trúfélag móður, en núverandi dómsmálaráðherra hefur haft þetta óréttlætismál til skoðunar.
Mikil blessun yrði að því að losa ungviðið undan þessu :)
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)