Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Vive la France!
Það er alltaf gaman að því þegar vísindin sækja fram á hárréttum stöðum. Við hin svefnsjúku styðjum Fransarana í þessu merka rannsóknarstarfi. Því til sönnunar hef ég gefið mig fram við franska sendiráðið til að gerast sjálfboðaliði í þessu ágæta starfi. Í reynd hef ég þegar byrjað mínar eigin rannsóknir og dotta því eins oft og ég get í vinnunni. Fyrstu niðurstöður benda til þess að tíminn líður mun hraðar í vinnunni ef maður sefur meirihluta vinnutímans. Þessar niðurstöður lofa góðu, en ég mun halda áfram minni vinnu til að staðfestingar.
Zzzzzzzzz ...
Frakkar kanna kosti þess að blunda í vinnutíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.