Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 29. janúar 2007
Næsta mál á dagskrá
Ég er afar feginn því að þetta merka og mikilvæga þjóðþrifamál skuli vera frá; nú geta vísindamenn heimsins einbeitt sér alfarið að því að koma böndum á hnattræna hlýnun án þess að þetta úrlausnarefni sé að naga samvisku þeirra.
En má ég nú eiga von á því að vinir mínir sendi mér SMS og biðji mig um að kíkja á Netið til að segja þeim hvernig jakkafötin fari þeim? Vonandi ekki, en ég verð klár í slaginn ef af verður. Þið þekkið númerið, félagar!!!
Sýndarmátun nýjasta tækniundrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. janúar 2007
Fjölin fundin!
Allir velunnarar þessa merka bloggvefjar geta tekið gleði sína því skrifari hefur fundið sína fjöl í bloggheimum. Þannig munu innlegg skrifara alla jafna verða kaldhæðnislegar athugasemdir sem hengdar verða við misalvarlegar fréttir á mbl.is, en ekki er loku fyrir skotið að brugðið verði út af þeirri venju endrum og sinnum. Þá verður markið sett hátt og í þeim anda reynt að blogga af og til sem er oftar en stundum en sjaldnar en oft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. janúar 2007
Hvílir einhver bölvun á þessum titli?
Ég tel það vonda vegtyllu að vera titlaður elsta manneskja í heimi, því hingað til hefur það fólk dáið skömmu síðar sem hefur hlotið þessa nafnbót. Þá er betra að vera bara á meðalaldri og eiga einhverja von um langlífi.
Elsta manneskja í heimi látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. janúar 2007
Að blogga eða ekki blogga ...
Ég fékk áminningu frá Mogganum þar sem mér var sagt að henda út færinu og fiska eða hypja mig heim. Það er ekki útséð um hvað verður með þetta blogg ... er þetta bóla eða ekki? Helgi félagi segir þetta bara tízkufyrirbrigði sem brátt muni fara hjá og líklega er það sterkasta vísbendingin um að bloggið sé komið til að vera.
Altént ... málið er í nefnd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)