Föstudagur, 18. september 2015
Útvarp Saga og ISIS hryðjuverkamennirnir þar
Gaman er að sjá niðurstöður nýlegrar könnunar í hverri var spurt hvort ISIS hryðjuverkamenn gætu leynst í hópi starfsfólks Útvarps Sögu. Niðurstaðan er afgerandi, 92% svarenda telja að svo sé.
En þessi könnun á reyndar það sameiginlegt með þeim könnunum sem Útvarp Saga stendur fyrir að hún er gjörsamlega marklaus. Úrtakið valdi sig sjálft og það eitt og sér gerir hana ómarktæka. Síðan er hægt að skoða öryggismál netkannana og hvernig hægt er að fara í kringum þau.
Stóri punkturinn er að það er ábyrgðarmál að birta illa gerða skoðanakannair og láta sem niðurstöður þeirra séu marktækar. Það getur bara flokkast sem ísköld lygi og vísvitandi afbökun á sannleikanum. Málið er nefnilega að fjöldi fólks er móttækilegt fyrir því sem matreitt er ofan í það og sjái það kökurit með niðurstöðum úr könnun líta margir svo á að engin ástæða sé til þess að efast um það. Það gerir engan greinarmun á t.d. ruslinu frá Útvarpi Sögu og alvöru könnunum sem gerðar eru af alvöru fyrirtækjum sem nota gott vinnulag.
Því þurfa álitsgjafar að vera meðvitaðir um ábyrgð sína þegar þeir nota niðurstöður skoðanakannana til stuðnings málstað sínum. Ef málstaðurinn er góður er hann studdur með niðurstöðum góðra kannana, en vondur málstaður á sér yfirleitt bara bólfestu í skoðanaruslinu sem Útvarp Saga togar út úr skutnum á sér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Óli Jón jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !
Óli Jón !
Marktækt: - ekki marktækt ?
Útvarp Saga: ÞORIR ÞÓ, að gera ráð fyrir þeirri hættu, sem af ISIL drulluhyskinu Múhameðska stafar / hér: sem í öðrum löndum, fjær sem nær.
Það - er þó þakkarvert: þó stöðin sú sé ærið mistæk:: sbr. dekur Arnþrúðar stöðvarstjóra, við glæpa spírurnar Sigmund Davíð og Bjarna / þátt eftir þátt því miður, fornvinur góður.
Annað: en RÍKISÚTVARPIÐ: útvarp ''allra'' landsmanna, sem viðheldur algjörri ÞÖGGUN um flest mál:: innhringjendur þar, fá ekki að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, enda Magnús Geir og hans lið DAUÐYFLI, sem þóknast ''fjölmenningar'' KJAPTÆÐINU, út í yztu æsar, Óli minn.
Ekki einu sinni - opið fyrir alm. athugasemdir, á ruv.is, vefmiðli þeirra, aukinheldur.
Hvað: svo sem segja má Útvarpi Sögu, til hnjóðs eða lofs, reyna þau þó, að halda uppi möguleika almennings til skoðanaskipta, sem fíflin í Efstaleitinu forðazt, eins og heitan eldinn !!!
Múhameðska packið: vinnur að útþenzlu viðbjóðslegrar kreddu sinnar - líkt Kommúnistum og Nazistum fyrr á tíð - OG: ENGINN Á AÐ ÞURFA AÐ UMBERA ÞENNAN RUZLARA LÝÐ / hérlendis, né annarrs staðar, Óli minn.
Bezt geymt það lið - suður í Saúdí- Arabíu og nágrenni, allt saman !!!
Íslendingum væri nær: að bjóða : Hindúum / Bhúddistum auk annarra, sem eru þó til friðs, að dvelja hér á landi, ef þeir kærðu sig þá um, að flytja á þetta stjórnmálalega- og veðurfarslega illymis sker (Ísland), yfirhöfuð:: Óli minn !
Með beztu kveðjum - sem endranær /
Óskar Helgi Helgason 18.9.2015 kl. 13:42
Sæll Óli.
Skoðanakannanir hvort heldur hjá Útvarpi Sögu
eða annars staðar hef ég litið sem eitthvað
sem menn gerðu sér til skemmtunar, eins konar samkvæmisleik.
Það hvarlar ekki að mér að taka þessa vitleysu alvarlega!
Sjálfur getur þú keypt skoðanakönnun er þér sýnist sem
sýnir fram á að síðan þín sé sú skemmtilegasta og besta
á vef Mbl. En vitanlega þarftu þessi því allir vita að svo er!
Eru til einhverjar fínni skoðanakannanir? Hvenær gerðist það?
Það hlýtur þá að hafa verið á hrunárunum 2005 - 2007.
Húsari. 18.9.2015 kl. 16:37
Ég gerði fyrir stuttu mína eigin skoðana-könnun á You tube. Þá einfaldlega skoðaði ég og kannaði ummæli við hin ýmsu myndbönd er fjölluðu um fjölmenningu og Islam í Evrópu.
Samkvæmt þeim er vissara fyrir íslendinga, að loka hið snarasta á þetta islams og arabalið.
Loncexter, 18.9.2015 kl. 23:25
Skoðanakannanir ÚS eru auðvitað ekki marktækar að nokkru leiti.
Skoðanakannanir gerðar af td. Galluð eða Félagsvísindastofnunnar eru allt annars eðlis.
Það er nú merkilegt, árið 2015, að sumir á Íslandi viti ekki muninn eða skilji hann ekki.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2015 kl. 01:01
Auðvitað er munur á skoðanakönnunum eftir framkvæmd þeirra.
En þessi færsla Óla Jóns er alger steypa.
Skoðanakannanir á vef Útvarps Sögu eru þjóðkunnar og margauglýstar í dagskrá þess útvarps, sem hefur mjög útbreidda hlustun, og því er ekki um einhverja prívat-iðju manna þar að ræða. Vitaskuld er hlustendahópurinn ekki nákvæmlega eins og hjá Bylgjunni eða Rás 1, en yfirleitt er býsna mikið forspár- eða marktækis-gildi í þeim könnunum á ÚS, þar sem mjög eindregin niðurstaða fæst, 80% eða fleiri með ákveðinni afstöðu.
Jón Valur Jensson, 19.9.2015 kl. 01:18
Góða fólkið og islam aðdáendur sjá þetta nú í réttu ljósi Jón.☺
GB 19.9.2015 kl. 08:48
>... en yfirleitt er býsna mikið forspár- eða marktækis-gildi í þeim könnunum á ÚS, þar sem mjög eindregin niðurstaða fæst, 80% eða fleiri með ákveðinni afstöðu.
Er eitthvað sem styður þetta eða er þetta bara tilfinning þín JV? Eina svona könnun sem ég man eftir, þar sem hægt var að bera kannanir ÚS við alvöru kannanir var stuðningur við stjórnmálaflokka og á ÚS kom fram að Hægri grænir væru stærsti stjórnmálaflokkur landsins.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.9.2015 kl. 09:47
Óli Jón Hvar eru allir kristnu mennirnir sem eiga að vera á flótta ég hef áhyggjur af þeim sérstaklega.
Valdimar Samúelsson, 19.9.2015 kl. 13:07
Christian Refugees Wonder 'Is Any Place Safe' Lesið.
http://www.cbn.com/cbnnews/world/2015/September/Christian-Refugees-Wonder-Is-Any-Place-Safe/
Valdimar Samúelsson, 19.9.2015 kl. 14:40
Óskar: Það eru vissulega umræður á Útvarpi Sögu, en þær eru einsleitar og lélegar að mínu mati og markast helst af rasisma, heimóttarskap og hræðslu. Ef öðrum líkar hroðinn sem þar er borðinn á borð þá verði þeim hann að góðu.
Húsari: Vandamálið við þessa samkvæmisleiki ÚS er að menn með vondan málstað geta tekið ruslkannanirnar sem birta eru þar og notað þær sér til stuðnings. Ekki eru allir sem geta greint á milli vondu og villandi kannananna sem ÚS birtir og þeirra góðu og gildu sem gerðar eru eftir kúnstarinnar reglum.
Loncexter: Þú ert snillingur, birtu nú niðurstöður þessara rannsókna þinna. Einhvern veginn duga þín orð ein og sér ekki.
Ómar: Nákvæmlega.
Jón Valur: Þú ert nú krýndur notkunarkóngur ruslkannana ÚS og því er eðlilegt að þér svíði undan. Ósjaldan hefurðu nýtt þér þetta drasl þér og þínu til framdráttar og í dag er auðvitað ómögulegt fyrir þig að viðurkenna að þessar hækjur þínar eru byggðar á lygum, mísvísun og afbökun. Þú verður bara að hreiðra um þig í því flóabælinu og láta þér það að góðu verða.
Hjalti Rúnar: Nákvæmlega.
Valdimar: Er gæska þín og væntumþykja háð trú fólks? Alveg rétt, þannig fór Jesús að þegar hann hann flokkaði fólk og mat hverjir væru verðir björgunar og velvildar og hverjir ekki. En að öllu gríni slepptu þá er þetta flokkunarkerfi auðvitað við lýði því hótun Jesúss er auðvitað sú að ef þú trúir ekki á hann muntu farast í eilífðar helvítislogum. Það er rosalega Jesúslegt.
Óli Jón, 19.9.2015 kl. 15:43
Komið þið sælir - á ný !
Óli Jón !
Grundvallar MISSKILININGUR þinn, fornvinur góður.
Rasismi (Mannfræði): er ekki boðaður mér vitanlega, á Útvarpi Sögu.
Og - ekki minnist ég neinnar sérstakrar kynþáttahyggju (umvandanir:: um litarhátt) manna þar heldur, Óli minn.
Aldrei - skildi rugla saman, trúarbrögðum eða kenningum, af nokkru tagi, við litarraft eins, né neins Óli Jón.
Munum: að Perúmaður (af Indíána uppruna), getur verið Hindúi - eins og Indverjinn (af Indó- Evrópskum stofni, eða Tamíla) getur verið Kristinn maður, t.d.
Með þeim sömu kveðjum - sem síðustu /
Óskar Helgi Helgason 19.9.2015 kl. 17:04
Hr Óli Jón. Þú gætir auðveldlega notað netið eins og ég, til að finna efni og heimildir sem sýna svart á hvítu, að fjölmenningin sé að heppnast svakavel í Evrópu.
Leitarvélar í mínum browser fundu nánast ekki neitt af þannig heimildum. Kannski ætti ég að nota bing leitarvél, í stað þeirra sem útverp saga læddi á netið forðum ?
Loncexter, 19.9.2015 kl. 21:39
Hver nennir að eiga orðastað við þig, Óli Jón, til lengdar?
Jón Valur Jensson, 20.9.2015 kl. 00:36
Loncexter: En þú ert búinn að vinna vinnuna, safna saman niðurstöðunum og greina þær. Hvað er í vegi fyrir því að þú birtir þær fyrst þetta er svo vel unnið og afgerandi flott? Getur verið að þú hafir verið að skrökva þegar þú sagðist hafa greint stöðuna? Það væri nú leitt.
Jón Valur: Þú, Jón Valur, því þrátt fyrir að hafa lokað á mig á öllum 9-11 bloggsvæðum þínum og þrátt fyrir afar skýrar beiðnir mínar um að þú haldir þig fjarri þá birtistu alltaf aftur eins og blautur rakki :( Því er svarið við spurningu þinni einfalt, þú sækir í það eins og sakbitinn kaþólikki (sem þú líklega ert).
Að öðru sem raunverulega tengist efni greinar minnar. Skv. 'vandaðri' könnun veit starfsfólk Útvarps Sögu ekki hvað múslimi er:
Þetta er mögnuð viðbót við þetta sorglega og stóra Útvarps-sögu-mál.
Óli Jón, 20.9.2015 kl. 11:48
Sæll Óli.
Hvor er 'hættulegri' sá sem birtir könnun
sem allir vita að tæpast geti staðist staðla
en greinir þó frá niðurstöðu fortakslaust eða
hinn sem framkvæmir könnun undir merkjum
vísindalegs yfirbragðs en greinir ekki
frá þeim breytum sem máli skipta og gefur til
kynna hluti sem standast enga skoðun?
Ég er hér að ræða nýlega skoðanakönnun um
fylgi stjórnmálaflokka þar sem ekki var tiltekið
sem mestu máli skipti að óákveðnir voru hvorki
fleiri né færri en 57%.Þessari tölu var hent út
og fylgið síðan reiknað í hlutfallstölum.
Því voru 34% í réttum hlutföllum aðeins um 9%.
Fyrir flestum er slík skoðanakönnun ómarktæk
og óboðleg.
Húsari. 20.9.2015 kl. 12:14
Sæll aftur!
Þú kemur hér enn inná atriði sem
margur hlýtur oft að hafa velt fyrir sér
og það eru þessar útilokanir hjá einstökum
bloggurum.
Umburðarlyndi virðist oft takmarkað á þeim bæjum og
skiptir engu þó spurningar eða athugasemdir séu
orðaðar eins varfærnislega og unnt er.
Falli það ekki að skoðun bloggarans þá er það
útilokað. Nokkrir ganga svo langt að nefna þá
sérstaklega sem þeir útiloka; minnir á hausaveiðara
frá Borneó öðru fremur!!
Þegar þetta er komið útí þá vitleysu að ekki megi
skrifa varfærnislegan texta um Pater Nostrum, fyrirbænir
eða hvaða þýðingar menn styðjist við í þýðingum
sínum á Kóraninum yfir á íslensku þá er eitthvað
mikið að.
Sjálfur styðst ég við Kóran (þýð. Helgi Hálfdanarson), 2. útg. endurskoðuð, Mál og menning, Reykjavík 2003.
Fyrri þýðing Helga kom út árið 1993.
Gaman væri að vita hvort það sé tilfellið að
einstakir bloggarar sem hafa nokkuð eindregnar skoðanir
á Múslimum styðjist við eigin þýðingar eða þær sem
að ofan getur.
Vissulega er ekkert sem bannar það en sá heiðarleiki
verður að vera fyrir hendi hvernig í því liggur.
Heima er haninn frakkastur!
Húsari. 20.9.2015 kl. 14:29
Sælir - sem fyrr !
Húsari !
Ætli það sé ekki: eitt megin vandamála verldarinnar / óþarfar og ómerkar þýðingar á glæparitum, eins og Kóran skruddunni, t.d. ?
Ámóta og : Kommúnistávarp þeira Marx- og Engels, sem og Mein Kampf Hitlers forðum, ekki síður ?
Skræður allar - sem menn hefðu betur látið hjá líða, að taka alvarlega, eins og löngu er komið á daginn:: Húsari góður.
Sjáum fyrir okkur: hversu Heimurinn væri ekki auðugri og heilbrigðari, væri hann ekki með óþverra boðskap Múhameðs innanborðs: ENN, ÞANN DAG Í DAG, Húsari góður ?
Með þeim sömu kveðjum - sem öðrum og áður /
Óska Helgi Helgason 20.9.2015 kl. 15:18
Heill og sæll, ævinlega og alltaf, Óskar Helgi!
Það er sjónarmið út af fyrir sig að vera laus við
þetta allt saman eins og það leggur sig.
"Das Leben ist etwas dass besser nicht ware,"
sagði einhver þýzkur mannkynslausnari á fyrri tíð.
Var að kannski sá sami sem sagði að umfram allt yrði
að sigrast á manninum. (vil ekki gera þér það að
nefna þennan mann!)
Öll rómantík verður þá að rjómatík og við endum
í tísti fugla sem er hreint ekki svo afleitt!
(reyndar kom út 2. hefti af Mein Kampf sem þótti
illskárra en fæstir vita af en sízt gleður það þig
ef ég man rétt)
Ef þér svo fellur ekki tíst fugla þá má alltaf
hreiðra um sig í einhverri trjákrónunni og
fylgjast með því sem hinir aparnir eru að gera!!
En bestu kveðjur nú sem jafnan áður,
Húsari. 20.9.2015 kl. 16:17
Og brandararnir rúlla af færibandinu og þeir eru svo fyndnir að ekki er einu sinni opnað fyrir athugasemdir :)
Óli Jón, 1.10.2015 kl. 01:25
Og enn eitt fyndið í viðbót. Helsti sérfræðingur þjóðarinnar í gerð góðra viðhorfskannana er, eins og svo oft, stórtækur í Heitustu umræðunum hér á blogginu. Það teflir hann fram þremur bloggsvæðum sínum; Kristilega krossfestingarbandalaginu, bloggsvæði sínu og svo bloggsvæði sem hann á og notar til þess að endurbirta "mikilvægar greinar um grundvallarmál sem Jón Valur Jensson (talar um sig í þriðju persónu, sem er krúttlegt) hefur ritað á öðrum vefsíðum eða í blöðum ...".
Verði ykkur að góðu :)
PS. Er það ekki annars mjög eðlilegt að halda úti sérstöku bloggsvæði til þess að endurbirta 'mikilvægar' eigin greinar af öðru bloggsvæði og tala um sig í þriðju persónu? "I am the LORD" sagði einhver um sig í þriðju persónu ... ég sé ákveðna samlíkingu þarna :)
Óli Jón, 1.10.2015 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.