Frábært framtak!

Ekkert að borga!Þetta útspil Reykjavíkurborgar er gott veganesti á þeirri vegferð sem fara þarf til að draga úr mengun í borginni. Það er ánægjulegt að í stað þess að hækka álögur á mengunarvalda skuli vera farið í þveröfuga átt; þeir sem menga minna finna fyrir því í buddunni. Það er svo sem ekkert að því að setja á mengunarskatta, en þetta er skemmtileg nýbreytni.

Nú þarf að draga vagninn enn lengra áfram. Fjölga þarf vistvænum bílum og nýta það eldsneyti sem við eigum hér innanlands, metan-gasið góða. Þar er að finna eldsneytisforða sem nægt gæti til að knýja nokkur þúsund bíla án nokkurrar aukamengunar. Hugsum djarft þegar kemur að vetnisvæðingu, við getum orðið Kuwait norðursins.

Í dag skal hugað að framtíð meðan góðum verkum í nútíð er fagnað!


mbl.is Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband