Laugardagur, 7. maí 2011
Afsökunarbeiðni
Ég biðst afsökunar á því að hafa stuðlað að kjöri Þráins Bertelssonar á Alþingi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Laugardagur, 7. maí 2011
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Engin ástæða til þess. Þráinn er að brillera feitt....
hilmar jónsson, 7.5.2011 kl. 13:37
Ég get svo sem alveg fyrirgefið þér ... en er nokkuð viss um að þú kýst bara einhverja aðra vitleysu næst hvort sem er.
Óli minn, 7.5.2011 kl. 13:38
Það er bara ekki nóg að biðjast afsökunar á þessu. Það er engin yfirbót. Þú ert sekur um að misnota kosningarétt þinn algjörlega og það er ekkert sem segir að þú munir ekki gera það aftur. Því væri réttast að þú annað hvort skilaðir inn kosningaréttinum eða lofaðir að kjósa aldrei framar.
Veldu núna.
Simmi 7.5.2011 kl. 13:46
Vonandi fá fleiri Alþingismenn að finna fyrir Þráni!
Aðalsteinn Agnarsson, 7.5.2011 kl. 14:07
Þú ættir að skammast þín. Sjáðu nú hvað þú ert búinn að gera.
Þú sleppur ekki með eitthvað "afskið" og "fyrirgefðu" hér. Nú skaltu drattast út og taka til eftir þig.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.5.2011 kl. 17:05
Óli - Þetta er ærleg framganga hjá þér - og þér er fyrirgefið því þú kýst örugglega Þráinn ekki aftur - En eru það nokkuð fleiri kosningar sem þú þarft að biðja afsökunar á - hvað með Versta - Besta-flokkinn ????????????????
Benedikta E, 7.5.2011 kl. 18:18
Er það ekki full mikið í lagt Óli Jón, að biðjast afsökunar af því tvær íhaldskerlingar skuli væla yfir því að athygli hafi verið vakin á eðlislægri hugsun þeirra?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.5.2011 kl. 23:04
Ég tek til greina afsökunar beiðni þína Óli Jón. Því að þannig er auðveldast að lifa, að gera sér gein fyrir mistökum sínum og það er dáð að þora að viðurkenna þau.
Druslur sem hæðast að slíku dæma sig sjálfar, en ég tek mestu undir upphafsorð Benediktu.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.5.2011 kl. 12:26
Þar sem Þráinn er nú genginn til liðs við VG, þá held ég að þeir verði fáir sem munu kjósa hann aftur :)
Þér er auðvitað fyrirgefið Óli minn, enda vissirðu ekki betur á þeim tíma og það var svo sem ekkert betra í boði heldur...
Davíð Oddsson, 10.5.2011 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.