Myndavél sem grennir

Grennri og flottari!Á vafri um vefinn fann ég lýsingu á nýrri myndavél frá HP, R937. Þetta er afar glæsileg vél og virðist helsti kostur hennar liggja í því að á henni er 3,6" snertiskjár sem þekur allt bak vélarinnar. Þegar ég las mig betur til um eiginleika vélarinnar rak ég fljótt augun í það að með henni er hægt að grenna viðfangsefni hennar. Já, það er komin myndavél sem grennir það sem hún fangar!

Áhugasamir geta kynnt sér þessa stórmerku nýjung í ljósmyndaheiminum með því að smella hér. Héðan í frá þarf ekki að bíða uns ljósmyndin er komin í tölvu og Photoshop til að "gera lítið" úr myndefninu, nú er hægt að ganga frá því strax í vélinni. Nú geta allir virst þvengmjóir og glæsilegir nokkrum sekúndum eftir myndatökuna. Nú verður gaman að lifa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Það held ég að þessi eigi eftir að seljast vel...... nú getur fólk hætt að vera myndavélahrætt!

Eva Þorsteinsdóttir, 24.6.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband