Föstudagur, 23. febrúar 2007
Það er vel hægt að flokka fólk!
Forráðamenn Hótels Sögu virðast kunna listina við að flokka fólk og ættu þeir að deila þessari þekkingu með okkur hinum. Ég hef oft lent í gleðskap þar sem er fullt af skemmtilegu fólki, en svo eru ein eða tvær leiðindamanneskjur með. Stundum er þetta fólk ekki sammála mér um eitthvað, stundum er það hávært og stundum er það bara hundleiðinlegt af því að það er það sjálft. Á þessum stundum hef ég óskað þess að kunna aðferð til að hafa bara skemmtilegt fólk í mannfögnuðum.
Nú geta veisluhaldarar og aðrir sem skipuleggja samkomur fólks tekið gleði sína því þetta er ekki vandamál eftirleiðis. Við notum bara Fólksflokkunarkerfi Hótels Sögu og eftir það verða öll partí skipuð rétta fólkinu en ekki einhverju liði sem sumir vilja ekki fá!
Verður þetta ekki æðislegt?
Ómögulegt að flokka ferðamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 26.2.2007 kl. 10:25 | Facebook
Athugasemdir
Elsku Óli Jón! Held að þetta hafi ekki með fólkið sjálft að gera, heldur ástæðuna fyrir að það er að hittast, til að ræða sitt "fag" sem er klám.
Sigríður Gunnarsdóttir, 23.2.2007 kl. 11:32
Sæl, elsku Sigríður mín
Að mínu mati fer flokkun alltaf fram á forsendu einhverrar skilgreiningar eða mats. Það er aldrei hægt að sundurgreina "viðfangsefnið" frá "skilgreiningunni" þegar eitthvað er metið. Þeir sem lögðust gegn komu þessa klámfólks hingað geta ekki sagt að þeim finnist klámliðið vera hið mesta prýðisfólk ef klámið er undanskilið. Þarna var klámfólkið skilgreint af gjörðum sínum og því meinað að koma hingað af því að það ætlaði að tala um sitt fag sem er löglegt í heimalandi þess. Það ætlaði sem sagt ekki að framleiða klám hér, heldur tala um klám en það er löglegt hérlendis að tala um klám. Ekki aðeins var "syndin" fordæmd heldur var "syndarinn" grýttur og honum úthýst.
Nú er búið að setja mælistikuna við klámliðið, það er bersýnilega óvelkomið hér. Hvað líður langt uns mælistikan verður endurstillt að nýju? Verður það þegar hingað koma veiðimenn sem herja á höfrunga? Skógarhöggsmenn? Andstæðingar fóstureyðinga? Fylgismenn fóstureyðinga? Framleiðendur snyrtivara sem gera tilraunir á dýrum? Olíubarónar?
Að mínu mati erum við komin í brekkuna og erum að renna hægt niður á við. Þegar næsta hóp verður meinað að koma hingað, þá fer skriðan af stað. Ég segir "þegar" því ég tel öruggt að þetta muni gerast aftur og svo aftur og aftur í framhaldi af því.
Óli Jón, 23.2.2007 kl. 11:54
Þetta er vissulega áhyggjuefni. Þetta hefur gerst áður, er að gerast aftur núna og því aðeins tímaspursmál hvenær þetta gerist næst.
Það hlakkar eflaust í mörgum samtökunum núna eftir að hafa séð hversu auðvelt það er að knýja pólitíkusa til að taka afstöðu gegn komu ákveðins hóp af fólki til landsins. Ekki nóg með að þeir séu knúnir til að taka afstöðu gegn komu þeirra, heldur eru þeir einnig "plataðir" til að bera fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur þeim sem er gjörsamlega óafsakanlegar þar sem engar sannanir voru fyrir hendi.
Ég hef ekki bendlað aðra manneskju við nauðgun, mansal eða barnaklám en ef ég geri það einhvern tíman þá ætla ég að vera viss um að það sé eitthvað til í því, ÞÓ SVO að einhver sem starfar í sama geira sé sekur um það.
Ég vildi ekki fá þessa ráðstefnu hingað en af tvennu illu þá varð útkoman sú verri. Ég vil ekki búa í landi þar sem stjórnmálamenn taka ákvarðanir sem snerta allan heiminn í einhverju lokuðu og fámennu kokteilboði (írak) og ég vil heldur ekki að þeir stuðli að mannréttindabrotum hvort sem það er gert með beinum (Falun Gong) eða óbeinum hætti (Snowgathering).
elli 23.2.2007 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.