Föstudagur, 16. janúar 2009
Voru engar konur?
Það er skondið að sjá að þegar haldið er Jafnréttisþing, væntanlega til þess að rétta skarðan hlut kvenna, að þá séu karlar fyrirferðarmeiri í fréttaflutningi tengdu því. Í tengdri frétt er talað við Þórólf Árnason og í þessari frétt er fjallað um erindi Ólafs Þ. Stephensen. Hér er svo fjallað um framsögu félagsmálaráðherra á þinginu. Tvö-eitt fyrir karla!
Hvar eru konurnar? Hafa þær ekkert um þetta mál að segja?
Akkur í að hafa konur í ábyrgðarstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jafnrétti er ekki eingöngu kvennamál. Það er ekki ólíklegt að það viðhorf, að jafnrétti komi körlum ekki við, hafi hamlað jafnrétti öðru fremur.
Örnólfur 17.1.2009 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.