Einlæg afsökunarbeiðni forsætisráðherra

Þjóðinni hlýtur að þykja vænt um þessa afsökunarbeiðni Geirs H. Haarde, forsætisráðherra:

Hafi mér orðið eitthvað á, þá þykir mér það leitt.

Þarna fylgir sannarlega hugur máli. Iðrun og auðmýkt drjúpa af hverju orði.

PS. Geir finnst honum ekkert hafa orðið á :) fyrir þá sem ekki skilja brandarann hjá honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega!

Arinbjörn Kúld, 1.1.2009 kl. 19:16

2 identicon

Mikið afskaplega ertu neikvæður. 

Geir Haarde er að lýsa tilfinningum sínum á opinberum vettvangi og þetta er stórt skref hjá honum. 

Hefur annar pólítíkus tjáð sig á þennan veg ?  Haft manndóm í sér til þess.

Hættan við úrvinnslu mála nú á nýju ári er einmitt þessi.  Menn stíga fram; Jón Ásgeir um daginn líka.  Öll orð þeirra eru tekin og hártoguð - túlkuð á hinn versta veg. 

Kallast "tuð".

Hákon Jóhannesson 1.1.2009 kl. 19:42

3 identicon

Ahem... Hafi ég drepið mann þykir mér það leitt.

Geta ekki allir sagt þetta, án þess að hafa drepið mann?

Guðjón 1.1.2009 kl. 22:17

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er eins lágkúrulegt og hægt er..hann setur það í hendur áhorfandans að meta hvort honum finnist Geir hafa gert eitthvað af sér og ef niðurstaðan er sú hendir hann með afsökunarbeiðni. hANN VÆRI EINUNGIS MAÐUR ORÐA SINNA EF HANN GENGIST VIÐ EIGIN MISTÖKUM OG BÆÐIST AFSÖKUNAR MEÐ ÞVÍ AÐ GERA EN EKKI BLAÐRA. t.D SEGJA AF SÉR OG VÍKJA FRÁ.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 23:26

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Geir er þurs.. 

Óskar Þorkelsson, 1.1.2009 kl. 23:27

6 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Hvað gerði Geir af sér?  Það er auðvelt að kasta steinum. Ég treysti mér ekki til að segja að ég hefði staðið mig betur sem forsætisráðherra.  Er einhver hérna inni sem gerir það?

Viljum við frekar hafa forsætisráðherra sem hættir bara ef illa gengur og fer á eftirlaun til Kanarí, í stað þess að reyna að standa sig og gera það besta?

Þorsteinn Sverrisson, 2.1.2009 kl. 00:21

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hvað gerði Geir af sér?

Geir gerði ekki neitt.. það er vandinn í hnotskurn.. og hann hreykti sér af því þessi mannleysa

Óskar Þorkelsson, 2.1.2009 kl. 00:33

8 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

"Auðmýkt" var inntakið í áramótaræðum ráðamanna á nýjársdag.  Er það það sem þeir hafa sýnt af sér undanfarið ???

Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 01:21

9 Smámynd: Óli Jón

Þorsteinn: Þú spyrð hvað Geir gerði af sér. Í stuttu máli sagt þá stóð hann ekki vörð um hagsmuni Íslendinga. Hann skilgreindi ekki hámarksáhættu okkar vegna umsvifa bankanna erlendis, jafnvel þótt honum væri ítrekað bent á að þeir væru fyrir löngu síðan vaxnir okkur yfir höfuð. Nei, þvert á móti lagði hann í kynningarferð til útlanda til þess að kveða niður þennan ljóta orðróm. Hann gerði lítið úr mönnum sem vöruðu við hættunni af umsvifum bankanna erlendis. Það hefði hæfur maður ekki gert.

Geir H. Haarde þakkaði sér gott gengi hérlendis meðan allt lék í lyndi, en neitar alfarið nokkurri ábyrgð á því að allt sé farið norður og niður. Það eru ekki gjörðir manns sem telur sig bera ábyrgð.

Ég segi það sama og þú; ég hefði ekki getað gert betur en Geir, en þá er markið ekki sett hátt. Ég tel mig geta krafist meira af ráðamönnum þjóðarinnar. Geir H. Haarde klikkaði og klikkar svo aftur á því að taka ábyrgð. Nú níðir hann skóinn af útrásarmönnunum, þessum sömu og hann dásamaði og lofaði fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hann kennir öllum um ... nema sjálfum sér. Líklega lítur hann á sig sem fórnarlamb í stöðunni, en ekki geranda.

Það er aumt.

Óli Jón, 2.1.2009 kl. 02:09

10 Smámynd: Guðmundur Björn

Óli Jón: Skilur þú út á hvað þessi kreppa gengur, eða er þetta bara gamla kreddan; þetta er allt Davíð Oddssyni, Sjálfstæðisflokknum og George Bush að kenna?? 

Það er heimskreppa, ef þú vissir ekki af því.  Um 30 bankar eru þegar gjaldþrota í BNA. 200 bankar til viðbótar bíða víst sömu örlaga skv. fréttum.  Landsmet var sett í Danmörku í ár í gjaldþrotum fyrirtækja og ekki er það bjartara fyrir 2009.  Það er verið að bjarga risastórum bönkum í Holllandi, Lúxemborg, Írlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Spáni og Frakklandi.  Fór þetta framhjá þér?  Er þetta "usual suspects" um að kenna? Það er t.d. 30% atvinnuleysi á meðal ungs fólks á Spáni? Já, og þrátt fyrir áralanga veru í töfralausn allra landsmanna, ESB!  Nú halda Íslendingar að Danmörk og hin Norðurlöndin séu miklu betri staður til að vera á!  Einmitt.  Þau eru ófá draugahverfin í Kaupmannahöfn (þar sem ég bý), þar sem byggingakranar standa óhreyfðir. Bíddu, var að heyra sömu sögu í Ósló! Ha, nei en kreppan er bara á Íslandi er það ekki??

Umsvif á fjármálamarkaði breytast gríðarlega hratt, og það er það sem gerðist á einni viku hér á Íslandi. Erlendir bankar loka á íslenska banka vegna þess að þeir eru sjálfir að reyna að bjarga sér.  Seðlabankinn átti aldrei fræðilegan möguleika að bakka þessi þrjú bákn upp ef til vandræða kæmi.   

Móðursýki og upphrópanir hafa einkennt þessa ömurlegu umræðu sem hefur skapast á Íslandi.  Eigum við ekki að leyfa Sjálfstæðisflokknum og Hr. Freðýsu (Björgvini) að leysa úr þessum vanda, sem þú vilt kenna þeim um að hafa komið Íslandi í með þykkri framsóknarsósu?

Guðmundur Björn, 2.1.2009 kl. 10:26

11 Smámynd: Óli Jón

Guðmundur: Mistök Geirs H. Haarde liggja í því að hafa ekki takmarkað ábyrgð okkar erlendis vegna bankanna, þrátt fyrir fjölmargar ábendingar þess efnis að það væri nauðsynlegt. Við erum að tala um 250 milljarða vegna Icesave og spurning hvað annað kemur upp úr foraðinu á eftir ... menn hafa beðist afsökunar á minni hlutum!

En kannski ertu bara vel sáttur við það?

PS. Gamla lumman með að þetta sé í lagi fyrst allir létu svona er klén og aum. Við þurftum ekki að láta eins og asnar bara vegna þess að aðrir létu svoleiðis!

Óli Jón, 2.1.2009 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband