Þörf ábending

GlugginnÉg var í boði áðan og tók þar nokkrar ljósmyndir sem ekki er í frásögu færandi. Myndavélin er iðulega nálæg, enda ómissandi hluti af daglegum farangri mínum. Málið er að ég smellti af nokkrum myndum eins og ég geri iðulega og líklega eru margar þeirra alveg prýðilega. Punkturinn er hins vegar sá að meðal gesta í boðinu var einn fremsti ljósmyndari sem lýðveldið hefur alið og kom hann að máli við mig þegar ég var að fara. Hann benti mér afar kurteisislega á það að maður verður að sýna verkfærinu og iðninni þá lágmarks virðingu sem tilheyrir. Í mínu tilfelli líkaði honum það ekki að ég tók nokkrar myndir án þess að líta í gegnum glugga myndavélarinnar. "Maður á að líta í gegnum vélina og bíða eftir rétta andartakinu", sagði þessi snillingur.

Málið er að þetta er auðvitað laukrétt. Engin stórkostleg uppgötvun eða ný sannindi. Aðeins ábending varðandi grunnatriði sem maður hefur ekki í raun hugað mikið að, líklega vegna þess að maður kemur á ská inn í ljósmyndunina eins og laumufarþegi sem læðist um borð í skjóli nætur.

Gætum að grunninum í öllu því sem við gerum. Ef grunnurinn er réttur verður yfirbyggingin yfirleitt góð. Í framtíðinni mun ég altént gæta að því að horfa í gegnum vélina þegar ég tek myndir og virða þannig þetta verkfæri eins og vera ber.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband