Auð atkvæði eru stuðningur við gömlu flokkana

Það er skelfilegt til þess að hugsa að fólk skuli ætla að skila auðu, sér í lagi vegna þess að með því að skila auðu telur það sig vera að mótmæla lélegum kostum í stöðunni.

Ítrekað hefur verið sýnt fram á að autt atkvæði gagnast engum nema þeim gömlu flokkum sem fólk er að mótmæla. Hvert autt atkvæði fer ekki til framboðs sem ekki er hokið af langri fortíð í stjórnmálum. Auða atkvæðið rennur í raun beint til gömlu flokkanna, þeirra sem 'auða' fólkið er að mótmæla. Það eru mótmæli í lagi!!! Gömlu flokkarnir fagna þessum mótmælum, enda sjást þau ekki skora á fólk að skila ekki auðu. Segir það ekki allt sem segja þarf?

Málið er að ef gömlu flokkunum stæði ógn af auðum atkvæðum, þá myndu þeir svikalaust beita sér gegn þeim! Það þarf enginn að fara í grafgötur um annað.

Kostirnir eru því ótvíræðir:

  • skilaðu auðu ef þú vilt styðja gömlu flokkana
  • merktu við O ef þú vilt senda þeim skilaboð um breytingar
Málið er svo einfalt. Meira hér.
mbl.is Fleiri munu skila auðu og strika yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

sammála þér Óli,en það er mjög sennilegt að margir fatti þetta ekki,enda á maður að taka afstöðu og kjósa,það er alltaf til einhver flokkur sem hefur stefnuskrá sem gæti hentar þér og þinni þjóð,KJÓSI og kjósum,takk fyrir. 

Jóhannes Guðnason, 21.4.2009 kl. 15:24

2 Smámynd: Óli Jón

Jóhannes: Ég er sammála þér. Þótt það sé enginn góður í boði, er alltaf einhver sem er skárstur. Það er þá betra að velja þann skársta en að láta hugsanlega öðrum eftir að velja þann versta.

Óli Jón, 21.4.2009 kl. 15:37

3 identicon

Nei Óli þú hefur kolrangt fyrir þér, auð atkvæði eru einmitt að styðja engann flok því enginn sé þess verður að fá þessi atkvæði.Það að kjósa skásta flokkinn er ekki mjög lýðræðislegt, fólk hefur réttast að segja ekki kost á því að kjósa annað en þá sem bjóða sig fram en autt atkvæði gefur skít í þau framboð og skásta er ekki nógu gott.

Styrmir 21.4.2009 kl. 16:09

4 Smámynd: Óli Jón

Styrmir: Við skulum skoða þessa staðhæfingu þína með afar einföldu dæmi:

  • 10% skila auðu = gömlu flokkarnir fá 63 þingmenn
  • 10% kjósa annað = gömlu flokkarnir fá 56 þingmenn

Styðja auðu atkvæðin eitthvað annað en gömlu flokkana?

Óli Jón, 21.4.2009 kl. 16:19

5 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Þarna er ég alveg sammála þér, það þjónar engum tilgangi að taka enga afstöðu, hálfvelgja hefur seint talist til góðra mannkosta.

Magnús V. Skúlason, 21.4.2009 kl. 17:33

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Hvernig færðu það að það hagnist gömlu flokkunum að fá auð atkvæði?

Hvaða flokkur af gömlu flokkunum fær þessi atkvæði þá?

Er ekki autt jafnt yfir alla flokkana?

Að skila auðu er ekki að taka enga afstöðu, þú ert með afstöðu og er hún mjög einföld þú ert á móti öllum flokkunum og vilt helst ekki fá þá í stjórn!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 21.4.2009 kl. 18:13

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel mælt Óli Jón!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.4.2009 kl. 19:05

8 identicon

Stjórnmálamönnum er alveg sama hvort einhver skilar auðu. Þá eykst bara vægi þeirra eigin atkvæða. Ef þjóðin öll skilaði auðu geta þeir bara sjálfir kosið sig á þing og hlegið að okkur hinum.

Ég treysti ekki þeim sem stóðu að hrunadansinum síðustu 18 árin að kjósa fyrir mig. Hvað um ykkur hin?

Eina ráðið er að kjósa þann skásta og alls ekki þá sem hafa fengið tækifæri og klúðrað því svona rækilega.

Elín Erna 21.4.2009 kl. 20:42

9 identicon

Ég hvet fólk til að kynna sér vel hvað gerir atkvæði ógyld áður en farið er að strika yfir frambjóðendur. Hvert atkvæði er dýrmætt.

ÞITT ATKVÆÐI ER DÝRMÆTT LÍKA.

Ég treysti fólki til að kjósa stjórn sem tryggir eignarhald þjóðarinnar á auðlyndunum, fáum meira lýðræði, réttlæti, jöfnuð og minni spillingu

Elín Erna 21.4.2009 kl. 20:54

10 Smámynd: Óli Jón

Doddi: Ég minni á dæmi mitt hér ofar sem er svona:

  • 10% skila auðu = gömlu flokkarnir fá 63 þingmenn
  • 10% kjósa annað = gömlu flokkarnir fá 56 þingmenn
  • Flokkarnir græddu á auða atkvæðinu þínu þar sem þeir fengu fullt hús þingmanna.

    Eina leiðin til að senda þeim skilaboð sem hlustað er á, þ.e. að fækka þingmönnum þeirra, er að kjósa eitthvað annað. Skv. könnunum hefur Borgarahreyfingin tekið fjóra þingmenn af gömlu flokkunum og þeir finna fyrir því, sér í lagi Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir fundu ekkert fyrir öllum þeim sem segjast ætla að skila auðu og líta reyndar á þá sem tryggustu sauðina því þegar þú skilar auðu, þá vegur þeirra atkvæði meira.

    Autt atkvæði = dautt atkvæði.

    Ef þú ætlar að skila auðu, vertu þá bara heima og slepptu því að fara á kjörstað. Þú eyðir altént ekki bensíni í þann óþarfa á meðan.

    Pétur: O er málið, það er hárrétt!

    Magnús: Nú erum við að dansa, gamli félagi :)

    Haukur: Takk fyrir þetta.

    Elín Erna: Ég er þér sammála í öllum atriðum. Atkvæðið er býsna verðmætt, það má ekki gleyma því!

Óli Jón, 21.4.2009 kl. 21:30

11 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Gallinn við núverandi kerfi er að auðu seðlarnir fá ekki sæti á alþingi. Kerfið væri að mínu mati gagnvirkara og betra ef auðu seðlarnir væru taldir á sama hátt og aðrir flokkar, og ef þeir væru nógu margir væri þingsætunum fækkað sem því nemur. Hvernig líst þér Óli á þá hugmynd?

Kristján Hrannar Pálsson, 21.4.2009 kl. 21:51

12 Smámynd: Óli Jón

Kristján: Gefum okkur að 10 þingsæti gangi af sökum auðra atkvæða og eftir standi þá 53 þingsæti. Það hefur engin áhrif (nema fyrir 10 einstaklinga) því flokkarnir raðast áfram hlutfallslega skv. styrk á Alþingi.

Þannig eru valdahlutföllin þau sömu, bara færri einstaklingar á bak við þau. Flokkarnir sem slíkir finna ekkert fyrir heildar fækkun þingsæta. Því myndi þetta fyrirkomulag ekki ganga upp í mínum huga.

Flokkarnir finna hins vegar fyrir því þegar styrkur þeirra á þingi minnkar og það gerir hann skv. mínu dæmi ef 10% kjósenda velja t.d. Borgarahreyfinguna sem tekur þá 7 þingmenn af gömlu flokkunum. Það drepur þá ekki, en þeir finna áþreifanlega fyrir því.

Skilum því ekki auðu, veljum skársta kostinn. Í mínum huga er það Borgarahreyfingin. Hún hefur mikinn meðbyr í dag og er þess verð að fá tækifæri til að láta til sín taka.

Óli Jón, 21.4.2009 kl. 23:28

13 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Þá eru það skoðana- og siðferðisrökin - ef mér líst ekki á neinn flokk á alþingi, hvers vegna ætti ég að kjósa þann sem mér finnst minnst slæmur (þrátt fyrir að ég sé ekki sammála honum)?

Enn fremur: Hvað með þá sem halda því fram, rétt eins og ég, að lýðræðið sé rangt þjóðfélagsfyrirkomulag? Ég sem anarkískur mútúalisti sé meira gagn í að fólk geri hlutina heldur en að kjósa um þá. Fyrir mér er lýðræðið ófullkomið kerfi og í raun væri atkvæði mitt gagnslaust - gjörðir mínar væru annað mál.

Kristján Hrannar Pálsson, 21.4.2009 kl. 23:53

14 Smámynd: Óli Jón

Kristján: Við búum við ákveðna þjóðfélagshefð og það er ekki hægt að breyta henni korteri fyrir kosningar með auðum atkvæðum. Tíminn til þess byrjar strax eftir kosningar og stendur fram undir þær næstu. Þá ætti að vera kominn fram valkostur sem t.d. hefur anarkískan mútúalisma á stefnuskrá sinni sem kjósendur geta tekið afstöðu til.

Auð atkvæði hafa ekkert vægi og eiga ekki að hafa neitt vægi því það er ekki hægt að túlka þau. Það er t.d. ekki hægt að lesa úr þínu auða atkvæði, ef þú skilar því þannig, að þú viljir anarkískan mútúalisma. Það þyrfti afar mikið hugmyndaflug til þess :)

Óli Jón, 22.4.2009 kl. 00:12

15 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

  • 10% skila auðu = gömlu flokkarnir fá 63 þingmenn
  • 10% kjósa annað = gömlu flokkarnir fá 56 þingmenn

    Flokkarnir græddu á auða atkvæðinu þínu þar sem þeir fengu fullt hús þingmanna.

    Eina leiðin til að senda þeim skilaboð sem hlustað er á, þ.e. að fækka þingmönnum þeirra, er að kjósa eitthvað annað. Skv. könnunum hefur Borgarahreyfingin tekið fjóra þingmenn af gömlu flokkunum og þeir finna fyrir því, sér í lagi Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir fundu ekkert fyrir öllum þeim sem segjast ætla að skila auðu og líta reyndar á þá sem tryggustu sauðina því þegar þú skilar auðu, þá vegur þeirra atkvæði meira.

    Autt atkvæði = dautt atkvæði.

  •  Þetta segir mér samt ekki hvernig þú færð það út að gömlu flokkarnir græði á auðu.

    Ef mér skjátlast ekki þá ætti það að vera jafnt á alla ef við gefum okkur það að þeir sem skila auðu hefðu kosið þá flokka í sama hlutfalli og ef þeir hefðu kosið, þ.a. að á heildina litið þá hefðu flokkarnir endað með sömu % til kosninga hvort sem kosið var eða ekki.

    Það sem þú ættir frekar að vera halda fram að þeir sem gætu hugsað sér að kjósa Borgarahreyfinguna eða voru að pæla í því ættu að kjósa frekar en að skila inn auðu, þannig tapa gömlu flokkarnir. Það er eins og þú takir ekki inn í þetta að þessi auðu atkvæði ef þau hefðu ekki verið auð hefðu líka endað á gömlu flokkunum og hefðu endað eins og ég tók fram fyrr í svipuðum % og flokkarnir fá að atkvæðum á heildina litið, þannig að ef enginn skilaði auðu þá kæmi þetta líklegast út á því sama.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 22.4.2009 kl. 09:17

16 Smámynd: Óli Jón

Doddi: Ég vildi ekki flækja dæmið með þessu, en það er gott að þú minnist á þetta því þetta lítur betur út fyrir þá sem vilja refsa gömlu flokkunum. Í eftirfarandi dæmi er annars vegar miðað við að 80% kjósi gömlu flokkana, 10% kjósi nýju framboðin og 10% skili auðu (sic!) og hins vegar að 80% kjósi gömlu flokkana og 20% kjósi nýju framboðin. Þá lítur dæmið svona út:

Skipting þingsæta

Ég verð eiginlega að þakka þér fyrir að hafa fengið mig til þess að lýsa þessu því þetta lítur mun betur út en mitt dæmi því skv. þessu dæmi verður skiptingin 50/13 í stað 56/7 eins og ég hafði gælt við.

Við hljótum að vera sammála um að auðu atkvæðin renna því sem næst beint til gömlu flokkanna, er það ekki? Þeir hagnast mest á þeim, fá 6 af 7 þingsætum sem auðu atkvæðin 'skiluðu'. Þannig er dagljóst hvert auðu atkvæðin renna. Þau verða ekki að pólitískum yfirlýsingum fólks um breyingar; þau renna beint til Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar og Vinstri-grænna. Það er flott yfirlýsing þeirra sem vilja mótmæla þessum sömu flokkum!

Takk kærlega, þetta var gott mál!

Óli Jón, 22.4.2009 kl. 09:55

17 identicon

Og þess vegna ætla ég að kjósa X-O. Fjórflokkarnir haf logið og platað okkur í 60 ár og nú er nóg komið.

Guðjón 22.4.2009 kl. 10:58

18 identicon

Það er ekki hægt að halda því fram að þau renni beint til gömlu flokkanna. Það sem gerist er að önnur atkvæði hafa meira vægi. Það má í raun segja að auðu atkvæði sé skipt upp á milli flokkanna í samræmi við fylgi þeirra miðað við gild atkvæði. Þess vegna fá minnstu framboðin minna af auðu atkvæðunum en stóru framboðin, þ.e.a.s. stóru = fá mörg atkvæði, litlu = fá fá atkvæði. Þau falla bara dauð niður og hin hafa meira vægi, í samræmi við fylgi.

Er það ólýðræðislegt?

Þórður Ingi 22.4.2009 kl. 11:24

19 Smámynd: Georg Birgisson

Sæll Óli,

Í rökflutningum gengur þú að mestu út frá því markmiði kjósanda að refsa "gömlu" flokkunum.

Án þess að ég geri líti úr því markmiði þá eru önnur kostningarmarkmið sem eru góð og gild svo sem það að kjós þann flokk sem maður treystir best til að stjórna landinu.

Ég las ýtarlega yfir stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar um daginn og verð að segja að ég var ekki hrifinn og beinlínis ósammála sumum af þeirra stefnumálum. Ég get ekki sagt að ég treysti þeim til að stjórna landinu.

Svo kvað á maður að gera ef maður vill ekki kjósa gömlu flokkana en lýst ekki á nýju valkostina?

Georg Birgisson, 22.4.2009 kl. 14:02

20 identicon

Ef þið skilið auðu, þá þýðir það að þið styðjið ekki flokkana og gamla flokkakerfið! Ekki satt? OK, þá er ég með lausn á því máli. Borgarahreyfingin er með það á verkefnalistanum sínum að leggja niður þetta flokkakerfi og hafa persónukjör í staðin.

Auð atkvæði munu hjálpa stóru flokkunum að komast áfram, því þá fara færri atkvæði til breytinga sem kemur með tilkomu Borgarahreyfingarinnar.

Borgarahreyfingin vill stjórnlagaþing, persónukjör, vísitölu verðtryggingar aftur til 1. jan 2008, þjóðaratkvæðagreiðslu um meiriháttar mál, Afnema 5% þröskuldinn, faglega, gegnsæja og réttláta stjórnsýslu og margt fleira. 

Kynnið ykkur stefnuskrána á www.xo.is

Heimir Örn Hólmarsson 22.4.2009 kl. 15:30

21 Smámynd: Óli Jón

Guðjón: Góður!

Georg: Nær allir þeir sem ég heyri í segja að gömlu flokkarnir séu svo spilltir, lélegir, óhæfir eða hafi á annan hátt valdið þeim vonbrigðum og því ætli fólk ekki að kjósa þá. Iðulega er þetta sagt í reiði- eða uppgjafartóni á þann hátt að skýrt er að fólk sem búið er að kjósa gömlu flokkana í marga áratugi ætlar að sleppa því núna. Þannig vill fólk refsa þeim eða í það minnsta setja þá á hliðarlínuna.

Hvað varðar Borgarahreyfinguna þá mæli ég með því að fólk kjósi hana, en auðvitað verður hver að taka afstöðu fyrir sig. Hún er hins vegar eini kosturinn í stöðunni í dag til að greiða atkvæði þannig að gömlu flokkarnir taki eftir. Í mínum huga er hún því skársti kosturinn - þó ekki endilega fullburða og fullgóður kostur - og þess vegna vel ég hana.

Hvað áttu að kjósa ef þér líst ekki á neitt, eins og þú spyrð í lokin? Þú átt að kjósa það skársta, það er svo einfalt. Ef þú skilar auðu, þá velur einhver fyrir þig, það er svo einfalt.

Autt atkvæði = dautt atkvæði = atkvæði til gömlu flokkanna!

Heimir: Borgarahreyfingin er málið! Mæl þú manna heilastur, bróðir!

Óli Jón, 22.4.2009 kl. 17:38

22 identicon

Nú ríður bylgja spillingar yfir sem gamli fjórflokkurinn er að reyna að klóra yfir. VG virðist einna helst standa utan þeirra spillingar sem nú er að koma upp á yfirborðið. Stjórnmálamenn hinna flokkanna hafa tekið við peningum frá stórfyrirtækjum og við vitum öll að það gerir enginn ekki eitthvað fyrir ekki neitt.

Borgarahreyfingin er afl sem er ósnert af þessu rugli. Við eigum að gefa henni færi til að hafa áhrif þar sem hún virðist eina aflið sem er treystandi til þess í dag.

X-O!

Vonsvikinn kjósandi 22.4.2009 kl. 22:50

23 Smámynd: Óli Jón

Vonsvikinn kjósandi: Það er sorglegt að sjá hversu útbreitt þetta virðist vera, en ég tek undir með þér varðandi það að Vg virðist ekki hafa tekið þátt í þessum ljóta leik. Merktu við O á laugardaginn, það er skýrasta ábendingin til gömlu flokkanna um að þér líki ekki það sem þeir bjóða!

Þá bendi ég á góða bloggfærslu Hrannars Baldurssonar undir yfirskriftinni Af hverju mun ég kjósa X-O? Þetta góð færsla sem vert er að lesa!

Óli Jón, 22.4.2009 kl. 22:54

24 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Sæll aftur. Eftir nokkra hugarangist skipti ég um skoðun og hef nú ákveðið að kjósa Borgarahreyfinguna, því þótt ég sé á móti lýðræði vil ég frekar refsa gömlu flokkunum. Gangi ykkur vel.

Kristján Hrannar Pálsson, 24.4.2009 kl. 00:34

25 Smámynd: Óli Jón

Kristján: Til hamingju með það :) Þitt atkvæði vegur þungt hjá okkur.

Óli Jón, 24.4.2009 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband