Bílatryggingar

Tryggingasalinn ...Hér vil ég rifja upp frábæra hugmynd, hvers vitjunartími á vonandi eftir að renna upp. Þetta er hugmynd sem myndi einfalda líf margra og bæta tryggingavernd í umferðinni.

Hugmyndin er sú að lögboðnar skyldutryggingar ökutækja verði innheimtar í gegnum eldsneytissölu. Þannig væri lítilli upphæð bætt við verð hvers eldsneytislítra og rynni hún í sameiginlegan tryggingasjóð. Þetta hefði marga kosti í för með sér:

  • Trygging er til staðar meðan það er eldsneyti á tanknum (enginn keyrir ótryggður)
  • Tryggingar taka mið af stærð ökutækis (lítið eyðir litlu, stórt eyðir meiru)
  • Tryggingar verða breytilegur kostnaður (í samræmi við notkun ökutækis)

Það hlýtur að vera sanngirnismál að hægt sé að tengja tryggingakostnað við notkun. Hví skyldi sá sem keyrir 10 þúsund kílómetra árlega borga það sama í tryggingar og sá sem keyrir 20 þúsund kílómetra? Að öllu öðru jöfnu er hætta á tjóni 50% minni og því ætti tryggingartaki að njóta þess.

Hægt væri að ná fram mikilli hagræðingu með því að einfalda söluleið þessara trygginga á þennan hátt. Sölu- og innheimtukostnaður væri lítill sem enginn. Aðrar tryggingar yrðu áfram seldar í gegnum tryggingafélögin, enda um valkvæma kosti að ræða.

Ég tek það fram að þetta er ekki mín hugmynd, ég heyrði hana á ferð um Vestfirði fyrir 15 árum síðan. Nú er vitjunartími hennar kominn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óli, þú ert snillingur! Snilldin felst í því (a.m.k. í þessu tilfelli) að varðveita góðar hugmyndir og koma þeim á framfæri þegar meiri líkur eru á að þær nái fram að ganga. Í framhaldi af þessu má búast við að tryggingafélögin noti "varasjóðina" til að kaupa olíufélögin - reikna tryggingaverndina inn í bensínverðið, losa sig við 25% af starfsfólkinu, hækka eldsneytisverðið ca. 25% og reikna svo árlegt tap af öllu saman, svo þau hafi góða afsökun fyrir árlegri tvöföldun "varasjóðanna". Frábært!!

JB 26.2.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband