BBC World Service

BBC World ServiceUndanfarin tvö ár hef ég nær einungis hlustað á BBC World Service fyrir utan stutta hörmungartíð þegar rof varð á endurvarpi hennar hérlendis. Þar er að finna fjölbreytta og afar vandaða umfjöllun um margvíslegustu málefni.

Hvern einasta dag síðan Alan Johnston, fréttaritara BBC á Gaza-svæðinu, var numinn á brott hefur BBC World Service fjallað um hann og haldið máli hans á lofti. Umræðan hefur verið hófstillt og málefnaleg og hefur farið um völlinn víðan og endilangan. Ég hygg að það sé ekki síst þessari þrautseigju að þakka að þessi árangur skuli vera að nást.

Ég hvet alla til að stilla á FM 94,3 (í Reykjavík) og hlusta á útvarp eins og það verður best. BBC World Service heldur einnig úti einum besta fréttavef sem í boði er, slóðin að honum er bbc.co.uk/worldservice.


mbl.is Fulltrúi Hamas heitir lausn Johnstons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Algjörlega sammála um BBC World Service. Besta útvarp sem völ er á. Reyndar vil ég bæta við að hægt er að hlusta á allar BBC útvarpsstöðvarnar í tölvunni - besta útvarpsefnið.

Halldóra Halldórsdóttir, 15.6.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband