Miðvikudagur, 19. september 2007
HlaupaMSN
"Af hverju getum við ekki fengið MSN?", spurði lítill frændi minn fyrir nokkrum mánuðum síðan. Honum sýndist allir vinirnir vera með MSN og vildi ekki vera eftirbátur þeirra. Ég stakk upp á því við hann að hann fengi sér HlaupaMSN og uppskar undrunarsvip aldarinnar. Drengurinn varð nokkuð spenntur enda hélt hann að þarna væri komin spennandi lausn á ömurlegu ástandi.
"Sko, HlaupaMSN virkar þannig að þú hleypur einfaldlega til þeirra sem þú vilt segja eitthvað við og segir það við þá. Svo hleypurðu til baka og bíður eftir svari sem auðvitað kemur með öðrum HlaupaMSN skilaboðum!". Sá stutti var nokkra stund að melta þetta og virtist reyna að finna á þessu jákvæða hlið. En þrátt fyrir mikil heilabrot var nokkuð ljóst að það var fátt spennandi við HlaupaMSN og því meir sem hann dvaldi við málið, því ömurlegri varð tilhugsunin.
Sagan endar ekki hér því til þessa dags liggur hugsunin um HlaupaMSN svo þungt á drengnum að stundum hrekkur upp úr honum eftir langa og þunna þögn; "Iss, það getur ekki verið neitt varið í þetta HlaupaMSN!". Svo dettur hann aftur ofan í djúpa þanka og reynir að sjá fyrir sér glataðan heim sem byggir á HlaupaMSN.
Run, Forrest, run!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:24 | Facebook
Athugasemdir
Hahahahaha.... svo ekki sé talað um alla fítúsana á HlaupaMsn-inu! Venjulegt MSN bliknar í samanburði. "LOL"
Systir 19.9.2007 kl. 21:53
Tíhí, geggjað kúl þetta hlaupaMSN.... synir mínir nota það mikið
Eydís Hauksdóttir, 20.9.2007 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.