Færsluflokkur: Spaugilegt
Þriðjudagur, 4. júní 2019
Bannkóngurinn í banni :)
Hann, sem heldur úti viðamestu bannlistum á blogginu hérlendis og þótt víðar væri leitað, suðar, grenjar og vælir yfir því að fá þessi skilaboð sem lunginn af netverjum sér þegar þeir ætla að leggja orð í belg á einhverjum af fjölmörgum bloggvefjum greysins.
Er þetta ekki kaldhæðnislega dásamlegt :)
Oft hefur Jón Valur fengið þessa spurningu, "Hvað hef ég gert af mér til að verða úthýst?", en sjaldnast svarar hann og þá sjaldan það gerist er það óskiljanlegt blaður.
Til hamingju, Jón Valur, yfirmarskálkur bannlistanna, þú ert ekki velkominn á forsíðu Moggabloggsins og svokallaðir vinir þínir setja þig á svarta listann. Heimur batnandi fer :)
PS. Mun þetta fá þig til að endurskoða þína bannlista? Ég spyr fyrir vin :)