Number One Son

Feðgar á ferðÍ dag brá ég mér á Esjunni í fylgd Number One Son, en það hefur lengið verið ætlun okkar að fara saman. Number Two Son komst ekki sökum þess að hann þurfti að vinna þannig að við vorum tveir sem röltum í dag. Mæting mín á fjallið hefur verið stopul undanfarið sökum slælegs veðurs og meiðslanna ógurlegu, en nú ætla ég að trekkja mig í gamla farið. Kálfinn var alveg til friðs enda var farið hægt og yfirvegað yfir. Ferðin var afar fín, en ég fann að það munaði aðeins um þetta tímabil þar sem ég hefi lítt sinnt fjallinu. Þó er von til þess að maður verður fljótari að ná sér á strik aftur en í sumar þegar maður byrjaði kaldur og frá grunni.

Number One Son fetaði sig einbeittur upp fjallið alla leið að stiku 4 og hafði almennt lítið fyrir því. Ferðin niður fjallið tók töluvert meira á, sem olli nokkurri undran. Við fórum þetta hægt og örugglega og ég reyndi að leiða drenginn í allan sannleikann um undraheima fjallsins; vonandi hefur hann fengið ögn breytta sýn á þessa gersemi sem bíður ætíð þolinmóð við túnfótinn. Nú er bara að gera þessar ferðir að föstum liðum í dagskrá vikunnar enda ættum við að vera að rölta þetta tvisvar sinnum saman.

Góður, Number One Son!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottir feðgar!

Litla systa 22.10.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband