Færsluflokkur: Spil og leikir

Hugleiðingar um tölvuleiki

Game on!Í nýrri grein BusinessWeek um tölvuleikjaiðnaðinn sést að árlegur vöxtur hans er áætlaður rúmlega 9% næstu fjögur árin. Í fyrra var velta markaðarins á heimsvísu tæpir 32 milljarðar Bandaríkjadala en verður komin upp í um 49 milljarða Bandaríkjadala árið 2011.

Það er merkilegt að sjá að hægt og bítandi er farið að horfa meira á tölvuleiki sem þjónustu frekar en vöru. Þannig hafa leikir á borð við World of Warcraft og Second Life fest fyrirkomulag áskriftar í sessi þar sem spilarinn greiðir mánaðarlegt gjald gegn aðgangi að margvíslegri þjónustu. Þá eru mörkin á milli stafrænu heimanna og raunheims stöðugt að verða óskýrari. Þess eru dæmi að háskólar séu byggðir í Second Life þar sem alvöru kennsla fer fram. Þá eru fasteignasalar farnir að bjóða þjónustu sína á sama vettvangi. Fyrirtæki nýta sér haftalaust umhverfi leikjanna í æ ríkari mæli t.d. til starfsmannaþjálfunar og símenntunar. Bandaríski herinn hefur lengi nýtt sér tölvuleiki til að þjálfa dáta sína og heldur hann m.a.s. úti afar vinsælum leik, America's Army, sem ætlað er að auka áhuga ungs fólks á herþjónustu.

Auglýsingar hafa birst í leikjum undanfarin ár og þá sér í lagi íþróttaleikjum hvers konar. Nú er farið að bera á því að auglýsingaskilti séu reist um víða velli í leikjaheimum. Hvergi er hægt að mæla áhorf eins nákvæmlega og í tölvugerðum heimum þar sem það er vitað með 100% vissu hvort auglýsingu bar fyrir augu spilara eða ekki, þ.e. annað hvort er hún á skjánum eða utan hans. Það vakti nokkra úlfúð meðal spilara þegar það fréttist að auglýsingar myndi birtast í leiknum Battlefield 2142 og frestaði útgefandi leiksins, EA Games, þeim fyrirætlunum um sinn. Þar átti að stíga næsta skref í því að sérsníða birtingar auglýsinga því í leiknum er hægt að meta hvort spilari sé sókndjarfur eða haldi sig til hlés? Tekur hann málin í sínar hendur og leiðir hóp manna í orrustu eða er hann leiðitamur? Lætur hann vel að stjórn eða ekki? Rekst hann vel í hópi eða fer hann einn síns liðs. Sé spilarinn ágengur og sókndjarfur má ætla að hann sjái auglýsingar um t.d. hraðskreiða sportbíla meðan rólegri spilarar fái að líta auglýsingar um venjulega fólksbíla.

Í jarðbundnari leikjum á borð við Second World eða The Sims Online er hægt að mæla hegðun fólks enn nánar. Er spilarinn sparsamur og hagsýnn eða eyðir hann stöðugt í nýjustu græjurnar? Hefur hann gaman af því að vera heima hjá sér og hugsa um heimilið eða er hann stöðugt á ferðinni út um allt? Kaupir hann dýran og vandaðan varning eða reynir hann að þræða útsölurnar? Í þessum leikjum má fá sérdeilis nákvæmar upplýsingar um hegðun fólks sem nýtast vel til markaðsfærslu á hvers konar varningi. Stafrænir heimar eiga þannig eftir að verða draumastaðir markaðsmanna sem munu geta komið skilaboðum sínum á framfæri með ótrúlegri nákvæmni.

Framundan eru spennandi tímar fyrir okkur sem höfum gaman af tölvuleikjum. Múgvistun á eftir að stórauka framboð af góðu efni og tæknin er orðin svo fullkomin að í dag er hægt að skapa næstum hvað sem hugurinn getur ímyndað sér. Innan skamms tíma verður tölvuleikur á útgáfudegi aðeins fyrsta birtingarmynd hans áður en múgurinn tekur að sér að þróa hann áfram í áttir sem enginn hefði fyrirfram getað giskað á.

Game on!


Framtíð tölvuleikja?

Little Big PlanetÉg kynnti mér nýverið leikinn Little Big Planet sem mun innan tíðar verða fáanlegur fyrir Playstation 3 leikjatölvuna. Þetta er magnaður leikur sem brýtur blað í tölvuleikjasögunni með einstakri uppbyggingu sinni. Í grunninn er þetta þrautreynt leikjamódel þar sem spilarinn hleypur fram og til baka og leysir margvíslegar þrautir. Það sem hins vegar gerir leikinn sérstakan er að spilarar geta á öllum stundum haft áhrif á umhverfi sitt. Þeir geta hannað ný borð, breytt köllunum sínum og hvað annað sem hugurinn getur kokkað. Svo geta þeir vistað allt sem þeir hafa búið til á Playstation Network þar sem aðrir spilarar geta nálgast borðin og spilað þau.

Múgvistun (e. crowdsourcing) hefur að nokkru leyti birst í leikhaheimum hingað til og þá helst með því að framleiðendur leikja hafa gert spilurum kleift að búa til kort, borð eða sk. 'mod' við leiki. Þetta er hins vegar ný nálgun þar sem spilurum er gert afar auðvelt að skiptast á hugverkum sínum með skipulögðum hætti.

Kosturinn við þetta fyrirkomulag er sá að þarna geta allir lagt sitt lóð á vogarskálarnir. Sumir myndu segja að það eina sem þetta leiði af sér sé rusl í stríðum straumum og að engum sé treystandi til að búa til og hanna tölvuleiki nema sérhæfðu fólki. Það er næsta víst að 95% af því sem spilarar Little Big Planet munu búa til verði algjört rusl sem enginn muni hafa gaman af, en þá eru 5% eftir. Ef milljón manns spila leikinn að staðaldri, þá eru 50 þúsund spilarar í 5% flokknum. Ef þessir spilarar eru að skila frá sér gæðaefni þá eru þeir margfalt stórvirkari en nokkur leikjaframleiðandi gæti nokkurn tíma verið. Ég hygg að það sé fátítt að fjölda hönnuða sem koma að einum leik fari yfir 50, þ.e. þeir sem koma beint að hönnun og uppsetningu korta og borða. Múgvistunin myndi þannig leiða þúsund sinnum fleiri hönnuði að borðinu og það án nokkurs kostnaðar fyrir framleiðandann!

Í framtíðinni eigum við eftir að sjá meira af þessu. Framleiðendur búa til grind og regluverk ásamt fyrsta kaflanum í sögunni, en eftir það taka spilararnir við. Lýðræðið mun ráða, verk þeirra sem standast ekki dóm spilaranna munu ekki ná hylli en framlag þeirra sem eitthvað kunna til verka mun ná vinsældum. Fyrir vikið munum við sem spilum leiki njóta meiri fjölbreytni og meiri gæða fyrir minna verð.

Að lokum hvet ég lesendur til að kynna sér leikinn Little Big Planet með eftirfarandi vefslóðum:

Game on!


Starcraft 2

Starcraft 2Starcraft II continues the epic saga of the Protoss, Terran, and Zerg. These three distinct and powerful races will clash once again in the fast-paced real-time strategy sequel to the legendary original, StarCraft. Legions of veteran, upgraded, and brand-new unit types will do battle across the galaxy, as each faction struggles for survival.

Featuring a unique single-player campaign that picks up where StarCraft: Brood War left off, StarCraft II will present a cast of new heroes and familiar faces in an edgy sci-fi story filled with adventure and intrigue. In addition, Blizzard will again offer unparalleled online play through Battle.net, the company's world-renowned gaming service, with several enhancements and new features to make StarCraft II the ultimate competitive real-time strategy game.

Features:

  • Fast-paced, hard-hitting, tightly balanced competitive real-time strategy gameplay that recaptures and improves on the magic of the original game
  • Three completely distinct races:
    • Protoss
    • Terran
    • Zerg
  • New units and gameplay mechanics further distinguish each race
  • Groundbreaking single-player "story-mode" campaign
  • Vibrant new 3D-graphics engine with support for dazzling visual effects and massive unit and army sizes
  • Full multiplayer support, with new competitive features and matchmaking utilities available through Battle.net
  • Full map-making and scripting tools to give players incredible freedom in customizing and personalizing their gameplay experience

Smelltu: www.starcraft2.com


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband