Hvítur er grænn!

Hvítt og svartÍ áhugaverðri grein í á businessweek.com rekur Greg Blonder augljós rök fyrir því að hvítur er grænn. Bendir hann á að fjölmargar leiðir séu í dag færar til þess að sporna gegn hnattrænni hlýnun; skógrækt, notkun kjarnorku til orkuframleiðslu, 'bio' eldsneyti o.s.frv. Á endanum telur höfundur að við séum oft föst í þeim hugsanahætti að flókin vandamál krefjist flókinna lausna. Ég ætla ekki að rekja efni greinarinnar hér, enda hvet ég lesendur Blogg Schmogg til þess að hyggja að henni sjálfir. Þó vil ég stinga undan höfundi og rekja meginatriði greinar hans, en það er að hvít málning sé vanmetin sem liður í vörnum móður jarðar. Ljóst yfirborð endurvarpar hitageislum sólar, en hún baðar jörðina linnulítið með 1.350 vöttum af orku á hvern fermetra hvern einasta klukkutíma sem við njótum ásjónu hennar. Hvítt húsþak endurvarpar megninu af þessari orku meðan rautt eða grænt þak dregur megnið af henni í sig.

Niðurstaðan er því sú að það eigi í auknum mæli að kaupa hvíta málningu og mála allt hvítt sem hægt er að mála. Það að lýsa malbik á vegum myndi endurvarpa mikilli orku aftur út í geiminn, en þess er skemmst að minnast að malbik á vegarspotta við Akureyri hreinlega bráðnaði á dögunum í mikilli hitabylgju. Ljós malbiksblanda á bílastæðum og inngötum í hverfum myndi skila sér strax í minni hita.

Hvítur er grænn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmm... En er þetta ekki öfugt, Óli?

Er það ekki hlýnun andrúmsloftsins sem er vandamálið? Þ.e. að vegna svonefndra „gróðurhúsalofttegunda“, á borð við koltvísýring, þá kemst sú geislun sólar sem endurkastast af yfirborði jarðar ekki aftur út í geim, heldur kastast aftur til baka niður úr því „gróðurhúsi“ sem þessar lofttegundir mynda ofarlega í lofthjúpi Jarðar?

Aukning á endurkasti geislunar sólar af yfirborðinu myndi varla hjálpa til, eða hvað?

Hörður Helgi Helgason 4.7.2007 kl. 11:54

2 Smámynd: Óli Jón

Ágæti Hörður minn Helgi Helgason.

Það ku vera svo að heilmikill hiti sleppur aftur út í geim eftir að hafa endurkastast af yfirborði jarðar, en bara ekki nægilega mikill sökum einmitt þeirra ástæðna sem þú tilgreinir. Hvert vatt sem fer þá leið er vatt sem ekki veldur hlýnun. Því er tryggara að auka ljóst yfirborð og stuðla þannig að aukinni útgeislun hita aftur út í geim, jafnvel (og kannski einmitt þess vegna) þótt allur hitinn rati ekki aftur út í kaldan útgeim.

Góðar stundir.

Óli Jón, 4.7.2007 kl. 12:24

3 identicon

Auðvitað var hægt að treysta því að þú myndir útskýra þetta skýrt og fumlaust, þannig að jafnvel einfaldir lögfræðingar gætu skilið.

Takk, höfðingi.

Hörður Helgi Helgason 12.7.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband