Hringleikahús nútímans

Takk fyrir mig, Blað!Ég á örfáa vini, en gæði þeirra eru algjörlega í öfugu hlutfalli við fæðina. Einn þeirra hringdi rétt í þessu og vakti athygli mína á því að vitnað hefði verið í Blogg schmogg í Blaðinu í gær (takk fyrir, Blað!). Ég fékk kökk í hálsinn og hálf táraðist vegna þessa enda sannar svona birting að maður er á leið í uppsali bloggheima. Bloggari meðal bloggara. Alltént vil ég trúa því!

Engan þekki ég sem hefur betra innsæi þegar kemur að mannlegu eðli en þennan vin minn. Hann er yfirburða hæfileikamaður á flest öllum þeim sviðum sem hann snertir. Undantekningin frá þessari reglu er nútímatækni, en hún virðist einhvern veginn fara yfir ofan garð og neðan hjá kalli, en það er efni í aðra bloggfærslu. Í samtali okkar leiddi hann mig í allan sannleika um hvernig aðdáendaheimur íþróttanna væri í raun hringleikahús nútímans.

Til forna voru hringleikahúsin byggð svo pöpullinn gæti fengið gleði sinni og gremju útrás við að tilbiðja eða bölva hetjum sínum. Þetta virðist vera það sem aðdáendur íþróttaliða sækja í. Tilfinningar ráða iðulega för og skammt er á milli hæstu hæða og lægstu dala. Íþróttamennirnir gegna hlutverki skylmingaþrælanna sem berjast fyrir lífi sínu í hvert skipti sem haldið er út á vígvöllinn. Þegar vel gengur vísa þumlar aðdáendanna upp, en um leið og blæs á móti eru þeir fljótir að vísa þrælunum til leiðar í neðra. Sigurvegarar eru baðaðir rósablöðum og elsku þegar vel gengur, en blæðir út á vígvellinum þegar illa hefur árað. Þumallinn ræður för og segir til um hvort íþróttamaðurinn eigi náttstað í himnasæng eða Heljargreip.

Líklega er þetta gott mál fyrir marga og dagljóst er að íþróttamennirnir velja sér sitt hlutskipti. Hins vegar myndi ég ekki kæra mig um að eiga svo mikið undir því að andstæðingar mínir hverju sinni væru lélegri en ég!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærar þakkir fyrir þetta vefbókarframtak, Óli!

Ég las það sem komið er í hana í einum rykk og bætti síðunni á skammvalið á stikunni í vefskoðaranum mínum (*púst* ég þarf aðeins að ná andanum eftir alla þessa rétttrúnaðaríslensku (gaman annars að íslenskunni, einkum orðum með þremur té-um í röð eins og rétttrúnaður, nú eða þátttaka)).

Keep up the good work!

Kær kveðja,

TTT

nei ég meina HHH

Hörður Helgi Helgason 9.6.2007 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband