Religulous

ReligulousEldri drengurinn minn bauð mér í bíó í kvöld. Þessi bíóferð hefur verið á dagatalinu í nokkurn tíma og var það því með nokkurri eftirvæntingu sem við feðgar skeiðuðum vestur á Mela til að berja augum myndina Religulous. Ég var búinn að biðja ofurheitt til æðri máttarvalda um það að myndin myndi nú byrja á réttum tíma, en var ekki bænheyrður því við þurftum að sitja í 20 mínútur undir auglýsingum. Af hverju æðri máttarvöld bænheyra mig ekki í þessum efnum er ofar mínum skilningi, en nóg um það.

Religulous er samantekt á ferðalagi Bill Maher um heiminn þar sem hann ræðir við fulltrúa hinna ýmsu trúarbragða. Hann setur sinn stíl á þetta, en Maher er annálaður grínisti og sést handbragð hans víða í myndinni. Maher hefur lítið álit á trú og öllu því sem henni fylgir og myndin gengur einmitt út á það. Hann málar viðmælendur út í horn á svo fyndinn og skemmtilegan hátt að unun er að fylgjast með. Bill Maher þekkir öll helstu trúarbrögðin prýðilega og er því vel snakkhæfur við trúarnöttara af öllum gerðum. Í myndinni fer hann þó bara yfir kristna trú og nokkrar af afleiðum hennar, sem og íslam.

Ég hvet allt þenkjandi fólk til þess að kíkja í bíó, allir munu fá eitthvað fyrir sinn snúð. Trúaðir munu styrkjast í trú sinni og trúleysingjar verða enn vantrúaðri. En altént er það svo að Maher spyr áleitinna spurninga sem þarfnast svara við og verður hver og einn verður að svara eftir eigin sannfæringu.

Í mínum huga eru svörin alveg á hreinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Af hverju æðri máttarvöld bænheyra mig ekki í þessum efnum er ofar mínum skilningi, en nóg um það

tja eigum við ekki bara að láta þar við sitja.

kv.

Linda

Linda, 30.11.2008 kl. 02:55

2 Smámynd: Beturvitringur

Fara á Græna ljósið þegar það býðst; engar auglýsingar, engin sýnishorn, ekkert hlé.

Myndin byrjar á auglýstum tíma. Þú horfir bara á myndina sem þú keyptir þig inná og ferð út þegar henni lýkur.  Allt annað líf. Þetta form býðst reyndar ekki á öllum sýningum. Svo þegar maður er alltof seinn og  treystir því að 15-20 mín fari í þennan forleik, byrjar myndin auðvitað á skikkanlegum tíma!

Er þetta fróðleg mynd? Sögð á fyndinn hátt? 

Beturvitringur, 30.11.2008 kl. 03:01

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætla að sjá hana um leið og ég kem í kaupstað.  Maður býr í einu af Íslands nágrenum, (með tilvísan í Íslandslýsinguna Reykjavík og nágreni). 

 Ég hef séð brot úr þessu og líst vel á. Sýnist þetta vera jafnvel fyndnara en "Expelled".   Ben Stein er jú gamall grínari og gyðingur eins og Maher, þótt hann hafi ekki verið að grínast þar.

  Ég er þó hrifnari af Hitchens og hans yndislega grumpy nálgun við efnið. Maher er helst til mikill liberal og people pleaser fyrir minn hatt. 

Rökræða Hitchens við fábjánann Alistair McGrath var ógleymanlega skemmtileg. Mig rak annars í rogastans þegar ég sá Íslenska þýðingu á grínriti McGrath"The Dawkins Delusion". Menn eru ekki með öllum mjalla hér.

Þýðing a"God is not Great" og "The God Delusion" mætti alveg vera í jólapökkum þetta árið, þótt kannski megi ímynda sér að lesendur þeirra kunni flestir ensku og þurfi ekki að láta þýða þær ofan í sig.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2008 kl. 11:14

4 Smámynd: Óli Jón

Linda: Þú nærð þessu 100%, takk fyrir frábært innlegg :) Auðvitað bænheya æðri máttarvöld mig ekki um svona ómerkilega beiðni eins og að þurfa ekki að sitja undir auglýsingaflóði í bíó. Þau eru svo upptekinn við að hjálpa þeim sem hafa t.d. misst útlimi og biðja þau um úrlausn sinna mála.

Þú nærð þessu fullkomlega! Takk, enn og aftur :)

Óli Jón, 30.11.2008 kl. 11:23

5 identicon

Ég fór á þessa mynd í gær, og verð að viðurkenna að ég hef ekki hlegið jafnmikið í bíó í langan, langan tíma.

Fyrir utan að vera fáránlega fyndin er hún líka mjög áleitin, og ef fólk er voða kristið getur það allavega hlegið að köflunum um Gyðingdóm og Íslam. Sem trúleysingi bjó ég við þann lúxus að geta hlegið að öllu klabbinu - kristna fólkinu, vísindakirkjunni, gaurnum frá Puerto Rico sem er Jesús endurfæddur og öllum hinum sem karlinn grillaði í þessari mynd. Mæli með þessari.

Þórarinn Sigurðsson 30.11.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband