Sunnudagur, 17. júní 2007
Kæfisvefn
Ég hef ekki grun um hvað hefur gerst þarna og mun því ekki tjá mig um það. Hvernig sem allt veltur er það grafalvarlegt ef fólk er að sofna eða dotta undir stýri. Mitt innlegg í umræðuna er að benda á kæfisvefn sem mögulega orsök, en þetta er vandamál sem hrjáir býsna marga. Það leiðir af sjálfu sér að eitthvað hlýtur að gefa eftir ef fólk fær ekki eðlilega hvíld í svefni.
Áhugasamir geta kynnt sér prýðilega grein um þetta ástand á doktor.is. Ég hvet loks alla þá sem finna fyrir þrálátri dagsyfju að hyggja að kæfisvefni sem orsök. Það er nokk auðvelt að greina hana og meðhöndla.
Dottaði undir stýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.