Sunnudagur, 4. mars 2012
Forsetinn og biðstöðin á Bessastöðum
Þær eru ömurlegar, fréttirnar af því að nafni minn ætli að bjóða sig fram aftur og hálfu verra er að hann er bara að gera þetta til þess að drepa tímann. Hann ætlar bara að vera forseti þar til annað betra býðst. Þarna er forsetaembættinu mikil óvirðing sýnd þegar því er breytt í biðstöð fyrir gírugan gaur sem vill eitthvað allt annað.
Verði okkur að góðu!
Ólafur Ragnar gefur kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þarna er ég ekki sammála þér Óli,þessi forseti er sá sem hefur skammað þessa landráðaríkisstjórn og mun halda vörð um sjálfstæði okkar Íslendinga,en ef þessi landráðastjórn hefði verið farin frá völdum þá væri þessi staða ekki svona núna.Og það eitt veit ég að þetta eru harmafregnir fyrir alla þessa ESB já-sinna
Marteinn Unnar Heiðarsson, 4.3.2012 kl. 16:25
Matti: Í þessu samhengi skiptir í raun ekki máli hvað hann hefur gert áður. Aðal málið er að hann ætlar að nota forsetaembættið sem biðstofu þar til annað betra rekur á fjörur hans. Þetta segir hann með eigin orðum þegar hann biðst fyrirgefningar á þessu fyrirfram.
Þetta er ekki boðlegt fyrir embættið, það ættu menn að umgangast með meiri virðingu en svo.
Óli Jón, 4.3.2012 kl. 18:00
Hans Hátign er greinilega kominn með augastað á einhverju alþjóðlegu embætti.
Finnur Hrafn Jónsson, 4.3.2012 kl. 18:03
Þú ert að misskilja þetta. Ólafur er nauðsynlegt neyðarúrræði fyrir þjóðina, nauðsynlegur varðmaður á viðsjárverðum tímum. Ef stjórnlagaþingi tekst að eyðileggja alveg vald hans og gera marklaust, og gera þjóðina óvarða þegna alvaldrar ríkisstjórnar, án undankomuleiðar, verður væntanlega tilgangslaust fyrir hann að sitja áfram. Stjórnarskrárbreyting er í sjálfu sér góð, sé hún framkvæmd af fólki sem veit sínu viti, með sannan lýðræðisanda að leiðarljósi, eins og gert var í BNA og Frakklandi. Sé nefndin sem þetta gerir einfaldlega undirsátar ríkjandi valdhafa, sem eru leppar annarlegra afla sumir hverjir, þá er um allt annað mál að ræða og hættulegra, og í raun verið að hæðast að lýðræðinu. Í stjórnlagaráði er gott og vandað fólk, í bland við stórhættulega og andlýðræðislega aðila...
Clear Thinking 5.3.2012 kl. 05:31
Óli OfurGrís, heljarmennið eina sem getur reddað íslandi, hann mun síðar taka að sér enn mikilvægari störf fyrir alheiminn, þegar ísland getur sleppt hendinni af mikilmenninu mikilvæga.
Fólk er fífl..
DoctorE 5.3.2012 kl. 07:37
Hann er útsmoginn og snar enginn vissi hver hann var.......
Snilldin ein að láta þjóðina samþykkja fyrirframm allt sem honum dettur í hug að gera, og færa honum þar með, nánast einræði.
í sumum ríkjum þekkist það að "þingið" gerir ekkert nema það sé viðkomandi forseta /konungi þóknanlegt.
Er það þangað sem við viljum stefna?
það verður ekkert aftur snúið.
Látum ekki fílu og óánægju líðandi stundar fara með okkur úr öskunni í eldinn.
Birkir 5.3.2012 kl. 10:45
@Birkir. Okkar þing virðist ekkert gera nema það sé örugglega þjóðinni vanþóknanlegt. Er það eitthvað betra eða lýðræðislegra? Ólafur Ragnar er alvöru lýðræðissinni. Hann var tilbúinn að missa marga persónulega vini úr "elítunni" til að heiðra vilja þjóðarinnar og gera það sem rétt var.
k 5.3.2012 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.