Fimmtudagur, 22. maí 2008
Vantrú kristinna alþingismanna
Ég er að horfa á Alþingisrásina núna og finn fyrir depurð þegar ég sé hvað kristnir alþingismenn virðast hafa mikla vantrú á sinni trú. Hvað þeir virðist treysta henni skammt til þess að halda sjó á eigin verðleikum. Hvað þeir virðast telja það klárt að þjóðin afkristnist í einni sviphendingu ef kristin trú fær ekki áframhaldandi ítök í leikskólunum og grunnskólunum.
Mér finnst það sorglegt hvað þeir virðast tengja áframhaldandi velgengni trúar sinnar því að hún fái greiðan og óheftan aðgang að litlu leikskólabörnunum og örlítið eldri grunnskólabörnunum. Mér finnst það sorglegt að þeir skuli ekki treysta trúuðum foreldrum fyrir því að sjá um trúarlegt uppeldi barna sinna. Mér finnst í raun skelfilega sorglegt hvernig vantrú þeirra virðist mun sterkari en trú.
En sorglegast er þó hversu auðvelt þeim reynist að troða á rétti allra þeirra sem ekkert vilja með trú hafa.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Það er sorglegt að þessir menn hafi ekki meiri virðingu fyrir fólkinu sem býr í þessu landi.
Það segir svo mikið um þeirra trú að þeir vilji heilaþvo lítil börn með geimgaldrakarlinum sínum.
Sagan mun ekki fara vel með þessa menn, sagan mun útskúfa þá og telja þá hottintotta og með réttu
DoctorE 22.5.2008 kl. 21:31
Það er margt til í þessu hjá þér, Óli Jón. Ég myndi ekki vilja sjá eitthvað trúarlegt einræði, ekki einu sinni af (nafn)kristnum stjórnmálaflokki.
Aðalatriðið er að taka tillit til kristilegs grundvallar menningar okkar og frekar styrkja hann, en jafnframt tryggja að einstaklingar af öðrum trúarhópum, trúlausir, efahyggjumenn og allt þar á milli, geti stundað sína siði svo lengi sem þeir brjóta ekki gegn allsherjarreglu og heilbrigðum viðhorfum.
Ég tel reyndar að þjóðkirkjan hafi of mikil völd í skjóli eigna sinna og áskrift að skattpeningum landsmanna.
Annars er trúleysinginn Bjarni Harðarson núna að tala.
Theódór Norðkvist, 22.5.2008 kl. 21:43
Mér finnst fyndið að þeir skuli ekki átta sig á því að greinin með kristna siðgæðið fjallar nákvæmlega ekki neitt um kristinfræði.
Síðan fannst mér fyndið að sjá ónefndan þingmann sem hefur verið dæmdur fyrir mútuþægni og fjárdrátt vera að ræða um kristilegt siðgæði.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.5.2008 kl. 23:26
Hjalti, mér finnst felast í þessum orðum þínum að þú viðurkennir að kristilegt siðgæði að stela ekki og þiggja ekki mútur.
Theódór Norðkvist, 22.5.2008 kl. 23:49
Ég hef alltaf dáðst að ályktunarhæfni þinni Theódór.
Ég held að öllu fólki, kristnu eða ekki, sé illa við þjófa og spillingu.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.5.2008 kl. 00:19
Þú ert víst að gefa í skyn að þjófnaður og mútuþægni sé andstætt kristilegu siðferði. Það væri ekki hræsni hjá þingmanninum ónefnda, sem hefur gerst sekur um þetta tvennt, að ræða kristilegt siðferði nema þessi afbrot brytu í bága við kristilegt siðferði.
Þú ert bara jafnframt að segja að nefnd afbrot séu líka gagnstæð almennu siðferði, ef við getum komist svo að orði.
Theódór Norðkvist, 23.5.2008 kl. 00:45
Þetta var ákaflega sorglegt, Guðni og Árni voru náttúrulega ótrúlegir. Ég varð samt svekktastur út í Bjarna Harðarson.
Merkilegt hve mikið var um köll úr sal þegar Steingrímur J. flutti mál sitt.
Matthías Ásgeirsson, 23.5.2008 kl. 09:21
Ég var nú svekktastur út í Bjarna Harðarson hvað hann talaði mikið en sagði nánast ekki neitt.
Árni ef kristilegt siðgæði er í raun almennt siðgæði er ekki allt í lagi að hafa fyrrnefnda orðasambandið í grunnskólalögunum?
Theódór Norðkvist, 23.5.2008 kl. 09:43
Afhverju fá Kinnvillingar og hommar að fræða börnin þín óheft og lítil hópur af vantrúar mönnum
Hafsteinn Guðsmaður 23.5.2008 kl. 12:33
Eru kinnvillingar menn sem sífellt ruglast á kinnum?
Vantrúar menn hafa engan áhuga á að fræða börnin þín.
Matthías Ásgeirsson, 23.5.2008 kl. 12:53
Ég sagði ekki að almennt siðgæði og kristilegt væri sami hluturinn. Þú (Árni) sagðir það.
Sumir, aðallega guðleysingjar, trúleysingjar, menningarlega og andlega villtir og áhangendur annarra trúarbragða vilja sparka öllu kristilegu út úr skólum og opinberum stofnunum.
Setja síðan forskeytið almennt framan við allt sem áður var kristilegt. Almennt þýðir og hefur alltaf þýtt að það er fundinn lægsti samnefnari menningarlega, trúarlega og siðferðislega.
Það gæti t.d. falið í sér að viðurkenna heiðursmorð, af því að það verði að taka tillit til mismunandi menningarbakgrunns fólksins, það allt bull.
Theódór Norðkvist, 23.5.2008 kl. 15:21
Það væri hæglega hægt að skrifa 500 blaðsíðna bók um hvað felst í hugtakinu kristilegt siðgæði.
Boðorðin tíu eru ágætis skilgreining á hugtakinu. Þau eru grunnurinn.
Almennt siðgæði, fer það nokkuð endilega eftir boðorðunum tíu? Getur annars einhver skilgreint það líka, fyrst þú ferð fram á skilgreiningu á kristilegu siðgæði?
Ekki getum við sett ákvæði um almennt siðgæði inn í grunnskólalög ef enginn veit hvað í því felst, er það?
Theódór Norðkvist, 23.5.2008 kl. 15:51
Nú er ég ekki Árni, en það er ekki allt í lagi af því að kirkjunnar menn reyna að nota þetta orðalag til þess að réttlæta trúboð í opinberum grunnskólum.
Frábært. Kennum þá börnunum okkar að það sé allt í lagi að refsa börnunum fyrir mistök forfeðra þeirra (stendur í boðorðunum tíu!). Viltu síðan að í skólunum verði krökkunum kennt að það sé rangt að trúa ekki á guð kristinna manna (stendur í boðorðunum tíu!)? Ef ekki, þá hlýturðu að vera sammála því að skólinn getur ekki byggst á kristnu siðgæði.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.5.2008 kl. 16:00
Skv. boðorðinu skal ekki ljúga en samt er Biblían sjálf einn allsherjar lygavefur frá grunni eins og hver maður sér. Sem sagt guðinn sjálfur bannar öðrum að ljúga en spinnur sjálfur upp hina verstu dellu um eigin sköpunarverk. Þetta er stóri verkurinn. Ef þetta ritverk er raunverulega ættað frá einhvers konar guði þá er hann augljóslega hinn versti raðlygari og þá er óhætt að hætta alveg að ræða um eitthvað sérstakt kristilegt siðgæði. Jafnframt hrynur þá öll kristnin eins og spilaborg í einu vetfangi. Nú, ef ritverkið er samið af einhverjum gæjum án afskipta einhvers konar guðs þá er niðurstaðan nokkurn veginn hin sama. Hugtakið kristilegt siðgæði gufar strax upp ásamt kristninni. Það er vissulega hart að þurfa að segja þetta á 21stu öldinni horfandi upp á milljarða risaapparat í kringum þennan átrúnað.
Baldur Fjölnisson, 23.5.2008 kl. 17:40
Af hverju kemur alltaf þessi lygi aftur og aftur fram, sem Hjalti og Árni tyggja upp? Hjalti hvar stendur það í Biblíunni að foreldrar eigi að refsa börnum fyrir mistök forfeðra okkar?
Hvað þrælahald varðar þá hefur sú tugga líka komið áður fram, þrátt fyrir að hafa verið margkveðin niður. Greinilega mjög lífsseigur draugur þar á ferð.
Árni segir að þrælahald sé ekki góð latína í dag. Frá hvaða plánetu er hann? Hvað var Kárahnjúkavirkjun annað en þrælabúðir? Hvað um þrælkun barna í Indlandi, sem vinna í myrkrastofum við að sauma á okkur íþróttaskóna sem við notum hér á Vesturlöndum?
Ekki veit ég til að þrælahaldararnir hjá Impregilo og í Indlandi séu sérlega sannkristnir.
Má ég spyrja hvaða bók hefur verið skrifuð um almennt siðgæði?
Theódór Norðkvist, 23.5.2008 kl. 17:53
Ef okkar ágætu þingmenn eru eitthvað að gefa eftir þá er það eigin hugsjón og réttlæti, þannig er það nú með pólitík. Hinsvegar er ég afar þakklát þeim að berjast fyrir Kristni siðgæði í landinu okkar og á sama tíma að berjast fyrir trúfrelsi, eitt getur ekki verið til án hins. Rétt eins og trú og vantrú á samleið, plús og mínum etc etc. Ég er sammála honum Tedda hér fyrir ofan, hann er ávalt mjög málefnalegur og hnitmiðaður í sinni umræðu.
Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að Kristni muni hverfa sem siðgæðis stimpill, hvað þá að okkar þingmenn munu henda henni í ruslið, hafið frekar áhyggjur af því hvort börnin ykkar mun hafa mat á borðum sínum eftir 20 ár, eða hreint loft, eða sjávarfang að sækja í, það er eitthvað til að hafa áhyggjur af.
Ég bið þingmönnum okkar blessunar og öllum hér sem skrifa velgegni og farsældar.
kv.
Linda, 23.5.2008 kl. 18:05
Theódór, til að byrja með var þessi "lygi" mín ekki sú að í biblíunni stæði að "foreldrar [ættu] að refsa börnum fyrir mistöð forfeðra okkar". Heldur sagði ég að í boðorðunum tíu kæmi það fram að það væri í lagi að refsa börnum fyrir mistök forfeðra þeirra. Þessi "lygi" er með öðrum orðum í texta boðorðanna tíu, nánar til tekið 2Mós. 20.5:
Síðan myndi ég gjarnan vilja fá svar frá þér við þessu:
Viltu síðan að í skólunum verði krökkunum kennt að það sé rangt að trúa ekki á guð kristinna manna (stendur í boðorðunum tíu!)? Ef ekki, þá hlýturðu að vera sammála því að skólinn getur ekki byggst á kristnu siðgæði.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.5.2008 kl. 18:58
Biblían heldur því blákalt fram að jörðin sé flöt og hvíli á risastöplum sem er fáránleg vitleysa en stendur þarna ennþá. Samt er þetta haft eftir sjálfum skaparanum. Segjum að þú smíðir fuglahús í garðinn hjá þér og lýsir því svo sem eplaköku og haldir þig fullt og fast með það. Myndi ekki fjölskyldan kalla til geðlækna?
Baldur Fjölnisson, 23.5.2008 kl. 19:27
Það er fyrir löngu orðið ljóst að stjórnmálafræðin og hagfræðin munu í vaxandi mæli renna saman við geðlækningar og þá líka lyfjafræði enda eru helstu gúrúar á þeim sviðum örugglega á mjög sterkum veruleikabreytandi geðlyfjum eins og ég held að hver maður sjái orðið. Verstu keisin eru síðan einhvers konar blanda úr helvíti af Jesú og Napóleón ég nefni nú engin nöfn en fyrsti stafurinn er runni og hann á einlæga vini og aðdáendur hér á landi sem eru örugglega á sömu pillunum og heyra líka raddir í hausnum á sér. Rennur guðfræðin líka saman við geðlækningarnar? Er þetta allt saman í raun sami grauturinn í sömu skálinni og byggist mest á trúgirni og ofurtrú á kreddum sem menn halda að gildi forever í síbreytilegum heimi sem verður úreltur hröðum skrefum?
Baldur Fjölnisson, 23.5.2008 kl. 19:48
Hvernig nokkrum manni dettur í hug að vilja byggja nokkuð siðgæði á bók sem inniheldur þjóðernishreinsanir, fjöldamorð, limlestingar, hópnauðganir, sifjaspell og annan svipaðan óþverra er ofvaxið skilningui Púkans.
Púkinn, 23.5.2008 kl. 19:50
Ég tel að mér beri, sem gestgjafi hér, að leiðrétta allavega eina misfærslu hérna varðandi það að í boðorðunum sé að finna hvatningu til foreldra varðandi refsingar gagnvart börnum sínum. Ég fletti þessu upp og sá á Wikipediu (sem menn geta auðvitað haft sína skoðun á) eftirfarandi texta:
Þarna tel ég að verið sé að tala um að ekki eigi að tilbiðja þær sem vitja misgjörðir feðranna á börnunum. Þessi miskkilningur er afurð frjálslegrar kommusetningar og afar undarlegrar uppbyggingar á setningunni. Hvort talað sé um þessar skyldur foreldra annars staðar í Biblíunni veit ég ekki, en ég tel víst að það sé ekki í boðorðunum.
Um önnur atriði sem rifist hefur verið um hér get ég ekki tjáð mig, en sitt sýnist hverjum.
Mitt innlegg í umræðuna er það að ég tel sk. kristið siðgæði aðeins vera almennar og góðar samskiptavenjur. Það er ekkert að því að kristin trú taki þær og geri að sínum, en ljóst er að hún eignast aldrei neitt einkaleyfi á þeim. Ég vil árétta að ég tel sk. kristið siðgæði alveg prýðilegt, en það hefur ekkert um fram þetta almenna og góða siðgæði sem við lifum flest öll samkvæmt.
Af því leiðir að ég tel að við eigum að byggja skólastarf á veraldlegum grunni. Það er lykilatriði í því að skapa jöfnuð í skólunum og einfalda umhverfi þeirra. Ég skil vel að margir foreldrar vilji ala börn sín upp í trú og tel það gott, en ég tel að það sé þá hlutverk þeirra að sjá um þann þátt uppeldisins.
Ég hef ekki trú á því að þjóðin afkristnist þótt við höfum skólana alfarið veraldlega. Menn hafa fært fyrir því ágæt rök að kristin trú hafi fylgt þjóðinni um langan aldur og að hún muni gera svo áfram. Það merkir hins vegar ekki að beita þurfi öllum tiltækum meðulum til að gera veg hennar sem mestan í framtíðinni. Trúin hefur fengið næga meðgjöf í gegnum tíðina og á ekki að þurfa á meiri fyrirgreiðslu að halda.
Það stakk mig í umræðu áðan um framhaldsskólalög að þingmenn virðast margir sammála því að við hæfi sé að draga úr kristnifræðslu á þeim vettvangi og tilgreina m.a. sem ástæðu að nemendur þar séu gagnrýnni í hugsun. Þá finnst mér einmitt að við ættum að snúa þessu á hvolf. Sækjum ekki að leik- og grunnskólabörnunum með kristinni innrætingu í skólum. Þessum greyjum er ekki treyst fyrir því að ákvarða sjálf eigin útivistartíma, hví ætti þeim að vera þá treystandi fyrir því að taka afstöðu til trúmála?
Nú segja einhverjir að það sé ekkert slæmt við trúarlega innrætingu í skólum. Það er ekkert endilega slæmt við trúna sem slíka, en það er ekki í lagi að hafa þannig áhrif á börnin að frjáls val þeirra sé skert í framtíðinni. Þessi sk. 'barnatrú' margra er bara afurð innrætingar í æsku sem mörgum finnst hálf óþægilegt að tala neikvætt um, en getur samt ekki fyllilega skilið hvers vegna það hefur þá trú. "Ég hef mína barnatrú", segja margir. Er það jákvætt? Að hafa einhverja trú sem fólk fékk með móðurmjólkinni, stærðfræðinni og leikfiminni? Fólk segir þetta oft þegar það veit ekkert hvað það á að segja um trú sína. Er það virkilega eftirsóknarvert fyrir kristna trú? Að liðsmenn hennar játi trúna af gömlum vana? Af því bara? Viljum við ekki að fólk játi sína 'fullorðinstrú'? Er það ekki huggulegra?
Ég óska kristinni trú alls hins besta, en ég tel hana ekki eiga erindi í skólana. Sjálfum er mér nokk sama í dag hvað gerðist í kristinni trú fyrir langa löngu. Mér er hins vegar ekki sama um hvað er að gerast í kringum hana í dag.
Óli Jón, 23.5.2008 kl. 20:11
Skv. biblíunni ber að grýta til dauðs unglinga sem þverskallast við að hlýta fyrirmælum foreldra sinna og þetta er haft eftir meintum guði.
Baldur Fjölnisson, 23.5.2008 kl. 20:14
Óli Jón, þetta er kolrangur skilningur hjá þér. Þú þarft ekki nema að klára setninguna til þess að sjá að þarna er augljóslega verið að tala um Jahve (ekki að tilbiðja þær líknekjur sem refsa börnum fyrir misgjörðir forfeðra sinna):
Ein vísbending er "sem mig hata". Jahve, guð kristinna manna er sá sem talar. Síðan segir Jahve hvað hann ætlar að vera góður við þá sem hlýða honum.
Óli, ég leiðrétti þetta í síðustu athugasemd minni, og mér þykir afskaplega leiðinlegt að þurfa að gera það aftur núna: "Heldur sagði ég að í boðorðunum tíu kæmi það fram að það væri í lagi að refsa börnum fyrir mistök forfeðra þeirra."
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.5.2008 kl. 20:57
Til að leiðrétta misskilning þá voru orðin mín:
Hjalti hvar stendur það í Biblíunni að foreldrar eigi að refsa börnum fyrir mistök forfeðra okkar?
ætluð Hjalta, eins og fram kemur í setningunni. Spurningunni um meint dálæti Biblíunnar á þrælahaldi voru hinsvegar ætluð Árna.
Þetta eru þær bábiljur sem er sífellt kastað fram af trúleysingjum og efasemdarmönnum.
Það að Guð vitji misgjörða feðranna á börnunum þýðir ekki að Guð sé að mæla með því að foreldrar hafi þá reglu í heiðri. Það mætti líka skrifa 500 blaðsíðna bók um þetta atriði.
Aðalatriðið sem ég vildi koma á framfæri er að það er margt í Gamla testamentinu sem á ekki við í dag, það kemur skýrt fram í því Nýja, t.d. Postulasögunni.
Að nudda kristnu fólki sífellt upp úr setningum eins og þessum, eða að bannað sé að týna eldivið á hvíldardegi og annað slíkt úr GT, er rökvilla.
Það er enginn að mælast til að börn verði borin út (sem tíðkaðist reyndar í heiðnum trúarbrögðum og hefur yfirleitt verið aflagt þar sem kristni hefur skotið rótum) eða að hórkonur verði grýttar á Lækjartorgi.
Hvernig væri að hífa umræðuna aðeins upp úr drullupollinum?
Theódór Norðkvist, 23.5.2008 kl. 22:08
Theódór, í þriðja skiptið á þessum þræði: Ég minntist hvergi á að þetta hefði eitthvað með foreldra að gera. Ég sagði hins vegar þetta:
Í boðorðunum tíu segir guð að hann ætli að refsa fólki fyrir misgjörðir forfeðra sinna, um það er ekki deilt. Það er auðvitað hryllingur ef við notum almennt siðgæði, en í augum kristilegs siðgæðis er ekkert athugavert við það að refsa fólki fyrir misgjörðir forfeðra þeirra.
En það varst þú sem sagðir að boðorðin tíu væru grunnurinn á kristnu siðgæði, þetta stendur í boðorðunum tíu.
Síðan myndi ég gjarnan vilja fá svar frá þér við þessu:
Viltu síðan að í skólunum verði krökkunum kennt að það sé rangt að trúa ekki á guð kristinna manna (stendur í boðorðunum tíu!)? Ef ekki, þá hlýturðu að vera sammála því að skólinn getur ekki byggst á kristnu siðgæði.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.5.2008 kl. 22:16
Ég skrifaði bloggfærslu um það að refsa fólki fyrir misgjörðir forfeðra þeirra, þannig að við getum fært umræðuna þangað ef þú vilt ekki svara hérna Theódór.
Hins vegar getur Theódór ekki neitað því að fyrsta boðorðið boðar það að maður eigi að trúa á guð kristinna manna, það er ekkert aukaatriði, þannig að ég hlýt að spyrja hann: Viltu virkilega að skólarnir kenni börnum að það sé rétt að trúa á guð kristinna manna?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.5.2008 kl. 22:58
Árni: Ég tel að best sé að skilgreina kristilegt siðgæði með orðum Jesú sjálfs í Matteusarguðspjalli 22:34-40:
Hið æðsta boðorð
34Þegar farísear heyrðu, að hann hafði gjört saddúkea orðlausa, komu þeir saman. 35Og einn þeirra, sem var lögvitringur, vildi freista hans og spurði: 36"Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?"
37Hann svaraði honum: ",Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.' 38Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. 39Annað er þessu líkt: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.' 40Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir."
Hjalti ég vil að börnum sé kennt í grunnskólum að trúa á Guð kristinna manna. Hann er hinn sanni Guð. Skólunum ber að undirbúa börn fyrir lífið og það er ekki til betri grunnur að mínu mati til þess en kristin trú og breytni.
Ég vil samt ekki að þeim sé kennt kristinfræði af þeim sem lesa Biblíuna aftur á bak, þ.e.as. þeim sem mundu kenna börnunum að þau eigi að refsa sínum börnum fyrir misgjörðir forfeðra sinna í ljósi rangtúlkunar á boðskap Biblíunnar.
Theódór Norðkvist, 24.5.2008 kl. 00:33
Og finnst þér þetta ekki flokkast undir það að níðast á þeim hluta þjóðarinnar sem er ekki kristið?
Hvernig fyndist þér það ef það væri kennt í skólum að trúa á guð múhameðstrúarmanna? Eða ef það væri kennt að trúa ekki á guð? Þér þætti það líklega slæmt. Mig minnir að Jesús eigi að hafa sagt eitthvað frægt sem gæti hjálpað þér að setja þig í spor annarra.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.5.2008 kl. 00:40
Theodór ritaði:
"Aðalatriðið sem ég vildi koma á framfæri er að það er margt í Gamla testamentinu sem á ekki við í dag, það kemur skýrt fram í því Nýja, t.d. Postulasögunni.
Að nudda kristnu fólki sífellt upp úr setningum eins og þessum, eða að bannað sé að týna eldivið á hvíldardegi og annað slíkt úr GT, er rökvilla."
En hvað með þegar tilvitnanir af sömu blaðsíðum eru notaðar til þess að berjast gegn samkynhneigðum einstaklingum og brjóta á rétti þeirra sem manneskjur?
Þar eru notuð "rök" úr Leviticusarbók úr Gamla Testamentinu sem vísa til þess að samkynhneigð sé "abomination unto the Lord", en svo þegar bent er á aðra þætti úr nákvæmlega sama riti þá er það "eitthvað gamalt sem við hlýðum ekki lengur" ?
Hver ákveður hvað er dottið úr móði og hvað ekki þegar kemur að GT?
Ég vil ekki virka eins og ég sé að ráðast persónulega á þig en mér þætti forvitnilegt að vita hvað þér og ykkur finnst um þennan part málsins.
kiza, 24.5.2008 kl. 07:58
MBL.IS hampar ofurkrissum eins og Jóni Val... MBL.IS hindrar að mitt blogg sjáist... mbl og krossD eru óvinir trúfrelsis
Guð biblíu er mesti morðingi og villimaður skáldsagnanna, hann drepur konur og börn og hefur gaman að ... þetta vilja sjálfstæðismenn og mbl flagga hallelúja
DoctorE 24.5.2008 kl. 14:06
Jóna Svanlaug spyr hvað eigi við úr Gamla testamentinu og hvað ekki. Ef hún hefur áhuga á að fá nákvæma forskrift að því ráðlegg ég henni að tala við einhvern guðfræðiprófessor hjá Háskólanum. Það er ekki einfalt mál.
Hvað varðar hörð orð gegn samkynhneigðum þá er nú hvergi talað um í Nýja testamentinu að óeðli sé Guði þóknanlegt. Annars er umræðan svolítið farin að fara út um víðan völl, allavega töluvert út fyrir efni upphafsinnleggsins.
Það eru leiðbeiningar í Biblíunni sem hinn almenni kristni einstaklingur getur farið eftir, með lestri, íhugun Orðsins, bæn og leiðsögn forstöðumanns síns eða prests.
Árni ég er búinn að svara þér með almenna siðgæðið, að þar verði tekinn lægsti samnefnari til að þóknast öllum.
Er einhver að tala um að boðun kristinnar trúar fari fram í skólum? Ég vil allavega kristinfræði, eins og þau eru í dag. Ég væri afskaplega feginn ef skólar hefðu kristna trú að leiðarljósi í sínu starfi, án þess að boða sérkenningar einhvers ákveðins trúfélags.
Vonandi dugar þetta svar, ég ætla að fara að snúa mér að blogginu hjá Hjalta.
Theódór Norðkvist, 24.5.2008 kl. 14:10
Ég er með fína mynd fyrir ykkur krakkar... möst see;
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/549468/
DoctorE 24.5.2008 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.