Smokkablæti Ratzinger páfa

SmokkurinnÞað er með ólíkindum hversu hugleikinn smokkurinn er Ratzinger páfa. Þessi vítisvél virðist halda vöku fyrir kallinum sem virðist líta á hann sem óvin kaþólsku kirkjunnar númer eitt. Líklega væri það afsakanlegt að Ratzinger héldi þessu fornaldarviðhorfi fram á Vesturlöndum þar sem við höfum þó almenna grunnþekkingu, en það er með öllu ólíðandi að Ratzinger lýsi þessu yfir þegar ítök kirkjunnar eru jafn sterk í Afríku og raun ber vitni. Þar getur smokkurinn spilað lykilhlutverk í að hefta útbreiðslu alnæmis, en meðan tryggir sauðir Ratzinger páfa fara að ráðum hans, sem grundvölluð eru í þráhygginni og dellukenndri kennisetningu, mun Afríka líða fyrir.

Hins vegar er skondið að sjá að skrifstofublók í Vatikaninu tyftaði Ratzinger páfa og sagði að hann hefði aðeins verið að ítreka skoðanir forvera sinna. Kannski hefur Ratzinger ekki sjálfstæða skoðun á málinu ... máské er hann bara jafn mikið fórnarlamb þráhyggju kirkjunnar eins og svo margir aðrir.

Aumingja kallinn!


mbl.is Páfinn gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kaþólska kirkjan er að deyja, sem er mjög gott því hún hefur verið eins og krabbamein á heiminum alla hennar tíð.
Það verður að fyrirbyggja að hún nái að flækja vanþróuð lönd meira í bullið.

DoctorE 19.3.2009 kl. 23:24

2 Smámynd: Einar Karl

Það er hreint og beint sorglegt að fylgjast með fréttum af heimsókn þessa gamalmennis til Afríku. Ekki eingöngu er hann í engum tengslum við samtímann, heldur gefur hann körlum beinlínis afsökun til að hegða sér áfram óábyrgt!

Þessu tengt, er svo vonandi að ný stjórnvöld í Ameríku reyni að snúa af þeim 18. aldar hugsunahætti sem var búið að læða inn í amerískt þróunarstarf, sem bannaði ríkisstyrki við hvers konar starfsemi sem minntist á getnaðarvarnir og ráðgjöf við skipulagðar barneignir! Svei attan.

Einar Karl, 20.3.2009 kl. 11:38

3 Smámynd: Óli Jón

Í sunnudagsblaði Moggans, dagsettu 22. mars, var að finna á blaðsíðu 6 afar sterka og mikilvæga umfjöllun um Ratzinger páfa og smokkablæti hans. Þar er t.d. spurt: 'Dæmdi páfi milljónir manna til dauða?' og er svarið afgerandi 'já!'.

Áhugasömum er því bent að kíkja á þessa greinasíðu. Hún er býsna góð.

Óli Jón, 23.3.2009 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband