Marklausar staðtölur

*Þessi frétt fjallar um marklausustu staðtölur sem haldið er utan um hérlendis og eru þó til nokkrar býsna fánýtar. Þær segja ekkert til um trúfesti eða trúleysi íslensku þjóðarinnar meðan hvítvoðungar eru sjálfkrafa skráðir í trúfélag móður þeirra. Hið eina rétta í stöðunni er að hætta þeirri skráningu og taka upp það fyrirkomulag að trúfastir sjái sjálfir um að skrá sig og sína í trúfélag, hafi þeir þörf til þess.

Blaðamaður tiltekur í fréttinni að líklega gefi staðtölurnar ekki rétta mynd af ástandinu því einhverjir eigi eftir að skrá sig í trúfélag. Að sama skapi má spyrja um alla þá sem eiga eftir að skrá sig úr því trúfélagi sem þeir eru skráðir í, en ætla má að þeir séu umtalsvert fleiri.

Því er eðlilegast að skrá alla úr Ríkiskirkjunni sem nú eru til hennar taldir nema þá sem hafa að eigin frumkvæði óskað eftir vist þar. Líklega mætti undanskilja starfsmenn Rikiskirkjunnar, en þeir ættu svo sem ekki að telja eftir sér að ganga frá skráningunni sjálfir. Eftir það myndu trúfastir gæta þess sjálfir að Þjóðskrá endurspeglaði þeirra viðhorf í trúmálum. Þá loksins yrðu þessar staðtölur einhvers virði og þess verðar að haldið sé utan um þær.


mbl.is Hlutfallsleg fækkun í þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ja hérna...  Ég held nú það  sé nú tiltölulega einfalt að keyra þessar upplýsingar útúr þjóðskrá. Þetta verður jú fólk að gefa upp ef kirkjuskaturinn á að fara á réttann stað.

 Svo hef ég nær enga trú að því að trúfélögunum se treystandi til að halda um svona skráningu ein og óstudd, sérstaklega ef peningar eru í spilinu.  þá myndast hvati til að safna sem flestum kennitölum og jafnvel svindala aðein til að fá meiri aur út úr ríkinu.

Svo ég sé ekki hverju hugmynd þín á að áorka 

Sævar Finnbogason, 17.1.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Óli Jón

Ég þakka kærlega fyrir athugasemdina. Ég er sammála því sem skrifari segir í upphafi athugasemdar sinnar að það sé einfalt að keyra þessar upplýsingar úr Þjóðskrá. Málið er bara að þær staðtölur eru kolrangar og endurspegla EKKI viðhorf Íslendinga í trúmálum. Því er sú útkeyrsla marklaus og villandi.

Svo grunar mig að höfundur athugasemdarinnar hafi ekki fyllilega skilið tillögu mína, en hún leggst út svona:

  • Allir með sjálfkrafa skráningu í Ríkiskirkjuna eru skráðir úr henni í Þjóðskrá
  • Þeir sem vilja skrá sig aftur í Ríkiskirkjuna gera slíkt hið sama HJÁ Þjóðskrá

Þannig er engin skráning hjá trúfélögum (frekar en í dag), en þau geta auðvitað keppt um þessar rótlausu sálir á markaði ef þeim sýnist svo. Svona, og aðeins svona, verður trúfélagaskráning Þjóðskrár marktæk ef hún á að endurspegla viðhorf þjóðarinnar til trúmála. Í dag er hún bara andlaust fylgiskjal vegna ósanngjarnrar skattheimtu.

Óli Jón, 17.1.2008 kl. 13:32

3 Smámynd: Ingólfur

Mér líst best á að hafa þetta sem dálk í skattframtalinu. Skráningin ætti að vera rétt ef maður þarf að taka afstöðu til hennar á hverju ári.

Ingólfur, 18.1.2008 kl. 04:13

4 Smámynd: Ellý

Hjartanlega sammála þér, Jón Óli, og frábær hugmynd hjá Ingólfi!

Ellý, 18.1.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband