Föstudagur, 5. desember 2008
Epísk fýluköst seðlabankastjóra ...
Það er svo fyndið að sjá að eldri og virðulegir menn á borð við Davíð Oddsson geti verið í fýlu út í fólk í kringum sig. Og þetta eru engin aumingjaleg amatör fýluköst; ó nei, þetta eru epískar fýlu-epísóður sem jafnvel eiga sinn þátt í að steypa heilu þjóðunum fyrir björg.
Davíð Oddsson var t.d. (og er) í fýlu út í forseta vorn og hvað gerist? Hefðbundnir fundir forsætisráðherra og forseta lögðust af eftir að Ólafur Ragnar smeygði sér inn á Bessastaði. Og við munum öll eftir sársaukanum í andliti Davíðs þegar hann þurfti að segja "heill forseta vorum og fósturjörð" við setningu Alþingis. Hann bægslaðist nú reyndar við að skýra það út að hann væri ekki að hylla forsetann, svona í alvörunni, heldur væri þetta spurning um kommusetningu. Í mínum huga snerist það mest um kommasetningu, en það er annað mál. Þarna var á ferðinni svo harmrænt og magnað fýlukast að jafnvel mergjuðustu sagnaritarar fortíðar og samtíðar hefðu ekki getað kokkað annað eins upp.
En það var þá.
Nú er Davíð í öðru fýlukasti og virðist það birtast í samskiptum (lesist: samskiptaleysi) hans við bankamálaráðherra. Á tímum þegar Davíð vissi með 100% óyggjandi vissu að hér færi allt til fjandans var fýlan svo mikil að hann hafði ekki fyrir því að slá á þráðinn til bankamálaráðherra og segja honum af þessu. Það var nú ekki eins og það væri hundrað í hættunni, held ég ... bara hagur og heill íslensku þjóðarinnar. En það er ekki næg ástæða til þess að rjúfa svona dásamlegt fýlukast. Fýlukast sem verður ritað á spjöld sögunnar sem eitt það frábærasta allra tíma. Móðir, amma og langamma allra þeirra fýlukasta sem eftir munu fylgja.
En þefskyn þessa mikla meistara fýlukastsins er samt hálf bjagað þessa dagana :) Já, hann telur sig Messías endurborinn og hyggur að þjóðin muni breiða út faðminn og bjóða hann velkominn þegar hann býður sig aftur fram í pólitík. En hann veit ekki það sem allir vita, nema nokkrir þeirra helbláustu.
Nú er þjóðin í fýlu út í hann! Ætli honum finnist það ekki ósanngjarnt?
PS. Nú furðar bankamálaráðherra sig á því að Davíð skyldi ekki hafa samband við hann. En af hverju rölti hann aldrei í heimsókn til Davíðs?
Athugasemdir
Þegar Bússarinn komst einhvernveginn til valda í guðs eigin landi flippuðu Dabbi og flokkseigendafélag íhaldsins endanlega út. Það var pínlegt á að horfa og eftir að hafa verið flokksmaður í nærri 30 ár gafst ég endanlega upp.
Þegar þessi Bush kom fyrst á fundi hjá NATO eftir að hafa verið svikinn í embætti af hernaðar- og fjármála/olíumaskínu BNA var hann alveg út úr kú og vissi ekki neitt í sinn haus um alþjóðamál og Dabbi dindilbjálfi notaði tækifærið til að búa til ævintýri um að þessi vitleysingur hefði leitað sérstaklega til hans um leiðsögn. Hahahaha. Síðar átti Powell að hafa verið sérstakur einkavinur Dóra dindilskækju en síðar var þetta einfeldningslega leikrit víst orðið einum of vitlaust þegar ekki tókst að gera Ingibjörgu Sólrúnu að einkavinkonu hrísgrjónsins. Til að nýta leifarnar af þessu fallna sjónarspili mætti etv. reyna að búa til sápuóperu um vandræðagang og misskilning og blekkingar og valdabrölt í hóruhúsi. Persónurnar liggja þegar fyrir meira og minna klæðskerasaumaðar.
Baldur Fjölnisson, 5.12.2008 kl. 20:26
Hver man ekki eftir því þegar Geir beið eftir grjóninu á göngum bandaríska utanríkisráðuneytisins langtímum saman þegar verið var að væla út áframhaldandi veru hersins á Keflavíkurflugvelli. Grjónið kíkti á hann síðan í 5 mínútur og Geir kyssti hana fyrir ekkert og bauð henni í heimsókn. Maður fékk bjánahroll þegar þessi undirlægju- og sleikjuháttur blasti við manni í fjölmiðlum.
Haukur Nikulásson, 6.12.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.