Snilli Ratzinger páfa ...

Benedikt XVIRatzinger páfi tekur þetta mál engum vettlingatökum. Hann hefur látið útbúa próf sem grisjar út menn með óheilbrigðar tilheigingar í kynferðismálum. Prófið mun vera sérstaklega hannað til þess að greina merki um hvers konar afbrigðileika skv. skilgreiningu kaþólsku kirkjunnar, en þar virðist hún vera á heimavelli ef marka má þá hrinu hneykslismála sem á henni hefur dunið skv. tengdri frétt. Þá er viðhorf verðandi presta til karlmennsku sérstaklega kannað, en auðvitað þarf að kanna slíkt vendilega áður en menn undirgangast (eða ekki, eftir atvikum) ævilangt skírlífi.

En verðandi prestar verða að samþykkja að undirgangast prófið. Úbbs!

Og ég veit að hraustir kaþólskir menn með tilhneigingar til samkynhneigðar, tvíkynhneigðar eða barnagirndar, fálæti gagnvart skírlífi og ranghugmyndir um karlmennsku munu svo sannarlega samþykkja að undirgangast prófið.

Af hverju ætti þeir ekki að samþykkja það?

Þetta er skothelt plan hjá Ratzinger páfa. Enginn nema einn fluggáfaðasti og snjallasti maður heims gæti fundið upp svona brilljant snilld.

Amen ... eftir efninu.


mbl.is Kynhvöt kaþólskra presta könnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er nú ekki mikið að tala um fortíðina! Hann var í Waffen SS sá gamli,enn það er kannski ekki mikið mál!

óskar 31.10.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld er það rétt af páfa að reyna að koma í veg fyrir, að menn með varasama kynhneigð komist í prestsnám, fái prestsvígslu eða gegni sálgæzlustarfi.

Það er alrangt hjá Óskari þessum, að Josef Ratzinger hafi verið í Waffen-SS – þar var hann aldrei. Sjá nánar innlegg mitt hér.

Jón Valur Jensson, 31.10.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: En af hverju er þetta próf valfrjálst ef þetta er alvöru forvarnaraðgerð hjá Ratzinger páfa? Meðan óþokkarnir geta valið um að taka EKKI prófið, þá er það marklaust. Þar með er þessi aðgerð öll marklaus og hjómið eitt!

Ergo ... er þetta ekki bara sýndarmennska hjá Ratzinger páfa?

Óli Jón, 31.10.2008 kl. 12:52

4 identicon

Þessi pafi er svo ogeðslegur það eitt að sja mynd af honum fær mig til að fa hroll! Hann litur ut eins og eg imynda mer að djöfulinn sjalfur myndi lita ut i alvöru talað! Ogeðslegur maður...að innan og utan...en spurning hvort að hann er ekki svona að utan þar sem að hann er svona myglaður að innan....

Iris 31.10.2008 kl. 17:00

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hugmynd..... má ekki fá prófið lánað, breyta því til að komast að því hvort að stjórnmálamenn séu hæfir til að stjórna og SKYLDA þá sem eru í pólitísku framapoti til að taka prófið? Hversu margir ráðherra og þingmanna núna myndu ná prófinu?

Ævar Rafn Kjartansson, 1.11.2008 kl. 11:13

6 identicon

Hann er rosalega myglaður þessi kall. Þessi jólasveinahúfa er ekki að gera neitt fyrir hann. Svo er þetta próf algjört ómark fyrst prestarnir geta valið hvort þeir taki það. Rosalega myglað.

Jón páfi 2.11.2008 kl. 01:50

7 identicon

Iris. Þú hittir naglann á höfuðið. Kallinn er verulega myglaður.

Myglaði páfinn 18.11.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband