Drekinn veginn!

EsjanÁ fimmtudaginn var náði ég áfanga sem ég hef stefnt að um nokkurn tíma og það var að rölta upp að vegpunkti 5, 'Steini', á Esjunni. Ég er ekki mikill gönguhrólfur og því tók ég þetta í nokkrum áföngum. Sú ráðstöfun hefur gefist vel og skilað mér á þennan stað. Það er skemmst frá því að segja að göngutúr upp Esjuna er hin besta skemmtun. Þangað streymir fólk í löngum röðum og oft eru bílastæðin við fjallsræturnar þéttskipuð.

Í gær bætti ég svo um betur og fór upp að vegstiku 6, en hún er sú síðasta áður en farið er að glíma við Þverfellshornið sjálft. Stikan er í rúmlega 670 metra hæð yfir sjávarmáli og þar er hægt að njóta mergjaðs útsýnis yfir höfuðborgina og Reykjanesið. Síðasta kaflinn bíður um stund því ég er ekki jafn áræðinn og allar þær mömmur og ömmur sem geystust fram hjá mér og skoppuðu upp á topp eins og liprar fjallageitur. Ég tek ofan fyrir þessum glæsilegu freyjum sem skeiða upp fjallið án þess að blása úr nös!

Viðtakandi verkefni er að halda áfram þessu Esjubrölti og reyna þá að stytta ferðatímann ögn í hverri ferð. Alla jafna mun ég líklega mið við vegpunkt 4, enda er hann innan þægilegrar seilingar. En toppurinn er þarna og verður hann sigraður við gott tækifæri í góðra vina hópi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánægður með þig maður! Auðbjörg sagði mér frá þessari sumaráskorun, hún hitti þig víst á góðri göngu í sólinni á fimmtudaginn.

Mr. Wong 2.7.2007 kl. 16:24

2 Smámynd: Óli Jón

Það er mér heiður og ánægja að fá viðskot frá Mr. Wong. Mr Wong er snillingur. Ekki þarf að orðlengja það frekar! Mr. Wong.

Óli Jón, 2.7.2007 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband