Síldarmannagötur

SíldarmannagöturÍ gær rölti ég ásamt 5H tvíeykinu (Hlyni Halldórssyni og Herði Helga Helgasyni) um Síldarmannagötur. Það er skemmst frá því að segja að rölt um íslenska náttúru í góðum félagsskap er hin besta skemmtun. Við lögðum upp frá Botni í Hvalfirði og fylgdum vel stikaðri leiðinni yfir í Skorradal þar sem Carnivore Convention 2007 beið hjá mömmu. Fyrsti kaflinn einkennist eðlilega af nokkru príli þar sem verið er að sigra fjallið, en þegar komið er upp á heiðina tekur við jöfn og góð gönguleið. Veðrið lék við okkur allan tímann; það var skýjað með köflum og léttur andvari lék um göngumenn. Þegar halla tók á ferðina sást æ oftar í þjóhnappa göngusveinanna sem voru með í för þar sem þeir stungu nefjum ofan í djúpblátt berjalyngið. Það var sem þeir hefðu aldrei séð bláber áður og tóku þeir hraustlega á. Þeir voru helteknir af berjagleði og væru líklega enn á beit í hlíðinni ef kjötveislan hefði ekki togað í.

Á morgun er markið sett á hefðbundna heimsókn á Esjuna, en í vikunni verður fjallið svo sigrað í eitt skipti fyrir öll þegar ég fer alla leið á toppinn.

Lesandi minn getur smellt hér til að líta myndir frá Síldarmannagötum.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband