Þriðjudagur, 31. mars 2009
Áfallahjálp?
Ég var að lesa frétt á visir.is þess efnis að starfsfólki Menntaskólans í Kópavogi hafi verið veitt áfallahjálp sökum þess að einn starfsfélagi þeirra var nýverið dæmdur fyrir að hafa barnaklám í vörslum sínum. Vissulega er þetta skelfilegur glæpur, en þarf virkilega að bjóða fólki áfallahjálp vegna þessa? Rétt er að tilgreina að þessi grein er ekki skrifuð vegna þessa tilgreinda atviks, heldur allra þeirra tilvika þar sem fólki er boðin áfallahjálp í ótrúlegustu kringumstæðum.
Það rifjaðist upp fyrir mér gömul frétt á mbl.is þar sem danskur læknir gagnrýnir áfallahjálpargleði samtímans. Hann segir, nokkurn veginn, að það sé verið að aumingjavæða samfélagið ef það þarf alltaf að veita áfallahjálp í hvert skipti sem eitthvað bjátar á.
Mér finnst skiljanlegt að fólk fái áfallahjálp þegar það hefur lent í lífsháska eða orðið vitni að slíku. En það þarf ekki áfallahjálp í hvert skipti sem einhverjar breytingar verða á högum fólks. Ég leyfi mér að vitna í orð danska læknisins hér:
Það hlýtur að enda með ósköpum ef samfélag okkar er þannig, að fólk lætur bugast við minnsta áfall. Það verður að búa fólk undir að það kann að verða vitni að einhverju óþægilegu um ævina og sem það verður að takast á við sjálft, ...
Er það ekki umhugsunarvert?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekkert lítið sammála þér. Aumingjavæðingin tröllríður öllu hér. Áfallahjálp á við í raunverulegum stóráföllum en ekki svona skíteríi.
Davíð Löve., 31.3.2009 kl. 11:31
Er alveg hundrað prósent sammála þér...við höfum gengið í gegnum alls konar áföll án áfallahjálpar sem er ekki mjög gömul grein...og lifað það af og við munum gera það áfram....þetta er gengið út í öfgar.
Það er sjálfsagt og eðlilegt að hjálpa fólki í miklum áföllum, en þetta er einum of...
TARA, 31.3.2009 kl. 12:00
Er þetta ekki vegna þess að fólk er alveg hætt að hugsa um sína andlegu hlið? Ég meina, margir vita aldrei hvernig þeim líður fólk er bælt og hrætt - kann ekki að takast á við neitt því lífið snýst um þessa endalausu hvöt til að verða ofan á fjárhagslega.
Allavega sé ég mikinn mun á fólki á Íslandi og í öðrum norðurlöndum, fólk er svo upptekið af því að græða að það gleymir sambandinu, börnunum og öllu sem skiptir máli í lífinu, erum við ekki algerlega vantengd tilfinningalega?
Svo eru auðvitað til dramadrottingar sem eeeeeelska athygli og búa til drama úr öllu. Mér finnst þetta persónulega mjög ógeðfellt tilvik en ég held ég þyfti ekki áfallahjálp þótt góður vinur yrði uppvís að þessu - myndi maður ekki bara vorkennna honum fyrir hve veikur hann væri í höfðinu??
bara pæling...
Berglind Lopez 31.3.2009 kl. 12:27
Nákvæmlega Berlind...þú talar eins og ég hugsa
TARA, 31.3.2009 kl. 12:35
Sorry...átti að vera Berglind
TARA, 31.3.2009 kl. 12:36
Með fullri virðingu gagnvart þeim sem þurftu að nýta sér aðstoð áfallateymisins, þá skelli hló ég yfir þessari frétt.
Guðmundur Gunnarsson 31.3.2009 kl. 15:11
Sæll, Óli Jón. Við unnum saman á Stöð 2 árið 1995. Ef þú hefðir gert eitthvað af þér á þeim tíma þá hefði ekkert þurft að veita mér áfallahjálp út af því. Hvort sem það hefði verið að hafa barnaklám í fórum þínum eða ata út salernið í saur eins og einhver gerði. Ekki það að þú hefðir verið líklegur til að gera neitt af þér, sá öðlingur sem þú ert. En mér þykir þessi áfallahjálparklisja orðin einkar hjárænuleg í seinni tíð.
Kær kveðja
ÁBS
ábs 31.3.2009 kl. 18:34
Mig minnir að Danski læknirinn hafi undrast ofnotkun áfallahjálpar . T.d. var fólki boðin áfallahjálp vegna þess að ekki tókst að sameina sveitarfélög eða öfugt. Fólk innan stjórnsýslunnar átti víst að vera í áfalli út af því.
jonas 31.3.2009 kl. 20:00
Ég er nú að læra í þessum geira, en ég verð að segja þér að ég held að ég hafi orðið alveg jafn hissa þegar ég sá þessa frétt og þú, þetta er alveg fáránlegt.
Valsól 31.3.2009 kl. 21:56
Það er mjög mikil þörf fyrir áfallahjálp í dag.
Til dæmis í Afganistan, Írak, á Gaza ströndinni og svo geta þeir sem þessa ágætu iðju stunda valið úr næstum hvaða Afríku ríki sem er.
En að veita vinnufélögum manns sem, með beinum hætti sem neytandi, stuðlar að hræðilegri misnotkun á börnum er eins og þeir segja; beyond me.
Svanur Gísli Þorkelsson, 31.3.2009 kl. 23:13
Ég nota setninguna ,,hvaða helv.... kellingavæl" og það gerði ég í þessu tilviki.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 1.4.2009 kl. 02:34
Síðan lendir fólk í hjólastól, lendir inn á Grensás, lífið á hvolfi. Engin áfallahjálp og ekki einu sinni sálfræðingur til þess að aðstoða fólkið.
Guðný Jóhannesdóttir, 1.4.2009 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.